Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 GÓÐAN daginn, Ísland. Það er erfitt að vera vakin harka- lega, án þess að vera tilbúin til að takast á við það sem dag- urinn ber með sér. Þannig líður okkur núna. Slæmu fréttirnar berast eins og einhver fái greitt fyrir að búa þær til. Landið sem við erfum Byrjum á að tala um hvernig hlutirnir horfa við núna. Við heyr- um um sífellt fleiri ógeðfelldar eða einfaldlega heimskulegar ákvarð- anir sem voru teknar í viðskiptalíf- inu. Raddir sem áður píptu um að styrkja opinbera geirann, Fjármála- eftirlit og Samkeppniseftirlit, eru orðnar að röddum skynseminnar sem betur hefði mátt hlusta á fyrr. Það gerir ábyrgð hinna svokölluðu útrásarvíkinga ekki minni, eins og Ungir jafnaðarmenn hafa bent á. Orðspor Íslendinga er í svaðinu. Það er engin þörf á að rekja bet- ur ástandið á Íslandi í dag. Ég vil tala um það sem hefur verið að og hverju mér finnst við þurfa að breyta í hugsunarhætti. Það sem hefur vantað á Íslandi er að hugsa til lengri tíma. Að skilja að hagvöxtur þarf að vera hægur og stöðugur því annars fylgja slæmir vaxtarverkir og sveiflur. Skilja að það er ekki hlutverk stjórnmálanna að sjá fyrir reglulegum patentlausn- um fyrir atvinnulífið heldur að búa til jarðveginn sem atvinnuuppbygg- ing sprettur úr með áherslu á menntun, nýsköpun og sjálfbærni í öllum skilningi þess orðs. Hættum að tala um „sérstöðu Ís- lands“ og ímynda okkur að allt önn- ur lögmál gildi hjá okkur en annars staðar. Hlustum á gagnrýni og met- um hvort hún sé réttmæt en bregð- umst ekki við með hroka. Almanna- tengslavitleysunni nenni ég ekki lengur. Það eru léleg almannatengsl þegar upp kemst um síðir að gefnar voru misvísandi upplýsingar. Ofan á allt sem hefur gerst að undanförnu hefur Ísland sýnt ræki- lega fram á hversu ungt og vanþró- að lýðræði er hér. Enginn segir af sér eða viðurkennir einu sinni að hafa gert mistök! Mun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir virkilega kom- ast í sögubækurnar sem eina mann- eskjan sem sá sóma sinn í að segja af sér í mestu efnahagskreppu seinni tíma á Íslandi? Gildin sem við þurfum Nú beinum við reiðinni í þann farveg að byggja upp, lærum af reynslunni og endurhugsum. Þetta er svona einfalt: Við þurf- um að halda á lofti gildum og gagnsæi sem felast í alvöru lýðræði og sem kunningjaspilling á Íslandi, græðgi, hroki og vanvirðing fyrir þekkingu hafa fengið að valta yfir. Skiptum hrokanum út fyrir virð- ingu. Stöndum saman um að jafna kjör fólks og höfnum pólitík síð- ustu ríkisstjórnar sem fól í sér að sundra okkur með auknum ójöfn- uði. Hættum bulli á borð við póli- tískar skipanir í dómarastöður og leggjum áherslu á hæfi fólks til starfa frekar en tengslanetið. Við þurfum meiri áherslu á og virðingu fyrir sérþekkingu. Virðingu fyrir og stuðning við hverja einustu manneskju til að láta ljós sitt skína. Norræn velferðarsamfélög sem ég og aðrir jafnaðarmenn í heim- inum horfum til sem þeirra best heppnuðu, voru einmitt byggð á þess háttar gildum. Þau hafa alið af sér mannvænlegri og þar með öruggari, sterkari samfélög sem standast áföll vel. Frjálshyggjuna út, félagshyggjuna inn. Þannig verður okkar samfélag sterkara. Einn sterkan, takk Nú þarf að skella í sig kaffi, vakna almennilega og takast á við verkefni dagsins. Eins og stendur eru þau nær óbærilega erfið og það fólk í ríkisstjórn sem ber þungann ekki öfundsvert. Góðir hlutir hafa vissulega verið gerðir til hjálpar fólki sem lendir verst í kreppunni. En það gerist ekki nógu mikið. Á meðan sama ríkisstjórn starfar í skugga óverjandi stöðu með Seðla- bankann og bara einn maður á Ís- landi hefur axlað ábyrgð, er maður næstum ekki hissa yfir að mögu- legir lánveitendur skuli hrista hausinn og segja „Gangi ykkur vel, elskurnar. Segið okkur fyrst hvað þið ætlið að gera og komið svo aft- ur.“ Að vakna almennilega núna strax er að hreyfa sig í Evrópuátt. Að ákveða samningsmarkmiðin, að hefja aðildarviðræður við Evrópu- sambandið og sýna heiminum að við lifum ekki enn í þeirri sjálfs- blekkingu að íslenska krónan eigi von um lengri lífdaga. Þetta strandar á Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Að vakna almennilega núna strax er að búa til faglegri Seðlabanka. Það getur ekki beðið. Það getur ekki beðið. Sjálf lét ég þau orð falla fyrir margt löngu að Davíð Odds- son þyrfti frá – hann væri eins og gereyðingarvopn fyrir efnahags- lífið. Þessi orð fóru því miður að- eins of nálægt veruleikanum eins og hann hefur þróast. Ég vil hins vegar bæta því við núna að einn maður getur ekki verið vanda- málið. Það sem er vandamál er meðvirkni. Til styttri tíma þarf að skipta út bankastjórn Seðlabank- ans til að reyna að öðlast þá trú sem er löngu farin. Þetta strandar á Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn. Að vakna almennilega núna strax þýðir fyrir Samfylkinguna að hafa hugrekki til að standa á sínu í stjórnarsamstarfinu og fá það fram sem er nauðsynlegt: Breytta stefnu og endurritun stjórnarsátt- málans. UJ hefur kallað eftir kosningum til Alþingis. Ég deili þeirri skoðun með félagsmönnum að þolinmæði flokksforystunnar okkar geti ekki verið endalaus gagnvart samstarfs- flokki sem neitar að horfast í augu við raunveruleikann. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna. Nú fær Ísland sér kaffi og vaknar almennilega Ég held að við séum ölloft þannig að við þorum ekki að spyrja spurninga af hættu við að gera okkur að fíflum því við höldum að við eigum að vita svörin eða a.m.k. að allir hinir viti svörin.’ KÆRU lesendur. Á síðustu dögum og vikum hefur efnahagsástandið á okkar fögru eyju Íslandi hríðversnað. Á nokkrum vikum tókst bankakerfi sem skilaði tólffaldri landsframleiðslu að hrynja niður í þrefalda, á nokkrum vikum tókst okkur að lenda í milliríkjadeilu við þjóð sem við töldum til okkar nánustu vinaþjóða, á nokkrum vikum hefur fólk misst stóran hluta sparifjár síns, á nokkrum vikum hefur geng- ismarkaðurinn hrunið og laun fólksins í landinu orðið að nánast engu. Hækkanir á fasteignalánum og gjöldum skila sér ekki vel til neins, ástand- ið eins og það er í dag er langt frá því að vera ásættanlegt. Verst þykir mér þó að á þessum nokkru vikum höfum við frekar en að finna ásættanlegar lausnir á vandanum, eytt tímanum í að reyna að finna blóraböggla. Tækifær- issinnar hafa raðast upp í skúmaskotum og gargað það var ekki ég það var hann. Sannleikurinn er sá að við erum öll ábyrg og í stað þess að nota þann litla tíma sem við höfum til að bjarga því sem bjargað verður eyðum við hon- um í að finna blóraböggla, benda hver á annan og bíða þess að riddari á bláum hesti með gulan stjörnugeislabaug yfir höfði (ESB) komi til að bjarga okkur. Það er kominn tími til að við áttum okkur á því að þó svo að ESB hafi líklega verið ágætis tillaga fyrir suma fyrir ári er ástandið gjörbreytt síðan þá og í raun er þetta versti tíminn fyrir slíka umræðu. En í raun langar mig með bréfi þessu að benda á nokkrar tillögur sem ég bið ykkur um að taka til skoðunar. Stýrivaxtahækkunin frá 12 upp í 18% hjálpar ekki til. Þó að gömul húsráð úr IMF-bókinni gætu styrkt krónuna til skamms tíma eru allar líkur á að það reynist hræðilega til langs tíma eins og dæmi frá Suður-Kóreu og fleiri ríkj- um sýna. Ástandið er einfaldlega þannig að of mörg fyrirtæki og þar af leið- andi fjölskyldur eru í landinu sem engan veginn standa undir því auka- greiðsluálagi sem þeim er boðið upp á með þessari aðgerð. Skilyrði fyrir IMF-láni til Íslands eiga EKKI að vera meðhöndluð sem trúnaðarmál gagn- vart fjölmiðlum og þinginu, við búum í lýðræði þar sem almenningur hefur kröfu á að vita hvað er að gerast, þingmenn vinna fyrir okkur, ekki öfugt. Seðlabankinn á nú þar sem bankarnir eru komnir aftur í ríkiseigu að opna neyðarlánalínur sem bankar geta nýtt til þess að lána fyrirtækjum í rekstr- arerfiðleikum til langs tíma í þeim tilgangi að minnka líkur á uppsögnum og hræðilegum afleiðingum þeirra. Setja á bráðabirgðalög um Ríkissjónvarp -útvarp (RÚV) um að þeir minnki stöðu sína eða þá hverfi algjörlega út af auglýsingamarkaði tímabundið í þeim tilgangi að reyna að skapa aftur heilbrigt samkeppnisumhverfi á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði. Meðan auglýsingar eru í lágmarki getur það ekki talist annaðen fulleðlileg krafa. Efla á Nýsköpunarsjóð og auðvelda skilyrði fyrir lánveitingum úr sjóðnum svo að sprotafyrirtæki neyðist ekki til að selja áralanga þróunarvinnu og hugvit úr landi á brunaútsölu. Ekki er nóg að bjóða fólki með myntkörfulán á íbúðum upp á frystingar, sama reglan verður að gilda einnig um verð- tryggðu lánin. Móttaka bresks hers til Íslands eftir framkomu forsætisráðherra þeirra Gordons Brown yrði niðurlæging fyrir íslensku þjóðina og ríkið og myndi helst minna á stuttmynd úr Monty Python-þáttunum bresku frekar en ásætt- anlega stjórnsýslu. Endurskoða á laun ríkisstarfsmanna, með því hugtaki á ég við starfsmenn við opinbera stjórnsýslu, bankastjóra og ráðherra með hagsmunasjónarmið í huga. Umsvif ríkisins hafa farið minnkandi og þar hlýtur að vera svigrúm fyrir sparnaði líkt og annars staðar í þjóðfélaginu, íslenska ríkið verður að sýna fordæmi. Ég lít á þetta sem nokkra af þeim möguleikum sem við höfum í stöðunni þótt eflaust séu margir aðrir. Það síðasta sem við hins vegar getum gert er að gefast upp. Nú verðum við að standa saman sem þjóð og sýna samstöðu í verki, við erum Íslendingar og við höfum harkað ýmislegt af okkur í fortíðinni og eru þetta ekki fyrstu og ekki síðustu erfiðleikarnir sem koma til með að hrjá okkur. Mig langar að enda þetta bréf á að biðja fólk um að eyða ekki tímanum í að eltast við sökudólga heldur að standa saman í að reyna að laga þá kreppu sem við göngum í gegnum. Bréf til Íslendinga Rúnar Freyr Þorsteinsson, vörubílstjóri. INGIBJÖRG og Geir ætluðu að leysa eftirlaunaósómann í sum- arfríinu. Það fór eins og í den, þegar maður ætlaði lesa franska stíla í jóla- eða páskafríinu. Ég hef aldrei skilið af hverju ekki er hægt að taka af skarið með ósómann. Það var hægt að setja hann á í einum grænum með sam- þykki allra flokka. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og miklir skattpeningar farið í ósómann. Staðan í dag er þannig að allir flokkar eru sammála um að eftirlaunaósóminn sé ósómi, sem beri að taka af og það strax. Samt gerist ekkert. Borið er við að einhverjir hinir vilji ekki taka hann af og að hefð sé kom- in á ósómann. Á meðan líður tíminn og fleiri og fleiri bætast í hópinn og njóta ósómans í skjóli einhverrar hefðar. Hvílíkt rugl. Sé einhver vilji hjá stjórnvöldum að taka ósómann af, þá er hægt að taka af skarið og afgreiða málið einhvern daginn fyrir hádegi. Þeir sem telja á sér brotið geta sótt málið fyrir dómstólum og verður skömm þeirra mikil. Svo er annað mál. Hvernig er hægt að bera virðingu fyrir lögum yfirleitt, þegar viss lög eru þver- brotin? Það sem ég á við eru áfengisauglýsingarnar. Hvernig dettur nokkrum manni í hug að það sé verið að auglýsa Egils pilsner í sjónvarpinu þar sem fólk hópast að bala fullum af klaka og öli? Svo sá ég um daginn sendibíl skreyttan í bak og fyrir með Smirnoff-flöskum. Hér er líka auðvelt að taka af skarið. Það eru tveir möguleikar: 1) Banna allar auglýsingar á drykkjum sem innhalda einhvern vott af alkóhóli. 2) Leyfa áfengisauglýsingar. Annars eru þessi mál smámál í samanburði við það mál sem þolir enga bið og hefði átt að taka af skarið með í byrjun kreppunnar. Lækka stýrivexti í 3% og taka af verðtryggingu. Ég var erlendis þegar fréttin kom á CNN um að á Íslandi hefðu stýrivextir hækkað í 18%. Fréttamennirnir áttu ekki orð til að lýsa undrun sinni og gátu þess að á sama tíma hefðu stýrivextir í USA lækkað í 1% til að örva at- vinnulífið. Svo kom skýringin, að á Íslandi væri svo mikil verðbólga að nauðsynlegt væri að hækka vextina til að ná henni niður. Takist að ná verðbólgunni niður með þessari aðferð (svokölluðum ruðningsáhrifum) verður fórnarkostnaðurinn gjaldþrota þjóð fyrir EBS að hirða hræið af. Er það kannski það sem Samfylkingin vill? Staðan núna er þannig að margir eldriborgarar hafa tapað ævisparnaðinum og aðrir yngri sjá ekki fram á að geta staðið í skilum með afborganir af íbúðum sínum. Á sama tíma missa fleiri og fleiri fyrirvinnur vinnuna, ým- ist vegna þess að vinnuveitandi er gjaldþrota eða að hag- ræða verður í nauðvörn til þess að fara ekki strax á haus- inn. Helst hefur verið nefnt til bjargar að ríkið yfirtaki íbúðirnar og leigi fyrri eigendum. Þannig bætist íbúðar- íkisrekstur við rekstur ríkisbanka. Ekki veit ég hvort ríkið ætlar líka að yfirtaka atvinnurekstur eða bara að láta hann deyja drottni sínum, hvort sem er iðnrekstur eða landbúnaður. Sú braut sem alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn (GAGA) hefur teymt stjórnvöld á – án þess að nokkuð hafi komið á móti – er í stuttu máli eitt allsherjar svarthol, sem gleypir allt sé haldið áfram á þeirri braut. Nú spyr ég ykkur, Ingibjörg og Geir, hvort er betra: 1) að allt fari á hausinn og í ríkisrekstur eða 2) að lækka stýrivexti í 3% og taka af verðtryggingu? Ég efast ekki um að svarið er 1), þó svo að GAGA neitaði okkur um lán- ið, sem við höfum hvort eð er ekki fengið og vitum ekki með hvaða skilyrðum. Komi það þá nokkurn tímann. Sé ESB svo skammsýnt að setja verndartolla á fisk- inn, sem þeir fá ekki annars staðar en frá okkur, þá er það allt í lagi. Við getum selt allan okkar fisk og sett tolla á þeirra vörur. Jafnt bíla sem nauðsynjavörur. Allar vörur sem fást frá ESB-löndum getum við fengið á betra verði frá öðrum löndum og þannig stuðlað að betri við- skiptajöfnuði. Gert fríverslunarsamninga við sem flest lönd. Fríverslunarsamningur við Kína stendur e.t.v. enn til boða. Nú er rétti tíminn til að sýna þjóðinni og GAGA að þingið er ekki jafn máttlaust og sagt hefur verið. Að taka af skarið Sigurður Oddsson verkfræðingur SONUR minn sagði eitt sinn við mig að stærðfræðikennarinn hans yrði að átta sig á því að hann yrði að útskýra fyrir bekknum hvernig ætti að reikna dæmin eins og þau væru 5 ára en ekki 15 ára, þ.e. klippa út í pappa og mata þau með teskeið. Þegar ég spurði hann en af hverju biður þú kennarann ekki að útskýra þetta betur fyrir þér þá fannst hon- um það svo hallærislegt. Hann væri þá kannski að spyrja einhverra spurninga sem svörin lægju svo beint við að hann myndi gera sig að fífli; væri að spyrja að einhverju sem væri augljóst. Ég held að við séum öll oft þannig að við þorum ekki að spyrja spurninga af hættu við að gera okkur að fífl- um því við höldum að við eigum að vita svörin eða a.m.k. að allir hinir viti svörin. Síðan komumst við að því að það var bara ekki þannig, það voru ekki bara við sem þorðum ekki að spyrja heldur líka allir hinir. Ég held að síðustu árin hafi margir velt því fyrir sér hvernig „auðmennirnir“ og „bankamennirnir“ gátu verið svona klárir og búið til endalausa peninga. En það voru voða fáir sem þorðu að spyrja. Síðustu daga hef ég verið að velta fyrir mér nokkr- um spurningum sem ég bara veit ekki svörin við. Því hef ég ákveðið að útbúa lista og setja inn á hann allar þær spurningar sem mig vantar svör við. Listinn á eftir að lengjast töluvert á næstunni. Spurningar: 1. Hverjar eru eignir ríkisbankanna nákvæmlega? 2. Hverjar eru skuldir ríkisbankanna nákvæmlega? 3. Hvað þarf ríkið að taka hátt lán og í hvað eiga þeir peningar að fara nákvæmlega? 4. Hvernig á að borga lánin til baka sem ríkið ætlar að taka og á hvað löngum tíma? 5. Hvers vegna er ríkið að borga laun yfir 1.000.000 á mánuði? 6. Hvaða áhrif hefur það að skipta yfir í evru? 7. Hvaða áhrif hefur það að halda krónunni? 8. Er hægt að taka upp evru einhliða? Til ráðamanna: Svör óskast Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir héraðsdómslögmaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.