Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 við Íslendingar höfum einfaldlega upp til hópa ekki verið nothæfir í vinnu síðastliðin ár. Alveg sama hvað við komust upp með að gera lítið, allt var of mikið. Alveg sama hvað við fengum mikið, allt var of lítið. Ekkert var nógu gott og engin takmörk voru hvað við áttum að geta haft það gott. Vitanlega á þetta alls ekki við um alla en við sem þetta á við um höfum gott af því að líta í eigin barm í stað þess að kenna alfarið öðrum um. Lærum af mistökunum og keyrum af stað á nýjan leik, því við erum jú Íslendingar, sjálfstæð og kraftmikil með gífurlega auðugt land og vannýtt tækifæri allt í kringum okkur. Þessi reynsla kennir okkur vonandi að meta betur það sem höfum og taka slaginn áfram með hæfilegri útrás því vissulega veitir okkar litli markaður okkar kraftmiklu þjóð ekki mjög mikið svigrúm einn og sér. Tækifærin Tækifærin í dag liggja fyrst og fremst í sjálfstæði þjóðarinnar, utan ESB með sveiganlegt hagkerfi og stjórnmálamenn sem treysta sér til að stjórna og við- halda sjálfstæði landsins. Að sjálfsögðu ber okkur að halda okkar eigin gjaldmiðli og finna heppilega leið til þess að svo megi vera. Í þessu tvennu liggja okkar tækifæri til framtíðar litið. Með þessu móti höldum við sveigjanleika okkar sem á sér tæpast hliðstæðu í heiminum. Náttúruauðlindir okkar eru með þeim bestu í heiminum, vinnusemi og harka býr í genunum og við höfum alla burði til að vera miðstöð viðskipta milli heimsálfa og leiðandi í umhverfis- og orku- málum. Augu umheimsins beinast að okkur núna og vert er að sýna hversu hratt við rísum og þar með styrk okkar. Í framhaldi getum við beint kröftum okkar að því að aðstoða Færeyinga og Grænlendinga í sjálfstæðisbaráttu sinni og saman munu þessar þjóðir eiga ríkt tilkall til lands- og hafsvæðis á norð- urhveli jarðar og þeim auðlindum sem þar liggja. Ef við gefumst upp og leggjumst á hnén fyrir ESB mun frelsisbarátta Færeyinga líklega einnig heyra sög- unni til og það væri miður. Skammsýnin Skammsýnin segir okkur hins vegar að stökkva um borð í stórt skip, í þeirri von að það sé svo stórt að það geti hreinlega ekki sokkið og láta aðra um að stýra ferðinni fyrir okkur. Að yfirgefa okkar litla fley og gefast upp nú þegar á móti blæs. Þetta ósökkvandi skip er í þessu tilfelli ESB en öll vitum við af biturri reynslu að ekkert skip er svo stórt að það geti ekki sokkið og nú þegar blasir ísjakinn við ESB. Kraftur Íslendinga og dugnaður mun tæpast duga til að halda Evrópu á floti en sjálfstæð höfum við alla burði til þess að vera hér eftir sem hingað til ein ríkasta þjóð í heimi og bera höfuðið hátt. FÁTT er fyrir mér óskiljanlegra en mótmæli gegn Davíð Oddssyni. Ekki það að hann sé fullkominn frekar en við hin, en að mótmæla honum minnir mig einna helst á krossfestingu forðum daga. Davíð Oddsson á heiður skilið fyr- ir að hafa leitt þessa þjóð frá höftum til frelsis, frá fátækt til allsnægta. Hvort frelsið hefur verið misnotað af okkur sem það feng- um má væntanlega lengi deila um. En að ætla að krossfesta mann fyrir það að leiða okkur til frelsis er vægast sagt lágkúrulegt og þeim sem það gera seint til álitsauka. Sjálfur reyndi hann ítrekað að vara okk- ur við því að illa gæti farið og við værum að fara fram úr okkur en sá hljómur var kæfður niður með látlausum og ómaklegum árásum sem ekki hafa farið fram hjá neinum hugsandi manni. Davíð Oddsson á sem betur fer breiðan hóp stuðningsmanna sem kunna að meta hann sem einn almerkasta mann sem þessi þjóð hefur alið. Steinakast Að sama skapi er mér með öllu óskiljanleg gagn- rýni sú sem beint hefur verið að forseta Íslands, Herra Ólafi Ragnari Grímssyni. Ólafur Ragnar hefur vissulega líkt og við hin gert mistök en að álasa hon- um fyrir að opna dyr fyrirtækja, einstaklinga og hug- mynda frá Íslandi inn á alþjóðlegan vettvang nær út fyrir alla heilbrigða skynsemi. Að gera forsetann ábyrgan fyrir því hvernig menn gengu um dyrnar sem opnaðar voru er jafn fjarstæðukennt og að kenna Davíð um það hvernig við fórum með frelsið. Ólafur Ragnar á heiður skilið fyrir það brautargengi og þá ómældu aðstoð sem hann hefur veitt íslenskum fyrirtækjum og hugmyndum á alþjóðavettvangi síð- ustu ár og aldrei hefur verið meiri þörf en einmitt nú á starfskröftum hans á þessum vettvangi. Galdrabrennur Útrásarmenn hafa verið og munu verða þjóð sem Íslendingum nauðsynlegir hér eftir sem hingað til. Að stimpla þá alla sem glæpamenn og brenna án dóms og laga segir okkur að mannskepnan hefur í reynd lítið breyst þegar óttinn er annars vegar og ennþá er leitað að galdramönnum til að brenna. Stað- reyndin er sú að hér eftir sem hingað til ættum við að forðast hleypidóma og láta dómstólum landsins það eftir að dæma hvort farið var að leikreglum eða ekki. Ef svo hefur verið er fásinna að ætla að gera eignir saklausra manna upptækar. Vænlegra er að leita leiða til að samskonar mistök geti ekki átt sér stað. Líta í eigin barm Staðreyndin er kannski sú að flest hver eigum við einhverja sök á máli og mörg vorum við búin að missa samband við jörð. Ein lítil staðreynd er sú að Benedikt Gísli Guðmundsson framkvæmdastjóri. Krossfesting, steinakast og galdrabrennur Útrásarmenn hafa verið og munu verða þjóð sem eru Ís- lendingum nauðsynlegir hér eftir sem hingað til. Að stimpla þá alla sem glæpamenn og brenna án dóms og laga segir okkur að mann- skepnan hefur í reynd lítið breyst þegar óttinn er annars vegar og ennþá er leitað að galdramönnum til að brenna.’Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins.Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvandaþjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins ÞAÐ eru erfiðir tímar á Íslandi í dag. Margar fjölskyldur eiga um sárt að binda vegna hækkunar á lánum og yfirvof- andi atvinnuleysis annarrar eða beggja fyrirvinna heimilis- ins. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að fólk reiðist og krefjist þess að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Raunar er það að vissu leyti merkilegt að ekki skuli bera meira á þessari kröfu en raun ber vitni því skoðanakannanir benda ekki til þess að stjórnarflokkarnir séu á neinni leið með að missa meirihlutastuðning sinn á meðal þjóðarinnar. Það að jafnstór hluti þjóðarinnar og raun ber vitni setji enn traust sitt á ríkisstjórnina leggur henni mikið á herðar. Þetta fólk og þjóðin öll hlýtur að krefjast þess að stjórnin taki á málum af festu og ábyrgð. Því miður hef- ur nokkuð skort á það fram að þessu. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið fálmkennd og hægfara. Yfirlýsingar ráðamanna og bankastjóra Seðlabankans hafa heldur ekki allar verið til þess fallnar að endurvekja traust á íslenskum efnahag og fjármálakerfi. En þrátt fyrir þau mistök sem hafa verið gerð fara ríkisstjórnarflokkarnir enn með lýðræðislegt umboð til að stjórna landinu og gera verður kröfu til þess að þeir horfi til fram- tíðar við lausnir vandamála dagsins í dag. Nýtum náttúruna skynsamlega Þrátt fyrir grafalvarlega stöðu mála vil ég leyfa mér að taka undir með þeim sem hafa sagt að íslenska þjóðin sé langt því frá komin að fótum fram. Við erum samkvæmt öllum mælikvörðum rík þjóð og fyrir okkur liggja mörg tækifæri. Í fyrsta lagi eigum við mikið af náttúruauðlindum sem geta skapað okkur mikil verðmæti. Rétt er að leggja mikla áherslu á áframhald- andi skynsamlega og eðlilega nýtingu þessara auðlinda. Auðvitað verður að fara að öllum þeim leikreglum sem settar hafa verið til að tryggja að þessi nýting sé í eins góðri sátt við náttúruna og mögulegt er. Mikið af þessum leikreglum er til komið vegna þess frumkvæðis sem framsókn- armenn hafa tekið í umhverfismálum. Stofnun Umhverfisráðuneytisins var að undirlagi Steingríms Hermannssonar þáverandi forsætisráðherra. Framsóknarmenn hafa farið með þetta ráðuneyti fleiri ár en nokkur annar stjórnmálaflokkur undanfarin ár og þar hafa mótast þær reglur sem fylgt er í dag. Þrátt fyrir alvarlega stöðu í efnahagslífinu má ekki ganga svo langt að kasta öllum málsmeðferðarreglum fyrir róða. Mannauðurinn er okkar dýrmætasta auðlind Enn mikilvægari er svo sá mannauður sem hér er að finna. Öfugt við náttúruauðlindirnar er raunveruleg hætta á því við núverandi aðstæður að við missum þessa auðlind úr landi. Ef hinu hæfileikaríka og vel menntaða fólki sem við eigum verða ekki sköpuð skilyrði til að lifa, starfa og sjá fjöl- skyldu farborða, mun það leita á önnur mið. Atgervisflótti úr landi er stærsta ógn sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag og það er stærsta áskorun stjórnvalda að koma í veg fyrir að hún verði að sorglegum veruleika. Fólkið í landinu kallar eftir því að ríkisstjórnin komi almenningi til hjálpar. Finna þarf leiðir til að létta byrðar skuldsettra heimila sem bera nú skuldir frá tímum góðæris inn í erfiða tíma. Halda þarf hjólum atvinnulífsins gangandi og leggja þarf sérstaka áherslu á stuðning við sprotafyrirtæki og nýsköpun. Ljóst er að atvinnuleysi er fram- undan, ekki síst hjá ungu fólki. Ég vil því skoða sérstaklega hvort lækka eigi aldursviðmið við töku lífeyris og rýma þannig fyrir gagnvart yngra fólki á vinnumarkaðnum. Það mætti hugsa sér að taka lífeyris hæfist við 65 ára aldur. Allt þetta þarf ríkið að gera og þetta mun kosta fé. En því fé væri sannarlega vel varið. Unga fólkið og fjölskyldurnar í landinu eiga skilið að ríkisstjórnin sýni dug og þor í að takast á við vandann. Ef ekki þá hlýtur fylgi við stjórnarflokkana að fara minnkandi. Stærsta áskorun stjórnvalda Birkir Jón Jónsson alþingismaður. Í GREIN á laugardaginn reyndi ég að færa fyrir því rök að það væri bæði skynsamt og ærlegt af skilanefndum og stjórnendum bankanna að hafna öllum hugmyndum um að forsvarsmenn gjaldþrota fyr- irtækja fái að reka þau áfram. Ég hefði átt að ganga lengra og segja sem er, að það væri hreint og beint hættulegt. Auðveld- asta leiðin til að sýna fram á þetta er að benda á síðustu tólf mánuðina í lífi bankanna. Þar ríkti svo heit þrá eftir því að allt yrði sem fyrr, að forsvarsmenn bankanna gerðu svo til hvað sem var til að svo mætti verða. Þegar enginn banki vildi lengur lána þeim tóku þeir til við að safna innlánum frekar en að horfast í augu við að við- skiptamódel bankanna var brotið. Og þeir teygðu sig jafnlangt til að framlengja líf fyr- irtækjanna sem þeir höfðu skapað. Aftur leit- uðu þeir í sparifé og létu peningamarkaðssjóði bankanna kaupa bréf af fyrirtækjum sem voru þá þegar óstarfhæf vegna skuldsetningar. Ef forsvarsmenn bankanna hefðu játað sig sigraða eða verið fjarlægðir fyrir ári síðan hefði ekki aðeins mátt komast hjá harmi fólks, sem tapaði peningum vegna vonlausra tilrauna, heldur hefðu bankamennirnir sjálfir geta gengið hnar- reistari frá borði. Í Ameríku er sagt að glæp- urinn sjálfur valdi ekki mestum skaða heldur tilraunin til að hylma yfir hann. Þegar menn geta ekki horfst í augu við afleiðingar gerða sinna víla þeir fátt fyrir sér til að hylma yfir þær. Þannig var staðan í íslensku bönkunum. Þótt menn hafi stofnað til ólukkulegustu lán- veitinganna frá hausti 2006 fram á haust 2007 held ég að menn hafi teygt sig lengst, sveigt reglurnar mest og líklega brotið mest af sér á síðustu tólf mánuðum; tímabili þar sem bank- arnir voru lifandi dánir og fyrirtækin héngu upp á lyginni. Þegar við hlustum á viðtöl við bankastjóra og formenn bankaráða er augljóst að þeir eru enn staddir einhvers staðar óra- langt í fortíðinni þegar íslenskir bankar áttu sér enn viðreisnar von. Við vitum nú að þessir menn voru árum saman í miðri skulda- og eignabólu; hlutfallslega stærsta bóla mann- kynssögunnar og sem mun verða hluti af náms- efni viðskipta- og hagfræðinema næstu árþús- undin. Samt segja þeir að aðeins hafi vantað herslumuninn upp á að allt færi vel. Þeir eru eins og síðasta fíflið sem keypti túlípana fyrir andvirði húsalengju í Amsterdam árið 1636 og sem hélt því fram að þetta hefði samt verið góð fjárfesting, framtíðin myndi leiða það í ljós þrátt fyrir tímabundna niðursveiflu. Síðan eru liðin 372 ár og við erum enn að hlæja. Ef glæp- urinn veldur ekki mestum skaða heldur yf- irhylmingin. Má líklega að sama skapi segja að bólan sé ekki mesti skaðvaldurinn heldur hrun- ið í kjölfarið. Og það er einmitt margsannað. Og ástæðan er einmitt sú sama. Gömlu stjórnend- urnir stórauka skaðann með því beita plástrum þar sem hefði þurft hníf. Við þekkjum þetta frá síðasta ári bankanna. Það var tjaslað upp á módelið í stað þess að skera það upp. Og við sjáum þetta í aðgerðum stjórnvalda í dag. Þær eru frekar tilraun til að bjarga andliti stjórn- arherranna en stöðu þjóðarinnar. Ég ætla ekki að eyða orðum á Davíð Oddsson. Nema þess- um: Davíð Oddsson er sá eini sem hefur reynt að gera áhlaup á banka á Íslandi. Tveimur ár- um síðar gerðu Íslendingar hann að seðla- bankastjóra. Aðeins tveimur dögum eftir yf- irtökuna á Glitni ákváðu stjórnvöld að kaupa úr Sjóði 9 ónýt skuldabréf fyrir 11 eða 20 millj- arða. Fréttum ber ekki saman. Með þessu var tilteknum hópi fólks, hluthöfum í þessum skuldabréfasjóði, fært fé sem er líklega meira en kostnaður ríkisins af aðgerðunum til stuðn- ings fjölskyldum, sem kynntar voru á föstudag- inn. Fyrsta aðgerð ríkisvaldsins eftir yfirtöku á öllu bankakerfinu var að láta nýju bankana kaupa enn meira af verðlitlum skuldabréfum sjóða í vörslu bankanna; að þessu sinni fyrir 200 milljarða króna. Hvers vegna? Fyrst og fremst til að tappa af reiðinni í samfélaginu. Við hrun bankanna töldu eigendur hlutabréfa í pen- ingamarkaðssjóðum sig eiga að njóta meiri verndar en aðrir hlutabréfaeigendur. Ráð- herrar sáu að grípa þyrfti til aðgerða strax, annars syði upp úr í samfélaginu. Þeir höfðu tvo kosti. Annars vegar að segja af sér svo þjóðin gæfi nýjum mönnum tíma til að vinna málið af kostgæfni. Hins vegar að kaupa peningamark- aðsfólkið út úr mótmælunum. Og ráðherrarnir keyptu sér aðeins lengra líf með 211 eða 220 milljörðum; hátt í hálf fjárlög. Af þessu sést að það eru engin takmörk fyrir hversu kostn- aðarsamt það er að láta skaðvaldana sjá um uppbygginguna. Eldvarnareftirlitið þykist vera brunaliðið þegar kviknar í, en nýtir sér síðan upplausnina til að tæma úr gluggum raftækja- verslananna. Það er því ekki aðeins ærlegt og skynsamlegt að fjarlægja þá sem báru ábyrgð á hruninu heldur er það mikilvægasti þáttur upp- byggingarinnar. Íslendingar geta þakkað það algjöru hruni fjármála- og atvinnulífs að þeir geta á einu bretti skipt út ríkisstjórninni, yf- irstjórn Seðlabanka, fjármálaeftirlits, við- skiptabankanna og allra helstu fyrirtækja. Vanalega myndi slíkt valda of miklum óróa. Í dag kæmi hann ekki að sök. Yfirhylmingin er dýrust Gunnar Smári Egilsson blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.