Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 34
34 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
SÖNGKONAN Kristjana Stef-
ánsdóttir kemur fram á þrenn-
um tónleikum á Suðurlandi í
vikunni. Tónleikaferðina kallar
hún Better Days Blues.
Með Kristjönu leika þeir
Agnar Már Magnússon, á ham-
mondorgel og píanó, Ómar
Guðjónsson á gítar, Valdimar
Kolbeinn Sigurjónsson á
kontrabassa og Scott McLe-
more á trommur.
Annað kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 20.30,
leika þau í safnaðarheimilinu á Hellu. Á sama tíma
á fimmtudag í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, og loks
klukkan 21 á föstudagskvöld í Hvíta húsinu á Sel-
fossi. Góðir gestir troða upp með þeim öll kvöldin.
Tónlist
Kristjana blúsar
á Suðurlandi
Kristjana
Stefánsdóttir
KRISTLEIFUR Björnsson
myndlistarmaður heldur fyr-
irlestur um eigin verk í dag,
mánudag, í húsnæði LHÍ að
Laugarnesvegi 91.
Kristleifur lauk námi frá
HGB Myndlistarháskólanum í
Leipzig árið 2003 og hefur síð-
an starfað að list sinni í
Reykjavík og í Berlín, þar sem
hann er búsettur.
Kristleifur hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Ís-
landi, Norðurlöndum og víða í Evrópu. Átti hann
m.a. verk á stórri yfirlitssýningu „Street and
Studio; An Urban History of Photography“ í Tate
Modern-safninu í Lundúnum fyrr á árinu.
Myndlist
Kristleifur fjallar
um eigin verk
Kristleifur
Björnsson
Í TILEFNI af degi íslenskrar
tungu í gær, verður dagskrá í
Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag,
frá klukkan 7.30 til klukkan
21.30.
Nemendur 10. bekkjar leik-
lesa Brennu-Njálssögu í sam-
starfi við Sögusetrið. Þetta er
fjórða árið sem nemendur
Hvolsskóla leiklesa Njálu.
Áætlaður tími í upplesturinn er
um 14 klukkustundir. Lesturinn fer fram í sal
skólans og öðru hverju er gert hlé á lestrinum og
boðið upp á söngatriði og ljóðaflutning frá nem-
endum annarra bekkja. Gestir koma í heimsókn,
m.a. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra og Njálusöngvarar.
Bókmenntir
Nemendur
leiklesa Njálssögu
Frá Hvolsskóla.
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
HARPAÞórsdóttir tók nýlega við
starfi forstöðumanns Hönnunar-
safns Íslands. Safnið er tíu ára gam-
alt, staðsett í Garðabæ, og á síðasta
ári var efnt til arkitektasamkeppni
um nýja byggingu undir safnið í
bænum. Harpa segir mikilvægt að
þessi nýja bygging rísi en fram-
kvæmdir eru í biðstöðu vegna erfiðs
efnahagsástands. „Við erum að móta
framtíðarsýnina fyrir safnið og tím-
inn veitir okkur svigrúm til marga
verka,“ segir Harpa.
Hönnuðir eru hugmyndasmiðir
Þjóðin á langa hönnunarsögu en
þessu safni er ætlað að safna hönn-
unargripum frá aldamótunum 1900
til dagsins í dag. Safnið er skilgreint
sem samtímasafn, það safnar grip-
um frá 20. öld og bætir sífellt við sig.
Hönnunarsafnið á um 900 gripi.
„Þetta eru alls kyns hönnunargripir,
bæði íslenskir og erlendir og oft eru
þetta gjafir,“ segir Harpa. „Sérsafn
á sínu sviði, eins og Hönnunarsafn
Íslands er, þarf að móta markvissa
stefnu um það hverju er hægt að
safna og hverju er mikilvægast að
safna. Á síðustu árum höfum við séð
gríðarlega fjölbreytni verða til á
vettvangi hönnunar hér á landi og
við eigum svo sannarlega fram-
úrskarandi hönnuði á mörgum svið-
um hönnunar. Hönnuðir eru hug-
myndasmiðir, alltaf leitandi og í
þróun og við Íslendingar erum af-
kastamikil í því samhengi. Í hönn-
unarvinnunni er ekki nóg að fá hug-
mynd heldur þarf hugmyndin að
virka og öðrum þræði er hönnunar-
vinna samvinna og stórt ferli, að ég
tali ekki um þegar tekst að koma
hugmynd á framleiðslustig.“
Af hverju er þetta hér?
Harpa segir safnið ekki einungis
þurfa að byggja upp safnkost sem
lýsi hönnunarsögu þjóðarinnar held-
ur þurfi einnig að koma upp bóka-
kosti um hönnun og hönnuði með
ferilskrám þeirra og helstu verk-
efnum þannig að almenningur og
fræðimenn geti sótt þangað upplýs-
ingar. Einnig verður lögð áhersla á
að byggja upp tengsl safnsins við
skólakerfið hérlendis á öllum stig-
um.
„Söfn eru ekki bara söfn heldur
líka menntastofnanir og það hlut-
verk kallar á virka samvinnu,“ segir
Harpa. „Garðabær hefur skilgreint
sig sem hönnunarbæ og hér er lögð
áhersla á hönnun í skólakerfinu.
Börn hafa mjög gaman af hönn-
unarsöfnum, þeim líður eins og þau
séu að skoða í búðarglugga eða sjá
hluti sem þau þekkja úr sínu dag-
lega umhverfi og spyrja sig: ,,Af
hverju er þetta hér?
Við Íslendingar erum kannski
vanari því að lesa menningarsögu
okkar í annars konar söfnum, í Þjóð-
minjasafninu, byggðasöfnum og í
listasöfnum en hönnunarsöfn virkja
ekki síður ímyndunaraflið og segja
sögu atvinnu, lífsstíls, hugmynda-
fræði ólíkra tíma, þau kenna okkur
fagurfræði og áfram mætti telja.
Umhverfi okkar er í sífelldri þróun,
alltaf er verið að finna upp á nýj-
ungum eða bæta hluti sem við not-
um í okkar daglega lífi, það er alltaf
verið að stíga skrefið áfram.“
Þegar Harpa er spurð um vand-
ann við að velja hluti á safnið svarar
hún: „Þetta er kúnst. Munurinn á
safnmanninum og safnaranum er sá
að safnarinn getur safnað öllu með-
an safnmaðurinn þarf að velja. Safn-
ið þarf að fylgjast vel með og setja
sér ákveðin markmið. Það verður að
vera eftirsóknarvert fyrir hönnuði
að eiga verk eftir sig á svona safni.
Annars erum við bara orðin ein-
hvers konar samansafn. Hönnunar-
safnið er ekki samansafn heldur er
það safn. Þar verður að velja rétt,
velja vel og velja yfirvegað.
Safnið er svo ungt og það tekur
langan tíma að byggja upp safneign.
Það er einfaldara að safna því sem
er nýtt eða er nálægt okkur í tíma
en það er erfiðara að ná inn eldri
gripum og hlutum. Þá er svo mik-
ilvægt að geta leitað til almennings
og ef við fréttum af áhugaverðum
hlutum þá fölumst við eftir þeim.
Það er hluti af starfi safnmannsins
að leita en það er líka hans hlutverk
að segja viðkomandi að það sem
hann á sé mikilvægt og hann skuli
passa gripinn, þótt ekki sé endilega
verið að falast eftir honum fyrir
safnið.“
Íslensk hönnun í sókn
En hvers konar hlutum er verið
að leita að? „Við söfnum almennri ís-
lenskri hönnun, listhönnun svo sem
skartgripum, glermunum, leirmun-
um, húsgögnum, grafískri hönnun
og ýmsum prentgripum sem tengj-
ast þessu stóra sviði hönnunar.
Einnig setjum við okkur markmið
að safna íslenskri fatahönnun sem
hluta iðnhönnunar sem safnið safnar
og varðandi fatahönnunina er til
dæmis markmið að eignast áklæði
og fatnað frá Álafossi, Sjóklæða-
gerðinni, Vinnufatagerðinni og ýms-
um prjónastofum. Sumt eigum við
nú þegar, annað þurfum við að eign-
ast.
Mér er mikið í mun að vekja Ís-
lendinga til umhugsunar um að við
þurfum að hlúa að hönnun og íslensk
hönnun er í mikilli sókn. Íslendingar
eiga að þekkja hönnunarsögu síns
lands. Það er hluti af verkefni Hönn-
unarsafnsins að vinna að því.“
Morgunblaðið/Ómar
Harpa Þórsdóttir „Það verður að vera eftirsóknarvert fyrir hönnuði að eiga verk eftir sig á svona safni.“
Ekkert samansafn
Harpa Þórsdóttir er nýr forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en safnið á nú
um 900 gripi Hún segir mikilvægt að Íslendingar þekki hönnunarsögu landsins
Í Hönnunarsafni Íslands stendur
yfir sýningin Jólaskeiðin, íslensk
hönnun og smíði 1946–2008, og
sýnir jólaskeiðar sem hafa verið
smíðaðar hér á landi.
Saga jólaskeiðarinnar hófst árið
1946 þegar Guðlaugur A. Magn-
ússon gullsmiður lét hanna jóla-
skeið og selja í verslun sinni.
Næsta skeið var smíðuð árið 1948
og síðan hefur jólaskeið komið út
á hverju ári í nafni verslunar Guð-
laugs.
Magnús E. Baldvinsson úrsmiður
lét einnig hanna jólaskeiðar sem
komu út í tólf ár.
Gull- og silfursmiðjan Erna hóf
smíði jólaskeiðar árið 2003 og
kemur ný skeið á hverju ári.
Í tilefni sýningarinnar hefur Hönn-
unarsafn Íslands gefið út 22 síðna
skrá um íslensku jólaskeiðina.
Sýning á jólaskeiðum
LISTAMENN-
IRNIR Tracey
Emin, Anish
Kapoor og Yoko
Ono hafa gefið
verk eftir sig á
leynilega póst-
kortasölu nem-
enda við Lond-
on’s Royal
College of Art.
Viðburðurinn
hefur verið haldinn á hverju ári síð-
an 1994 og í ár eru til sölu 2.700
póstkort með verkum eftir atvinnu-
listamenn og nemendur.
Hvert póstkort kostar aðeins 40
pund og verða þau seld almenningi
22. nóvember eftir að vikulangri
sýningu á þeim lýkur í skólanum.
En nafni listamannana er haldið
leyndu þar til verkið er keypt.
Ágóðinn af sölunni rennur til skól-
ans, í styrktarsjóð fyrir listamenn.
Aðrir listamenn og hönnuðir sem
hafa gefið verk á sýningu þessa árs
eru m.a: David Bailey, Turner-
verðlaunahafinn Grayson Perry og
fyrrverandi Clash-meðlimurinn
Paul Simonon.
„Við erum sérstaklega ánægð
með framlögin til póstkortasölunnar
í ár, þau koma frá sumum af
fremstu listamönnum heims,“ sagði
prófessor Glynn Williams hjá Royal
College of Art. „Þetta er ein lýðræð-
islegasta listaverkasala í heimi, allir
eiga jafnan möguleika á að lenda á
verki eftir stóran listamann,“ bætti
hann við.
Selja
listræn
póstkort
Frægir listamenn
gefa verk á söluna
Yoko Ono er einn
listamannanna
LISTI yfir þær
bækur sem kom-
ast í undanúrslit
fyrir Impac Du-
blin-verðlaunin,
hæstu pen-
ingaverðlaun sem
veitt eru fyrir
bókmenntir, hef-
ur verið birtur.
Hundrað fjöru-
tíu og sjö rithöfundar keppast nú um
að fá verðlaunin árið 2009.
Til verðlaunanna geta allir unnið
sem hafa verið gefnir út á ensku, þar
með talið þýðingar. Tilnefningar til
verðlaunanna koma frá 157 bóka-
safnsfræðingum í 117 borgum og 41
landi víðs vegar um heiminn.
Flestar bækurnar á listanum hafa
unnið til einhverra annarra verð-
launa á undangengnu ári. Óvæntasta
bókin á listanum samkvæmt Guardi-
an er World Without End eftir Ken
Follett. Líklegir vinningshafar eru
taldir vera Khaled Hosseini fyrir A
Thousand Splendid Suns, Michael
Ondaatje fyrir Divisadero og Ian
McEwan fyrir Chesil Beach.
Þær 147 bækur sem eru komnar í
undanúrslit verða nú vegnar og
metnar af fimm manna nefnd sem
velur nokkrar til úrslita og síðan
verður verðlaunahafinn krýndur 11.
júní 2009. Það verður 14. sem Impac
Dublin-verðlaunin eru afhent, en
þau hafa áður farið til rithöfunda
eins og: Orhan Pamuk, Michel Hou-
ellebecq og Javier Marías.
Khaled Hosseini
147 höfundar
í undanúrslit
Follett meðal þeirra
sem tilnefndir eru
Það var ekki talið
hæfa sem hefðbundið
Bítlaverk og var því sett til
hliðar... 37
»