Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 19

Morgunblaðið - 17.11.2008, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008 FYRIR réttri viku ritaði ég grein í Morgunblaðið, sem vakti nokkra at- hygli. Í greininni rakti ég einfaldar staðreyndir, með vísan til ákvæða í lögum. Megininntak greinarinnar var að Jón Ásgeir Jóhannesson situr enn í stjórnum 13 hlutafélaga þrátt fyrir blátt bann 1. mgr. 66. gr. hluta- félagalaga við stjórnarsetu manna í þrjú ár frá því að dómur fellur um refsiverðan verknað. Jón Ásgeir hefur í vikunni tjáð sig í tvígang um athugasemd mína. Fyrst í Fréttablaðinu hinn 11. nóvember. Þar kaus hann að vera ómálefnalegur. Við slíku er óþarfi að bregðast, ekki frekar en Hreinum og Loft- kenndum sandkornum DV. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu hinn 14. nóvember voru viðbrögð Jóns Ásgeirs efnislegri. Í niðurlaginu segir Jón Ásgeir orðrétt: „Þótt skiptar skoðanir séu um það hve langan tíma menn hafa til að bregðast við eru lagaákvæði um hæfnisskilyrði til stjórnarsetu skýr og þau mun ég virða.“ Í ljósi þessarar yfirlýsingar Jóns Ásgeirs ætti að vera hægur vandi fyrir hann að segja sig án frekari dráttar úr þeim 13 stjórnum sem um ræð- ir. Eyðublaðið um breytingar á stjórn er að finna á rsk.is og tekur það líklega um 1 klst. fyrir Jón Ásgeir að klára málið. Eitthvað segir mér þó, að málið fái ekki svo skjótan framgang. Ari Edwald, lögfræðingur og forstjóri 365. hf. geystist fram ritvöllinn í Morgunblaðinu hinn 15. nóvember sl. og greip til margvíslegra varna. Tel ég ástæðu til að bregðast við ummælum Ara. Opinber túlkun? Ari reynir að hengja bjölluna á starfsmenn Hlutafélagaskrár. Þeir hafi í opinberri umræðu talið nægja að stjórnarmenn fari úr félögum á næsta aðalfundi eftir að dómur gengur. Hér leitar Ari langt yfir skammt. Ari þurfti enga aðstoð Hlutafélagaskrár við að komast að niðurstöðu þegar hann var spurður um setu Jóns Ásgeirs í stjórn 365 hf. í viðtali við Viðskiptablað Morg- unblaðsins hinn 26. júní sl.: „Að mínu mati kallar dómurinn ekki á neinar breytingar, Jón Ásgeir mun áfram sitja í stjórn félagsins,“ segir Ari Ed- wald, forstjóri 365 hf. (leturbr. mín). Þá er opinber túlkun Hlutafélagaskrár afar misvísandi og í besta falli óljós. Hlýtur stofnunin að skýra afstöðu sína á allra næstu dögum. Hvað sem þessu líður hefur Jón Ásgeir í öllu falli að- gang að landsliði lögmanna og veit nákvæmlega hver eru gildandi lög í landinu. Til þess þarf enga aðstoð frá opinberum starfsmönnum. Aldrei beitt gegn öðrum? Ari fullyrðir að ákvæðinu um bann við stjórnarsetu hafi aldrei verið beitt gagnvart neinum. Með vísan til jafnræðissjónarmiða tel- ur Ari þetta hæglega geta leitt til þess að ákvæðinu yrði ekki beitt að óbreyttum lögum. Sem betur fer er óslitin og áratuga löng dómaframkvæmd fyrir því að lög- brot annarra leiðir ekki til refsi- leysis hlutaðeigandi. Þannig taldi meirihluti Hæstaréttar í dómi sem Ari vísaði til (mál 491/2007): „Sú staðhæfing ákærða að aðrir hafi komist upp með háttsemi, sem feli í sér brot gegn banni við auglýsingum á áfengi, getur ekki leitt til þess nú frekar en endranær að lögbrot annarra geri sam- bærilega háttsemi þess sem sætir ákæru refsi- lausa af þeim sökum.“ Vissulega er það rétt hjá Ara, að Jón Steinar Gunnlaugsson skilaði séráliti í málinu. Skýrist það af því að fyrir dóm voru lögð 999 dæmi um sambærileg brot, auk vínauglýsinga ÁTVR, sem lögreglan hafði ekki brugðist við. Eftir stendur þó, að meirihluti Hæstaréttar staðfesti áratuga dómaframkæmd, sem ekki hefur verið haggað. Of víðtæk skerðing? Að síðustu virðist Ari hafa áhyggjur af því hve ósanngjarnt það er gagnvart eigendum viðkom- andi hlutafélaga að beita umræddu ákvæði lag- anna. Hér erum við komnir á svið réttarheim- speki. Í aldir hafa menn glímt við spurninguna: Ber að hlíta ranglátum dómi? Sem betur fer hafa hugsandi menn, allt frá dögum Sókratesar, talið að hlíta beri dómi, sama hve óréttlátur hann kann að vera í huga sakamannsins eða annarra. Annað myndi leiða til glundroða í þjóðfélaginu. Þessu til viðbótar sýnist mér Stefán Már Stef- ánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, hafa svarað spurningu Ara ágætlega, daginn eftir að dómur Hæstaréttar í Baugsmálinu var kveðinn upp (Morgunblaðið 6. júní 2008): … sagðist Stef- án Már fljótt á litið halda að ákvæðið „gilti jafnt hvort að maður væri eigandi hlutafélagsins að stærstum eða öllum hluta eða ekki“. „Þá held ég að ákvæðið eigi alveg við um það,“ sagði Stefán Már. „Það er engin undantekning gerð í slíkum tilvikum.“ Kjarni málsins Kjarni málsins er sá, að vel á sjötta mánuð eft- ir uppkvaðningu dóms Hæstaréttar, situr Jón Ásgeir enn í 13 stjórnum. Það er bannað skv. lög- um. Þrátt fyrir þetta er ekkert fararsnið á Jón Ásgeiri úr stjórnum fyrr en „innan fárra vikna“, sbr. aðsend grein hans í Morgunblaðinu sl. föstu- dag. Þar segist hann einnig hafa „í engu breytt fyrirætlunum“ um að segja sig úr stjórnum ís- lenskra félaga. Fyrirætlan Jóns Ásgeirs er að sitja í stjórnum félaganna fram að aðalfundum þeirra. Þangað til verða því daglega framin þrett- án-föld brot á 1. mgr. 66. gr. hlutafélagalaga. Jafnmörg lögbrot hafa nú þegar verið fullframin á hverjum degi frá dómfellingu. Dómsorð Hæstaréttar í Baugsmálinu, frá 5. júní 2008, var svohljóðandi hvað varðar Jón Ás- geir: Ákærði Jón Ásgeir Jóhannesson sæti fang- elsi í þrjá mánuði. Fresta skal fullnustu refsing- arinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá uppsögu þessa dóms ef ákærði heldur almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 4. gr. laga nr. 22/1955. (leturbr. mín). Frestun fullnustu refsingar er ávallt bundin því skilyrði, að aðili gerist ekki sekur um nýtt brot á skilorðstímanum, sbr. 57. gr. alm. hgl. Með áframhaldandi setu í stjórnum, þrátt fyrir missi almenns hæfis, sýnist mér Jón Ásgeir fremja nýtt og sjálfstætt brot á lögum. Slíkt hefur afleiðingar: Í fyrsta lagi kunna forsendur að bresta fyrir frestun fullnustu refsingar (skilorðsbindingin). Í annan stað kunna að vera ítrekunaráhrif milli bókhaldsbrotsins, sem dæmt var í Baugsmálinu og nýja brotsins á hlutafélagalögum, sem horfir til refsiþyngingar. Sýnist mér nýja brotið varða sektum eða fangelsi frá 365 dögum og allt að tveimur árum, sbr. 153. og 156. gr. hluta- félagalaga. Þá vek ég athygli á ábyrgð meðstjórnenda og framkvæmdastjóra. Á þeim hvílir sú grunnskylda að skipulag félags og starfsemi sé í samræmi við lög á hverjum tíma, sbr. 68. gr. hlutafélagalaga. Á meðan Jón Ásgeir víkur ekki kunna meðstjórn- endur og framkvæmdastjórar viðkomandi félaga, þ.m.t. Ari Edwald, forstjóri 365 hf., að vera ýmist sekir um sjálfstætt brot eða hlutdeild í brotinu. Verður meðábyrgð viðkomandi stjórnarmanna og framkvæmdastjóra enn ríkari í félögum þar sem Jón Ásgeir fer með formennsku. Það á t.d. við um 365 hf., 365-miðla ehf. og Stoðir Invest ehf. Ég hyggst ekki tjá mig meira á opinberum vettvangi um þetta mál. Að sama skapi treysti ég því að stofnanir þjóðfélagsins tryggi að skýlaus og endurtekin lögbrot tiltekinna einstaklinga verði ekki liðin. Þannig byggjum við upp nýtt Ísland. Eftir Pál Ásgrímsson » Fyrirætlan Jóns Ásgeirs er að sitja í stjórnum félaganna fram að aðalfundum þeirra, sem jafnan eru haldnir fyrir lok maí- mánaðar ár hvert. Páll Ásgrímsson Höfundur er héraðsdómslögmaður. Hafinn yfir lög Rúllukast Alþingishúsið lá undir ágjöf sl. laugardag að loknum friðsömum mótmælafundi en mjúkur klósettpappírinn varð þó ekki neinum að meini. Kristinn Margrét Sverrisdóttir | 16. nóvember Skara eld að eigin köku Þeir stjórnmálaflokkar sem nú sitja á þingi hafa sannarlega skarað eld að eigin köku. Lands- mönnum öllum ofbýður gulltryggð eftirlaun ráða- manna. Færri vita að formenn flokka fengu einnig með eftirlaunalögunum sér- staka aukagreiðslu ofan á laun sín. Er það lýðræðislegt að formenn fái slíkar bónusgreiðslur? Vinnur það ekki gegn lýðræðinu þegar formenn hanga á emb- ættum sínum af því að það fylgja þeim svo ríflegar sporslur? En flokkarnir á þingi tryggðu sig líka með því að hækka þröskuldinn sem aðrir flokkar þurfa að yfirstíga til að ná mönn- um á þing. Hann hafði verið 3% en þeir hækkuðu mörkin í 5%. Þannig tókst þeim að auka líkurnar á að sama flokka- kerfið héldist óbreytt, því það er miklu erfiðara fyrir ný grasrótarsamtök að ná yfir 5%-múr, þar sem fjárskortur háir nýjum flokkum mjög mikið í baráttunni við þá flokka sem eru fyrir. Þetta fékk Ís- landshreyfingin að reyna, hún hefði komið mönnum að skv. eldra kosn- ingakerfinu. Meira: margretsverris.blog.is Birgitta Jónsdóttir | 16. nóvember 2008 Hvað er verið að fela? Í Ungverjalandi og í Úkra- ínu var fjallað um skil- mála IMF-láns þeirra á þinginu. Af hverju ekki hér? Hvað er verið að fela? Af hverju er ekki lýðræðislega fjallað um skilyrði lánsins hér? Af hverju er þess krafist að við fáum ekkert að vita? Ef það er skilyrði frá sjóðnum finnst mér það afar ólýðræðislegt og gerræð- islegt. Annars var ég sammála Andra Snæ í gær þegar hann sagði að það væri ef til vill mikið vinabragð þjóða þeirra sem valdaklíkan hér hefur leitað til að veita þeim ekki lán. Fólk í hinum stóra heimi skilur ekki af hverju allt spillingarsettið er enn við völd. Meira: birgitta.blog.is Hlynur Hallsson | 16. nóvember 2008 Uppgjöf fyrir Brown Þetta „samkomulag“ lítur út sem fullkomin uppgjöf en ekki samkomulag! Hafa þau umboð þjóð- arinnar til að semja svona af sér? Ég efast um það. Við og börnin okkar eigum svo að borga reikninginn fyrir Geir, Davíð og Sollu! Davíð og Árni Matt tala af sér, Björg- vin G. gerir ekkert nema að segja að allt sé í góðu lagi á milli þess sem hann mærir Gordon Brown. Og Geir Haarde gerir illt verra. Ingibjörg Sólrún horfir á og kinkar kolli. Hvað er í gangi hjá þessu liði? Sjálfstæðisflokkurinn enn við völd er í boði Samfylkingarinnar. Takk fyrir það eða þannig! Meira: hlynurh.blog.is BLOG.IS Stefán Friðrik Stefánsson | 16. nóv. Egill Helgason sigursæll Ég vil óska Agli Helgasyni til hamingju með glæsi- legan árangur á Eddu- verðlaunahátíðinni. Ekki aðeins hefur hann verið valinn sjónvarpsmaður ársins heldur hafa Silfrið og Kiljan hlotið verðskulduð verðlaun. Báðir þættir eru í sérflokki í íslensku sjónvarpi og staða Egils sem vinsælasta sjónvarpsmanns landsins er fyrir löngu orðin vel þekkt staðreynd. Mér finnst þetta mikilvægur árangur fyrir Egil eftir að mjög var að honum sótt eftir viðtalið við Jón Ásgeir Jóhann- esson. Þar stóð hann sig mjög vel og var ákveðinn og traustur. Sumir sökuðu Egil um að hafa farið yfir strikið og gengið of langt, en mér finnst þessi verðlaun stað- festa vel trausta stöðu hans. Meira: stebbifr.blog.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.