Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 26
26 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
UM þessar
mundir er unnið
að nýju verklags-
regluverki í
Landsbanka Ís-
lands. Í því ljósi
má geta sér til að
það siðaregluverk
sem bankinn hef-
ur haft að leið-
arljósi fyrir viðskipta vini sína um
áratuga skeið, hafi verið byggt á
sandi og með öllu ómarktækt. Því svo
virðist að allt sé einhverjum öðrum að
kenna, þær hremmingar sem yfir
bankann ganga, og enginn vill gang-
ast við ábyrgðum þeim sem á herðar
þeim voru lagðar, gasprað er út og
suður. Kalt stríð er framundan ef
ekki á að virða þær siða- og leikreglur
sem bankinn hefur haft á takteinum
varðandi sína sparipeningaeigendur
og oft á tíðum tíundað rækilega inn í
þjóðarvitundina að Landsbankinn
væri banki allra landsmanna, jafnvel
svo leikskólabörn geta haft það eftir.
Nú er það að koma á daginn eftir
árafjöld að siða- og verklagsreglur
bankans eru með öllu ónýtt plagg.
Það hefur nú líka komið á daginn að
úr æðstu sætum bankans komu til-
skipanir til ágætra starfsmanna
bankans, sem ég ætla að hafi unnið af
heilindum sitt dagsverk, um að pen-
ingabréf hafi verið besti sparifjárfest-
ingakostur sem hafi verið til án nokk-
urrar áhættu og græddur væri hver
geymdur eyrir sem lægi í þeim fjár-
festingasjóði. Það var svo langt geng-
ið að ráðin voru til tungulipur ung-
menni til að hringja nótt sem nýtan
dag í fólk til að vegsama bestu og
öruggustu sparnaðarleiðir bankans á
prósentum. Með því að taka mark á
þessum annars ágætu ungmennum,
eru þeir sem nurlað hafa saman í
svita síns andlits sparnaði til mögru
áranna og tóku mark á sérfræðiþekk-
ingu sjóðsstjóra Landsbankans og
settu sparnað sinn í peningamark-
aðsbréf Landsbankans, nú þess í stað
rúnir um rúmlega 30% af því sem af-
lögufært var í sparnað þann. Það var
nú einmitt þannig að í smáa letrinu í
verklagsregluverki bankans var því
hampað að úttektir virðulegra stofn-
ana erlendra fagaðila sýndu að bank-
inn væri samkvæmt ýtrustu kröfum
um bankarekstur þess verðugur að
honum mætti treysta í hvívetna. Ann-
að hefur komið á daginn, hrunadans-
inn er hafinn eins og alþjóð veit og sér
ekki fyrir endanum á þeim ósköpum.
Það er með öllu óásættanlegt að
virðulegir ráðherrar, eða hitt þó held-
ur, standi nú ekki við gefin fyrirheit
um að sparifé það sem lagt var inn í
þessa sjóði verði tryggt að fullu eins
og annað sparifé landsmanna. Það er
ekki boðlegt fyrir heiðarlegt fólk. Nú
er það komið í ljós að gert er upp á
milli manna eftir því í hvað banka
sparipeningasjóðirnir liggja. Mér er
spurn, eru þetta ekki ríkisbankar í
dag og hvers vegna er þá verið að
gera öðrum hærra undir höfði með
hærra útborgunarhlutfalli?
Í Landsbanka Íslands var boðið
upp á mismunandi ávöxtun frá stigi 1
upp í 7. Þeim sem völdu ávöxt-
unarstig 1 var tjáð að um væri að
ræða hundrað prósent örugga sparn-
aðarleið. Nauðsynlegt er að vita
hvernig niðurröðun á útgreiðsluhlut-
falli er reiknuð hjá talnaspekingum
þeim sem til starfans voru kvaddir.
Það er nú svo að læknirinn leitar að
meini sjúklingsins og ef hann finnur
ekki orsakir meinsemdanna er varla
von til bata. Mein þjóðfélagsins eiga
upptök sín í sálarlífinu og þeirri nær-
ingu sem það fær, því færi betur að
ráðamenn ástunduðu heiðarleika og
kæmu fram fyrir skjöldu og töluðu
hreint og beint með því tungutaki
sem þjóðin skilur. Allar umræður
undanfarið eru nánast „tabú“ eða út í
hött og enginn skilur upp eða niður í
þeim óskunda sem þjóðin er að lenda
í, eitt er sagt í dag og annað á morg-
un. Föstudaginn þann 24. október
kom ég í Landsbanka, banka allra
landsmanna og var mér þá tjáð að
eigur mínar í sparipeningasjóðnum
mínum yrðu færðar inn á reikning
minn að fullu óskertar mánudaginn
27. október. Þessar fréttir hljómuðu
eins og draumur einn. Skömmu eftir
að ég hafði yfirgefið bankann hringdi
fulltrúi bankans og sagði að því mið-
ur kæmu engar greiðslur næstkom-
andi mánudag, það yrði síðar í vik-
unni. Undi ég glaður við að fulltrúinn
léti mig vita og spurði hvort það
gengi ekki eftir að um óskert hlutfall
til greiðslu væri að ræða. Ekki vissi
þessi ágæti fulltrúi annað en að svo
yrði, enda hefði þeim ekki verið tjáð
annað af yfirstjórn bankans. Hér er
bara eitt dæmi um allan hringlanda-
háttinn og þær boðleiðir sem þetta
ágæta húsbóndaholla starfsfólk hef-
ur verið látið fara eftir. Allir virða
heiðarlegt fólk og enginn arfur er
jafn verðmætur og heiðarleikinn.
Það er því von mín að þeir sem
standa að þessari ránsferð snúi af
villu síns vegar og bæti okkur það
sem upp á vantar, annars er það al-
veg viðbúið að það traust sem fyrir
hendi var verði til þess eins að fólk
taki út sitt fé og sjái því borgið ein-
hvers staðar annars staðar en hjá
Landsbanka, banka allra lands-
manna. Er það ekki skýrt tiltekið í
lagabókstaf að eigi megi nýta van-
kunnáttu annars manns sér til fram-
dráttar í auðgunarskyni? Það er nú
eins og mig minni það. Því væri það
ef til vill vel til fundið að rýna í laga-
bókstaf til þess að fá réttlætinu full-
nægt og mynda breiða samstöðu
allra hlutaðeigenda því til fulltingis.
Ég undirritaður er tilbúinn til þeirr-
ar samstöðu. Það er ef til vill svo
komið að ekkert getur unnið ríki
meira tjón en að kænir menn séu
álitnir vitrir.
Skítlegur stuldur
Hilmar H. Gunnarsson, fv.
verslunarmaður og mótmælandi.
Ég hef aldrei upplifað það
að ég búi í lýðræðisríki.
Mér hefur aftur á móti
alltaf liðið eins og ég búi í
einræðisríki með einhverskonar
aðli þar sem þeir óhæfustu lifa en
þeir hæfustu ekki.’
ÞAÐ hefur lengi verið sagt að þeir sem geta ekki lært
af reynslunni séu dæmdir til að endurtaka hana. Fyrir
marga Íslendinga er núverandi ástand bitur reynsla, en
þetta er jafnframt stórkostlegt tækifæri til þess að læra –
ef við bara viljum. Auðvitað getum við hvert og eitt dregið
mismunandi lærdóm af þessari kreppu, en þó eru hugs-
anlega nokkur atriði sem margir geta sameinast um.
Eitt af þeim er að það sé mjög varhugavert nú í upphafi
21. aldar að velja fólk í flóknar ábyrgðarstöður sem
hvorki hefur menntun né starfreynslu til þess að gegna
þeim sæmilega. Þetta hefur því miður alltof víða verið gert enda súpum við
nú seyðið af því. Þótt alltaf sé yndislegt að gera vel við vini sína þarf þetta þó
allt að vera í hófi. Nútímaþjóðfélagi verður hreinlega ekki stjórnað svo vel sé
nema með lágmarksþekkingu.
Annað atriði sem ég held líka að margir standi nú frammi fyrir er að við
getum ekki treyst neinum í blindni. Hvorki ríkisstjórn, seðlabanka né fjár-
málaeftirliti, fjölmiðlum, stofnunum eða sveitarstjórnum. Ef við viljum ekki
varpa frá okkur allri ábyrgð á misvitra opinbera aðila þá höfum við ekki
nema eina leið færa. Hún er sú að krefjast verulega betri menntunar og tæki-
færa til þess að geta veitt þessum aðilum virkara aðhald. Eitt þeirra sviða sem
hafa verið sorglega vanrækt í menntun Íslendinga er að kenna fólki að kunna
fótum sínum forráð í fjármálum. Hér þýðir ekkert að skamma bankana. Þetta
eru heldur ekkert sérstaklega flókin mál og þokkalega greindur framhalds-
skólanemi getur alveg lært hvað skortsala er, CDS (credit default swaps) og
aðrir skuldavafningar sem núna eru langt komnir með að setja heimsbyggð-
ina á hausinn. Lærdómsefnin eru líka allt í kring um okkur þessa dagana og
fullt af atvinnulausum bankamönnum sem gætu kennt þessi fræði.
Þriðja atriðið sem við ættum að geta sameinast um er að gera kröfu um
fagleg vinnubrögð á öllum sviðum á grundvelli þekkingar. Hvers vegna stagl-
ast íslenskir stjórnmálamenn t.d. sífellt á einhverri þokukenndri „framtíð-
arsýn“ í skipulagsmálum þegar fagaðilar í öllum siðmenntuðum löndum tala
um klárt skilgreind, skiljanleg markmið á staðreyndagrundvelli. Þótt nú-
tímaskipulagsfræði séu ekki mjög nákvæm vísindi frekar en hagfræði þá
hefði hverjum sem vildi sjá átt að vera ljóst að íbúðarbyggingar undanfarinna
ára á höfuðborgarsvæðinu voru langt frá því að vera sjálfbærar. Í dag höfum
við allra síst efni á fleiri gönguferðum með íslenskum stjórnmálamönnum inn
í einhverja óskilgreinda framtíðarþoku. Nú hafa nokkrir stjórnmálamenn
samt verið skipaðir í stýrihóp til að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur
enda vita fáir lengur hvaða skipulag er í gildi í höfuðborginni. Þetta er að
vísu vonum seinna því gert er ráð fyrir að aðalskipulag sé endurskoðað strax
að loknum sveitarstjórnarkosningum. Nú verðum við bara að vona að þessi
endurskoðun taki mið af íslenskum raunveruleika og staðreyndum og því að
við þurfum að fara vel með takmarkað fjármagn. Ekki er heldur úr vegi að
við fáum að sjá mismunandi þróunarkosti og galla þeirra og kosti metna af
fagmönnum áður en framtíðarstefna borgarinnar er mótuð til næstu 20 ára.
Fjölmörg önnur atriði mætti líka benda á. Sagan kennir okkur t.d. að ef
sæmilegur friður á að ríkja, í hvaða landi sem er, þá þarf fólk að minnsta kosti
að hafa efni á að fæða sig og klæða, hafa atvinnu og þokkalegt húsaskjól.
Annað leiðir til uppþota eða landflótta. Í jafn stóru og strjálbýlu landi og Ís-
land er ætti a.m.k. að vera auðvelt að gera fólki kleift að koma þaki yfir höf-
uðið án þess að það þurfi að skuldsetja sig fyrir lífstíð. Fyrir vana menn er
það ekkert stórmál að skipuleggja íbúðarhverfi og nóg er af atvinnulausum
verktökum. Hér gegna sveitarfélög líka mikilvægu hlutverki og geta haft
áhrif með margvíslegum hætti.
Ágætur fréttamaður á Mbl., Magnús Halldórsson, hefur nýverið fjallað um
lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu og áhrif þess á hækkandi íbúðarverð á und-
anförnum árum. Með hliðsjón af því sem hér hefur verið sagt er sú leið sem
mörg sveitarfélög hafa farið, að koma miklum hluta af stofnkostnaði nýrra
hverfa yfir á viðkomandi byggingaraðila, langt frá því að vera sanngjörn og
alls ekki sú eina sem kemur til greina. Önnur leið, sem strax kæmi til lækk-
unar á byggingarkostnaði og auðveldaði fólki að eignast íbúð, væri sú að
dreifa þessum kostnaði t.d. niður á lóðarleigu í viðkomandi sveitarfélagi jafn-
framt því að tryggja nægilegt framboð á lóðum. Í þessu sambandi væri rétt að
hugleiða hvaða sanngirni eða skynsemi sé í því að núverandi íbúðarlóðir í
Reykjavík, sem myndu kosta tugi milljóna á frjálsum markaði ef þær væru til
sölu, séu leigðar á 0,08% af lóðarmati.
Núverandi ástand er mikilvægur skóli fyrir alla þá sem vilja endurmeta og
læra af fenginni reynslu og leggja grundvöll að svolítið skárra Íslandi 21. ald-
arinnar þar sem fólk getur hugsað sér að búa. Það krefst hins vegar einbeitt-
ari vilja, meiri þekkingar og víðsýni en við höfum sýnt á undanförnum árum.
Skipulag í kjölfar kreppu
Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur.
ÁGÆTU landsfeður.
Eins og ykkur ætti að vera kunnugt
hefur það að tilheyra þeim hópi fólks
sem nefndur hefur verið bein-
ingamenn þótt síðasta sort. Skiptir þá
ekki máli hvort um er að ræða ein-
staklinga sem ganga á milli fólks með
hatt og betla, eða stjórnvöld sem
ganga um með betlistaf og tilbúin til að
fara á hnén fyrir nokkrar krónur.
Hvað sjálfan mig varðar hef ég ekki skap til þess og þið
mættuð taka ykkur það skaplyndi til fyrirmyndar. Því
sendi ég ykkur þennan bréfstúf, ekki til að biðja um eitt
eða neitt, heldur til að krefjast hluta sem varða lífsafkomu
mína og afkomenda minna. Þessar kröfur mínar eru ekki
miklar né bera þær vott um heimtufrekju. Í stuttu máli
krefst ég þess að fá tækifæri til að halda húsinu mínu og
atvinnu. Ég krefst þess að fá að borga skuldirnar mínar
sjálfur, en ekki að velta þeim yfir á afkomendur mína. Ég
krefst þess líka að undirstöðum samfélags þess sem áar
mínir byggðu sé haldið við og þær styrktar. Til að það sé
hægt þarf skatttekjur. Því krefst ég þess að fá að greiða
skatta og að þær tekjur verði notaðar til að byggja upp
samfélagið en ekki til að greiða skuldir vegna lána fyrir
óráðsíufólk sem svo hefur verið nefnt. Að auki krefst ég
þess að eiga örlítinn afgang til að ég og mitt fólk getum
gert okkur glaðan dag stöku sinnum. Þar sem reynsla mín
undanfarnar vikur af ykkur landsfeðrunum er því miður
sú að ykkur virðist vera dulítið kalt miðað við hvað þið er-
uð loppnir, ráða- og sinnulausir ætla ég að leyfa mér að
gefa ykkur nokkur ókeypis ráð svo kröfur mínar megi ná
fram að ganga, enda virðist sannast sagna ekki af veita.
Lán og vextir
Til að byrja með krefst ég þess að lán verði fryst í eitt ár
og skuldarar einungis látnir greiða af þeim vexti, þ.e. þeir
skuldarar sem hafa atvinnu og geta það á annað borð. Í
annan stað krefst ég þess að vextir af lánunum verði fastir.
Sú vaxtaprósenta geti miðast við ásættanlega ávöxtun líf-
eyrissjóða miðað við útgreiðslur. Einnig krefst ég þess að
lánastofnanir felli niður innheimtu- og lögfræðikostnað
vegna lána sem lent hafa í vanskilum.
Krónan
Nú er það samdóma álit hagfræðinga að íslenska krón-
an sé okkur fjötur um fót, bæði sem nothæfur gjaldmiðill
til viðskipta og sem forsenda þess að hægt sé að afnema
verðtryggingu. Margir virðast hallast að því að ekkert
standi í vegi fyrir því að Íslendingar taki einhliða upp ann-
an gjaldmiðil en íslensku krónuna, eins og t.d. evru. Þar
sem það er einnig ódýrara fyrir okkur sem þjóð að komast
út úr efnahagsvandanum með einhliða upptöku heldur en
að nota íslensku krónuna áfram, er það sjálfsagður neyð-
arréttur okkar að gera það. Því krefst ég þess að tekinn
verði upp annar gjaldmiðill á þessum forsendum svo
skuldir heimila og fyrirtækja verði bærilegri.
Verðbólga og verðtrygging
Þá verðbólgu sem hefur verið undanfarið má rekja til
hárra stýrivaxta og fallandi gengis íslensku krónunnar
gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Ekki vegna þenslu eða mik-
ils hagvaxtar. Þessi falska verðbólga hefur m.a. leitt til
innistæðulausrar hækkunar á skuldum einstaklinga og
fyrirtækja, eða m.ö.o. að misræmi hefur skapast í eigna-
stöðu skuldara og skuldaeigenda, skuldaeigendum í vil.
Því krefst ég þess að skuldir verði miðaðar við þá vísitölu
sem var í gildi áður en keðjuverkun gengisfalls og stýri-
vaxta hófst árið 2007.
Atvinnumál
Í atvinnumálum er krafa mín mjög einföld. Stjórnvöld,
sjóðir á þeirra vegum og ríkisbankarnir sameinist um að-
gerðir í atvinnumálum. Til liðs við þær aðgerðir verði
fengnir einstaklingar og fyrirtæki, hugmyndir heima-
manna í viðkomandi byggðarlögum verði nýttar til upp-
byggingar fyrirtækja sem skila arðbærum störfum, eink-
anlega í framleiðslugreinum. Tækifærin liggja víða, frá
greinum eins og kræklingarækt, frekari vinnslu sjávaraf-
urða til þess að einstaklingar og byggðarlög geti framleitt,
nýtt og selt vistvæna orku með arðbærum hætti.
Atvinnuleysi
Hagfræðingar segja að hér geti orðið 10-20% atvinnu-
leysi ef ekkert verður að gert. Þetta þýðir að 20-40.000
manns munu missa atvinnuna, en á bak við hlutfallstöl-
urnar er nefnilega fólk af holdi og blóði; konur jafnt sem
karlar, börn og gamalmenni sem munu líða skort, lífskjör
og lífsþægindi sjúklinga og öryrkja munu versna til muna.
Ég hlýt því að krefjast þess að þetta verði ekki látið við-
gangast. Ég krefst þess að þurfa ekki að búa í samfélagi
þar sem slíkir hlutir eru látnir viðgangast.
Lokaorð
Að lokum þetta, ágætu landsfeður: Nú hafið þið fengið
ykkar tækifæri. Þau misnotuðuð þið herfilega og með
þeim hætti að hér er allt á góðri leið með að verða ein rjúk-
andi rúst. Þið fenguð viðvaranir frá sérfræðingum, al-
þjóðastofnunum og öðrum stjórnmálamönnum. Þið gerð-
uð hins vegar ekkert í málunum á meðan það var hægt.
Því hlýt ég að draga þá ályktun að ykkar leiðsögn sé ekki
alveg sú besta til að koma mér og mínum í öruggt skjól.
Því krefst ég þess að lokum að boðað verði sem fyrst til
kosninga svo að ég og annar almenningur getum valið
okkur það fólk til forystu sem við höfum traust á.
Kröfur til landsfeðranna
Steingrímur Ólafsson, iðnrekstrarfræðingur.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðugreinar
frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt
til að hafna greinum, stytta texta í
samráði við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni, í bréfum til
blaðsins eða á vefnum mbl.is.
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins.
Formið er undir liðnum „Senda inn
efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig
er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Ekki er lengur tekið við greinum
sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað
þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið, en næst þegar kerfið er notað
er nóg að slá inn netfang og lykilorð
og er þá notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri
grein en sem nemur þeirri hámarks-
lengd sem gefin er upp fyrir hvern
efnisþátt en boðið er upp á birtingu
lengri greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfs-
fólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina