Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Að alast upp í Kleppsholtinu var fullkomið. Þetta var á tímum Bonanza og gaman að vera til. Þar kynntist ég æskuvin- konunni minni henni Henný, stelpu með það fallegasta rauða hár sem nokkur gæti hugsað sér. Oft var hún uppnefnd út af hára- litnum og það sveið stundum sárt, en við komum fram hefndum. Við vorum ekki aðalskvísurnar, hvorki vinsælastar, sætastar né eftirsóttastar. Okkur var alveg sama því við höfðum nóg að gera. Það var snillingurinn Henný sem sagði mér að það væri allt í lagi að setja drullupoll í vatnsbyssuna. Það kom mér í koll þegar ég bunaði á bíl með opinn glugga. Henný fékk oft fallega kjóla. Þeir dugðu skammt og rifnuðu auðveldlega þegar hún þurfti að klifra yfir grindverk og fleira. Mik- ið langaði hana til að skipta þeim fyrir hallærislegu brúnu stretch- buxurnar mínar og fjólubláu rúllu- kragapeysuna sem var nánast þjóðbúningur í þá daga. Og þegar hún fékk ullardragt með loðkraga, flottheit beint úr Tískuskemmunni, hlógum við okk- ur máttlausar. Hún var eins og lítil kerling en hafði eingöngu óskað sér þess að fá skotapils. Eitt sinn ákváðum við að byrja að reykja. Henný mætti með kart- on af Lark. Við fórum niður að Kleppi, sátum þar undir stórum steini og púuðum og ældum þar til við næstum dóum. Þetta nægði mér fyrir lífstíð en Henný lét ekki Henný Ósk Gunnarsdóttir ✝ Henný ÓskGunnarsdóttir fæddist 2. sept- ember 1955 í Reykjavík. Hún lést hinn 25. október sl. á Karmöy í Noregi úr krabbameini eft- ir langvarandi veik- indi. Útför Hennýjar fór fram frá Bú- staðakirkju 7. nóv. sl. smáatriði stöðva sig frekar en fyrri dag- inn. Eftir þetta var Henný sett í straff, við máttum ekki hitt- ast. Líkast til var það Lark-kartoninu að kenna. Þá fórum við bara í sund og hitt- umst þar „óvart“. Við vorum óað- skiljanlegar og smá boð og bönn létum við eins og vind um eyrun þjóta. Mamma Hennýjar vann í flott- ustu sjoppunni sem til var. Það var strætósjoppan á Kalkofnsvegi (borið fram Kál-kofs-vegi). Þar ætluðum við að vinna þegar við yrðum stórar. Éta sælgæti allan daginn og gallaðar kókosbollur, en í þá daga komu þær í stórum kassa og áttu til að klessast. Okkur greindi sjaldnast á um neitt. En þegar nýr gosdrykkur kom í æðislegri grænni flösku vor- um við ekki sammála. Önnur sagði að hann héti sjö upp en hin sagði seven öpp. Þetta leystist sem betur fer í Bertasjoppu á Langholtsveg- inum. Svo kom upp eitt verulegt vandamál. Henný var alveg renni- slétt, en allar stelpur voru að fá brjóst. Við reyndum alls kyns fyll- ingar sem litu út eins og kartöflu- pokar. Mikið létti okkur þegar þetta loks hrökk í liðinn og Henný varð eðlileg. Þetta voru ljúfu árin okkar í Kleppsholtinu. Alla gullmolana um þig geymi ég á góðum stað. Þú varst allra besta kryddið í til- veruna. Vertu bless kæra vinkona. Þín Sigríður. Föstudaginn 7. nóvember kvaddi ég kæra vinkonu sem mér þótti mjög vænt um. Við Henný kynnt- umst þegar hún flutti á Gufuskála og byrjaði í bekknum mínum í Grunnskóla Hellissands. Hún var mjög sérstök, alltaf hress og skemmtileg og til í að vera með og taka þátt í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Eftir grunnskóla unnum við saman hjá Fiskverkun KG í Rifi og það var mikið fjör þann vetur, vinnudagarnir voru langir, sérstaklega á vertíðinni, en það var alltaf tími til að fara út að dansa um helgar þó að við ættum að vinna á sunnudögum. Henný kenndi mér að reykja þegar við vorum 16 ára og var það hátíðleg stund fannst okkur þegar ég lærði að reykja svona eins og átti að gera það eins og hún sagði. Það var margt brallað á þessum tíma og minnist ég þessara sam- verustunda okkar með söknuði, Henný var hrókur alls fagnaðar þar sem hún var. Þegar ég flutti norður skildi leiðir um tíma eins og gengur. En Henný mín, það var þér að þakka að við endurnýjuðum kynnin fyrir 20 árum ásamt Diddu, Stínu, Heiðbrá og Ástu. Þú ákvast að við skyldum fara að hittast reglulega, sem við og gerðum og höfum gert síðan. Það stóð ekki í vegi þó að Heiðbrá byggi í Noregi, Ásta í Ameríku og þú svo seinna í Noregi og við hinar hér á Íslandi. Þær samverustundir hafa verið al- veg frábærar og skemmtilegar en nú er komið skarð í hópinn þar sem þú ert farin eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm í rúm fjögur ár. Þér var gefinn miklu styttri tími, þegar þú veiktist, en auðvitað varst þú duglegri og baráttuglaðari en aðrir reiknuðu með og fórst þínar eigin leiðir eins og þú gerðir alltaf. Þú þurftir að klára að ganga frá öllu í þessum heimi áður, eins og að koma Völu og ömmustrákunum þínum í öruggt skjól í Noregi. Þú meira að segja valdir sálmana og skipulagðir allt fyrir þína kveðju- stund með þínum góða húmor sem við, sem eftir lifum, getum lært mikið af. Þú vildir að við minnt- umst þín með gleði en ekki sorg en það er erfitt að vera glaður þegar góður vinur er kvaddur. Ég kveð þig með söknuði elsku Henný um leið og ég þakka fyrir allar sam- verustundir okkar. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Ég sendi Völu, Gunnari, Mikael og öllum ættingjum og vinum mín- ar innilegustu samúðarkveðjur og megi Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Guð blessi ykkur öll. Dóra Sólrún Kristinsdóttir. Elsku mamma mín. Sennilega er aldrei neinn alveg tilbúinn til þess að kveðja foreldra sína í hinsta sinn. Þegar ég kom í heimsókn til þín á hjúkrunar- heimilið í Víðinesi gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri okkar síðasta stund í þessu lífi saman. Ég er fegin að hafa fengið að vera hjá þér þegar þú fórst yfir móðuna miklu. Þó að það sé tómarúm hjá okkur í minni fjölskyldu, ertu komin til pabba, Friðriks bróður, Þórdísar systur og barnabarnanna þriggja sem létust snögglega fyrir nokkrum árum. Þegar ég hugsa til þín, mamma, koma upp góðar minningar um allt það sem þú gerðir fyrir okkur systk- inin og alla þá sem áttu þig að. Þú vild- ir allt fyrir alla gera. Lífið þitt var ekki alltaf dans á rós- um, en þú seiglaðist í gegnum erfið- leikana af æðruleysi og rósemi, hertist við hverja raun og sýndir okkur gott fordæmi. Þú kenndir okkur margt og áttir stóran þátt í því að gera úr okkur þær manneskjur sem við erum í dag. Elsku mamma, það var yndislegt að fá að njóta nærveru þinnar og þá sér- staklega um jólin. Eftir að ég flutti að heiman komum við Gugga dóttir mín Elín Þórunn Bjarnadóttir ✝ Elín ÞórunnBjarnadóttir fæddist á bænum Þorkelsgerði í Sel- vogi í Árnessýslu 17. september 1923. Hún lést á hjúkr- unarheimili Hrafn- istu í Víðinesi 14. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafells- kirkju 24. október. og gistum hjá ykkur pabba um jólin í fallegu sveitinni sem ég var svo lánsöm að alast upp í. Seinna eftir að pabbi lést hélst þú jólin með minni fjölskyldu. Strákunum mínum, þeim Garðari Friðriki og Pétri Pálma þótti alltaf gaman að fá þig í heimsókn. Þeim þótti ekki síður gaman að heimsækja þig í sveit- ina og seinna í nýju íbúðina þína í Dynsöl- um. Þeir voru vanir að teikna mynd á blað fyrir þig og fengu fallegt bros og stórt knús fyrir. Þessar myndir hengdu þeir síðan upp í eldhúsinu þínu. Langömmubörnunum þínum, þeim Marý og Jósef þótti alltaf gaman að heimsækja þig og fá að knúsa þig og hjálpa til í eldhúsinu. Þér þótti alltaf yndislegt að fá þau í heimsókn. Guð blessi þína minningu, elsku mamma, og þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Margrét Björg Pétursdóttir. Elsku besta amma, við sökn- um þín svo mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, amma Garðar Friðrik og Pétur Pálmi. HINSTA KVEÐJA Elsku besta amma. Nú kveðjum við þig með söknuði í hjarta. Þú hefur alltaf verið okkur svo kær og hlý. Við minn- umst þess þegar við bjuggum á Brekkustígnum, þá varstu mjög stór partur af okkar lífi þar sem það voru aðeins örfá skref á milli. Þú varst mikið hjá okkur og við hjá þér og þú varst oft að passa okkur. Svo seinna þegar við vor- um orðin nógu gömul til að vera ein heima og á kvöldin þegar fór að myrkva þá vorum við systkinin oft búinn að lýsa upp allt heimilið. Þá hringdi amma og bað okkur um að slökkva ljósin í húsinu svo það var ekki langt í barnapíuna. Við söknum líka hins indæla og góm- sæta gulrótarbúðings sem við fengum oft hjá ömmu, sem enn er til í uppskriftarbókunum ásamt jólakökunum sem alltaf voru sett- ar á borð þegar gesti bar að dyr- um. Og hver man ekki eftir ís- blómunum með sultu í eftirrétt? Það er ýmislegt sem hægt var Anna Sigríður Elísdóttir ✝ Anna SigríðurElísdóttir fædd- ist í Hafnarfirði 1. júní 1920. Hún lést á heimili sínu í Njarð- vík 3. nóvember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 10. nóv- ember. að læra af henni sem enn er okkur ofar- lega í huga þegar kemur að dagsins amstri. Við gleymum líka aldrei þeim stundum sem við átt- um með ömmu okkar við sameiginlegu þvottasnúrurnar sem eru í Ásgarði. Snjó- mokstursdeild Arn- ars var alltaf til þjónustu reiðubúin þegar snjóaði í tröppurnar hjá ömmu og hún hafði sérstaklega gaman af því þegar guttinn mætti með reikninginn fyrir mokstrinum með tilheyrandi kostnaði og borg- aði hún alltaf pínulítið meira en reikningurinn hljóðaði upp á. Við gætum endalaust rifjað upp góðu minningarnar um ömmu á Þórustígnum sem alltaf gaf okkur kandís úr stálskálinni, klappaði okkur á kinnar rjóðar og sagði alltaf „sjástissar lindustu feitustu læsur“. Við geymum allar þessar góðu minningarnar í hjarta okkar. Vertu sæl, elsku amma. Guð geymi þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Arnar Steinn og Anna Sigríður Það dró ský fyrir sólu föstudaginn 31. október, þá slökknaði skærasta stjarnan á himnum, stjarnan hennar Kötlu vinkonu minnar. Margs er að minnast. Í kringum Kötlu var gleðin og glensið alsráðandi, þó oft þyrfti hún að berjast og núna síðast við krabba- mein sem hafði betur. Hún kenndi mér allt um kærleikinn Katla Sigurgeirsdóttir ✝ Katla Sigurgeirs-dóttir fæddist á Brú við Suðurgötu 14. ágúst 1958. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans 31. október síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 10. nóvember. hún Katla og fyrir það er ég þakklát. Þetta eru fátækleg orð um stóra mann- eskju, að utan sem innan var hún Katla bara falleg. Far þú í friði, Kaklan mín. Minning þín er ljós í lífi mínu. Þú auðgaðir líf mitt og sennilega lést þú engan ósnortinn sem fékk að kynnast þér. Elsku Elva Rakel, Aron litli, Anna, Kristgeir Daði og Stella, hugur minn er hjá ykkur. Guð blessi ykkur í sorg- inni. Samúðarkveðjur frá Rögnu Maríu, Tinnu Brá, Marinó og Stellu Hauks. Þín vinkona, Anna Guðrún Ísleifsdóttir. Sigurður frá Sand- fellshaga er látinn, tæp- lega 91 árs að aldri. Elli kerling var þá búin að hrjá frænda minn um nokkurt skeið. Sigurður var búfræðingur frá Bænda- skólanum á Hvanneyri en síðan lá leið hans til Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Þar dvaldi Sigurður, eða Siggi eins og við gjarnan kölluðum hann, í eitt ár á búgarði hjá vesturís- lenskum bónda sem Einar hét. Ekki er að efa að sjóndeildarhringur frænda Sigurður Jónsson ✝ Sigurður Jóns-son fæddist í Sandfellshaga í Öx- arfirði 10. nóv- ember 1917. Hann lést á Droplaug- arstöðum 6. nóv- ember síðastliðinn. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogs- kirkju 13. nóv. sl. míns víkkaði við þessa dvöl, en þar kynntist hann bandarískum landbúnaði og viðhorf- um sem voru Íslending- um framandi á þeim tíma. Siggi tók við búi afa míns, Jóns í Sandfells- haga í Öxarfirði árið 1946 og þar stundaði hann sauðfjárbúskap til haustsins 1967. Þá flutti hann til Kópavogs ásamt Ingibjörgu Jóns- dóttur konu sinni, en hún er frá Húsavík. Skömmu eftir að Siggi kom frá Bandaríkjunum eða um 1950 var hann kosinn í hreppsnefnd Öxarfjarðarhrepps og varð strax odd- viti nefndarinnar til fjölda ára. Þessi kosning vakti nokkra athygli þar sem Siggi hlaut öll atkvæði nema eitt. Á þessum tíma var ekki til siðs að menn kysu sig sjálfir. Siggi var öflugur odd- viti og stóð fyrir mörgum framfara- málum heima í héraði, m.a. beitti hann sér fyrir byggingu nýs skóla að Lundi í Öxarfirði, en þar naut ég síðan skóla- vistar um tíma sem annars hafði ekki verið kostur á. Siggi var farsæll bóndi og oft var gestkvæmt hjá þeim Sigga og Immu heima í sveitinni. Ég naut þeirra forréttinda að fá stundum að verða eftir í Sandfellshaga að lokinni heimsókn foreldra minna, en þær voru margar þangað á þessum árum, eink- um ef heyskapur stóð yfir, göngur eða réttir. Eftir að þau Siggi og Imma fluttu suður hófu þau bæði störf hjá Búnað- arbanka Íslands og síðan gerðist Siggi starfsmaður Stofnlánadeildar land- búnaðarins til fjölda ára. Mikill frænd- skapur var með okkur Sigga og áttum við Freyja kona mín margar ánægju- legar stundir með þeim hjónum í gegn- um árin. Heimili þeirra var og er ein- staklega hlýlegt og gestrisni í fyrirrúmi. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Sigga um leið og ég sendi samúðarkveðjur til þín, Imma mín, og annarra ættingja. Ólafur Friðriksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.