Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 33
Velvakandi 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand HVERNIG GEKK MÉR Á FYRSTU NÍU HOLUNUM? VIÐ ERUM ENNÞÁ AÐ TELJA HÖGGIN ÞAÐ ER VASAREIKNIR Í FARSÍMANUM MÍNUM SKIPTIR EKKI MÁLI! ÉG HEF VALDIÐ ÞÉR MIKLUM VANDRÆÐUM EF ÉG HEFÐI VITAÐ AÐ ALLT LIÐIÐ MUNDI HÆTTA ÞÁ HEFÐI ÉG ALDREI HÆTT ÞAÐ ER EKKI ÞÉR AÐ KENNA... ÉG SKIL AÐ ÞÉR FINNIST TÓNLISTIN MIKILVÆGARI EN HAFNABOLTI... ÉG MUNDI GERA ÞAÐ SAMA... EF ÉG VÆRI JAFN SJÁLFSELSKUR OG ÞÚ! ÉG ÞARF AÐ FÁ MEIRA BORGAÐ EF ÉG Á AÐ ÞOLA SVONA ÁLAG! HVERNIG GETUR SVONA LÍTILL STRÁKUR HLAUPIÐ SVONA HRATT? ÓTRÚLEGI MAÐURINN ER ÓHULTUR Í VIRKINU SÍNU. ILLA BARNAPÍAN HEFUR EKKI ROÐ VIÐ ÓTRÚLEGUM GÁFUM ÓTRÚLEGA MANNSINS! KALVIN, KOMDU HINGAÐ Á STUNDINNI! AUÐVITAÐ! ÉG HLJÓP Á ÓTRÚLEGUM HRAÐA UMHVERFIS HÚSIÐ! HÚN VEIT EKKI ENNÞÁ HVAR ÉG ER ERTU ENN Á LÍFI? VIÐ ERUM KOMNIR INN Á LANDSVÆÐI ATLA HÚNAKONUNGS FARÐU VARLEGA LÁTTUÞAÐ GANGA SEM EINSTAKLINGAR ERU ÞEIR EKKI SVO SLÆMIR... ÞAÐ ER BARA ÞESSI ENDEMIS BYSSUMENNING ÞEIRRA... HÆ, KRAKKAR! HÆ, ADDA! VIÐ VORUM AÐ TALA UM „DREAMGIRLS“ MÉR FANNST HÚN FRÁBÆR! ÉG SÁ HANA ÞRISVAR! HÚN ER ÁN EFA EIN BESTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ ER ÞAÐ? MÉR FANNST HÚN ÖMURLEG! ÍP! ÞETTA ER KOMIÐ STRÁKAR! MARÍA, MÁ ÉG FÁ AÐ EIGA VIÐ ÞIG ORÐ? ÞÚ ÆTTIR AÐ DEILA FRÉTTINNI UM KÓNGULÓAR- MANNINN MEÐ MÉR! KEMUR EKKI TIL GREINA ÉG Á ÞESSA FRÉTT! OG ÞAÐ SEM MEIRA ER... ÉG ER ÁSTFANGIN ! ÞAR sem sólar nýtur um þessar mundir er hún afar lágt á lofti og það get- ur haft talsverða hættu í för með sér. Eins og flestir ökumenn kannast við er erfitt að keyra þegar sólin skín beint í augun og því nauðsynlegt að hafa sólgleraugu á nefinu og sýna ýtrustu varfærni. Morgunblaðið/Golli Sólin lágt á lofti Hvar eigum við vinaþjóðir? MAÐUR undrast að það skuli vera til fólk sem vill koma Íslandi í ESB nú eftir fram- komu Breta við okkur. Það nýjasta hjá þeim er að reyna að koma í veg fyrir lán hjá al- þjóðagjaldeyr- issjóðnum. Heldur fólk að Bretar myndu vilja virða reglur ESB um samskipti þjóða frekar en þeir gera í NATO þar sem ég held að það séu ákvæði um að ekki megi beita aðra þjóð innan banda- lagsins ofbeldi eða hernaði? Fram- koma þeirra við okkur er vægt til orða tekið ofbeldisárás, engin þjóð innan NATO hefur komið okkur til varnar og sama myndi gerast innan ESB enda engin stuðningsyfirlýsing komið þaðan. Við eigum eina vina- þjóð, sem eru Færeyingar, sem ætíð hafa sýnt okkur vináttu og stuðning. Við eigum að draga úr samskiptum okkar við Breta, bæði með innflutn- ing og útflutning, við hljótum að geta selt og keypt vöru frá öðrum þjóðum sem ekki beita okkur hryðjuverka- lögum, eða hvaða þjóð önnur hefði beitt okkur slíkum ofbeldislögum? Bretar eru ekki vinaþjóð okkar. E.J. Ruslafötur vantar MIG langar að vekja athygli á rusli sem liggur á víð og dreif í kringum Ingunnarskóla og verslunarmiðstöðina þar í Grafarholti. Það vantar ruslafötur þarna og kannski hefðu krakkarnir gaman af því að gera hreint. Margrét. Sigmund er sárt saknað ÉG sakna þess að sjá myndirnar hans Sig- munds og ég hef heyrt marga vera mér sam- mála. Þessar nýju finnst mér grófar og ég kann yfirleitt ekki að meta þær. Það væri nú gott ef Sigmund gæti stund- um komið með mynd í blaðið á móti þeim nýja. Eldri borgari. Ístillaga frá ísunnanda ÉG er alveg sérstakur ísunnandi og kalla nú ekki allt ömmu mína í þeim efnum. Sérstaklega gómsætur finnst mér myntumjúkís með súkku- laðisósu frá Kjörís. En gallinn er sá að hann fæst bara í litlum boxum, öf- ugt við annan ís af sömu gerð. Ég veit að ég er ekki einn í þessum hug- leiðingum mínum og skora hér með á Kjörís að framleiða ísinn í stórum boxum. Sælkerinn.      Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Dagblaðalestur kl. 9, vinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 10, út- skurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, handavinna kl. 9-16.30, smíði/útskurður kl. 9-16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Hótel Örk í Hveragerði býður FEBK upp á kvöldstund sem hefst með jólahlað- borði föstud. 21. nóv. kl. 19.30. Skemmti- atriði á eftir og dans til kl. 1. Frátekin 20 tveggja manna herbergi. Skráning í fé- lagsmiðstöðvunum, einnig hjá Gunnari, s: 863-5100 og Þráni, s: 554-0999. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línudans- kennsla kl. 18, samkvæmisdans, byrjendur kl. 19 og framhald kl. 20, kennari er Sig- valdi. Félagsheimilið Gjábakki | Boccia kl. 9.20, gler- og postulínsmálun kl. 9.30 og 13, leiðbeinandi í handavinnu við til hádeg- is, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræf- ing kl. 17 og skapandi skrif kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, brids og handavinna kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 8 og 9, kvennaleikfimi kl. 9, 9,45 og 10,30, bókband kl. 10, göngu- hópur kl. 11, biblíulestur kl. 14. Matur og kaffiveitingar. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður kl. 9-16.30, vatnsleikfimi kl. 9.50. Frá hádegi spilasalur opinn. Sigmundur Ernir Rúnarsson les úr bók sinni ,,Magneu“ kl. 14.30. Kóræfing kl. 16, s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, Hulda G., útskurður, kl. 10, bænastund, kl. 12, myndlist kl. 15. Fótaaðgerðastofa Ingu, símí 861-4959. Hárgreiðslustofan Blær, sími 894-6856. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga og pútt kl. 10, Gaflarakórinn kl. 10.30, gler- bræðsla og félagsvist kl. 13.30, tréskurð- ur, Hjallabraut og gamla Lækjarskóla kl. 14, biljard- og púttstofa í kjallara opin kl. 9-16. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9, jóga kl. 9 og 10, spilað kl. 13-16. Fótaað- gerðir. Hæðargarður 31 | Jólabasar Listasmiðju verður fimmtudag 20. og 21. nóv. Meyj- arnar mæta. Miðasölu á Vínahljómleikana lýkur 1. des. Uppl. s. 411-2790. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi alla þriðjudaga og föstudaga í Grafarvogs- sundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund, spjall og léttar æfingar kl. 10.30, handverks- og bókastofa opin kl. 11.30, prjónaklúbbur kl. 13, fróðleikur um Frakk- land kl. 14.30, söng- og samverustund kl. 15. Fótaaðgerðastofa opin, s. 552-7522. Norðurbrún 1 | Handavinna hjá Halldóru kl. 9-16, boccia kl. 10. Opið smíðaverk- stæði, útskurður. Gítarspil og söngur með Hafsteini kl. 13.30. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9-16, fóta- aðgerðir kl. 9.15-15.30, handavinna kl. 9, boccia kl. 11, leikfimi kl. 11.30, leshópur kl. 13, kóræfing kl. 13.30 og tölvukennsla kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fyrir hádegi er smiðja, bókband, postulínsmálun, morg- unstund, boccia og hárgreiðslu- og fóta- aðgerðastofur opnar. Eftir hádegi handa- vinnustofan opin, upplestur, spilað og stóladans. Uppl. í síma 411-9450. Þórðarsveigur 3 | Leikfimi kl. 9.15, boccia kl. 10, salurinn opinn kl. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.