Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 9
Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is ÍSLENSKUVERÐLAUN menntaráðs Reykjavíkur voru veitt í annað sinn í gær, á degi íslenskrar tungu. Markmið verð- launanna er að auka áhuga grunnskólanema á móðurmálinu og hvetja þá til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Rúmlega 100 grunnskólanemar í Reykjavík tóku við verð- laununum við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Grunn- skólar borgarinnar tilnefndu nemendur eða nemendahópa af hverju aldursstigi til verðlaunanna. Þessir nemendur þóttu hafa skarað fram úr á ýmsa vegu, í skapandi skrifum, ljóðagerð og í munnlegri tjáningu. Þá geta skólar tilnefnt nemendur sem hafa sýnt miklar framfarir á einhverju sviði íslensku. Marta Guðjónsdóttir, formaður verðlaunanefndarinnar, sagði skólana strax í fyrra hafa sýnt verðlaununum mikinn áhuga og væru þau kynnt fyrir nemendum í hverjum skóla fyrir sig. Meðal verðlaunahafa eru þrjú systkini úr sama skóla, ræðu- skörungar, ljóðskáld, sagnaskáld og hópur nemenda sem samdi sitt eigið lag og texta. Allir verðlaunahafar fengu verðlauna- grip úr gleri til eignar og var hann hannaður af Dröfn Guð- mundsdóttur myndhöggvara. Við afhendinguna hélt verndari verðlaunanna,Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ræðu og afhenti hún börnunum verðlaunin. Þá var á hátíðardagskránni skemmtiatriði sem tengist verkefninu Músíkalskt par sem felst í samstarfi fjölda tónlistarskóla og grunnskóla. Einnig hlýddu gestir á frumsamið tónlistaratriði nemenda. Í lokin var svo boðið upp á rammíslenskar veitingar, flatkökur með hangikjöti og kleinur. Eitt hundrað nemendur þóttu skara framúr Morgunblaðið/hag Tónlist Nokkrir söng- og tónlistarnemendur á vegum verkefn- isins Músíkalst par sýndu listir sínar í Ráðhúsinu. Verðlaun Vigdís Finnbogadóttir afhenti verðlaunin með að- stoð Oddnýjar Sturludóttur og Mörtu Guðjónsdóttur. Ljóð Gestir við afhendingu verðlauna menntaráðs Reykjavík- urborgar fengu m.a. að hlýða á ljóð ungu kynslóðarinnar. 9 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 20% afsláttur af vestum, bolum og toppum út vikuna • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is LI T LA P R E N T  ETC verkfæri  Hágæðavara  3 ára ábyrgð Brynja Laugavegi S. 552 4320 Kaupfélag Borgfirðinga S. 430 5500 Litaland Akureyri S. 461 2760 Miðstöðin Vestmannaeyjum S. 481 1475 Skipavík Stykkishólmi S. 430 1400 Versl. Krákur Blönduósi S. 452 4599 Versl. Virkið Hellissandi S. 436 6844 Dreifingaraðilar: Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÉG er bæði undrandi og hjartanleg glöð yfir þessu sérstaklega því mér þykir ákaflega vænt um íslenska tungu og hef mikinn áhuga á henni,“ segir Herdís Egilsdóttir kennari sem hlaut verðlaun Jónasar Hallgríms- sonar sem voru afhent í gær á degi ís- lenskrar tungu. Herdís kenndi við Skóla Ísaks Jónssonar í 45 ár og hefur því fylgst náið með þróun tungunnar í gegnum árin, henni finnst staða íslenskunnar í dag ekki nógu góð. „Mér finnst margt benda til þess að við séum að fletja tunguna út en ég er bjartsýnismanneskja og segi stundum að þar sem íslenskan lifði dönskuna af lifi hún ýmislegt af. Hins vegar er áreitið miklu meira nú frá umheiminum.“ Herdísi finnst margt dapurlegt í notkun á tungunni. „Orðaforði fólks er minni, orðatiltæki og ýmislegt eru misskilin og notuð vitlaust af þeim sem síst skyldu gera það bæði í út- varpi og sjónvarpi.“ Tala við börn sem jafningja Lausnin við hnignun tungunnar að mati Herdísar er að byrja mjög snemma að kenna börnum að nota málið. „Ég trúi því að það eigi að byrja snemma að sá dýrmætum fræjum, ekki fljótsprottnum, heldur þeim sem bera löngu seinna ávöxt. Þegar ég var kennari byrjaði ég strax að búa sjö ára börn undir lífið sjálft. Ég lét þau ræða fullorðinsmálefni á máli fullorð- ins fólks. Þannig kom orðaforði, notk- un og samhengi og umræða skap- aðist. Maður á að byrjar snemma að tala við börn eins og jafningja, því þau eru það og á margan hátt okkur fremri. Það verður líka að passa að svara börnum ekki óábyrgt. Þá erum við ekki að mata þau á einhverju sem við þurfum seinna að leiðrétta og við- urkenna að hafi verið rangt.“ Herdís er upp með sér yfir verð- laununum og vill þakka mennta- málaráðherra og dómnefndinni fyrir að setja sig inn í hvað hún hefur verið að reyna að gera fyrir tungumálið. Hún er einnig þakklát skólanum sín- um fyrir að gefa henni fullkomið frelsi að kenna eftir þeim aðferðum sem hún trúir á og nemendum sínum þakkar hún ómetanlega samfylgd í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Kristinn Kennari Herdís Egilsdóttir varð bæði undrandi en hjartanlega glöð með verðlaunin sem hún hlaut í gær á degi íslenskrar tungu.  Herdís Egilsdóttir hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar  Vill byrja snemma að kenna börnum að nota tungumálið Íslenskan að fletjast út Í rökstuðningi ráðgjafanefndar um Herdísi Egilsdóttur segir m.a.: „Með hverri kynslóð fæð- ist tungumálið upp á nýtt. Það þroskast með nýjum notendum. Tungan er um leið framandi strönd landnema sinna. Grunn- skólakennarar þjóðarinnar eru leiðsögumenn í þeirri för.“ Rakinn er náms- og starfsferill Herdísar, sem samið hefur fjöl- breytt efni fyrir börn, í máli, myndum og tónlist, en eftir hana liggur á annan tug barna- bóka auk tímaritsgreina. Einnig hefur hún samið efni fyrir út- varp, sjónvarp og leikhúsin í landinu. Á seinni árum er Herdís einna kunnust fyrir verkefni sitt „Litlir landnemar“, þar sem leit- að er svara við margvíslegum spurningum. Verkefnið fjallar um líf nútímafólks í landi þar sem allt vantar nema gjafir náttúrunnar. Nemendur stofna nýtt samfélag á fjarlægri eyju úti í hafi. „Mannauður þjóðarinnar býr í grunnskólum landsins. Það hef- ur löngum verið hlutverk barna- kennara að ávaxta þann auð. Það er fulltrúi þeirra sem við heiðrum í dag fyrir hæfileika hennar til að kveikja ljós, áhuga og þorsta eftir þekkingu – til að virkja orkustöðvar æskunnar og veita henni staðgott veganesti í hretviðrum lífsins,“ segir í rök- stuðningi nefndarinnar. Herdís hlaut í verðlaun eina milljón króna og ritsafn Jónasar Hall- grímssonar í hátíðarbandi. Mannauðurinn í grunnskólum landsins                           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.