Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 14
14 Viðskipti|atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
HJÓNIN Arni Thorsteinson og Sus-
an Glass hafa ákveðið að hækka
framlag sitt til Mannréttindasafns
Kanada í Winnipeg úr 200.000 doll-
urum í allt að einni milljón dollara,
um 110 milljónir króna, samkvæmt
gengi helgarinnar.
Á Íslendingaslóðum
Arni Thorsteinson, athafnamað-
ur af íslenskum ættum í Winnipeg,
er formaður fjáröflunarnefndar
Mannréttindasafnsins og stjórn-
arformaður þess, skipaður af rík-
isstjórn Kanada. Framkvæmdir við
safnið eiga að hefjast næsta vor og
er áætlað að þeim ljúki 2012.
Þetta verður stærsta og full-
komnasta mannréttindasafn ver-
aldar, staðsett á ármótum Rauðár
og Assinniboine-ár í miðborg
Winnipeg, þar sem Íslendingar
hófu framrás sína í fylkinu 1875.
Gert er ráð fyrir að heildarkostn-
aður vegna byggingar safnsins
verði um 300 milljónir dollara. Arni
Thorsteinson segist sannfærður um
að safnið eigi eftir að vekja heims-
athygli og hafa góð og jákvæð áhrif
á heimsbyggðina. Það sé því góður
fjárfestingarkostur.
Dollar á móti dollar
Framlag hjónanna tengist fram-
lagi frá Manitoba og Saskatchewan
í nóvember og desember og leggja
þau fram dollar á móti dollar. Sams
konar átak skilaði milljón dollara
framlagi í Alberta fyrr á árinu og
svipuð áskorun er í gangi í Quebec
um þessar mundir. „Hvers vegna á
allt fjörið að vera í Quebec og Al-
berta?“ spyr Arni Thorsteinson.
steinthorg@gmail.com
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Kynning Arni Thorsteinson gerir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanrík-
isráðherra grein fyrir Mannréttindasafni Kanada.
Setja milljón dollara
í Mannréttindasafnið
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthorg@gmail.com
ATHAFNAMAÐURINN Gordon J.
Reykdal, ræðismaður Íslands í Ed-
monton í Kanada, tilkynnti á dögun-
um að fyrirtæki hans, The Cash
Store Financial Services Inc., ætlaði
að leggja fram 7,5 milljónir kanad-
ískra dollara, um 830 milljónir
króna, á næstu sjö árum til rann-
sókna í Albertafylki á sykursýki.
Gordon Reykdal hefur verið at-
kvæðamikill í viðskiptum í Alberta í
nær þrjá áratugi og reyndar hafa
umsvif hans náð yfir allt landið. Hon-
um hefur gengið vel og alla tíð hefur
hann deilt hagnaðinum með sam-
borgurunum. Undanfarin ár hefur
hann til dæmis styrkt vestur-ís-
lenska blaðið Lögberg-Heims-
kringlu af miklum myndarskap og í
mörg ár hefur hann lagt hinum ýmsu
góðgerðarsamtökum vítt og breitt í
Kanada lið.
Cash Store Financial er með
rekstur á meira en 400 stöðum í Kan-
ada og í tengslum við starfsstöðvarn-
ar er hugmyndin að skipuleggja að
minnsta kosti 35 fjölskylduhlaup ár-
lega í þeim tilgangi að safna fé til
styrktar fyrrnefndum rannsóknum,
sem fara fram hjá Alberta-háskólan-
um.
Gordon Reykdal segir að hugsan-
lega sé hægt að lækna sykursýki en
til þess þurfi auknar rannsóknir og
þær kosti sitt. „Við viljum leggja
okkar af mörkum og beinum því
stuðningnum í þessa átt.“
Gordon J. Reykdal styrkir sykursjúka í Alberta í Kanada
7,5 milljóna dollara
framlag í rannsóknir
Ávísun Gordon Reykdal lengst til vinstri afhendir styrkinn.
Í HNOTSKURN
» Gordon Reykdal er sonurhjónanna Margaret John-
son frá Lundar í Manitoba og
Waler Reykdal frá Oak Point.
» Hann fæddist í Calgary ogflutti með foreldrum sín-
um til Edmonton fjögurra
mánaða.
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
SAGAMEDICA, með fulltingi nýrra
fjárfesta, mun á næstunni opna nýja
vefverslun sem staðsett verður í
Flórída í Bandaríkjunum. Er mark-
miðið að herja á markað vestanhafs
með sölu á SagaPro-vörum fyrir-
tækisins.
Úr íslenskum lækningajurtum
SagaPro er náttúruvara úr ís-
lenskum lækningajurtum sem er
unnin úr ætihvannalaufi og inniheld-
ur virk efni sem geta dregið úr bólg-
um og tíðum þvaglátum. Lífefna-
fræðingarnir dr. Sigmundur Guð-
bjarnason og Steinþór Sigurðsson
hafa þróað vörurnar undanfarin ár
með samstarfsmönnum sínum við
Háskóla Íslands í gegnum fyrir-
tækið SagaMedica, en Þráinn Þor-
valdsson er framkvæmdastjóri þess.
Nýir fjárfestar munu leiða sókn
SagaMedica á Bandaríkjamarkað,
breski kaupsýslumaðurinn Mike
Anderson og John Skelton, banda-
rískur fjárfestir. Með tíð og tíma er
stefnan sett á að koma öðrum vörum
SagaMedica á markað í Bandaríkj-
unum um leið og fyrirtækið hefur
skapað sér orðspor og trúverðug-
leika þar í landi.
Mikill Íslandsvinur
Á ákveðnum svæðum í Flórída er
meira en helmingur íbúanna 45 ára
eða eldri. Margir sem komnir eru af
léttasta skeiði glíma við vandamál í
blöðruhálskirtli, það er því mikið af
tækifærum á þessum markaði.
Skelton hefur komið oftar en
fimmtíu sinnum til Íslands og er því
sannkallaður Íslandsvinur. Hann
hefur stundað viðskipti við Ísland í
áratugi, einkum við Eimskip. Saga
Mikes Anderson er nokkuð athygl-
isverð en hann átti og rak vefverslun
með lyf í Flórída sem hann seldi fyr-
ir tveimur árum fyrir um 150 millj-
ónir dollara. „Honum leiddist og
ákvað að hann vildi gera eitthvað.
Ég lagði til að við færum út í þessi
viðskipti saman. Fólki er alltaf um-
hugað um heilsuna, jafnvel á
krepputímum,“ segir Skelton. Hann
segist sjálfur hafa prófað SagaPro
með góðum árangri.
Auglýsingar inni á baði
„Blöðruhálskirtilsvandamál og
vandamál tengd ofvirkri þvagblöðru
eru algeng hjá eldra fólki. Þessi
vara, SagaPro, hefur ekki áður verið
kynnt á bandarískum markaði. Við
munum byrja með útvarpsauglýs-
ingar og auglýsingar á salernum á
opinberum stöðum, enda nær aug-
lýsing sem á að leysa þvagblöðru-
vandamál hvergi jafn vel til neytand-
ans og nákvæmlega á þeim tíma-
punkti er hann kastar af sér vatni!“
segir Skelton. Hann segir að fólk sé
einnig móttækilegt fyrir náttúruleg-
um afurðum, SagaPro sé ólyfseð-
ilskylt sem geri það að verkum að
auðveldara verður að koma því á
markað.
Ginseng norðursins
„Við stefnum á 25 milljónir dollara
í sölu og það er raunhæft markmið
og vel framkvæmanlegt á netinu.
Um leið og maður byrjar að nota
þessa vöru og líkaminn venst henni,
en hættir því síðan, þá finnur maður
klárlega muninn,“ segir Skelton.
„Ég hef á síðustu tveimur árum
verið að fjárfesta í ýmsum fyrir-
tækjum, Skelton kom að máli við
mig og þetta virtist gott tækifæri,“
segir Mike Anderson.
Angelica, sem er önnur afurð
SagaMedica og er unnin úr æti-
hvannafræjum, inniheldur virk efni
sem eru talin auka orku og vellíðan.
„Ætihvönnin, sem hefur selst vel á
Íslandi, kann að vera jurt framtíð-
arinnar. Við lýsum henni sem gin-
sengi norðursins,“ segir Skelton.
Íslenskar jurtir í sókn
Morgunblaðið/Ómar
Íslenskar jurtir Þeir félagar, John Skelton t.v. og og Mike Anderson, hafa mikla trú á vörum SagaMedica. Þeir
stefna á að ná 25 milljón dollara sölutekjum í gegnum vefverslun sem staðsett verður í Flórída.
Í HNOTSKURN
»Hefðbundnar jurtalækn-ingar viku smám saman til
hliðar fyrir nútíma lyfjaiðnaði
en vegur þessarar greinar fer
nú aftur vaxandi.
»Fyrir allmörgum árumhófust rannsóknir á lækn-
ingajurtum við Raunvís-
indastofnun HÍ.
»Hvannir koma fyrir í mið-aldaritum. Í Grágás eru
viðurlög við stuldi á hvönn úr
annars manns landi.
SagaMedica selur afurðir sínar í Bandaríkjunum í samvinnu við Breta og Bandaríkjamann Opna
vefverslun í Flórída Vörur unnar úr íslenskum jurtum sem nutu vinsælda hjá landnámsmönnum
Hverjar eru rætur SagaMedica?
Dr. Sigmundur Guðbjarnason pró-
fessor hóf fyrir forvitnis sakir rann-
sóknir á lúpínuseyði Ævars Jóhann-
essonar fyrir níu árum. Ævar hefur
framleitt lúpínuseyðið síðan 1988.
Rannsóknir Sigmundar og Steinþórs
Sigurðssonar, aðstoðarmanns hans,
leiddu til þeirrar niðurstöðu að lúp-
ínuseyðið er einkum talið styrkja
ónæmiskerfið. Þetta vakti áhuga
þeirra félaga og samstarfsfólks á því
að rannsaka líffræðilega virk efni í ís-
lenskum lækningajurtum. Fjörutíu af
um áttatíu íslenskum lækningajurt-
um voru rannsakaðar en athyglinni
var síðan beint m.a. að ætihvönn.
Ætihvönn, hvað er nú það?
Ætihvönnin er talin hafa verið með
fyrstu plöntum sem námu land eftir
ísaldartímann fyrir átta til níu þús-
und árum. Í Norður-Evrópu töldu
fornmenn hvönnina vera eina mikil-
vægustu lækningajurtina. Ætihvönn
er af sveipjurtaætt og er ættingi gin-
sengplantna sem eru af bergfléttu-
ætt og langskyldust sveipjurtaætt-
inni af öllum öðrum ættum með
svipaða blómskipan og aldin.
S&S
ÚR VESTURHEIMI