Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 6

Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NOKKUÐ er um tískusveiflur í nafn- giftum. Þetta sést vel sé rýnt í ný- birta samantekt Hagstofu Íslands um algengustu eiginnöfn meðal landsmanna. Þar má t.d. sjá að hlutur tvínefna hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu áratugum. Á 19. öld heyrði til undantekninga að íslensk börn væru skírð tveimur nöfnum en hinn 1. jan- úar 2005 báru 55,5% þjóðarinnar tvö nöfn eða fleiri. Tvínefni eru mun al- gengari meðal barna en fullorðinna og nú bera 82% barna á aldrinum 0–4 ára tvö nöfn eða fleiri. Hið sama átti einungis við um 19% þeirra sem náð höfðu 85 ára aldri hinn 1. janúar 2005. Í meðfylgjandi töflu hér til hliðar má sjá að algengustu tvínefni 0–4 ára drengja um síðustu áramót voru Sindri Snær, Mikael Máni og Andri Snær, hins vegar voru algengustu tvínefni allra karla 1. janúar 2005 Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Meðal stúlkna 0–4 ára eru nöfnin Eva María, Anna María og Sara Lind al- gengust í dag en algengustu tvínefni allra kvenna voru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín árið 2005. Tvínefnin upphaflega undir dönskum áhrifum Í samtali við Morgunblaðið bendir Guðrún Kvaran, prófessor og for- maður Nafnfræðifélagsins, á að fyrstu heimildir um tvínefni séu frá manntalinu árið 1703 þar sem skráð voru systkinin Axel Friðrik og Sess- elja Kristín Jónsbörn. „Móðir þeirra var dönsk en á þeim tíma voru tví- nefni býsna algeng meðal nágranna- þjóða okkar. Síðan hefur þessi siður haldið stöðugt áfram hérlendis og virðist ekkert lát á honum,“ segir Guðrún og tekur fram að erfitt sé að spá fyrir um það hvort og hvenær tví- nefnaþróunin muni ná hámarki sínu. Bendir hún á að foreldrar vilji gjarn- an vera frumleg í vali sínu á nöfnum og hugsanlega geti komið að því að einnefnin þyki frumlegri og verði þar með vinsælli. Mikil breidd í nafngiftum Eftirtekt vekur að flestir þeirra sem nota bæði kenninöfn sín eru oft líklegri til þess að fá ekki gælunöfn. Forvitnilegt væri að skoða hvort tví- nefnaþróunin sé ef til vill sé leið for- eldra til þess að vinna gegn því að börn þeirra verði kölluð gælunöfn- um. Reglulega heyrast dæmi þess að foreldrar gefi börnum sínum af sama kyni sitt eigið millinafn eða seinna kenninafn eða skíri öll börn af sama kyni sama millinafninu. Sem dæmi um slík millinöfn eða seinni kenni- nöfn má nefna Björk, Ósk, Áss og Þór. Velta má fyrir sér hvort for- eldrar noti seinna kenninafnið eða millinafnið sem vísi að ættarnafni fyrir sig og börn sín eða hvort for- eldrar sjái þetta sem góða leið til þess að skapa aukna tengingu milli systkina eða kynslóða. „Að mínu áliti er mikil breidd í nafngiftum Íslendinga og alls ekki al- gengt að sömu þrjú til fjögur nöfnin séu allsráðandi hérlendis í nokkur ár líkt og sjá má dæmi um í mörgum ná- grannalöndum okkar, þar sem allar stúlkur á ákveðnum aldri virðast heita Karen, því næst Sara, síðan María. Íslendingar virðast horfa í margar áttir þegar foreldrar velja börnum sínum nöfn, hvort heldur er til forn- sagnanna, Biblíunnar eða út fyrir landsteinana,“ segir Baldur Sigurðs- son, dósent í íslensku við Háskóla Ís- lands og einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Nefnir hann sem dæmi að athyglisvert sé hversu vin- sæl nöfnin úr Gamla testamentinu séu nú um stundir. Nefnir hann í því sambandi Aron, Ísak, Mikael, Söru, Evu og Rakel. Spurður sérstaklega um tvínefna- tískuna segir Baldur áberandi að á síðustu 30–40 árum hafi þróunin ver- ið sú að fyrra kenninafnið sé tvö at- kvæði en seinna nafnið eitt atkvæði, samanber Gunnar Þór, Andri Már, Sindri Snær, Linda Björk, Guðrún Ósk og Eva Dögg. Telur hann þetta skýrast af hrynvitund manna þar sem fólki finnist þessi hrynjandi bæði þægileg og falleg. Hvað á barnið að heita?  Hrynvitund ræður miklu um samsetningu nafna  Helmingur þjóðarinnar bar a.m.k. tvö nöfn árið 2005  Tvínefni mun algengari meðal barna en fullorðinna Í HNOTSKURN »Kári, Dagur og Alexandervoru vinsælustu einnefni drengja á aldrinum 0–4 ára 1. janúar sl. »Sigurður, Guðmundur ogJón voru algengustu ein- nefnin árið 2005 »Sara, Freyja og Katla vorualgengustu einnefnin með- al stúlkna 0–4 ára 1. janúar sl. »Guðrún, Sigríður og Krist-ín voru algengustu ein- nefnin árið 2005.                                                                   „ÞAÐ er ekki spurning að sterkar fyrirmyndir, hvort heldur er úr raunveruleikanum eða listaverkum á borð við skáldsögur og kvik- myndir, hafa áhrif þegar fólk er að velja börnum sínum nafn,“ segir Baldur Sigurðsson, dósent í ís- lensku við Háskóla Íslands og einn þriggja nefndarmanna í manna- nafnanefnd. „Vissulega geta sterkar fyr- irmyndir haft áhrif, hins vegar held ég að persónur skipti minna máli en hljómfegurðin í nafninu eða nafnasamsetningunni sem slíkri,“ segir Guðrún Kvaran, prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskóla Íslands og formaður Nafnfræði- félagsins. Sterkar fyrirmyndir eða hljómfögur nöfn? Andri Snær Magnason Eva María Jónsdóttir 1. Sindri Snær 2. Mikael Máni 3. Andri Snær 4. Aron Ingi 4. Gabríel Máni 6. Arnar Freyr 6. Ísak Máni 6. Tómas Orri 9. Alexander Máni Tvínefni drengja 0-4 ára 1. Eva María 2. Anna María 2. Sara Lind 4. Emilía Ósk 4. Guðrún Lilja 5. Ísabella Sól 5. Sara Líf 8. Emilía Rós 8. Eva Lind Tvínefni stúlkna 0-4 ára 1. Sara 2. Freyja 3. Katla 4. María 5. Katrín 6. Elísabet 7. Hekla 7. Emilía 7. Kristín 10. Auður Einnefni stúlkna 0-4 ára 1. Kári 2. Dagur 3.Alexander 4. Gabríel 4. Tómas 6. Ísak 7. Daníel 7. Davíð 9. Benedikt 10. Sölvi Einnefni drenga 0-4 ára Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is Stykkishólmi - Atvinna er það sem öllu skiptir við uppbyggingu og við- hald byggða. Dökk ský hvíla yfir landinu þessar vikurnar í atvinnu- málum. Það er því ánægjulegt að geta sent þær fréttir héðan úr Hólm- inum að hér er gróska í nýsköpun í atvinnu. Skipavík hf. sjósetti fyrir nokkru lystiskútu í víkingastíl sem ætlun er að markaðssetja erlendis. Ef vel tekst til í sölu mun skútusmíði skapa mikla vinnu, því 10 ársverk liggja að baki smíði skútunnar. Í síðustu viku kynntu þrjú ný fyr- irtæki starfsemi sína og buðu bæj- arbúum í heimsókn til að sjá hvaða starfsemi þar er að fara af stað. Fyr- irtækin eiga það sammerkt að þau eru að þróa og framleiða eigin af- urðir og aðsetur þeirra er að Hamraendum, iðnaðarhverfi Hólm- ara. Friðborg Það eru hjónin Valentínus Guðna- son og Elísabet Björgvinsdóttir sem eru eigendur Friðborgar. Þau hafa komið sér upp góðri aðstöðu til vinnslu á harðfiski. Framleiðslan er byrjuð og lofar góðu. Valentínus var áður skipstjóri til margra ára. Eftir farsælan feril vildi hann breyta til og koma sér í land. Vinnan beið ekki eftir honum í landi. Niðurstaðan varð sú að skapa sér sína eigin vinnu. Með viljann að verki var haldið af stað í harð- fiskvinnlu og vinna markað fyrir af- urðirnar. Leir 7 Leir 7 er leirvinnustofa og er eig- andi hennar Sigríður Erla Guð- mundsdóttir myndlistarkona. Hún er úr Hafnarfirði og ætlar að starfa við fyrirtækið sitt í Stykkishólmi. Sigríður Erla hefur mikla reynslu af vinnu við keramik. Hún hefur til þess menntun og svo er það áhuginn sem heldur henni við efnið. Hún hef- ur verið að vinna úr íslenskum leir og ætlar sér að það hráefni verði einkenni framleiðslunnar. Leirinn fær hún frá Fagradal á Skarðs- strönd. Á vinnustofunni vinnur hún að þróun og gerð listmuna úr Fagra- dalsleirnum. Þar liggur mikil vinna að baki. Hún telur sig vera komna yfir erfiðleikana sem upp hafa kom- ið og framleiðslan er farin af stað. Mjöður brugghús Mjöður brugghús er þriðja fyr- irtækið sem kynnti starfsemi sína. Fyrirtækið er í eigu tvennra hjóna. Mjöður brugghús hóf bruggun bjórs í sumar í eigin húsnæði. Í haust setti fyrirtækið á markaðinn framleiðslu sína bjórinn Jökull-bjór. Hefur sá bjór fengið góðar viðtökur og salan farið vel af stað. Það fylgir því áhætta að hefja at- vinnustarfsemi, það vita allir. Frum- kvæði og bjartsýni ýtir áhættunni til hliðar og það er aflið sem byggir upp. Góðar óskir bæjarbúa fylgja eigendum nýju fyrirtækjanna. Þrjú sprotafyrirtæki taka til starfa í Stykkishólmi Gróska í atvinnusköpun í Hólminum færist í aukana með nýjum fyrirtækjum Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Frumkvöðlar Eigendur nýju fyrirtækjanna, f.v. Sigríður Erla Guðmunds- dóttir, Ragnheiður Axelsdóttir, Gissur Tryggvason, Soffía Axelsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Elísabet Björgvinsdóttir og Valentínus Guðnason. FJÖLDI ferðamanna til Íslands fyrstu 10 mánuði ársins var 426.391 sem er 3% aukning frá sama tímabili árið 2007 en þá voru gestir 413.103. Bretar eru fjölmennastir til landsins, þá Þjóðverjar. Í tilkynningu frá Net- inu markaðs- og rekstrarráðgjöf er bent á að samhliða mikilli veikingu á gengi íslensku krónunnar undan- farnar vikur og mánuði sé allt uppi- hald, afþreying, verslun og fleira mun ódýrara fyrir erlenda ferða- menn sem styrkir þann þátt ferða- þjónustunnar. Fleiri ferða- menn koma STJÓRN Samfylkingarinnar í Reykjavík samþykkti ályktun þess efnis í gær að skora á þingflokk flokksins að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á nýju ári. „Mikil ólga og reiði er í samfélag- inu og krafan um kosningar er há- vær. Samfylkingin sem lýðræðisleg- ur stjórnmálaflokkur má ekki skella skollaeyrum við eðlilegum kröfum þjóðarinnar um virkt lýðræði. Með kosningum verður þjóðin þátttak- andi í þeirri uppbyggingu sem fram- undan er. Traust almennings verður einungis endurvakið með kosning- um,“ segir í ályktuninni. Kosningar sem fyrst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.