Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Vesturröst
Laugaveg 178
S: 551 6770
www.vesturrost.is
Verð frá 29.500
Digital eða með lykli
BYSSUSKÁPA-
TILBOÐ
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FJÖLMARGIR Bretar hafa mikla
reynslu af viðskiptum og samstarfi
við Íslendinga. Meðal þeirra eru
Cameron Buchanan, ræðismaður Ís-
lands í Edinborg, og Tom Burnham
hjá fyrirtækinu CTB Associate, en
hann hefur m.a. starfað með Út-
flutningsráði, íslenskum ferðaþjón-
ustufyrirtækjum og fleiri hér á
landi. Þeir hafa báðir áhyggjur af
áhrifum deilu Íslendinga og Breta
um Icesave-reikninga Landsbank-
ans en telja skaðann vera tímabund-
inn. Deilan sé vonandi að leysast
þessa dagana.
Buchanan segist hafa fengið fjölda
fyrirspurna og hjálparbeiðna til sín
sem ræðismaður Íslands, bæði frá
Íslendingum og Bretum, sumum
reiðum sparifjáreigendum. Hann
hafi reynt að leiðbeina fólki og svara
eftir megni en vísað Íslendingum í
vanda með sína bankareikninga til
yfirvalda heima á Íslandi. Jafnframt
hefur ræðismaðurinn komið fram í
bresku sjónvarpi, þar sem hann
varði íslenska þjóð, og verið í blaða-
viðtölum.
Sýndarmennska hjá Brown
Verst finnst Buchanan að bresk
stjórnvöld hafi reynt að gera vanda
Íslendinga að einhverju sértilfelli, í
stað þess að átta sig á að hér sé um
alþjóðlega fjármálakreppu að ræða
sem Íslendingar hafi ekki átt sök á.
„Þetta er alþjóðleg kreppa og Ísland
verður fyrir barðinu á henni eins og
hver önnur þjóð. Áhrifin eru mikil
þar sem íslensku bankarnir urðu of
fyrirferðarmiklir,“ segir hann.
Buchanan gagnrýnir Gordon
Brown og telur að beiting hryðju-
verkalaganna á Ísland hafi verið
ruddaleg aðgerð, sýndarmennska og
skaðað góð samskipti Bretlands og
Íslands. Fjöldi Breta hafi lýst andúð
á framgöngu Brown gagnvart Ís-
lendingum.
„Viðskiptasambönd landanna hafa
orðið fyrir tjóni en ég held að það sé
ekki til langframa. Við erum líkar
þjóðir og berum virðingu hvor fyrir
annari. Ég hef verið duglegur að
benda mínum löndum á að Ísland sé
núna kjörinn ferðamannastaður,“
segir Buchanan en gagnrýnir Ice-
landair fyrir að hafa lagt niður flug
til Glasgow í vetur, það hafi hvorki
verið góð markaðssetning né tíma-
setning. Vegna deilna þjóðanna und-
anfarið sé enn nauðsynlegra en áður
að auka samskiptin milli þeirra.
Samskiptin við frostmark
Tom Burnham, sem lengi hefur
stundað viðskipti með íslenskum
fyrirtækjum í Bretlandi, og komið
hátt í 50 sinnum til Íslands, segir að
deila Íslendinga og Breta um Ice-
save hafi vissulega slæm áhrif á við-
skipti landanna. Samskipti stjórn-
valda séu greinilega við frostmark
og ekki batni ástandið ef sögur um
mótspyrnu Breta og Hollendinga
innan stjórnar Alþjóða gjaldeyr-
issjóðsins séu réttar.
„Skiljanlega hafa skapast vanda-
mál í viðskiptum milli landanna. Ís-
lensk fyrirtæki eiga í vandræðum
með að greiða sínum birgjum og
tímabundið mun eftirspurn eftir inn-
fluttum vörum og þjónustu dragast
hratt saman. Innflytjendur standa
um leið frammi fyrir mun hærri
reikningum. Komið hefur í ljós að ís-
lenska bankaundrið var byggt upp á
veikum grunni og það dregur úr
trausti fólks á peningamálastefnu
stjórnvalda,“ segir Burnham, sem
lengi hefur barist fyrir því að íslensk
stjórnvöld efli almannatengsl sín í
Bretlandi og víðar í alþjóðlegum
fjármálaheimi. Oft hafi verið þörf en
nú sé nauðsyn.
Burnham segir að það sé langt í
frá einhver samhljómur milli al-
mennings og stjórnvalda í Bretlandi.
Einn breskur þingmaður á Evr-
ópuþinginu hafi lagt til að Íslend-
ingar höfði mál gegn breskum
stjórnvöldum.
„Íslenskir bankar hafa engu
meira að svara fyrir en okkar eigin
snillingar sem keyptu verðlausa
pappíra frá Bandaríkjunum í von um
stórgróða. Þeir Bretar sem ég þekki
standa þétt að baki Íslendingum,
krossa fingur og bíða þolinmóðir eft-
ir því að kreppan líði hjá,“ segir
Burnham.
Hann var einmitt staddur á Ís-
landi vikuna 5. til 12. október sl. þeg-
ar bankarnir hrundu og neyðarlög
voru sett, líklegast viðburðaríkustu
viku í sögu þjóðarinnar. „Ég varð
vitni að því þegar vantrú fólks
breyttist í ringulreið og það horfði á
eftir sparnaði sínum verða að engu.
Ég varð vitni að því þegar fólk fylgd-
ist með daglegum blaðamanna-
fundum forsætisráðherrans af þög-
ulli virðingu og hvernig hann hóf
ávarp sitt á „kæru samlandar“ og
endaði á „Guð blessi Ísland“. Ég
varð einnig vitni að því þegar bresk
stjórnvöld beittu hryðjuverkalög-
gjöfinni gegn vinaþjóð, myrkraverk
sem einnig hafði áhrif á frelsi
breskra borgara,“ segir Burnham.
„Guð blessi Ísland“
Þrátt fyrir stirð samskipti Íslend-
inga og Breta er hann hvergi bang-
inn í sínum viðskiptum við landið. Í
undirbúningi er heimsókn þriggja
stórra hópa á hans vegum til Íslands
næsta sumar. Um er að ræða hóp
breskra unglinga sem ætla í viku-
ferðalag um Vestfirði. Þá stendur
hann fyrir komu breskra kylfinga til
að taka þátt í nýju golfmóti í anda
Ryder Cup, Þórshamrinum, milli
Vestlendinga á Íslandi og Norð-
imbralands á Englandi.
„Þriðji hópurinn sem ég kem með
er viðskiptasendinefnd frá Englandi
og Skotlandi.. Ætli ég breyti ekki
nafni hópsins í friðarnefnd,“ segir
Tom Burnham og hlær. Það eru þó
ekki lokaorðin því í enda samtalsins
segir hann „Guð blessi Ísland“.
„Ruddaleg sýndarmennska“
Bretland Tom Burnham hefur komið hátt í 50 sinnum til Íslands á síðustu
árum og hefur mikla reynslu af viðskiptum við íslensk fyrirtæki.
Tveir Bretar sem hafa langa reynslu af viðskiptum við Íslendinga gagnrýna framgöngu Gordon
Brown Hafa áhyggjur af samskiptum landanna en telja að skaði af Icesave-deilunni sé tímabundinn
Ræðismaður Cameron Buchanan við ræðismannsskrifstofu sína í Edinborg
í Skotlandi þar sem íslenski fáninn blaktir daglega við hún.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Morgunblaðið/Golli
Cameron Buchanan
Cameron Buchanan hefur verið
ræðismaður Íslands í Edinborg frá
árinu 1993. Þótt hann sé nú mikill
Íslandsvinur er ræðismannsemb-
ættið sjálfboðaliðastarf, hans
meginstarf er sala og hönnun á
dýrum fatnaði og vefnaðarvöru
fyrir textíliðnaðinn á Bretlandi og
meginlandi Evrópu. Fyrirtæki hans
nefnist Harrisson’s Edinburgh og
hefur verið starfandi allt frá árinu
1880, stofnað af þáv. borgarstjóra.
Tom Burnham
Tom Burn starfar í héraðinu Norð-
imbralandi, skammt frá New-
castle, og hefur lengstum unnið
við að koma á viðskiptum milli
þessa hluta Bretlands og annarra
landa, einkum Íslands og annarra
Norðurlanda, á sviði ferðaþjón-
ustu. Hefur m.a. unnið mikið fyrir
Útflutningsráð á síðustu árum.
Starfaði lengi vel áður fyrir UK
Trade & Investment, sem er sam-
bærilegt viðskiptaráði hér á landi.
Tveir sannir Íslandsvinir meðal Breta
NOKKRIR ökumenn voru teknir
um helgina vegna gruns um að hafa
ekið undir áhrifum fíkniefna. Lög-
reglan á Suðurnesjum stöðvaði tvo
slíka ökumenn og starfsbræður
þeirra á Akranesi gerðu slíkt hið
sama með einn ökumann í gær.
Annar ökumaður var tekinn á
Skaganum í fyrranótt vegna gruns
um ölvun undir stýri. Að öðru leyti
var vaktin róleg á þessum stöðum.
Óku undir
áhrifum
FRAMTÍÐARHÓPUR Samfylkingarinnar stóð fyrir opnum fundi í Iðnó á
laugardaginn. Fjallað var um þá áskorun sem stjórnmál á Íslandi stæðu
frammi fyrir og hvort stokka þyrfti ekki upp spilin. Frummælendur voru
Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Jón Ólafsson heimspekingur, Sigur-
borg Kr. Hannesdóttir sérfræðingur, Vilhjálmur Þorsteinsson hugbún-
aðarhönnuður og Oddný Sturludóttir borgarfulltrúi.
Morgunblaðið/Kristinn
Framtíðin rædd í Iðnó
Afsögn Magnúsar
Jónssonar 1923
VEGNA greinar í sunnudagsblaði
Morgunblaðsins um afsagnir stjórn-
málamanna skal því bætt við að
Magnús Jónsson, ráðherra í rík-
isstjórn Sigurðar Eggerz, sagði af
sér árið 1923 vegna ásakana um
spillingu í embætti.
ÁRÉTTING