Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ENDANLEGUR kostnaður ríkis- sjóðs vegna lágmarkstryggingar á innstæðum á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi og Bret- landi, sem nú stendur til að sam- þykkja greiðslu á, liggur mögulega ekki fyrir fyrr en eftir nokkur ár. Samkvæmt viðmiðum að samn- ingaviðræðum við Evrópusambands- ríki, sem samkomulag hefur nú náðst um, ábyrgjast íslensk stjórn- völd rúmlega 20 þúsund evrur á hvern reikning í samræmi við lög um Tryggingarsjóð eða um 640 milljarða íslenskra króna. Eignir Landsbank- ans koma til frádráttar og ríkið greiðir það sem upp á vantar hrökkvi eignir Landsbankans ekki fyrir skuldunum. „Allt sem við fáum út úr eignunum kemur til frádráttar. Það verður bara að meta hvenær best er að ná einhverju út úr þeim. Það er ekki víst að best sé að gera það strax,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra þegar hún, ásamt Geir Haarde forsætisráðherra, greindi frá samkomulaginu um viðmið til grundvallar frekari samningavið- ræðum í Ráðherrabústaðnum í gær. Forsætisráðherra benti á að það skipti jafnframt máli hvenær byrja þyrfti að greiða af skuldbindingun- um og hvaða kjör yrðu á lánum. „Þetta getur verið margra ára ferli eftir að samningur liggur fyrir.“ Skýr skilaboð Utanríkisráðherra gat þess að skilaboðin um að Íslendingar fengju ekki lán nema Icesave-deilan yrði leyst hefðu verið skýr og komið úr mörgum áttum, ekki bara frá Bret- landi og Hollandi, heldur öllum Evr- ópusambandsríkjunum auk Norður- landanna en það væru fyrst og fremst þau sem ætluðu að lána Ís- lendingum það sem út af stæði þegar 2 milljarða dollara lán Alþjóðagjald- eyrissjóðsins væri í höfn. „Skilaboðin voru skýr vegna þess að öll Evrópuríki telja mikilvægt að þessi reglugerð fái staðist og að það sé ekki réttaróvissa um hana. Væri svo gæti það haft þau áhrif að al- menningur myndi ekki treysta því að það stæði skuldbinding á bak við inn- stæðurnar í bönkunum. Þess vegna var ekki um annað að ræða en leysa þetta mál og taka það úr þessu frosti sem það hefur verið í.“ Ingibjörg Sólrún nefndi í því sambandi umsókn íslenskra stjórnvalda hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum en afgreiðslu hennar hefur verið frestað hvað eftir annað. Nú hefur verið ákveðið að umsóknin verði tekin fyrir næstkom- andi miðvikudag. Geir sagði að nú hefðu menn horfst í augu við allt annan veruleika en þegar hann lét þau orð falla fyrir nokkru að hann vildi heldur sleppa því að fá lán hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum en ganga að skilyrðunum varðandi Icesave-reikningana. Hann nefndi í því sambandi skilyrði fleiri ríkja en Hollendinga og Breta. „Það er að það verði ekki gengið þannig til verks varðandi þessa reikninga og uppgjörið á þeim að við fáum ekki við það ráðið og að menn muni greiða fyrir því að hægt verði að endurreisa hér fjármála- og efna- hagskerfið. Ég tel að með þeirri af- stöðu sem tekin var af okkar hálfu þennan tíma sem þetta mál hefur verið í biðstöðu höfum við bætt okk- ar stöðu ef eitthvað er með þessari staðfestingu,“ sagði Geir. Skilaboðin voru skýr  Ekki um annað að ræða en leysa málið um Icesave, segir utanríkisráðherra  Margra ára ferli getur tekið við að loknum samningi, segir forsætisráðherra Í HNOTSKURN »Viðræður Íslands viðnokkur ESB-ríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakk- lands sem nú fer með for- mennsku í ESB, leiddu til sam- komulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum. »Samkomulagið felur í sérað íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis. Morgunblaðið/Kristinn Þáttaskil Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum í gær er þau skýrðu frá samningi um Icesave-reikningana. JÓLAVERSLUN er komin strax í gang og kaupmenn segjast hafa litlar áhyggjur af vertíðinni. Fólk virðist að minnsta kosti enn hafa jafnmikið og áður milli handanna. Útlendingum hefur einnig fjölgað í hópi viðskiptavina. Hæg stígandi Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunn- ar, segir jólaverslun greinilega vera byrjaða og í henni sé hæg stígandi. Kaupmenn séu nokkuð bjartsýnir og hafi ekki áhyggjur af því að minna komi í kassann en und- anfarin ár. ,,Annars vegar ferðast fólk minna núna og kaupir því meira innanlands. Svo hafa útlendingar verið að skila sér í auknum mæli í húsið í ljósi veikrar stöðu krónunnar enda hafa flugfélögin verið dugleg að auglýsa erlendis.“ Hann sagði verslunareigendur ekki hafa áhyggjur af birgðastöðu fyrir jólin enda birgðu menn sig upp strax að loknum sumarútsölum. Fólk væri nokkuð meðvitað um þetta og þeir hefðu ekki orðið varir við áhyggjur almennings af jólagjafaúrvalinu. Fólk vill áfram kaupa sitt ,,Jólaverslun er greinilega byrjuð og er ekki minni en í fyrra,“ segir Ólafur Benediktsson, verslunareigandi á Laugaveginum. Hann sagðist ekki verða þess var að fólk hefði áhyggjur af vöruúrvali fyrir jólin eða að það hefði minna milli handanna en áður, það vildi áfram kaupa sitt. ,,Ég sé því ekki fram á annað en góða jólaverslun,“ sagði Ólafur að lokum. sigrunerna@mbl.is Kaupmenn hafa litlar áhyggjur af jólaverslun Morgunblaðið/Kristinn Verslun Fólk gat komið í Rammagerðina um helgina og fylgst með gömlu handverki og upplifað jólastemningu. ÉG hef vonda til- finningu fyrir þessu og ég segi bara að lengi get- ur vont versnað í því hvernig ríkis- stjórnin heldur á þessum málum,“ segir Steingrím- ur J. Sigfússon, formaður VG, um samkomulagið vegna Icesave-reikninga Lands- bankans. Hann segir að sú „mar- tröð“ sem hann hafi óttast frá byrjun sé nú að ganga eftir. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og skattanefndar Alþingis, segist ekki sjá nein efri mörk í skuld- bindingu Íslands. „Ég sakna efri marka sem íslensk þjóð gæti ráðið við,“ segir Pétur. Valgerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins, telur að íslensk stjórnvöld hafi verið í mjög þröngri stöðu og ekki getað annað en gert þetta samkomulag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, vill fá að skoða samkomulagið áður en hann tjáir sig og vonast eftir fundi með stjórnarandstöðunni í dag. Vond til- finning fyrir þessu Steingrímur J. Sigfússon Pétur Blöndal saknar efri markanna STJÓRN Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, hyggst taka fyrir lánsumsókn Íslands næstkomandi miðvikudag. Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóri sjóðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Wash- ington í fyrrakvöld að loknum G20- leiðtogafundinum um heimskrepp- una. Upphaflega átti að taka umsókn Íslendinga um lán fyrir í byrjun mánaðarins. Afgreiðslu lánsumsókn- arinnar var frestað vegna deilna um Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Strauss-Kahn gaf ekkert upp um það á blaðamannfundinum í Wash- ington í fyrrakvöld hversu hátt lán Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er reiðu- búinn að veita Íslendingum. Lánsumsókn tekin fyrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.