Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 16

Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Það er ofboðslega gamanað vinna við þetta. Viðlítum á þennan versl-unarrekstur að sumu leyti sem ákveðið trúboð, því með honum erum við að benda fólki á að henda ekki gömlum hlutum og líka hvetja fólk til að nýta þá með nýjum hlutum,“ segir Jósefína Friðriksdóttir, annar eigandi verslunarinnar Maddömurnar sem er fornmunasala á Selfossi. Jós- efína á og rekur verslunina með dóttur sinni Helgu Salbjörgu Guð- mundsdóttur, en Jósefína stendur oftast vaktina í Maddömunum. Þær mæðgur eru báðar mjög svo veikar fyrir gömlum hlutum. „Sér- staklega hún Helga, heima hjá henni er allt mjög gamalt.“ Kaffi, kandíssykur og Gufan Helga bjó úti í Danmörku um tíma og Jósefína var þar hjá henni í nokkra mánuði fyrir rúmum tveimur árum. „Þá ákváðum við að láta gamlan draum rætast og keyptum fullt af gömlum munum í þeim tilgangi að opna verslun heima á Íslandi. Við fylltum heilan gám af antikhlutum sem við völd- um af kostgæfni á löngum tíma og fórum svo með hann til Íslands um leið og Helga og hennar fjöl- skylda flutti heim. Þá var ekkert því til fyrirstöðu að opna Mad- dömurnar,“ segir Jósefína sem hellir gjarnan upp á könnuna fyrir gesti sína í búðinni og býður upp á kandís með, að gömlum sið. Hún er alltaf með stillt á gömlu góðu Gufuna í útvarpinu, þannig að í þessari litlu og notalegu verslun er rólegheitaandrúmsloft. „Við höfum eignast góða kunningja hér í Maddömunum. Við erum með nokkra fastakúnna sem kíkja reglulega inn til að spjalla og fylgjast með. Okkur þykir vænt um það.“ Var einhver drepinn með því? Viðskiptavinirnir hjá Maddö- munum eru allskonar fólk á öllum aldri. Þangað koma bæði börn og gamalt fólk. Jósefína hefur sér- staklega gaman af krökkunum sem koma í búðina og spyrja mik- ið. Hún dregur fram ævafornt sverð sem er um 150 ára og hefur greinilega mikið verið notað. „Krakkar sem koma hingað eru mjög hrifnir af þessu sverði og spyrja mikið um hvort einhver hafi verið drepinn með því, sem ég því miður ekki veit. En við erum mjög ánægðar með að krakkar sýni þessum gömlu hlutum áhuga. Stundum koma þau líka við hjá okkur krakkarnir sem eru hér í tónlistarskólanum við hliðina.“ Grúskari fékk 300 ára Jesú En það eru fleiri mjög gamlir hlutir en sveðjan sem hafa ratað í Maddömurnar og Jósefína segist halda að allra elsti hluturinn sem þar hafi verið sé Jesúlíkneski. „Þessi Jesú var um 300 ára gam- all. Hann var byrjaður að skemm- ast og sá sem keypti hann var grúskari og það er gott til þess að vita að hann fór beint með hann í forvörslu og ætlaði svo að setja hann upp hjá sér þegar búið væri að verja hann,“ segir Jósefína og bætir við að þær mæðgur hafi svo- lítið verið að reyna að vera með trúarlega hluti, krossa, Mar- íumyndir og fleira í þeim dúr. „Það hefur mælst vel fyrir. Við höfum líka verið með mjög gamla íkona frá Rússlandi, sem stoppuðu stutt við. Ljósakrónur úr kirkjum hafa verið vinsælar.“ Í Maddömunum úir og grúir af ótal ólíkum og skemmtilegum hlutum og plássið er vel nýtt, ger- semar upp um alla veggi og hang- andi niður úr loftinu. Fornir símar á vegg, gamlar vigtir, þvottabretti, kaffikvarnir, lögregluhjálmar, myndavélar, matarstell og silfur, svo fátt eitt sé nefnt. Og merki- legt nokk, ekkert hefur ennþá brotnað. Viðskiptavinir kunna að smeygja sér varlega. „Fólk kemur mikið hingað til að kaupa sér- stakar gjafir, gamlar klukkur eða eitthvað annað. Margir þessir gripir eru svo fallegir og hingað koma stundum safnarar sem eru að bæta einhverju í safnið sitt. Við erum líka með sérstakt retró- horn, þar sem eru hlutir frá tíma- bilinu 1960-1970, en það er vax- andi áhugi fyrir hlutum frá þeim tíma, sérstaklega hjá ungu fólki.“ Færa sig yfir á netið Vörurnar kaupa mæðgurnar gjarnan á uppboðsmörkuðum í Danmörku en hlutirnir eiga sumir uppruna sinn í öðrum löndum, til dæmis í Þýskalandi, Austurríki eða Frakklandi og þær kaupa líka frá Skáni í Svíþjóð. En nú fer hver að verða síð- astur til að reka inn nefið í litlu hlýlegu búðinni á bak við Tónlist- arskólann á Selfossi. „Við verðum að bregðast við breyttum að- stæðum í þjóðfélaginu og minnka reksturinn. Það stendur til að hætta með búðina hér á Kirkju- veginum eftir áramótin en selja antikhluti á netinu. Við gerum það reyndar nú þegar og það hefur gefist vel. Okkur finnst skemmti- legt að geta selt vörur um allt land í gegnum heimasíðuna okkar. Þar erum við með myndir og við munum halda áfram að vera með gott úrval. Við lokum búðinni með mikilli eftirsjá en ætlum okkur að opna hana aftur þegar betur árar. Ég verð með lager í bílskúrnum heima hjá mér og þangað getur fólk líka snúið sér ef það vill kaupa beint af mér.“ Gamli tíminn góði Mæðgurnar Jósefína Friðriksdóttir og Helga Salbjörg Guðmunds- dóttir eru báðar veikar fyrir gömlum hlutum. Þær reka verslunina Maddömurnar á Sel- fossi en munirnir sem þar eru seldir eiga m.a. ættir að rekja til frænda okkar Dana. Morgunblaðið/Ómar Barnarúm Brúðurnar kunnu vel við sig í gömlu frönsku barnarúmi. Fornir símar á vegg, gaml- ar vigtir, þvottabretti, kaffikvarnir, lögreglu- hjálmar, myndavélar, matarstell og silfur, svo fátt eitt sé nefnt. Og merkilegt nokk, ekkert hefur ennþá brotnað. Viðskiptavinir kunna að smeygja sér varlega. Maddömurnar Kirkjuvegi 8, Selfossi www.maddomurnar.com Myndavélar Þær sóma sér vel með Jesúmynd, hermannahjálmi, gas- grímu og öðru forvitnilegu. Úir og grúir Krukkur, klukkur, könnur, vasar, lampi og lúður. Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Leikfélagið Grímnir sýnir þessa dagana söngleikinn Jes- ús Guð dýrlingur (Jesus Christ Su- perstar). Leiklistarval Grunnskólans í Stykkishólmi stendur að sýningunni með Grímni. Innan grunnskólans hefur tekist að vekja áhuga á leiklist og er fjölmennur hópur sem hefur valið leiklistina sem valfag í tveimur elstu bekkjum skólans. Leikfélagið Grímnir hefur verið öflugt félag í menningarmálum Hólmara. Leik- félagið hefur sett upp leikrit á hverju starfsári á fjörutíu ára starfsferli sín- um. Nú í ár varð fyrir valinu einhver þekktasta rokkópera allra tíma, Jes- ús Guð dýrlingur (Jesus Christ Su- perstar). Leikstjóri er Guðjón Sig- valdason sem er mættur aftur til leiks en í fyrra stjórnaði hann söng- leiknum Óliver. Hér er um að ræða viðamikið leikverk, þar sem tónlistin er í aðalhlutverki. Á sviði koma fram 37 leikendur og kröftug hljómsveit er skipuð 11 ungum hljóðfæraleikurum. Að auki er fjöldi fólks að tjaldabaki. Sýningin er ein sú stærsta sem Grímnir hefur sett á svið. Með aðal- hlutverk fara Matthías Þorgrímsson sem Jesús, Óli Steinar Sólmund- arson sem Júdas og Lilja Riedel sem María Magdalena. Það er óhætt að segja að hin mikla vinna leikenda beri góðan ávöxt. Flestir eru leikend- urnir ungir að árum og skila sínum hlutverkum vel. Hljómsveitin er skipuð að mestu nemendum úr grunn- og framhaldsskólanum. Matt- hías og Óli Steinar voru að vonum ánægðir eftir frumsýninguna. Þeir sögðu að stífar æfingar hafi verið frá því í byrjun október. Þeir voru mjög ánægðir með þann lærdóm og reynslu sem fylgir því að taka þátt í leikstarfi. „Þetta er góður félagsskapur. Það er ekki sjálfsagt að fá tækifæri í ekki stærra samfélagi að taka þátt í metn- aðarfullum leiksýningum. Þetta er fjórða leikritið sem ég tek þátt í á jafnmörgum árum. Í leiklist læri ég tjáningu og líka að koma fram. Það er lærdómur sem mun gagnast mér seinna meir,“ segir Matthías. „Við vorum heppin með að fá Guðjón sem leikstjóra, hann hefur leiðbeint okk- ur mjög vel. Uppsetningin hjá hon- um er alveg frábær. Hugmyndir hans eru skýrar. Hann er strangur og hikar ekki við að vera leiðinlegur þegar á þarf að halda. Hann er með allt á hreinu sem að lokum skilar sér í rosalega góðri sýningu,“ segir Óli Steinar. Þeir félagar segjast njóta sín í leiklistinni. „Við höfum gaman af að koma fram og sýna hvað í okkur býr. Kannski erum við svona athygl- issjúkir“ segir Óli Steinar og brosir. Unglingarnir í aðalhlutverki Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Öflug hljómsveit. Þessi hópur sá um að koma tónlistinni til skila. Leikfélagið Grímnir með góða leiksýningu í Hólminum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.