Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 ALLT slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins var á laugardag kallað að Baldursgötu en þar stóð yfirgefið hús í björtu báli. Hús við hliðina voru rýmd. Talið er að útigangsfólk og unglingar hafi hafst við í húsinu en deilur um það hafa staðið í nokk- urn tíma þar sem eigandi þess vill byggja fjölbýlishús á reitnum, þvert gegn vilja nágranna. Grunur um íkveikju Nokkrar klukkustundir tók að slökkva eldinn en vinnan var erfið að sögn slökkviliðsins þar sem gólf vantaði að nokkru leyti í húsið. Grunur leikur á íkveikju en hvorki rafmagn né vatn var í húsinu. Rannsóknar- og tæknideild lögregl- unnar rannsakar nú málið. Brotist inn í húsið Húsinu var lokað í janúar að ósk nágranna og byrgt fyrir glugga en borið hafði á því að útigangsfólk notaði húsið. Í haust var svo brotist inn í það og einn hlerinn tekinn frá. Helga Lára Þorsteinsdóttir, sem býr í næsta húsi, sagði krakka hafa verið að laumast inn í húsið og var búið að spreyja gluggana að innan. Sömuleiðis hefðu sést ummerki um að útigangsfólk hefði verið þar. ,,Við hringdum oftar en einu sinni í lögregluna og báðum um að byrgt yrði aftur fyrir gluggann en því var ekki sinnt,“ segir Helga. ,,Þetta var verulega óþægilegt ástand. Húsið er slysagildra þar sem gólfið vantaði hreinlega sums staðar og það var tímaspursmál hvenær einhver myndi slasa sig. Manni fannst maður vera í eftirlits- hlutverki og bæri einhverja ábyrgð á húsinu.“ Hún sagði brunann í raun ekki hafa komið sér á óvart með tilliti til aðstæðna. „Við bjugg- um við hliðina á tifandi tíma- sprengju.“ Umdeilt deiliskipulag Húsið er í eigu aðila sem hyggj- ast reisa þar fjölbýlishús. Deili- skipulag þess efnis var stöðvað af nágrönnum í janúar fyrr á þessu ári en nýlega var kynnt annað skipulag þar sem ákveðið tillit hafði verið tekið til óska nágranna. ,,Við bjuggum við hliðina á tifandi tímasprengju“ Kvörtunum íbúa vegna húss á Bald- ursgötu ekki sinnt Morgunblaðið/Kristinn Húsbruni Slökkviliðsmaður að störfum á Baldursgötu en kveikt var í yfirgefnu húsinu. Í HNOTSKURN » Húsinu hafði verið lokaðvegna umgangs útigangs- fólks og unglinga. » Hleri var tekinn frá íhaust og umgangur hófst þar að nýju. » Deilur hafa staðið umdeiliskipulag lóðarinnar. Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerma@mbl.is STÓRUM flug- eldi var kastað inn á lögreglustöðina á Selfossi á laug- ardagsnótt. Þrír lögreglumenn voru á stöðinni og var einn þeirra í afgreiðslunni en flugeldinum var hent inn um úti- dyr. ,,Hurðin opn- aðist og eitthvað kom fljúgandi inn og lenti í tausófa sem er þarna. Síðan fylltist allt af reyk og lögreglumað- urinn rétt náði að forða sér áður en flugeldurinn sprakk,“ segir lögreglu- maður á Selfossi. Skemmdir urðu ekki miklar en sennilega þarf að mála. Lögreglan vinnur nú eftir upplýsing- um sem henni hafa borist og telur sig vita hverjir voru að verki. sigrunerna@mbl.is Ráðist á lögreglu- stöðina Lögreglustöðin á Selfossi. ÞRJÁR bílveltur urðu á Suðurlandi fyrir hádegi í gær en mikil hálka var á svæðinu. Enginn meiddist alvar- lega en í einu tilviki urðu lítils háttar meiðsl á fólki. Bifreiðarnar voru all- ar óökufærar á eftir og varð að draga þær á brott. Lögreglan á Selfossi sagði frostrigningu hafa verið um morguninn. Ein bílveltan varð við Þjórsárbrúna fyrir austan Selfoss, önnur á Skeiðavegi, rétt við Braut- arholt, og sú þriðja í Úthlíð. Lög- reglan varaði við hálku á svæðinu og bað ökumenn að aka varlega en mik- ið væri um að of hratt væri ekið mið- að við aðstæður. Þrjár bílveltur á Suðurlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.