Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 27
Umræðan 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
FJÁRMÁLAKREPPA heimsins hefur haft gríðarlegar
afleiðingar á íslenskt efnahagslíf; meiri en nokkurn hefði
órað fyrir. Íslenska bankakerfið hrundi svo að segja á ör-
skammri stundu. Það er einmitt hraði þessara óvæntu at-
burða sem gerir það að verkum að þjóðin er sem þrumu
lostin.
Erfiðir tímar
Margir Íslendingar hafa tapað verulegum hluta spari-
fjár síns, sumir hverjir ævisparnaðinum. Margt vel mennt-
að fólk með mikla reyslu og góð laun hefur misst vinnuna. Horfur eru á að
nokkur fyrirtæki, sum þeirra stór, verði gjaldþrota á næstunni. Flest íslensk
fyrirtæki verða í einhverjum mæli að draga saman seglin, hagræða í rekstri,
fækka starfsfólki og jafnvel lækka laun sumra starfsmanna. Það eru erfiðir
tímar framundan, tímar sem velflestir Íslendingar hafa ekki kynnst áður.
Streita og kvíði
Líklega þjást margir Íslendingar af kvíða, áhyggjum og streitu þessa dag-
ana. Langvarandi kvíði og streita getur leitt til alvarlegra sjúkdóma. Í því
sambandi mætti nefna svefnleysi, höfuð- og bakverki, magasár og hjarta-
sjúkdóma. Samfara kvíða og streitu skapast oft félagsleg einangrun, mis-
notkun áfengis, sjálfsásökun og reiði. Fjölskylda þess sem þjakaður er af
kvíða og streitu verður einnig fyrir barðinu á þessum vanda og eykur það
enn á vanlíðan einstaklingsins. Sá sem er undirlagður af kvíða, áhyggjum og
streitu er ekki í neinu ástandi til að takast á við aðkallandi vandamál eins og
fjárhagsörðugleika. Þess vegna er það lífsnauðsynlegt að þeir sem eru að
sigla inn í vonleysi og kvíða takist á við þann vanda áður en hann verður al-
varlegri. Afar mikilvægt er einnig að fjölskylda og vinir fylgist vel með þeim
sem eru í þessum áhættuhópi. Sem betur fer eru þó ýmsar fleiri leiðir færar
til að takast á við kvíða og streitu.
Þeir sem eru illa haldnir af kvíða ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar
hjá fagfólki; lækni eða sálfræðingi.
Lækningamáttur heita vatnsins
Hér skal nú bent á eina leið sem er einföld og öllum opin til að draga úr
kvíða og streitu. Líkamleg áreynsla dregur úr streitu. Þá sýna rannsóknir
sem gerðar hafa verið í Japan, Þýskalandi og víðar að böð í heitu vatni í
köldu andrúmslofti draga úr streitu. Þess vegna er það góð hugmynd fyrir
þá sem þjást af kvíða og steitu að fara í laugarnar. Upplagt er að fara í rækt-
ina, hjóla, skokka eða ganga hraustlega í u.þ.b. 30-45 mín., fara svo í laugina
og synda 200-1000 metra eða eftir getu. Þá er farið í heita pottinn. Gott er að
byrja í þeim pottinum sem minnstur hiti er í og sitja í u.þ.b. 15 mín. Að þeim
tíma loknum er stigið upp úr pottinum og líkaminn látinn kólna um stund og
andað kröftuglega. Þá er farið í næsta pott og leikurinn endurtekinn þar til
búið er að fara í alla pottana, hvort sem þeir eru aðeins tveir eða fjórir.
Þegar heim er komið er svo gott að slaka aðeins á, til dæmis með því að
hlusta á fallega tónlist. Laugar og böð í heitum pottum leysa engin vandamál
en þau draga úr streitu um stundarsakir og hjálpa okkur að slaka á og hvíl-
ast. Með því að losna úr klóm kvíða og streitu um stund erum við betur hæf til
að takast á við vandamálin.
Þess má geta að í könnun sem gerð var nú í sumar voru erlendir ferða-
menn spurðir um reynslu sína af laugunum. Þegar þeir voru spurðir um
heitu pottana gáfu þeir þeim 8,9 af 10 mögulegum.
Sigmar B. Hauksson, verkefnisstjóri Spa City Reykjavík
og formaður Heilsulindasamtaka Íslands.
Ert þú kvíðinn? –
Velkominn í heita pottinn
VIÐ afnýlendun okkar þjóðar, eða
þegar við lýstum yfir sjálfstæði okkar
frá Dönum, breyttist ekki mikið í inn-
viðum þjóðfélagsins. Við virðumst
hafa haldið uppteknum hætti kúgara
okkar nema aðallinn eða elítan tók við
stjórnvelinum. Að sjálfsögðu þurfti að
breyta einstaka þáttum í samfélaginu
en innviðirnir breyttust svo sem ekki
mikið. Lýðræðið jókst ekki mikið,
a.m.k ekki hjá Jóni og Gunnu. Aðallinn fékk aftur á móti
aukin völd og hefur eflaust upplifað mikið lýðræði í sínu
persónulega lífi. Hinn karabískættaði Frantz Fanon skrif-
aði eitt sinn grein um afnýlendun Afríkuríkja þar sem
hann lýsti áhyggjufullur því ferli sem ætti sér stað er kúg-
uð þjóð fær lýðræði. Áhyggjur sínar byggði hann á því að
innan nýlenduþjóða eru ávallt einhverjir innfæddir sem
eru „aðall“ og eru innundir hjá nýlenduherrunum. Þessi
svokallaður aðall tileinkar sér stjórnarhætti nýlenduherr-
anna og hefur tilhneigingu til að taka við stjórninni þegar
nýlenduherrarnir fara og beita þá sömu stjórnarháttum
sem er einræði, enda kunna þeir ekki annað. Gefa má ein-
ræði lýðræðisleg nöfn og jafnvel lýðræðislegt yfirbragð ef
ákveðnum þáttum er komið á legg. Lýðræðislegt yf-
irbragð þarf ekki að vera lýðræðislegt í praxís og munu
þeir sem fara með hið einræðislega lýðræði berjast með
fyrirlitningu og kjafti og klóm fyrir því að þeir sem sjá í
gegnum einræðið í lýðræðinu séu ekki hlustunarverðir,
séu í ójafnvægi og ekki síst séu ekki marktækir og jafnvel
óheilbrigðir.
Við þekkjum þetta öll. Þeir sem mótmæla einræðislegu
lýðræði bera ýmis nöfn sem flest eru neikvæð – enda mik-
ið í húfi fyrir þá sem hafa mestum hagsmunum að gæta
innan hins einræðislega lýðræðis.
Ég hef aldrei upplifað það að ég búi í lýðræðisríki. Mér
hefur aftur á móti alltaf liðið eins og ég búi í einræðisríki
með einhverskonar aðli þar sem þeir óhæfustu lifa en þeir
hæfustu ekki. Mér hefur ávallt fundist ég vera í auka-
hlutverki í C-mynd þar sem aðalleikarnir keppast við að
slá ryki í augu samleikara sinna sem á réttum stundum
með réttum áherslum gera lítið úr lýðræðislegum skoð-
anaskiptum.
En það er ekki fólkinu að kenna heldur aðstæðum. Þeir
stjórnarhættir sem fólk er alið upp við, samkvæmt Fanon,
eru þeir sem maður hefur til fyrirmyndar. Líkt og kúgað
barn sem þekkir ekkert annað en stjórnsemi, kúgun og yf-
irráð er ekki hægt að ætlast til að nýlenduþjóðir kunni lýð-
ræði og geti ástundað það af mikilli list. Á sama hátt er
ekki hægt að ætla þeim sem fá valdið í skjóli aðalstignar
og merkilegheita að kunna að fara með það á lýðræð-
islegan hátt því þau kunna það ekki. Öll krítík verður því
eins og söngur raunveruleikafirrts fólks – að sjálfsögðu.
Lýðræðisríki sem eiga að verða til við nýja dögun, óskrifað
blað í lýðræðisglaumi heimsins, en spretta upp úr kúgun
einhvers konar eða yfirráðum annarra eiga því í erf-
iðleikum með að verða að lýðræðisríki nema að nafninu til
og þó að meginstoðir ríkisins eigi að vera táknrænar fyrir
lýðræði, eins og Alþingi eða kosningaréttur eru lýðræðinu
aldrei gerð fyllileg skil né heldur er lýðræðið að fullu virkt
í samfélagi þar sem enginn veit hvað það er í raun og veru.
Mér hefur aldrei fundist ég beita neinu lýðræði með því
að kjósa. Mér hefur þvert á móti fundist ég vera að stað-
festa einræðið með nýtingu kosningaréttarins. En ég var
farin að sætta mig við það að vera kúguð enda var Palli
einn í heiminum þegar kom að því að ræða þessi mál. Sama
hjalið á öllum rásum útvarps og sjónvarps enda fjölmiðla-
fólk hluti af þessum aðli sem tekur viðtöl við vini og vanda-
menn. Einkageirinn sameinaðist stjórnmálunum sem sátu
hver á annars fundi og greiddu sér fé fyrir. Þau héldu sam-
kvæmi og góðgerðarsamkomur saman og skáluðu kát og
hress. Bannað var að gagnrýna eitt né neitt enda sam-
kvæmt hinum nýju trúarbrögðum sem tröllriðu hinu ein-
ræðislega samfélagi undir nafninu „Secret“ og „Nýfrjáls-
hyggja“ gátu allar slíkar raunsæishyggjuhugmyndir
eyðilagt allt saman – bara með hugarorkunni. Og það hefði
betur mátt gerast – bara miklu fyrr.
Nú stöndum við frammi fyrir tækifæri til að snúa vörn í
sókn og hætta einkavinavæðingunni innan einræðislegrar
hugsunar og tileinka okkur lýðræðislegan hugsunarhátt
enda höfum við ótrúlega hæfileikaríkt fólk og vel menntað
sem veit hvað lýðræði er og hefur staðið á hliðarlínunni
(eða verið ýtt þangað) svo einkavinirnir gætu notið sín – og
mishæfir að auki. Nú virðist, samt sem áður, svo vera að
enn sé verið að nota einkavinina – fólkið sem viðhélt ein-
ræðishugsjóninni undir yfirskini lýðræðis, til að bjarga því
sem bjarga verður.
Ég vil ekki fá þetta fólk í uppbyggingu hins nýja Íslands
því ef það gerist fáum við Ísland sem verður byggt upp eft-
ir gömlu góðu einræðishugmyndunum með einkavinavæð-
ingunni og ættarklíkum að leiðarljósi. Við munum fá annað
einræðisríki undir því yfirskini að það sé nýtt og sama
gamla sagan mun endurtaka sig undir öðrum formerkjum.
Við munum ekki fá Nýtt Ísland heldur Úldið Ísland.
Skoðanir höfundar eru byggðar á greininni „The pitfalls
of national consciousness“.
Nýja Ísland – Líkvaka?
Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir,
mannfræðingur og nemi í mannauðsstjórnun.
ÞAÐ heyrir til undantekninga að
konan mín reiðist, ég hef einu sinni séð
hana reiðast illa, þá hafði sonur okkar,
þá 4 ára, klemmt sig á bílhurð og það
átti að láta hann bíða blæðandi á bið-
stofu bráðamóttöku spítala, þá stapp-
aði kona mín niður fæti og augun urðu
undarlega dökk af reiði og í framhaldi
var henni hleypt inn fram fyrir aðra
sem biðu.
En í dag þegar hún kom heim úr vinnu var hún reið og
sagði. „Ég sem leikskólakennari vinn við að hugsa um
börn og er í umönnunarstétt ásamt fjölda félagshyggju-
fólks sem kennir, hjúkrar, læknar og hugsar um börn og
fjölskyldur manna sem eiga að hugsa um og passa fjár-
muni okkar,“ og bætti svo við: „Ég er fokreið.“
Það sem olli þessum viðbrögðum voru fréttir af nið-
urfellingu skulda bankamanna sem fengu lán hjá þeim
banka sem þeir unnu hjá til að kaupa hlutabréf sem fóru
illa.
Ég veit að þegar fólk eins og hún sem er vant að virðingu
sinni og hefur lagt í vana sinn að treysta fólki og ætlast til
að menn sem eiga að passa efnahagslegt fjöregg vinnandi
almennings jafnvel og börn og fjölskyldur þessara manna
eru örugg í höndum hennar og þeirra sem kenna, hjúkra,
lækna, já, ég veit að þegar þetta fólk reiðist þá er um raun-
verulega og réttláta reiði að ræða.
Þegar þessu fólki er ofboðið þá er mikil hætta á ferðum,
því þetta fórnfúsa fólk er límið í öllum samfélögum. Það er
alveg víst að ef ekki verður gengið hreint til verks í að-
gerðum á kjörum almennings – og þá er fyrsta skrefið að
afnema tengingu neysluvísitölu við lán heimila auk til-
tektar í fjármálageiranum –, að þá erum við í slæmum
málum.
Er öllum sama um kr. 170.000.000.000 nema lífeyr-
issjóðum og bönkum – hundrað og sjötíu þúsund millj-
ónir? (170 milljarða.)
Það er nokkuð ljóst að á meðan flest lán sem völ er á
hér á þessu landi eru neysluvísitölutryggð, heldur krónan
áfram að rýrna í réttu hlutfalli við vísitöluna; það þarf að
búa til verðmæti til að mæta verðbólgu sem er bein rýrn-
un á verðgildi peninga; ef verðbólga er 17% þetta ár er
rýrnunin sú sama sem svo aftur kallar á nýja verðmæta-
sköpun sem er of mikið álag á atvinnulífið og svo koll af
kolli (gerum ráð fyrir að inn- og útflutningur standi í járn-
um).
Stýrivextir eru nú 18% og er einnig ábending um að
krónan rýrni um sömu prósentutölu þannig að samtals er
verið að segja okkur að íslensk króna rýrni um 35% miðað
við þetta ástand sem nú ríkir – er það ekki svipað og geng-
ið hefur fallið undanfarið?
Það er lífsnauðsynlegt að aftengja neysluvísitölu við
skuldir heimila eða festa vísitöluna við 2-4% tengda lánum
til heimila, annars verða engir eftir til að greiða svona lán;
það eru ekki þeir sem skulda verðtryggð húsnæðis- og líf-
eyrissjóðslán og eiga rétt fyrir rekstri heimila og uppeldi
barna sem orsaka verðbólgu nema vegna tengingar lána
við neysluvísitölu og þar af leiðandi niðurgreiða skuldarar
neyslu þeirra sem efni hafa á neyslu í óhófi.
Hvers vegna á fólk með lágar tekjur að borga meira af
lánum sínum af því að einhverjir flottræflar keyptu sér
flugvélar og alls konar rándýrt drasl og leikföng sem við
hin höfum ekki efni á en greiðum svo niður á mörgum ár-
um vegna tengingar neysluvísitölu við skuldir okkar – það
er bilun í kerfinu – eigum við að verða eignalausir leigulið-
ar til þess eins að fá lífeyri eftir 67 ára aldur? Ég fer fram
á að þessi ósiður – neysluvísitala – verði aftengd láni mínu
því það er sívaxandi ólán sem færist síðan yfir til barna
minna eftir minn dag.
Ef dæmi er tekið af fjölskyldu sem skuldar 30 milljónir
hefði hún þurft að hafa 1,5 milljón í mánaðarlaun í október
til að standa raunskil á verðtryggðu láni.
Dæmi: 1. Vísitala neysluverðs fyrir október er sam-
kvæmt hagstofu 2,1%, sem leggst ofan á 30 milljón kr.
höfuðstól. Verðbætur í október eru því 630.000 kr.
2. Vextir eru um 6% á ársgrundvelli sem gerir1.800.000
og er því kostnaður í október 150.000 kr.
3. Afborgun höfuðstóls 30 milljóna deilist á 40 ár eða
480 mánuði og er í dag 62.500 kr. á hvern mánuð.
Ef þetta er tekið saman á raunvirði októbermánaðar þá
er niðurstaðan þessi:
Verðbætur kr. 630.000 kr.
Vextir kr. 150.000 kr.
Afborgun höfuðstóls 62.500 kr.
Samtals 842.500 kr.
Þar sem þetta er jafngreiðslulán leggst það sem ekki er
greitt v/október ofan á höfuðstól til greiðslu seinna og er
verðtryggt áfram. Þar af leiðandi þyrftu mánaðartekjur
að vera kr. 1.500.000.- til að standa skil á láni v/október
sem gerir eftir 40% skatta og gjöld kr. 840.000
Það sem ber að hafa í huga er að það skiptir ekki máli
hvort þetta er greitt nú á raunvirði eða seinna vegna teng-
inga við neysluvísitölu því eftirstöðvar halda áfram að
bæta á sig mánaðarlega verðbótum þau 40 ár sem lánið er
til greiðslu.
Ég skil vel að bankar og sjóðir vilji hafa þetta svona.
Það eru um 100.000 heimili í landinu sem skulda að jafnaði
kr. 10 milljón krónur hvert og í 17% verðbólgu bætast kr.
1.700.000 á hvert heimili í landinu, samtals kr.
170.000.000.000, vegna þess að lánin eru tengd neyslu-
vísitölu og það þrátt fyrir að þessi lán beri hærri vexti en í
flestum nágrannalöndum okkar.
„Ég er fokreið“
Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaður.
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 11. nóvember fór
fram sveitakeppni milli Félags eldri
borgara í Hafnarfirði og í Reykjavík
á 10 borðum.
Félag eldri borgara í Reykjavík
vann með 154 stig á móti 144 stigum
Hafnfirðinga.
Keppt var um bikar sem gefinn var
af Hafnarfjarðarbæ í tilefni hundrað
ára afmælis Hafnarfjarðar.
Föstudaginn 14 nóvember var spil-
að á 19 borðum. Meðalskor var 312.
Úrslit urðu þessi í N/S
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 374
Jón Hallgrímsson – Oddur Halldórss. 374
Ágúst Stefánsson – Anton Jónsson 359
Haukur Guðmss. – Friðrik Hermannss. 340
A/V
Stefán Ólafsson – Óli Gíslason 374
Ingólfur Þórarinss. – Sigfús Jóhannss. 372
Halla Ólafsd. – Pálína Kjartansdóttir 360
Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 356
Minningarmót um Guðmund
Pálsson í Gullsmára
Bridsdeild FEBK stendur fyrir
minningarmóti um Guðmund heitinn
Pálsson, fyrrverandi formann deild-
arinnar. Spilaður verður tvímenning-
ur sem hefst fimmtudaginn 20. nóv-
ember kl. 13 stundvíslega.
Mótið spannar fimm spiladaga en
fjórir hæstu spiladagar mæla árangur.
Verðlaun: farandbikar gefinn í
minningu Guðmundar heitins Páls-
sonar. Allir eldri bridsarar eru hjart-
anlega velkomnir.
Að einni umferð ólokinni, eftir 8
umferðir í sveitakeppni félagsins, er
staða efstu sveita þessi:
Sveit Þorsteins Laufdal 165
Sveit Jóns Jóhannssonar 150
Sveit Eysteins Einarssonar 132
Sveit Birgis Ísleifssonar 128
Sveit Gylfa Pálssonar vann
hraðsveitakeppni fyrir norðan
Fyrir síðasta kvöldið voru þrjár
sveitir nánast jafnar á toppnum en
síðasta kvöldið sýndi sveit Gylfa
klærnar og vann með nokkrum mun.
Munið að láta vita af skráningu í
næsta mót sem er fjögurra kvölda og
er sjálft Akureyrarmótið í tvímenn-
ingi.
Lokastaðan:
Sveit Gylfa Pálssonar 709
Sveit Ragnheiðar Haraldsd. 697
Sveit Unu Sveinsdóttur 675
Úrslit 3. kvölds:
Sveit Gylfa Pálssonar 240
Sveit Ragnheiðar Haraldsd. 229
Sveit Ólínu Sigurjónsdóttur 220
Bridsfélag Kópavogs
Mitt í öllu mótlætinu er það gleði-
legt að sjá hversu vel er mætt á spila-
kvöldin hjá okkur í haust. 10 sveitir
mættu í aðalsveitakeppnina og einsog
vera ber er það formaðurinn sem
leiðir hjörðina.
Staðan eftir tvo leiki:
Loftur Pétursson 39
Aldan 39
Guðlaugur Bessason 35
Erla Sigurjónsdóttir 34
Bridsdeild Hreyfils
Nú stendur yfir fimm kvölda tví-
menningur þar sem fjögur bestu
kvöldin gilda til úrslita.
Úrslitin síðasta spilakvöld:
Eiður Gunnlaugss. – Jón Egilsson 107
Helgi Geir – Einar Halldórsson 106
Eyvindur Magnússon – Jón Hilmar 104
Björn Stefánss. – Árni Kristjánss. 103
Spilað verður í Hreyfilshúsinu nk.
mánudagskvöld.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is