Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
HVERGI er í stjórnarskrá eða
lögum kveðið á um það að íslenska
sé hið opinbera tungumál lýðveld-
isins. Þetta kom meðal annars
fram á málræktarþingi Íslenskrar
málnefndar og Mjólkursamsöl-
unnar á degi íslenskrar tungu,
sem haldið var í hátíðarsal Há-
skóla Íslands í gær, 16. nóvember
á fæðingardegi Jónasar Hall-
grímssonar. Hæst bar kynningu á
tillögum Íslenskrar málnefndar
um íslenska málstefnu: Íslenska
til alls.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra flutti ávarp
og lýsti tildrögum þess að mennta-
málaráðuneytið fór þess á leit við
Íslenska málnefnd að hún gerði
tillögur um íslenska málstefnu.
Þótt staða íslenskunnar væri
sterk, sagði Þorgerður Katrín að
ekki mætti sofna á verðinum. „Það
er gott að hugsa til þess sem við
eigum sameiginlegt og þurfum að
hlúa að. Íslenskan er mál, sem
enginn getur tekið frá okkur,“
sagði hún og jafnframt að hún
hygðist flytja þingsályktun-
artillögu á Alþingi um að tillögur
nefndarinnar yrðu samþykktar.
Íslenska á öllum sviðum
Guðrún Kvaran, prófessor og
formaður Íslenskrar málnefndar,
fór yfir störf nefndarinnar, en
meginhlutverk hennar er að veita
stjórnvöldum ráðgjöf um málefni
íslenskrar tungu og gera tillögur
til menntamálaráðherra um mál-
stefnu, auk þess að álykta árlega
um stöðu íslenskrar tungu.
Guðrún sagði að nefndin hefði
kynnt sér málstefnutillögur ná-
grannaþjóðanna og séð fram á að
velja þyrfti verkefnin gaumgæfi-
lega. Hún sagði undirbúning mál-
stefnutillagnanna hafa falist í að
velja þau svið þjóðlífsins sem mest
ástæða væri til að kanna og
ákveðið hefði verið að stjórn mál-
nefndarinnar skipti sviðunum á
milli sín. Að því loknu hefðu verið
settir á laggirnar fimm vinnuhóp-
ar, sem höfðu eftirfarandi svið til
skoðunar:
Fyrsti vinnuhópur: leikskóli,
grunnskóli, framhaldsskóli.
Annar vinnuhópur: háskólar,
vísindi og fræði, tungutækni,
handbækur um íslensku.
Þriðji vinnuhópur: íslenska sem
annað mál, norrænt málsamfé-
lag, íslenska erlendis.
Fjórði vinnuhópur: fjölmiðlar,
listir.
Fimmti vinnuhópur: stjórnsýsla,
viðskiptalíf.
Fljótlega kom í ljós að verkefni
vinnuhóps tvö voru of mikil og
þurfti því að bæta við sjötta
vinnuhópnum, sem fjallaði um
tungutækni.
Vinnuhóparnir hófu störf síð-
sumars 2007 og skiluðu loka-
skýrslum um áramótin. Þeir
kynntu verkefnið á málrækt-
arþingi Íslenskrar málnefndar á
degi íslenskrar tungu í fyrra, en
nokkrum dögum áður höfðu vinnu-
hóparnir efnt til þings til að gefa
almenningi kost á að fylgjast með
framvindunni.
Guðrún sagði vinnuhópana hafa
fengið gott veganesti frá umræð-
unum á málræktarþinginu og Ís-
lenskri málnefnd hefði þótt mik-
ilvægt að koma af stað frekari um-
ræðum í samfélaginu. Því hefði
verið efnt til málþingaraðar þar
sem hvert svið fékk verðuga um-
fjöllun. Í því skyni var leitað til
samstarfsaðila eins og móðurmáls-
kennara, Vísindafélags Íslendinga,
Tungutækniseturs, Rithöfunda-
sambands Íslands, Alþjóðahússins,
Blaðamannafélags Íslands, Við-
skiptaráðs Íslands o.fl.
Veljum íslensku
Í máli menntamálaráðherra og
fleiri sem tóku til máls á mál-
þinginu í gær kom fram að þótt
enska herjaði á tungutak Íslend-
inga væru ýmsar leiðir færar til
að sporna við þróuninni. Þorgerð-
ur Katrín sagði boð og bönn ekki
vænlegustu leiðina, aftur á móti
gæti verið spennandi kostur að
finna íslensk orð yfir t.d. leggings
og ipod, í nýyrðasamkeppni
grunnskólabarna. Og Halldór
Jörgensson, framkvæmdastjóri
Microsoft á Íslandi, tók í sama
streng og hvatti alla tölvunot-
endur til að velja íslensku sem að-
almálið, þ.e. íslenskt notenda-
viðmót í tölvuna sína.
Ef tillögur Íslenskrar mál-
nefndar verða samþykktar á Al-
þingi verður þess enda ekki langt
að bíða að íslenska verði opinbert
tungumál þjóðarinnar samkvæmt
lögum – og á öllum sviðum þjóð-
lífsins.
Mál sem enginn tekur frá okkur
Tillögur að íslenskri málstefnu, Íslenska til alls, voru kynntar á þingi Íslenskrar málnefndar og Mjólk-
ursamsölunnar Menntamálaráðherra sagði að ekki mætti sofna á verðinum þrátt fyrir sterka stöðu
Gagn og gaman Glatt á hjalla hjá þeim Guðrúnu Kvaran, formanni Íslenskrar málnefndar, Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, á degi íslenskrar tungu.
Morgunblaðið/Kristinn
Í HNOTSKURN
»Á Íslandi er hlutfall móð-urmálskennslu af heild-
arstundafjölda í grunnskólum
16,1, Í Noregi 23,0 og í Dan-
mörku 28,7.
» Íslensk málnefnd leggurtil að íslenska sé opinbert
mál allra háskóla á Íslandi og
kennsla fari þar að jafnaði
fram á íslensku
»Tímabært er að spyrjahvort rúm sé fyrir íslensku
í alþjóðlegu vísindasamfélagi
á Íslandi eða hvort hún verði
brátt ónothæf, m.a. sökum
skorts á fræðilegum heitum og
reynslu í að koma fræðunum
til skila á vönduðu íslensku
máli.
» Íslensk tunga þarf aðverða nothæf – og notuð –
á öllum sviðum innan tölvu- og
upplýsingatækninnar sem
varða daglegt líf almennings.
»Fjölmiðlar standi vörð umíslenskt mál og auki metn-
að varðandi meðferð málsins.
Aðalmarkmið tillagna Íslenskr-
ar málnefndar um íslenska
málstefnu er að tryggja að ís-
lenska verði nothæf á öllum
sviðum íslensks samfélags og
að tryggð verði lagaleg staða
íslenskrar tungu sem þjóð-
tungu Íslendinga.
Nefndin gerði ítarlega grein
fyrir ástandi, horfum, mark-
miðum og fyrirhuguðum að-
gerðum á nokkrum mismun-
andi sviðum þjóðlífsins.
Auk tillagnanna, sem lúta að
lagalegri stöðu íslenskrar
tungu, var fjallað um íslensku í:
… leikskólum, grunnskólum
og framhaldsskólum
… háskólum
… vísindum og fræðum
… tölvuheiminum
… atvinnulífinu
… fjölmiðlum
… listum.
Einnig fjallaði nefndin og
gerði tillögur um þýðingar og
túlkun, íslensku sem annað
mál og íslensku erlendis.
Íslenska til alls
Gott mál Guðrún flytur gott mál.
Á degi íslenskrar tungu voru veittar tvær við-
urkenningar fyrir stuðning við íslenska
tungu og féllu þær í hlut Landnámsseturs Ís-
lands í Borgarnesi og Útvarpsleikhússins.
Í rökstuðningi ráðgjafanefndar segir m.a.
að Landnámssetur Íslands sæki þjóðararfinn
í hérað og geri hann aðgengilegan fyrir ís-
lenska jafnt sem erlenda gesti og fyrir alla
aldurshópa, sem á lifandi hátt ferðast aftur í
tímann og sögurnar. „… unnið er metnaðar-
fullt starf þar sem efniviðurinn er bók-
menntir, saga, arfur og umfram allt íslensk
tunga og menning.“
Ríkisútvarpið geymir dýrmæta heimild um
íslenska leikritun, segir ráðgjafanefndin. Og
jafnframt að í Útvarpsleikhúsinu sé tungu-
málið stóra verkfærið, sem leiki á hugann.
Hljóðleikhúsinu takist enn að fanga hlust-
endur, stöðva tímann og draga leikhússgesti
sína inn í ævintýraheima með tungumálið að
vopni. „Ómetanlegt menningarstarf sem sjö-
tíu árum frá upphafi sínu er enn í fullum
blóma.“
Viðurkenningarhafar hlutu listaverk eftir
Brynhildi Þorgeirsdóttur.
Landnámssetrið og Útvarpsleikhúsið verðlaunað
Viðurkenningar Kjartan Ragnarsson forstöðumaður og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri tóku við viðurkenningunni fyrir
hönd Landnámsseturs Íslands og Viðar Eggertsson leikhússtjóri fyrir hönd Útvarpsleikhússins, úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Dagur íslenskrar tungu