Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 26. nóvember í 24 nætur á frábæru tilboði. Þú bókar flugsæti og fjórum dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað í rúmar 3 vikur á ótrúlegum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Stökktu til Kanarí 26. nóvember frá kr. 79.990 Verð kr. 79.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 24 nætur. Stökktu tilboð 26. nóvember. Frábær ferð - 24 nætur LÖGREGLAN telur að sex þúsund mótmælendur hafi komið saman fyrir framan Alþingshúsið á laugardag. Skipuleggjendur segja töluna vera mun hærri. Var þetta sjötta laugardaginn í röð sem mótmælt er á Austurvelli og fer fjöldinn sívaxandi. Ekki verður hætt fyrr en markmiðum er náð. Morgunblaðið/Kristinn Krefjast breytinga Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is MIKILL mann- fjöldi var á mót- mælafundi við Alþingishúsið á laugardaginn og telur lögreglan að um sex þús- und manns hafi verið á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna segja töluna nær tíu þúsund. Var þetta sjötta laugardaginn í röð sem mótmælin eru haldin og er engan bilbug að finna á skipuleggjendum. Veitir trú á tilveruna Hörður Torfason, skipuleggjandi mótmælanna, sagði ekki hægt að vera annað en ánægður með sam- komuna á laugardag. ,,Tilgangur mótmælanna er að byrja að skila sér. Allir hafa gott af þessu og þetta veitir líka aðhald. Mótmælin geta veitt fólki aftur trú á tilveruna og þetta þjappar fólki saman.“ Rödd listamannsins Hörður sagði að vissulega mæddi mikið á sér og fleiri aðstandendum. Einna mesti tíminn færi í að finna góða ræðumenn en mikilvægt væri að að hafa breiddina góða. Hann fengi líka hátt í 70 netpósta á dag og hringingar líka. Hins vegar yrði rödd listamannsins að vera til stað- ar þegar kallað væri eftir henni og hann hefði alltaf litið á það sem sitt starf að vera sú rödd. ,,Mótmælin hafa farið stigvax- andi og það er engan bilbug á okk- ur að finna, síður en svo. Við mun- um ekki hætta fyrr en seðlabankastjóri er farinn og búið að skipta um stjórn Fjármálaeft- irlitsins. Mótmælin breytast í sam- ræmi við ástandið. Allt er þetta keðjuverkun.“ Hvetur fólk til mótmæla Samstöðumótmæli fóru fram á Akureyri á sama tíma á laugardag og mættu um 500 manns í þau. Hörður sagðist ekki hafa tekið þátt í þeirri skipulagningu en hann hvetti fólk um land allt til að láta í sér heyra og mótmæla sem víðast. Vaxandi styrkur mótmæla Mótmælin þjappa fólki saman Hörður Torfason Þúsundir mótmæltu á Austurvelli um helgina FRÉTTASKÝRING Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is UMRÆÐURNAR á miðstjórnar- fundi Framsóknarflokksins á laugar- daginn voru hreinskiptar og var greinilegt að fólki lá mikið á hjarta, samkvæmt heimildarmönnum Morg- unblaðsins. Staða flokksins og þörf á kyn- slóðaskiptum var ofarlega í hugum margra en það voru félagar í Sam- bandi ungra framsóknarmanna sem hófu þá umræðu. Bentu menn á að flokkurinn hefði ekki náð sér á strik á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá kosningunum. Flokksþingi flýtt og ESB-aðild Á fundi miðstjórnarinnar var sam- þykkt að flokksþingi Framsóknar- flokksins yrði flýtt um tvo mánuði og það haldið í janúar 2009. Jafnframt var samþykkt að leggja fyrir tillögu þess efnis að gengið yrði til aðildar- viðræðna við Evrópusambandið, ESB. Þetta þykja mikil tíðindi og einkum þau ummæli formannsins, Guðna Ágústssonar, að hann vildi ekki leng- ur útiloka skoðun á aðild að ESB. Vilja skipta um í brúnni Í ræðu sinni á miðstjórnarfund- inum kvaðst Guðni trúa því að flokk- urinn gæti tvöfaldað fylgi sitt í næstu þingkosningum. Miðað við þá gagnrýni sem forysta flokksins sætti á fundinum á laugar- daginn virðast margir efins um að það takist verði ekki skipt um menn í brúnni. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður sagði fréttir þess efnis að hún hygðist sækjast eftir formannsembætti úr lausu lofti gripnar. Hún hefði ekki rætt slíkt við nokkurn mann. Siv kvaðst í gær ekki gera ráð fyrir neinu öðru en að styðja Guðna og forystuna á flokksþinginu í janúar. Útilokar ekki framboð Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi varaþing- maður, útilokar ekki að hann gefi kost á sér í embætti formanns Fram- sóknarflokksins. „Ég hef ekki ákveð- ið það enn þá,“ segir hann. Páll er meðal þeirra félaga í Framsóknar- flokknum sem eru fylgjandi aðild að Evrópusambandinu. „Ég tel að Ís- lendingar eigi að ganga til aðildar- viðræðna og leggja svo samninginn undir þjóðaratkvæði,“ segir Páll. Einnig hefur Valgerður Sverr- isdóttir, fv. ráðherra flokksins, ekki útilokað formannsframboð og er sögð vera undir feldi þessa dagana. Hart sótt að forystunni  Flokksþingi flýtt og mögulegur formannsslagur  Opnað fyrir ESB Morgunblaðið/Kristinn Framsókn Guðni Ágústsson og Val- gerður Sverrisdóttir heilsast. HÁTTSEMI Ríkisútvarpsins á mark- aði fyrir auglýsingar og kostun leiðir til alvarlegrar takmörkunar á samkeppni að mati Samkeppniseftirlitsins. Telur stofnunin að ekki megi rekja erfiða stöðu keppinauta RÚV eingöngu til samdráttar á auglýsingamarkaði held- ur ekki síst til ósanngjarnra sam- keppnisaðstæðna sem stafi af lögunum um RÚV og samkeppnishamlandi hegðun þess á auglýsingamarkaði. Stofnunin álítur að samkeppnislegur jöfnuður náist ef RÚV hverfi af markaði og starfsemi þess verði alfarið kostuð af opinberum aðilum. RÚV mun ekki víkja fullkomlega Ekki náðist í Þorgerði Katríu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra í gær en í samtali við fréttastofu Ríkisút- varpsins um helgina sagði hún það ekki koma til greina að Ríkisútvarpið viki alveg af auglýsingamarkaði. Hins vegar væri mögulegt RÚV viki að hluta til að „byggja undir hina frjálsu miðla.“ sigrunerna@mbl.is RÚV mun ekki víkja algerlega af markaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Í stjórnmálaályktun miðstjórnar Framsóknarflokksins er varað við því að brugðist verði við núverandi efnahagskreppu með höftum, hækkun skatta eða öðrum þeim aðgerðum sem hindra kunna við- skipti eða fjármagnsflutninga milli landa. Miðstjórnin varar við þeirri leið sem ríkisstjórnin leggur fram til stuðnings fjölskyldum og heim- ilum í landinu. Ráðstafanir stjórnarinnar hvetji til vanskila í stað þess að gera fólki auðveldara að standa í skilum með skuldbindingar sínar. Leiðin sé algjör uppgjöf gagnvart verk- efninu. Varað við höftum og hækkun skatta Í gjaldskrá RÚV segir að mesti afsláttur sem gef- inn sé sé 30% frá lista- verði og markist af um- fangi viðskipta undan- farna tólf mánuði. Samkeppniseftirlitið hef- ur þó þær upplýsingar að RÚV hafi ítrekað boðið viðskiptavinum sínum hærri afslætti en 30%.  Fyrir Ólympíuleikana í Peking bauð RÚV upp á tvenns konar auglýsinga- tilboð fyrir viðskiptavini. Gullpakki bauð upp á 60 birtingar á mismunandi tímum og bronspakki 28. Samkvæmt útreikn- ingum Samkeppn- isstofnunar nam afslátt- urinn frá listaverði í báðum tilvikum yfir 70%.  RÚV bauð viðskipta- vinum nýlega með tölvu- pósti upp á tilboð þar sem afslátturinn nemur meira en 80%.  Nýlega var ákveðnum viðskiptavini boðið ,,krepputilboð“ með tölvupósti þar sem af- sláttur var vel yfir 60%. Ósamræmi við gjaldskrá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.