Morgunblaðið - 17.11.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 17.11.2008, Síða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Bankahrunið á Íslandi var enn tilumræðu í dagblaðinu The Fin- ancial Times um helgina. Þar skrif- ar Sarah O’Connor blaðamaður að tvennt hafi valdið hruninu.     Annars vegar hafi bankarnir ver-ið of stórir til að hagkerfið sem þeir hvíldu á gæti staðið undir öll- um skuldbindingunum. „Bankarnir hafa ekkert á móti þessari skýringu; ís- lenskir stjórn- málamenn ekki heldur. Með henni er þeim lýst sem djörf- um – jafnvel fífl- djörfum – í út- þenslu sinni, en á endanum voru þeir fórnarlömb hnattræns neyðarástands.“     Hin ástæðan, sem O’Connor nefn-ir, er hið íslenska návígi og krosseignatengsl. Í mars var hún að vinna að grein um íslenskt efna- hagslíf þegar hringt var í hana úr forsætisráðuneytinu og sagt að spurst hefði hvaða verkefni hún hefði með höndum. Hvort hún vildi ræða við forsætisráðherra.     Nú spyr O’Connor hvernig á þvístandi að forsætisráðuneytið hafi fengið pata af því að lágt settur blaðamaður í London væri að skrifa grein: „Sennilega vegna þess að einhver úr bönkunum sagði honum það. Ef svo er, hvers vegna eru þeir í svona nánu sambandi? Vegna þess að kerfinu öllu stjórnar lítill hópur manna sem þekkist langt aftur …“     Svo eru krosseignatengslin. Eig-endur bankanna notuðu þá til að styðja önnur viðskipti sín. Deilt er um hugmyndir um að erlendir lánardrottnar hinna föllnu banka eignist einfaldlega hlut í þeim.     Kannski er það leið til að losna viðnávígið og fylgifiska þess. Návígið á Íslandi                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (            !"# $$ #$ $#                 :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   % % %             %% % % %   %                            *$BC                 ! "  #  $      #   %   ! *! $$ B *! &' ( "  ' "   )  *"+ * <2 <! <2 <! <2 &)"( $# , $-.! #*$/  D! -                  <    87  & #         #   !   '(# #   )    ! *+ # ! 6 2   ,      #         %        "  $   -   #    0## *11  $#*" 2 *  !*, $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR ÍSLENDINGAR fá 238 þúsund tonn úr norsk-íslenska síldarstofn- inum í sinn hlut á næsta ári og er þetta aukning um 25% á milli ára. Stofninn stendur mjög vel um þessar mundir og ákvað Norðaust- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndin, NEAFC, að heildaraflamark fyrir árið 2009 yrði 1.643.000 tonn, sam- kvæmt frétt frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ekki náðist niðurstaða á fund- inum um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg og var frekari viðræðum frestað fram í febrúar. Eru veiðar óheimilar til 1. apríl. Samkomulag náðist um að leyfa veiðar á 10.500 tonnum af úthafs- karfa í Síldarsmugunni á tíma- bilinu 15. ágúst til 15. nóvember 2009 og að meðafli á karfa færi ekki yfir 1% við aðrar veiðar. Líkt og verið hefur undanfarin 2 ár verður veiðiheimildum ekki skipt á milli aðila og verða veiðarnar stöðvaðar þegar heildaraflamark- inu verður náð. Tillaga um makríl samþykkt Samþykkt var tillaga um stjórn makrílveiða, sem Ísland mótmælti. Byggjast mótmælin á því að ekki er tekið tillit til Íslands sem strandríkis þótt meira en 110 þús- und tonn af makríl hafi veiðst inn- an íslenskrar lögsögu á árinu. Því sé ljóst samkvæmt hafréttarsamn- ingi Sameinuðu þjóðanna að Ísland er strandríki. Íslensku fulltrúarnir tóku þó fram, að þróun mála væri á réttri leið þar sem Íslandi var í ár í fyrsta sinn boðið að taka þátt í fundum hinna strandríkjanna. Samkomulag varð um áfram- haldandi lokun á svæðum þar sem viðkvæm vistkerfi er að finna, svo sem kóralla. sigrunerna@mbl.is Auknar veiðar úr síldarstofninum Engin niðurstaða um veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg á fundi NEAFC Eftir Kristbjörgu Sigurðardóttur Kópasker | Verið er að skipta um þak á Sviðastöðinni svokölluðu eftir að þakplötur fuku af húsinu og tjón varð á þakinu sjálfu í fárviðrinu mikla sem gekk yfir Norðausturland í lok október sl. Húsið á sér nokkuð merkilega sögu en það var byggt af Kaupfélagi Norður-Þingeyinga árið 1912 eða á sama tíma og fyrsta íbúð- arhús staðarins, Bakki. Eins og nafnið ber með sér voru svið lengi sviðin í húsinu en það var upphaflega byggt sem sláturhús og var notað sem slíkt til ársins 1927. Líklega er húsið það fyrsta sem byggt var sér- staklega sem sláturhús í Norður- Þingeyjarsýslu. Undanfarin ár hefur Sviðastöðin gegnt mikilvægu hlut- verki sem miðstöð flösku- og dósa- móttöku sem Óli Gunnarsson hefur umsjón með en sonur hans, Jón Kristján, eignaðist húsið um 1990. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Sviðastöðin Fyrirtækið Trémál hf. annast viðgerðina á húsinu. Unnið að endurbótum á elsta húsi staðarins Í HNOTSKURN »Sviðastöðin er elsta bygg-ing sem enn stendur á Kópaskeri. »Húsið var byggt árið 1912af Kaupfélagi Norður- Þingeyinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.