Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 29
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
✝ GuðmundurÞengilsson
fæddist þann 19.
desember 1926 á
Ólafsfirði. Hann lést
á bráðamóttöku
Landspítalans við
Hringbraut þann 6.
nóvember síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Þengill Jóns-
son, bóndi í
Skeggjabrekku á
Ólafsfirði, f. 15.1.
1902 á Ólafsfirði, d.
19.9. 1979 á Akureyri, og Guðný
Guðmundsdóttir, f. 28.7. 1893 á
Bakka í Fljótum, d. 3.10. 1974 á
Sauðárkróki. Systir Guðmundar
sammæðra er Hrefna Þiðranda-
dóttir, f. 5.11. 1930, maki Björn
Eysteinn Jóhannesson og eign-
uðust þau 7 börn. Systkini Guð-
mundar samfeðra eru þau Sig-
urbjörg Unnur, f. 30.4. 1936, maki
Stefán Ásberg og eiga þau 5 börn.
Jóhannes Hólm, f. 14.12 . 1941,
maki Seselía María Gunnarsdóttir
og eiga þau 4 börn. Jón Marteinn,
f. 20.7. 1948, maki Erla Vilhjálms-
dóttir og eiga þau 4 börn.
Guðmundur kvæntist Hugljúfu
Dagbjartsdóttur, f. 3.1. 1930, d. 9.
ágúst 1952 á Ólafsfirði þar sem
þau hófu sinn búskap. Foreldrar
Hugljúfar voru Dagbjartur Lár-
usson, bóndi og sjómaður á Hofs-
hjá móður sinni til þriggja ára ald-
urs en eftir það tóku afi hans og
amma, Jón og Sigurbjörg í
Skeggjabrekku, hann að sér og ólu
upp, þar sem þau bjuggu í sambýli
við föður Guðmundar og Ólöfu
fóstru hans. Guðmundur stundaði
barnaskólanám niðri í bæ og eftir
það gekk hann í Iðnskólann á
Ólafsfirði þar sem hann lærði múr-
araiðn og lauk hann síðan sveins-
prófi á Akureyri 1950. Meistari
hans var Gísli Magnússon frá
Ólafsfirði. Hann var félagi í Iðn-
aðarmannafélagi Suðurnesja 1955-
1962. Í stjórn Múrarafélags Suð-
urnesja 1961-1962. Félagi í Múr-
arafélagi Reykjavíkur 1962-1964.
Félagi í Múrarameistarafélagi
Reykjavíkur frá 1964. Helstu
byggingar sem Guðmundur hefur
veitt forstöðu eru: Fjölbýlishús við
Faxabraut í Keflavík, er byggt var
á félagslegum grundvelli á ár-
unum 1957-1960. Íbúðir fyrir aldr-
aða í Furugerði 1 í Reykjavík og
við Dalbraut, göngudeild Borg-
arspítalans, íþróttahús Vogaskóla
í Reykjavík, Vesturberg 78,
Gaukshólar 2, Krummahólar 2 og
fleiri byggingar í Reykjavík, einn-
ig byggði hann hótelið á Ísafirði.
Guðmundur og Hugljúf fluttu
suður fyrst til Keflavíkur 1955 og
síðan til Reykjavíkur 1962 þar sem
þau bjuggu æ síðan, en þegar Hug-
ljúf lést, fluttist Guðmundur í
Furugerði 1 og bjó þar til dauða-
dags og naut sérstakrar hlýju og
velvildar Margrétar forstöðukonu
og Herdísar ásamt frábæru starfs-
fólki.
Guðmundur verður jarðsunginn
frá Grafarvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
ósi, f. 11.4. 1886 á
Bæjarklettum,
Skagafirði, d. 12.7.
1956 á Siglufirði, og
Guðbjörg Ragnheið-
ur Jónsdóttir, f. 7.10.
1893 á Grindli í
Haganeshreppi,
Skag., d. 4.3. 1934 í
Garðshúsum við
Hofsós. Börn þeirra
eru 1) Jón Kristinn, f.
3.12. 1952 á Siglu-
firði, vélfræðingur.
Fyrrv. maki Annora
Roberts og eiga þau
þrjár dætur: a) Ágústa Kolbrún, f.
19.1. 1979, sambýlismaður hennar
er Pétur Ragnarsson, f. 17.8. 1979,
barn þeirra er Ragnar Örn, f. 8.12.
2006. b) Anna María, f. 23.5. 1982,
c) Dagbjört, f. 30.10. 1983. 2) Pál-
ína Guðný Guðmundsdóttir, f. 27.2.
1955 á Ólafsfirði, bókari. Fyrrv.
maki Vilhelm Guðmundsson. Son-
ur þeirra er Guðmundur Þengill, f.
7.2. 1974 sambýliskona hans er
Björg S. Kristjánsdóttir, f. 7.1.
1978, barn þeirra er Bríet Birna, f.
1.8. 2007.
3) Svanhvít, f. 14.12. 1972. Maki
hennar er Kjartan Elíasson., f. 22.
11. 1962. Börn þeirra eru a) Sig-
mundur Elías, f. 29.1. 2000. b)
Kjartan Jón, f. 20.3. 2003. Áður
átti Svanhvít dótturina Hugljúfu
Maríu Tómasdóttur, f. 12.5.1995.
Guðmundur ólst upp á Ólafsfirði
Elsku afi. Mig langar að kveðja
þig með fáeinum orðum þó orð fái
því vart lýst hversu sárt það er að
kveðja og hversu mikið mér hefur
alltaf fundist til þín koma, ætla ég
samt að reyna. Þú varst kröftugur,
vinnusamur, heiðarlegur og um-
fram allt yndislegur maður sem
þótti vænt um litlu hjörðina sína og
vildir öllum vel.
Við áttum margar góðar stundir
saman bæði innan fjölskyldunnar
og í vinnu.
Þær stundir sem við áttum er við
störfuðum saman í hinum ýmsu
verkum hingað og þangað um bæ-
inn, þegar þú varst að koma mér til
manns í vinnu, eru mér alveg ómet-
anlegar í minningunni. Það var
hrein unun að starfa við hliðina á
þér og læra af þér þau tök sem þér
voru svo töm, allt skyldi vera þann-
ig að það væri óaðfinnanlegt og sem
næst fullkomið. Þú varst ósérhlífinn
með eindæmum og kallaðir ekki allt
ömmu þína þegar kom að vinnunni,
enda sést það best á því ef litið er
til baka og horft yfir árin sem þú
lagðir að baki í múrverkinu. Hættir
að starfa við iðn þína 73 ára og var
það eitt af þínum síðustu verkum að
aðstoða mig við breytingar á eld-
húsinu hjá mér á sínum tíma.
Þú hafðir hrist af þér heilablóð-
fall 54 ára gamall þar sem læknar
ætluðu þér ekki að rísa úr rekkju,
hvað þá ganga um óstuddur og
halda aftur í múrverkið sem þú og
gerðir. Þrátt fyrir minni mátt eftir
það áfall sem þú varðst fyrir léstu
fátt aftra þér í því sem þú ætlaðir
þér sem endranær. En líkaminn
þolir ekki endalaust við, enda múr-
verkið líkamanum erfitt og slítandi,
því er hvíldin þér eflaust kærkomin
eftir að hafa þurft að eiga við
minnkandi mátt hin síðustu ár í lík-
ama þar sem hugurinn var hvergi
nærri kominn á sama stig.
Heimilið hjá ykkur og ömmu var
heimili mitt framan af og á ég ótelj-
andi minningar af samveru okkar
þar, heimili þar sem allir voru vel-
komnir og gátu verið eins og heima
hjá sér, enda þegar við bjuggum í
Depluhólunum var heimilið oft fullt
af lífi og fjöri þar sem vinir og
vandamenn dvöldu oft í lengri eða
skemmri tíma, þar sem engan van-
hagaði um neitt og allir voru í góðu
yfirlæti.
Voru það hrein forréttindi að fá
að njóta þeirrar samveru og leið-
sagnar af hendi ykkar afa og ömmu
á uppvaxtarárunum, þar sem hver
dagur gat verið hreint ævintýri með
öllu því sem því fylgir og gott bet-
ur.
Elsku afi, mig langar bara að
segja takk fyrir allt sem þú gafst
mér, margs er að minnast, án þess
að á allt verði minnst og vona ég að
þú hafir það gott á góðum stað í
góðum félagskap við hlið ömmu. Þið
verðið alltaf í huga mér um ókomna
tíð.
Þinn nafni,
Guðmundur Þengill.
Guðmundur
Þengilsson
Kveðja frá ÍR
Það var mikið lán okkar ÍR-
inga, þegar Ásgeir gekk til liðs við
okkur árið 1970. Hann hafði ekki
unnið að íþróttamálum áður, en ég
hafði þekkt hann um árabil af öðr-
um vettvangi og vissi hvern mann
hann hafði að geyma. Það lá beint
við að Ásgeir yrði formaður fé-
lagsins eftir að hafa setið í stjórn í
tvö ár og það eitt segir meira um
manninn en mörg orð. Ásgeir var
einstaklega atorkusamur maður
og ábyggilegur, tók ákvarðanir af
yfirvegun en aldrei í neinu óða-
goti. ÍR-ingar eiga Ásgeiri mikið
Ásgeir Beck
Guðlaugsson
✝ Ásgeir BeckGuðlaugsson
fæddist í Hafn-
arfirði 18. desember
1929. Hann lést á
hjúkrunardeild
Grundar á Land-
spítala, Landakoti,
1. nóvember síðast-
liðinn og fór útför
hans fram frá
Grafarvogskirkju 6.
nóvember
að þakka, hann tók
við félaginu á erfið-
um tíma, þegar fé-
lagið var nýflutt í
Breiðholtið og að-
staða var nánast
engin. Það var
óhræddur maður
sem með lagni sinni
laðaði fram krafta
hæfra einstaklinga
til að byggja upp fé-
lagið á nýjum slóðum
og sannaði kunnar
staðreyndir, að bestu
forystumennirnir eru
þeir sem hafa hæfni til að virkja
aðra með sér.
Undirritaður tók við for-
mennsku af Ásgeiri árið 1977 og
tók þá við góðu búi, þar sem hlut-
irnir voru í lagi og hvergi hnökrar
á, en það er mikill styrkur fyrir
þann sem við tekur. Alla tíð síðan
hefur Ásgeir sinnt félaginu vel og
alltaf gott til hans að leita um ráð-
.Við fyrrverandi formenn höldum
alltaf hópinn og hittumst minnst
einu sinni á ári til að ráða ráðum
okkar og styðja við bakið á starf-
andi stjórn og þar hefur Ásgeir
jafnan verið fremstur meðal jafn-
ingja. Ásgeir og Dísa, kona hans,
hafa reynst félaginu vel alla tíð og
fyrir það erum við ÍR-ingar þakk-
látir. Við fyrrverandi formenn, svo
og stjórn ÍR sem og allir ÍR-
ingar, söknum góðs félaga og vott-
um Dísu og fjölskyldunni samúð
okkar.
F.h. Íþróttafélags Reykjavíkur
Þórir Lárusson.
Kveðja frá Íþróttabandalagi
Reykjavíkur
Í dag kveður íþróttahreyfingin í
Reykjavík Ásgeir B. Guðlaugsson,
einn sinn traustasta liðsmann, sem
lést hinn 1. nóvember sl. Mín
fyrstu kynni af Ásgeiri voru þegar
hann varð formaður Íþróttafélags
Reykjavíkur árið 1972. Á þessum
árum starfaði Ásgeir hjá Timb-
urverslun Árna Jónssonar hf. við
Laugaveg, en þangað leitaði marg-
ur auralítill húsbyggjandi ásjár
Ásgeirs.
Ásgeir var virkur félagi í Kiw-
anishreyfingunni þegar hann var
fenginn til að taka að sér for-
mennsku hjá ÍR. Ásgeiri hefur
áreiðanlega fundist sér renna
blóðið til skyldunnar að taka að
sér formennskuna hjá ÍR því bæði
hafði tengdafaðir hans verið virk-
ur félagi í ÍR og eins var Ásgeir
einn af frumbyggjunum í Breið-
holtshverfinu, en þar var ÍR að
hasla sér völl um sama leyti; einn-
ig hafði Ásgeir komið að stofnun
knattspyrnudeildar ÍR í kringum
1970. Ásgeir var formaður ÍR til
ársins 1977, en þegar hann lét af
formennsku hjá ÍR tóku við ýmis
önnur trúnaðarstörf í íþróttahreyf-
ingunni, má þar nefna stjórnarsetu
í Knattspyrnuráði Reykjavíkur og
í stjórn Íþróttabandalags Reykja-
víkur sat Ásgeir í um 20 ár. Þá má
ekki gleyma störfum Ásgeirs fyrir
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík,
en það félag var honum einkar
hugleikið. Síðustu starfsár sín
starfaði Ásgeir sem forstöðumaður
íþróttahúss ÍFR.
Öll þessi störf fyrir íþrótta-
hreyfinguna rækti Ásgeir af mikl-
um áhuga og dugnaði, það var
sama hvað hann var beðinn um,
hvort sem það var fararstjórn á
íþróttamót, fundarstjórn eða að
skipuleggja veislu, allt lék í hönd-
unum á honum. Íþróttahreyfingin
reyndi á sinn hátt að þakka Ás-
geiri fyrir hans óeigingjörnu störf
með því að heiðra hann með gull-
merki ÍSÍ, ÍBR og KRR auk þess
sem hann var heiðursfélagi í ÍR.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Ásgeiri fyrir samfylgdina og send-
um fjölskyldu hans innilegar sam-
úðarkveðjur.
Minning um góðan dreng lifir.
Reynir Ragnarsson,
formaður ÍBR.
Með fáum orðum vil ég kveðja
tengdaföður minn og góðan vin.
Elsku Stonni, leiðir okkar hafa
skilið með snöggum hætti og ég held
að enginn hafi verið undir þetta bú-
inn, ég sakna þín sárt og vil ég þakka
þér af alhug fyrir allt sem þú hefur
fyrir mig gert og þá vináttu sem hef-
ur verið á milli okkar í gegnum tíð-
ina, þú varst vinur í raun.
Fjölskylda þín og vinir voru alltaf í
fyrsta sæti hjá þér, Þú barst hag
þeirra fyrir brjósti í einu og öllu. Það
var alveg með eindæmum hvað þú
varst laginn í höndum, það var alveg
sama hvað það var sem þú tókst að
þér að laga, þú varst þúsundþjala-
smiður.
Steinþór Sverrir
Steinþórsson
✝ Steinþór SverrirSteinþórsson
fæddist á Brekku í
Þingeyrarhreppi í
Dýrafirði 9. júlí
1939. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi að morgni
dags 16. október
síðastliðinn af af-
leiðingum vinnu-
slyss á Ísafirði dag-
inn áður og var
útför hans gerð frá
Ísafjarðarkirkju 25.
október.
Mér hefur alltaf
þótt svo innilega vænt
um þig, Stonni minn,
heiðarlegri, réttlátari
og hjálpsamari manni
hef ég ekki kynnst. Ég
á eftir að geyma í
hjarta mér þær stund-
ir sem við áttum á
Skipagötunni síðustu
ár og strákarnir þínir
sakna þín sárt, veit ég
í hjarta mínu að þú
verður með okkur í
anda.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið loga skæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Þóra Steinunn Gunnarsdóttir.
Nú er Haraldur fall-
inn frá eftir löng og
ströng veikindi. Við
minnumst Halla sem
dugnaðarforks. Það
var sama hvað hann tók sér fyrir
hendur, hann gerði það af miklum
dugnaði og áhuga og alltaf var stutt í
húmorinn. Þannig tók hann einnig á
veikindum sínum, þvílíkur dugnaður
Haraldur
Ragnarsson
✝ Haraldur Ragn-arsson fæddist í
Reykjavík 15. nóv-
ember 1959. Hann
andaðist á heimili
sínu 4. nóvember síð-
astliðinn.
Haraldur var jarð-
sunginn frá Bústaða-
kirkju 13. nóv. sl.
og harka en húmorinn
samt til staðar.
Halli rak fyrirtækið
Rúmgott ásamt eigin-
konu sinni Perlu. Það
má með sanni segja að
fyrirtækjareksturinn
hafi haldið Halla gang-
andi því eftir aðgerðir,
lyfjagjafir og geisla-
meðferðir var hann
kominn í búðina tilbú-
inn til vinnu, alveg
ótrúlegur. En Halli
hefur ekki staðið einn í
þessum veikindum eða
öðru sem á undan er gengið, því
Perla hefur verið hans stoð og stytta
frá því þau kynntust. Á öllum málum
hafa þau tekið af einlægni og æðru-
leysi og það gerðu þau svo sannar-
lega í veikindum hans Halla.
Um leið og við óskum Halla góðs í
ljósinu vottum við elsku Perlu,
Hörpu Lind, Berglindi, Ragnari,
Höllu Ósk, Sigrúnu, foreldrum Halla
þeim Ragnari og Sigrúnu og öðrum
aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Ragna, Knútur og börn.
Minningarkort
Sími: 588 7555
www.skb.is