Morgunblaðið - 17.11.2008, Blaðsíða 35
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
■ Fimmtudaginn 20. og 21. nóvember kl. 19.30
Eftirlætis barokk í Langholtskirkju
Hljómsveitarstjóri: Nicholas Kraemer
Einsöngvari: Dominique Labelle
Perlur barokktónlistarinnar á borð við Kanón Pacelbels og
vatnatónlist Handels hreyfa við öllum tónlistarunnendum.
Unaðsleg og tímalaus tónlist.
Athugið - frjálst sætaval.
■ Laugardaginn 22. nóvember kl. 17
Á indjánaslóðum
Kristalstónleikar nóvembermánaðar í Þjóðmenningarhúsinu eru
helgaðir slagverkssveit hljómsveitarinnar og amerískri tónlist
sem sækir innblástur sinn í tónlist og menningu indjána.
Tryggið ykkur miða á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar og
Sinfóníuhljómsveitarinnar 5. desember.
STOÐIR ERU AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR ÍSLANDS
Rollinskvartett af fínni sortinni
TÓNLIST
Múlinn á Café Rosenberg
Qbbbmn
Eyjólfur Þorleifsson tenórsaxófón, Sunna
Gunnlaugsdóttir píanó, Ólafur Stolzen-
wald bassa og Scott McLemore tromm-
ur. Fimmtudagskvöldið 6. nóvember,
KVARTETTINN Q hefur ferðast
víða um land með Sonny Rollins-
dagskrá sína og var kominn tími til
að leyfa höfuðstaðarbúum að heyra
herlegheitin. Á Múlanum flutti
kvartettinn sjö verk eftir Rollins frá
árunum 1953 til 1956 og það ár voru
þekktustu ópusar kvöldsins samdir,
„Tenor Madness“ sem Rollins hljóð-
ritaði með John Coltrane, sem gesti
kvartetts síns, og þekktasta lag
Rollins „St. Thomas“. Það var leikið
sem aukalag og sungu gestir hástöf-
um melódíuna með kvartettinum.
Rollins hefur haft heillavænleg áhrif
á margan saxófónleikarann og hafa
bæði Jóel Pálsson og Óskar Guð-
jónsson sótt margt í smiðju hans og
það hefur Eyjólfur Þorleifsson einn-
ig. Hann er fautafínn blásari sem
maður heyrir því miður of sjaldan og
blés einstaklega fallega ballöðu Roll-
ins frá 1954 „Silk ’n’Satin“. Rollins
lék þessa ballöðu sjaldan, enda er
hún skyld í hljómabyggingu mörg-
um mögnuðum söngdönsum er hann
hafði jafnan á efnisskránni.
Einnig var sóló Eyjólfs í „Para-
dox“ sannfærandi og samleikur
kvartettsins giska fínn. Túlkunin á
„Strode Road“ var í anda Rollins-
kvartettsins með fínan tenór/bassa
dúett og Ólafur traustur á bassann
að vanda. Sunna átti marga góða
jarðbundna sólóa og Scott trommaði
glæsilega og svingaði feitt með
bakkaslögum og öllu tilheyrandi.
Aftur á móti er óþolandi að hafa pí-
anóið á gólfinu við sviðið – það er
eins og píanistinn sé í einangr-
unarklefa.
Vernharður Linnet
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
L
eikritið Dagur vonar,
eftir Birgi Sigurðsson,
var frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í Prag í
Tékklandi á föstudag, í
leikstjórn Guðjóns Pedersens. Verk-
ið er sett upp á Kolowrat-sviðinu,
sem kalla má Litla sviðið.
„Þetta gekk ljómandi vel,“ sagði
Guðjón í gær, en hann var þá kom-
inn heim eftir að hafa unnið að upp-
setningu verksins ytra síðustu átta
vikurnar. „Þetta er dramatískt leik-
verk og það er alltaf góðs viti þegar
leikritið er búið, að það er graf-
arþögn í salnum.“
Guðjón segist hafa metið það
þannig, að leikhúsgestir hafi kunnað
að meta verkið.
„Alveg frá byrjun þótti leik-
urunum það mjög gott og þeir unnu
þetta af fallegri alúð.“
Þegar hann er spurður að því
hvaða tökum hann hafi tekið leikritið,
segir Guðjón það vera eins og nótna-
bók. „Ég leyfði Birgi einfaldlega að
leiða mig áfram. Þetta er þannig verk
að maður vinnur það eins og það seg-
ir manni að gera. En þetta er búið að
vera mjög lærdómsríkur tími og at-
hyglisvert að vinna í tungumáli sem
ég skil ekkert í. Ég var allan tíman
með túlk með mér. Ég lærði leikrit
Birgis utan að og vissi alltaf hvað
þessir toppleikarar voru að segja,
hverja einustu setningu.“
Guðjón var ekki eini Íslending-
urinn sem kom að uppsetningu Dags
vonar, því Rebekka Ingimund-
ardóttir, sem lærði í Tékklandi,
gerði leikmyndina.
Víð alþjóðleg skírskotun
Þjóðleikhúsið í Prag er fornfræg
stofnun. Þarna eru sett upp leikrit,
ballett og óperur, en í húsinu frum-
sýndi Mozart óperuna Don Giovanni
á sínum tíma. Guðjón segir mikinn
uppgang og gerjun í samfélaginu og
listalífinu. Á sama tíma og hann
vann í húsinu unnu þar að uppsetn-
ingum þeir Karl-Ernst Hermann,
sem er einn þekktasti leik-
myndateiknari og óperuleikstjóri
Þjóðverja í dag, og hinn rómaði
sænski danshöfundur og leikstjóri
Mats Ek.
Dagur vonar hefur áður verið fært
upp erlendis, meðal annars í Los
Angeles, Danmörku og Svíþjóð.
Guðjón segir það mjög eðlilegt,
þetta sé verk af slíkum gæðum að
það eigi sér víða alþjóðlega skír-
skotun. Hann líkir því við leikverk
eftir Arthur Miller og Eugene
O’Neill.
Guðjón hefur verið í burtu síðustu
tvo mánuði og hann segir það hafa
verið skrýtið að koma heim um
helgina. „Ísland var öðruvísi þegar
ég fór. Fyrst var það eins og lesa
reyfara að fylgast með ástandinu á
netinu, en síðan hætti ég að fara á
mbl.is. Þetta varð einfaldlega of
mikið.“
Grafarþögn í salnum
er tjaldið féll
Morgunblaðið/Golli
Leikstjórinn „Ég leyfði Birgi einfaldlega að leiða mig áfram,“ segir Guðjón Pedersen um uppfærsluna á Degi vonar.
Dagur vonar, í
leikstjórn Guð-
jóns Pedersens,
var frumsýnt í
Prag á föstudag
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ÁSTRÁÐUR Eysteinsson, prófess-
or í bókmenntafræði og forseti hug-
vísindasviðs Háskóla Íslands, tók á
laugardag við alþjóðlegum bóka-
verðlaunum Modernist Studies
Association, í Tennessee í Banda-
ríkjunum.
Ástráður hlaut verðlaunin fyrir
verkið Modernism, sem kom út á
síðasta ári. Verðlaunin eru veitt ár-
lega á þingi Modernist Studies Asso-
ciation (MSA), sem eru ein helstu
samtök á sviði bókmenntafræði á
Vesturlöndum. Ástráður hlýtur
verðlaunin ásamt meðritstjóra sín-
um, Vivian Liska, sem er prófessor í
þýskum bókmenntum við Antwerp-
enháskóla í Belgíu.
Þegar rætt var við Ástráð eftir að
þau Liska tóku við verðlaunum,
sagði hann þetta vera orðið langt
ferli. Þau hófu vinnuna við verkið ár-
ið 1999. „Við lögðum upp með þá
mynd að módernisminn færi yfir
ýmis landamæri og tungumál,“ sagði
hann. „Við leituðum ýmsa höfunda
uppi og auglýstum eftir tillögum. Þá
þurfti að móta strúktúr verksins frá
byrjun. Það er unnið eftir ákveðinni
flokkun, fræðilega, landfræðilega og
sögulega. Svo eru ýmsir aðrir þættir
ofnir saman. Þetta tók langan tíma,
samhliða öðru, og vinnunni lauk í
fyrravor.“
Valið úr 60 verkum
Ástráður viðurkennir að það hafi
verið ánægjulegt að hljóta þessa við-
urkenningu frá kollegum í módern-
ismarannsóknum.
„Þetta kom okkur mjög á óvart.
Samtökin eru bara tíu ára gömul en
eru orðin mjög stór. Dómnefndin
valdi úr 60 verkum frá síðasta ári.
Yfirleitt fær eitt höfundarverk þessi
verðlaun, ekki safnrit. Það er
ánægjulegt að starf ritstjóra skuli
viðurkennt á þennan hátt, sú fræði-
lega vinna og sköpun sem felst í rit-
stjórn.“ Ástráður og Liska rita einn-
ig formála og eftirmála, auk inn-
gangs að köflunum ellefu.
Ástráður segir að þrátt fyrir um-
fang verksins séu þau ekki búin að
negla niður í eitt skipti fyrir öll fyr-
irbærið módernisma.
„Þegar við tókum við verðlaun-
unum bentum við sjálf á að eftir alla
vinnuna við verkið þekkjum við vel
takmarkanir þess.
Hinsvegar sést það meðal annars
á fjölmörgum fyrirlestrum á þessum
þingi, að verkið er í takt við það sem
er að gerast í módernismarann-
sóknum um þessar mundir. Sýnin er
orðin alþjóðlegri og horft til annarra
listgreina en bókmennta. Þeir þættir
einkenna ýmsar greinar í ritinu.“
Ástráður bendir á að það séu
fræðimenn frá tveimur frekar litlum
háskólum sem vinna verkið. „Höf-
undarnir eru margir þekktir al-
þjóðlega en svona vinna getur átt
sér uppsprettu víða og ekkert síður
hjá litlum háskólum,“ segir hann.
Sagt er um Modernism, að hér sé
um að ræða eitt umfangsmesta upp-
gjör við nýsköpunarbókmenntir 20.
aldar sem birst hefur í einu verki.
„Ánægjulegt að starf
ritstjóra skuli viður-
kennt á þennan hátt“
Morgunblaðið/RAX
Ritstjórinn „Verkið er í takt við það sem er að gerast í módernismarann-
sóknum um þessar mundir,“ segir Ástráður um verðlaunaverkið Modernism.
Ástráður Eysteinsson verðlaunaður
fyrir stórt verk um módernisma
{ {