Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
LAURENT Nkunda, leiðtogi uppreisnarmanna í
Austur-Kongó, hefur samþykkt friðarviðræður,
vopnahlé og stofnun nýrrar nefndar sem á að hafa
eftirlit með vopnahléinu. Sérlegur sendimaður
Sameinuðu þjóðanna, Olusegun Obasanjo, fyrr-
verandi forseti Nígeríu, skýrði frá þessu í gær eft-
ir að hafa rætt í fyrsta skipti við Nkunda á yfir-
ráðasvæði uppreisnarmannanna.
Fundurinn var talinn mjög mikilvægur í ljósi
þess að margir utanríkisráðherrar og fulltrúar
Sameinuðu þjóðanna höfðu farið til Austur-Kongó
til að reyna að koma á friði en enginn þeirra ræddi
við Nkunda.
Obasanjo fór með þyrlu til bæjarins Jomba á yf-
irráðasvæði uppreisnarmannanna, nálægt landa-
mærunum að Úganda. Eftir tveggja klukkustunda
langan fund með Nkunda skýrði Obasanjo frá því
að uppreisnarleiðtoginn hefði samþykkt vopnahlé
og friðarviðræður. „Ég veit núna hvað hann vill,“
sagði Obasanjo. „Ég veit að vopnahlé er eins og
tangó: maður dansar ekki tangó einn.“
Nkunda fagnaði friðarumleitunum Obasanjo.
„Þetta er mikilvægur dagur fyrir okkur vegna
þess að við höfum misst marga menn. Núna höfum
við friðarboðskap,“ sagði Nkunda og bætti við að
ríkisstjórn Austur-Kongó þyrfti einnig að styðja
vopnahléið.
Býst við viðræðum í Nairobi
Obasanjo sagði síðar að hann byggist við því að
fulltrúar stjórnarinnar og uppreisnarmanna hæfu
friðarviðræður í Nairobi í Keníu á næstunni. Hann
taldi ólíklegt að Nkunda og Joseph Kabila, forseti
Austur-Kongó, tækju sjálfir þátt í þeim viðræðum.
Áður hafði Obasanjo rætt við Kabila og forseta
Angóla, Jose Eduardo Dos Santos, sem neitaði því
að stjórn landsins hefði sent hermenn til Austur-
Kongó.
Eftir fundinn í gær hélt Obasanjo til grannrík-
isins Rúanda til að ræða við forseta landsins, Paul
Kagame, sem hefur verið sakaður um að styðja
uppreisnarmenn Nkunda.
Nkunda fellst á vopnahlé í A-Kongó
Í HNOTSKURN
» Laurent Nkunda er leið-togi uppreisnarmanna úr
röðum kongóskra tútsa og í
nánum tengslum við ráða-
menn í grannríkinu Rúanda.
» Nkunda segir að mark-miðið með uppreisninni sé
að vernda tútsa frá vopnuðum
hútúum sem flúðu til Austur-
Kongó eftir að hafa tekið þátt
í fjöldamorðunum í Rúanda
1994.
» Yfir 250.000 manns hafaflúið heimkynni sín vegna
átakanna.
AP
Eins og tangó Laurent Nkunda (til vinstri) heils-
ar Olusegun Obasanjo, sendimanni SÞ.
UM 3.700 slökkviliðsmenn börðust í gær við
nokkra skógarelda sem hafa orðið til þess að yfir
800 heimili í Kaliforníu – allt frá rándýrum
glæsihúsum til hjólhýsa – hafa brunnið til kaldra
kola. Að minnsta kosti 50.000 manns hefur verið
skipað að forða sér frá heimilum sínum vegna
eldanna sem hafa eyðilagt um það bil 88 ferkíló-
metra skóglendis í fjórum sýslum frá því á
fimmtudaginn var. Sterkir vindar hafa torveldað
slökkvistarfið. Arnold Schwarzenegger, rík-
isstjóri Kaliforníu, lýsti yfir neyðarástandi í sýsl-
unum fjórum á laugardag.
AP
Hundruð húsa hafa orðið skógareldum að bráð
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
RÁÐAMENN helstu iðnríkja heims
hafa fagnað niðurstöðum leiðtoga-
fundar 20 ríkja í Washington um
helgina en fréttaskýrendur hafa lát-
ið í ljósi vonbrigði með fundinn. Þeir
sögðu hann hafa einkennst af fögr-
um fyrirheitum en fátt hefði verið
um samræmdar aðgerðir til að blása
lífi í efnahag heimsins.
Stjórnvöld í nokkrum Evrópu-
ríkjum höfðu bundið miklar vonir við
leiðtogafundinn og líkt honum við
ráðstefnuna í Bretton Woods í New
Hampshire árið 1944 þegar grunnur
var lagður að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum, Alþjóðabankanum og því
fyrirkomulagi peninga- og efnahags-
mála sem ríkt hefur eftir að síðari
heimsstyrjöldinni lauk.
Þótt Nicolas Sarkozy, forseti
Frakklands, og Gordon Brown, for-
sætisráðherra Bretlands, segðu að
fundinum loknum að hann hefði ver-
ið „sögulegur“ fengu þeir ekki það
sem þeir vildu. Fyrir fundinn höfðu
þeir beitt sér fyrir endurskoðun á
grundvallaratriðum í skipulagi kap-
ítalismans og uppstokkun á fjár-
málakerfi heimsins.
„Þeir hefðu getað samþykkt þetta
án þess að halda fund,“ hafði The
New York Times eftir Simon John-
son, hagfræðingi við Massachusetts
Institute of Technology og fyrrver-
andi aðalhagfræðingi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins. „Hvað er nýtt í þessu,
annað en það að þetta var leiðtoga-
fundur G20-ríkja en ekki G7?“
Aukin áhrif Asíurisa
Fundinn sátu leiðtogar gamalla
iðnvelda á borð við Bandaríkin,
Þýskaland og Japan og vaxandi þró-
unarlanda í Asíu og Rómönsku Am-
eríku. Fundurinn endurspeglaði
vaxandi áhrif þeirra síðarnefndu,
ríkja á borð við Kína, Indland og
Brasilíu.
Löndin sem áttu fulltrúa á fund-
inum eru um 85% af öllu hagkerfi
heimsins.
Leiðtogarnir boðuðu aukin ríkis-
útgjöld til að blása lífi í efnahaginn
og nýjan samning um heimsviðskipti
til að fyrirbyggja verndarstefnu.
Þeir fólu fjármálaráðherrum land-
anna að leggja fram tillögur ekki síð-
ar en 31. mars, fyrir annan leiðtoga-
fund sem á að halda í apríl.
Niðurstaða þess fundar ræðst að
miklu leyti af stefnu Baracks Obama
sem tekur við embætti forseta
Bandaríkjanna 20. janúar.
Ráðherrarnir eiga að leggja fram
tillögur um breytingar á reglum um
þá þætti í fjármálakerfinu sem taldir
eru hafa stuðlað að kreppunni, auka
gagnsæi og takmarka kaupauka sem
fjármálafyrirtæki greiða stjórn-
endum sínum. Ráðherrarnir eiga
einnig að endurskoða alþjóðlegar
reikningsskilavenjur, meta fjárþörf
alþjóðlegra fjármálastofnana og
setja saman lista yfir fjármálastofn-
anir sem nauðsynlegt sé að vernda
til að afstýra fleiri fjármálakreppum
í heiminum þegar fram líða stundir.
Fögur loforð en fá svör
Leiðtogafundurinn í Washington olli vonbrigðum en fjármálaráðherrum falið
að undirbúa annan fund í apríl Lítið um samræmdar aðgerðir gegn kreppunni
AP
Lokaleiðtogafundurinn George W. Bush Bandaríkjaforseti heilsar konungi
Sádi-Arabíu, Abdullah Bin Abdulaziz, á leiðtogafundinum í Hvíta húsinu.
DMÍTRÍ Medvedev, forseti Rúss-
lands, kveðst binda vonir við að
Barack Obama, nýkjörinn forseti
Bandaríkjanna, bæti samskipti
landanna tveggja.
„Skort hefur það gagnkvæma
traust sem nauðsynlegt er í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Rúss-
lands. Við bindum miklar vonir við
myndun nýrrar stjórnar í Banda-
ríkjunum,“ sagði Medvedev í ræðu
á málþingi á vegum hugveitunnar
Council of Foreign Relations í
Washington eftir leiðtogafund G20-
ríkjanna.
Medvedev kvaðst vilja fund með
nýja forsetanum fljótlega eftir að
Obama sver embættiseið forseta 20.
janúar. Hann gaf til kynna að Rúss-
ar léðu máls á tilslökun í deilunni
um áform Bandaríkjanna um eld-
flaugavarnir í Mið- og Austur-
Evrópu. bogi@mbl.is
Medvedev
bindur vonir
við Obama
„ÞAÐ væri mjög
gott val,“ sagði
Jon Kyl, næst-
áhrifamesti þing-
maður repúblik-
ana í öldunga-
deild Banda-
ríkjaþings, um
þann möguleika
að Barack
Obama veldi
Hillary Clinton í embætti utanrík-
isráðherra.
„Mér sýnist að hún sé með reynsl-
una sem þarf. Hún er með skap-
gerðina,“ sagði Kyl. „Ég tel að
heimsbyggðin myndi taka henni
mjög vel.“
Þingmenn demókrata tóku í
sama streng. bogi@mbl.is
„Væri mjög
gott val“
Hillary Clinton
RÍKISSTJÓRN Íraks samþykkti í
gær samning um framtíð banda-
ríska herliðsins í landinu. Sam-
kvæmt samningnum eiga banda-
rískir hermenn að fara frá öllum
borgum og bæjum Íraks á næsta ári
og allt bandaríska herliðið á að fara
frá Írak ekki síðar en í lok ársins
2011.
28 ráðherrar eru í stjórninni og
allir nema einn greiddu atkvæði
með samningnum.
Þing Íraks þarf nú að samþykkja
samninginn til að hann geti tekið
gildi. Bandarísk yfirvöld fögnuðu
ákvörðun stjórnarinnar, sögðu
hana „mikilvægt og jákvætt skref“ í
átt að friði og stöðugleika í Írak.
Um 150.000 bandarískir her-
menn eru í Írak. bogi@mbl.is
Fari frá Írak
fyrir árið 2012