Morgunblaðið - 17.11.2008, Qupperneq 20
20 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Virðing og umhyggja –
Ákall 21. aldar, eftir
Sigrúnu Aðalbjarn-
ardóttir að gjöf vorið
2008.
Námskeiðunum var
bæði ætlað að styrkja
stofnanir og starfsfólk
í sveitarfélaginu í sínu
metnaðarfulla starfi
með börnum en einnig
voru þau liður í að
vinna að markmiðum
sem sett hafa verið
fram í stefnumótun
Garðabæjar. Öll börn
eiga að fá tækifæri til þess að
blómstra. Svo það megi verða þarf
þeim að líða vel. Samskiptavandi
veldur oft á tíðum mikilli vanlíðan
hjá börnum og hefur áhrif á allt
bekkjar- og skólastarf, bæði nem-
endur og starfsfólk. Þá hafa rann-
sóknir Sigrúnar Aðalbjarnardóttur
sýnt að börn sem sýndu meiri sam-
skiptahæfni náðu betri námsárangri
en þau börn sem sýndu lakari sam-
skiptahæfni. Einnig hafa rannsóknir
hennar sýnt að 14 ára unglingar
sem sýndu meiri samskiptahæfni
voru ólíklegri en aðrir unglingar við
17 ára aldur til að reykja að stað-
aldri og neyta áfengis í óhófi.
Af framangreindu má sjá að til
mikils er að vinna að huga að því
með hvaða aðferðum megi sem best
þroska samskiptahæfni barna og
ungmenna.
Garðabær leggur mikinn metnað í
að búa vel að starfi með börnum.
Með því að ná saman öllum sem
starfa með þeim eða vinna að
stefnumótun í málefnum þeirra
skapaðist kærkomið tækifæri til að
stilla saman strengi – nú sem aldrei
fyrr er mikilvægt að hlúa að sam-
stöðu og góðum samskiptum hjá
börnum og ungmennum – borgurum
framtíðarinnar.
NÝ Grunnskólalög
hafa nú öðlast gildi á
Íslandi og voru þau
kynnt formlega á
menntaþingi þann 12.
september sl. Þar er
að finna bæði ný-
breytni en jafnframt
sígild ákvæði. Eitt af
því sem einkennir lög-
in og er afar jákvætt er áherslan á
nemandann sjálfan og velferð hans.
Í lögunum segir meðal annars að
hlutverk grunnskóla, í samvinnu við
heimilin, sé að stuðla að alhliða
þroska allra nemenda. Einnig segir
að grunnskólinn skuli stuðla að víð-
sýni hjá nemendum og þjálfa hæfni
þeirra til samstarfs við aðra. Starfs-
hættir grunnskóla skuli mótast af
umburðarlyndi og kærleika, krist-
inni arfleifð íslenskrar menningar,
jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi,
ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virð-
ingu fyrir manngildi.
Samskiptahæfni er eitt mikilvæg-
asta veganesti sem hægt er að færa
börnum og ungmennum og í nútíma-
samfélagi má jafnframt greina sí-
fellt meiri þörf á að auka skilning á
margbreytileika og því að hann beri
að virða og skilja. Með þetta að
markmiði voru nú á haustmánuðum
haldin tvö námskeið fyrir allt starfs-
fólk sem starfar með börnum í
Garðabæ. Fyrra námskeiðið var
haldið á starfsdegi skóla og leik-
skóla undir yfirskriftinni „Sam-
skiptahæfni í skólastarfi – Virðing
og umhyggja er lykill að gefandi og
þroskandi samskiptum“. Seinna
námskeiðið var haldið fyrir starfs-
fólk og leiðbeinendur í íþrótta- og
tómstundastarfi barna í Garðabæ.
Fyrirlesari og leiðbeinandi nám-
skeiðanna var Sigrún Aðalbjarn-
ardóttir prófessor og samstarfsfólk
rannsóknasetursins Lífshættir
barna og ungmenna við Háskóla Ís-
lands.
Framangreind námskeið voru lið-
ur í að fylgja eftir bókargjöf en for-
varnanefnd, íþrótta- og tóm-
stundaráð, skólanefnd og
leikskólanefnd Garðabæjar færðu
kennurum, leikskólakennurum og
leiðbeinendum í Garðabæ bókina
Ný menntastefna
og starf með börn-
um í Garðabæ
Ragný Þóra Guð-
johnsen skrifar um
mikilvægi góðra
samskipta barna og
unglinga
Ragný Þóra
Guðjohnsen
Höfundur er varabæjarfulltrúi
og formaður forvarnanefndar
Garðabæjar
» Samskiptahæfni er
eitt mikilvægasta
veganesti sem hægt er
að færa börnum og ung-
mennum og í nútíma-
samfélagi …
Á ÁRUNUM upp úr
1970 var ég að vinna í
hljómplötuverslun.
Verðmerkingar platn-
anna voru þá með þeim
hætti að verðin voru
tengd númerakerfi frá
1-20. Þannig var verð-
flokkur 1 = 99 kr. en
verðflokkur 20 = 1999 kr. Kostur
þessa kerfis var sá að ákveðið skipu-
lag var á verðinu og einfalt að hækka
fyrirliggjandi lager. Í stað þess að
breyta öllum verðmerkingum á plöt-
um í búðinni var verðum númeralist-
ans breytt. Einfalt og þægilegt því
þetta var á tímum mikillar verðbólgu.
Innflutningsverð var síbreytilegt því
gengisfelling krónunnar var eitt
helsta hagstjórnartæki stjórnvalda.
Það voru örfáar útgáfur sem féllu
ekki að þessu kerfi og voru verð-
merktar sér með krónutölu. Ein
þeirra var Íslandsklukkan, blár
flauelskassi með upp-
færslu Þjóðleikhússins
á þessari þekktu sögu.
Þessi plata, eða öllu
heldur plötukassi með
þremur vinyl-plötum
og veglegum bæklingi,
var verðmerktur á
2.499 kr. Tveim árum
síðar var upplagið upp-
selt og því framleidd
eintök tilviðbótar. En
þá var innflutnings-
verðið allt annað og
númeraverðlistinn
breyttur þannig að
flokkur 20 var 3999 kr. Verðið varð
því 4.499 kr. Skömmu eftir að nýja
upplagið kom í búðir var hringt í eina
af plötuverslunum bæjarins og spurt
um verð á Íslandsklukkunni. Af-
greiðslumaður svaraði: „Hún kostar
4.499 krónur“. Hann heyrði að við-
mælandanum brá við upplýsing-
arnar. Stuttu eftir að samtalinu lauk
hringdi síminn aftur. Þetta var sami
maður og áður hafði hringt og sagðist
hann vinna hjá Hagstofunni og að
þeir notuðu Íslandsklukkuna til við-
miðs um verðlag hljómplatna í verð-
bólgumælingu. Þess vegna hringdu
hann mánaðarlega til að kanna verð-
ið. Maðurinn spurði síðan:
„Er ykkur sama þó við dreifum
verðhækkuninni núna á sex mánaða
tímabil?“
Sem sagt, þrátt fyrir verðbólgutíð-
ina hafði verðbólga í verði hljóm-
platna mælst óbreytt í tvö ár. Svo
varð hérumbil 100% hækkun milli
mánaða sem dreift var á sex næstu
mánuðina. Niðurstaða mælinganna
varð sú að í engum mánuði þessa
tveggja og hálfsárs tímabils var mæl-
ingin rétt. Mannlegt mat starfsfólks
Hagstofunnar skapaði niðurstöðuna.
Mér verður hugsað til þessarar
sönnu sögu þegar ég lít á gisti-
skýrslueyðublöðin sem ég fæ send frá
Hagstofunni og er ætlað að fylla út.
Gallinn er bara sá að ég hef ekki ná-
kvæmlega réttar forsendur frekar en
svo margir aðrir í ferðaþjónustu til að
gera þetta þannig að rétt sé. Heldur
verð að beita mannlegu hyggjuviti
mínu til þess að meta fjölda gistinátta
og gesta skv. þjóðerni. Ég hef lært að
eins er um marga þá aðra sem verða
við beiðni um að gefa Hagstofunni
upp tölur hvað ýmsar vörutegundir
varðar sem notaðar eru í stuðul verð-
bólgumælingar.
Staðreyndin er nefnilega sú að þær
mælingar sem eiga sér stað til út-
reiknings verðbólgu eru byggðar á
forsendum, ákvarðaðar af mönnum.
Útreikningarnir út frá þesum for-
sendum þar á eru líka mannana verk.
Það er alls ekki eins og niðurstöð-
urnar séu einhver stóri sannleikur
heldur miklu fremur mat á ákveðnum
þáttum. Sjálfsagt er að litið sé til
þessara matsmælinga og þær hafðar
til hliðsjónar í ákvarðanatökum upp-
lýsts samfélags. En það getur ekki
verið réttlætanlegt að nota niðurstöð-
urnar til að leggja álögur á fólk og
fyrirtæki þannig að afkoma ráðist af
þessari mælingu. Sé litið í kringum
okkur til þeirra landa sem við viljum
miða okkur við er hvergi að finna við-
líka íþyngingu á fólk sem sköpuð er af
slíkri mælingu. Hvergi annarsstaðar
hafa stjórnmálamenn dirfst að binda
íbúa á klafa mats af þessu tagi. Mats
sem er útreiknað mánaðarlega og
leggst við höfuðstólinn sem ný viðbót
hans mánuðinn þar á eftir og síðan
áfram á þann nýja höfuðstól út skuld-
bindinguna. Vextir eru síðan reikn-
aðir ofan á hvort tveggja.
Við sjáum þetta á greiðsluseðl-
unum og höldum að þetta eigi að vera
svona. En það er ekki svo. Þessi út-
færsla útreikningsins eins og mæl-
ingin er líka mannanna verk. Hvað ef
verðbótaþáttinn væri reiknaður einu
sinni á ári og val gefið á því að bæta
honum við höfuðstólinn eða greiða
upp t.d. á 12 mánuðum? Ég nefni
þetta sem dæmi um annarskonar út-
færslu en leiðirnar eru margar. En
auðvitað á markmiðið að vera aðeins
eitt: Að verðbólguvísitala sem út-
reiknistuðull ofan á lán til Íslendinga
sé afnumin. Nýtt kerfi þarf nýja
hugsun og nýjangrunn. Gallar þess-
ara mælinga og útfærslu hennar
blasa við sem aldrei fyrr og munu
valda ómældum viðbótarskaða verði
ekkert aðgert. Meinið skal fjarlægt
annaðhvort í einu eða í tveim, þrem
aðgerðum. Frestun leiðir til frekari
sýkingar. Fjármagnseigendur og
fjármálastofnanir verða að finna leið
til að reka sig án þess að fá verðbæt-
ur, líkt og gert er erlendis. Þarf eitt-
hvað að ræða það meir?
Steinar Berg Ísleifs-
son segir frá aðferð-
um sem hann segir
að séu notaðar til
verðbólgumælinga
Steinar Berg
Ísleifsson
»Niðurstaða mæling-
anna varð sú að í
engum mánuði tímabils-
ins var mælingin rétt.
Mannlegt mat starfs-
fólks Hagstofunnar
skapaði niðurstöðuna.
Höfundur er ferðaþjónustubóndi.
Mannanna verk
FUNDARÖÐ okkar
Ungra vinstri grænna
um Evrópusambandið
hefur vakið talsverða
athygli undanfarna
daga. Tími okkar hefur
að vísu aðallega farið í
að taka á móti og virkja
allt það nýja fólk sem
nú gengur til liðs við
okkur og vill taka þátt í að móta nýtt
samfélag á rústum nýfrjálshyggj-
unnar. Þetta fólk er eins og aðrir í
UVG drifið áfram af hugsjónum um
jafnrétti, umhverfisvernd, frið og fé-
lagslegt réttlæti í velferðarsamfélagi.
Þessar hugsjónir snúast ekki um
ríkjabandalög eins og ESB, þótt það
megi vel hugsa sér að ríkjabandalög
geti hjálpað til við að móta samfélag á
þeirra grunni.
Þess vegna er afstaða Ungra
vinstri grænna til Evrópusambands-
ins mjög einföld. Ef aðild Íslands að
sambandinu færði okkur nær slíku
samfélagi þá væru UVG fremst í
flokki þeirra sem vilja ganga þar inn.
En hingað til hefur það ekki verið
mat þeirra sem taka þátt í starfi UVG
að Evrópusambandið stuðli að fram-
gangi þessara hugsjóna. Þvert á móti
hefur okkur fundist að Evrópusam-
bandið snúist um hagsmuni auðjöfra
og stórfyrirtækja, að það standi í vegi
fyrir framförum í umhverfismálum,
sé ólýðræðislegt skriffinnskubákn og
stuðli að átökum og ófriði á borð við
loftárásirnar á Júgóslavíu 1999.
En Evrópusambandið gæti auðvit-
að breyst, og kannski hefur það nú
þegar breyst. Mat okkar á ESB gæti
líka hafa verið rangt, enda hefði aðild
að Evrópusambandinu svo miklar
breytingar í för með sér að erfitt er
að ná góðri yfirsýn yfir málið í heild
sinni. Við í UVG erum ekki alvitur
frekar en þeir fylgjendur ESB-
aðildar sem nú tala eins og innganga
Steinunn Rögn-
valdsdóttir og Jan
Eric Jessen velta
fyrir sér hvort
ganga eigi í ESB
» Við eigum að taka
ákvörðun um ESB á
grundvelli hugsjóna en
ekki bábilja eins og
þeirrar að Evrópusam-
bandsandstæðingar séu
einangrunarsinnar.
Steinunn
Rögnvaldsdóttir
Höfundar eru formaður og vara-
formaður Ungra vinstri grænna.
leysi öll vandamál íslensks samfélags
í einni svipan. Við teljum hins vegar
að það sé varhugavert að tala um
ESB sem töfralausn á þeim vanda
sem íslenskt efnahagslíf glímir nú við,
enda trúum við ekki á töfralausnir.
Þess vegna segjum við: Engar
kreddur. Við eigum að taka ákvörðun
um ESB á grundvelli hugsjóna en
ekki bábilja eins og þeirrar að Evr-
ópusambandsandstæðingar séu ein-
angrunarsinnar eða að ekki sé hægt
að standa utan sambandsins. Þá
ákvörðun verður að taka á grundvelli
upplýstrar og rökstuddrar afstöðu og
þess vegna þurfum við að byrja með
hreint borð og opinn huga. Ung
vinstri græn munu halda áfram að
skoða Evrópusambandið á grundvelli
hugsjóna okkar og við bjóðum ungt
fólk sem deilir hugsjónunum með
okkur hjartanlega velkomið á fundina
til að ræða við okkur um Evrópusam-
bandið á grundvelli þessara hug-
sjóna.
Engar kreddur
Jan Eric
Jessen
BRYNJAR Kær-
nested, fram-
kvæmdastjóri Garð-
listar ehf., ritar grein í
Morgunblaðið föstu-
daginn 7. nóvember sl.
Telur Brynjar að á því
séu miklir annmarkar
af hálfu Reykjavík-
urborgar að óskað sé
eftir snjómokstri og
sandburði á fjölförnum
gönguleiðum um stofnbrautir borg-
arinnar. Brynjar spyr í grein sinni
hvað gerist, ef slys verða á fólki.
Nú fer sá tími í hönd að snjó fer að
festa og frost hefur þau áhrif að slys-
um vegna hálku fer fjölgandi jafnt
hjá gangandi vegfarendum, svo og
ökumönnum og farþegum bifreiða.
Slík slys eru oft á tíðum mjög alvar-
leg og geta orðið til þess að lífs-
mynstur þeirra, sem í þeim lenda,
gjörbreytast og kraftur til starfa og
lífs verður ekki sá sami og áður. Slys
þeirra sem verða fyrir líkamstjóni
vegna hálku og bleytu
eru nokkuð algeng hér
á landi. Hins vegar hafa
nokkuð fá mál ratað í
dómssali og er það at-
hugunarefni hvernig
stendur á því.
Skaðabótaábyrgð
tjónvalds
Í íslenskri löggjöf
gildir sú meginregla að
sá, sem talinn er hafa
valdið öðrum tjóni, ber
skaðabótaábyrgð gagn-
vart honum ef sönnun
tekst um tjónið. Í tilfellum þar sem
um umferðarslys er að ræða gildir
sú framkvæmd að slysabætur hins
slasaða greiðast úr ábyrgðartrygg-
ingu tjónvalds eða slysatryggingu
ökumanns. Þegar um er að ræða slys
gangandi vegfarenda, er grundvöll-
ur fyrir því að gera þá kröfu til eig-
enda eða umráðenda fasteigna eða
opinberra svæða, að þeir geri ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir að fólk
geti slasast. Slíkt er þekkt á Norð-
urlöndum, t.d. í Danmörku þar sem
rík skylda er lögð á eigendur fast-
Slys í hálku
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson skrifar
um slysabætur
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson
» Það er sjálfsagður
hlutur að þeir sem
verða fyrir líkamstjóni
leiti réttar síns hvort
sem um ræðir opinbera
aðila eða einkafyrirtæki.
Höfundur er viðskiptalögfræðingur,
B.Sc. og starfar hjá Bótarétti ehf.
eigna og opinbera aðila að halda
ferðaleiðum greiðum.
Bótaréttur tjónþola
Það er sjálfsagður hlutur að þeir,
sem verða fyrir líkamstjóni, leiti
réttar síns hvort sem um ræðir op-
inbera aðila eða einkafyrirtæki. Alls
ekki er útilokað að sveitarfélög, hið
opinbera eða einkafyrirtæki geti
orðið bótaskyld vegna þess að þau
hafi ekki sinnt því að gera ráðstaf-
anir vegna hálku eða bleytu sem
myndast á umráðasvæði þerra.
Tjónþolar eiga að kanna möguleika
sína á því að sækja skaðabætur ef
þeir verða fyrir líkamstjóni enda
geta lífsgæði þeirra skerst verulega
til frambúðar, t.d. við öflun tekna og
skiptir þá máli að slíku tekjutapi sé
mætt.