Morgunblaðið - 17.11.2008, Side 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2008
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur
eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi
innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til
og með 17. nóvember 2008, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5.
nóvember 2008 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í
eindaga til og með 17. nóvember 2008, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds,
virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan
staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, launaskatti,
bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, viðbótar- og aukaálagningu
söluskatts vegna fyrri tímabila, skráningargjaldi vegna lögskráningar sjómanna,
vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum,
eftirlitsgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum,
skipulagsgjaldi, skipagjöldum, fisksjúkdómagjaldi, jarðarafgjaldi, sektum
skattrannsóknarstjóra og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, sérstakur
tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, fjármagnstekjuskattur,
slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, búnaðargjald, iðnlánasjóðs-
og iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og skattur af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum
eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu
skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir
gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 12.700 kr. fyrir hvert fjárnám.
Þinglýsingargjald er 1.350 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar
eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og
kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald,
afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi
þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og
þungaskatt mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari
fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send
verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki
áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu
áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 17. nóvember 2008.
Tollstjórinn í Reykjavík
Sýslumaðurinn í Kópavogi
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði
Sýslumaðurinn í Keflavík
Sýslumaðurinn á Akranesi
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Sýslumaðurinn í Stykkishólmi
Sýslumaðurinn í Búðardal
Sýslumaðurinn á Ísafirði
Sýslumaðurinn í Bolungarvík
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Sýslumaðurinn á Hólmavík
Sýslumaðurinn á Siglufirði
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki
Sýslumaðurinn á Blönduósi
Sýslumaðurinn á Akureyri
Sýslumaðurinn á Húsavík
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
Sýslumaðurinn á Eskifirði
Sýslumaðurinn á Höfn
Sýslumaðurinn í
Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Selfossi
Sýslumaðurinn í Vík
Sýslumaðurinn á Hvolsvelli
KONURNAR í Zontaklúbbnum
Þórunni hyrnu á Akureyri voru í
miklu jólaskapi á laugardaginn. Þær
komu þá saman í Oddeyrarskól-
anum, hlýddu á jólatónlist og skáru
út og steiktu um það bil 2.500 laufa-
brauðskökur, en þetta hafa þær gert
á hverju ári í hálfan annan áratug.
Verkefnið tekur reyndar nokkra
daga; hver kona sker út eitthvað á
annað hundrað kökur heima með
fjölskyldunni á fimmtudagskvöldi,
Zontasystur hittast svo í Oddeyr-
arskóla á föstudagskvöldi og skera
út saman og allan laugardaginn er
síðan staðið yfir pottunum og steikt.
Laufabrauðið selja þær að lang-
mestu leyti fyrirfram; eru með
„áskrifendur“ sem kaupa af þeim
þennan ómissandi jólavarning á
hverju ári. Fénu ver klúbburinn
jafnan til góðra verka og í ár kaupir
hann ljósmæðratösku sem í er nauð-
synlegur búnaður sem ljósmæður
þarfnast þegar konur fæða í heima-
húsi. Slíka tösku hefur hingað til
þurft fá lánaða úr Reykjavík þegar á
þarf að halda. skapti@mbl.is
Zontakonur í jólaskapi
Skáru út og steiktu 2.500 laufabrauðskökur sem að mestu voru seldar fyrirfram
Stoltar Sigfríður Inga Karlsdóttir og Kristín Aðalsteinsdóttir við pottinn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Glæsilegt Eitt listaverka Svanfríðar Larsen, útskurðarmeistara klúbbsins.
TÍU til tuttugu
tækni- og verk-
fræðingar frá ís-
lenska verkfræði-
fyrirtækinu HRV
Engineering
munu starfa við
álver Alcoa
Fjarðaáls í Reyð-
arfirði samkvæmt
nýjum samningi fyrirtækjanna. Í til-
kynningu kemur m.a. fram að samn-
ingurinn feli í sér að sérfræðingar
HRV munu sinna ráðgjöf og þjón-
ustu við þróun og innleiðingu tækni-
nýjunga, viðhald, umhverfismál, ör-
yggi, velferð starfsmanna og ýmis-
legt annað sem tengist rekstri og
starfsemi álvers Alcoa Fjarðaáls í
Reyðarfirði. Sérfræðingarnir munu
starfa í álverinu en njóta stuðnings
frá skrifstofum fyrirtækisins í
Reykjavík og skrifstofum Mannvits
og Verkíss á Egilsstöðum. Verðmæti
samningsins nemur hundruðum
milljóna króna á ári.
Meðal annarra verkefna HRV má
nefna endurnýjun á álveri Kubal í
Svíþjóð og mat á umhverfisáhrifum
álvers á Bakka við Húsavík.
Fleiri störf
hjá Alcoa
ÞESS var minnst með ýmsum hætti í gær að 140 ár voru liðin frá fæðingu
sr. Friðriks Friðrikssonar. Blómsveigur var lagður að leiði hans í kirkju-
garðinum við Suðurgötu. Hátíðardagskrá fór svo fram í Grafarvogskirkju
þar sem sr. Kristján Búason predikaði. Þrír kórar sungu við athöfnina:
Karlakórinn Fóstbræður, Valskórinn og kirkjukórinn. Sr. Friðrik stofnaði
sex félög um ævina: KFUM, KFUK, Val, Hauka, skátahreyfinguna og
Karlakórinn Fóstbræður. Að messu lokinni var boðið upp á veitingar.
Morgunblaðið/Kristinn
Minntust séra Friðriks
EURES-deild Vinnumálastofnunar-
innar hefur fengið nokkra tugi fyr-
irspurna frá Noregi, flestar í síðustu
viku, um möguleika á að auglýsa störf
þar í landi. Nokkrar fyrirspurnir hafa
borist frá Danmörku.
„Við höfum sett auglýsingar inn á
Eures-vefinn hjá okkur og svo höfum
við bent á fjölmiðla,“ segir Valdimar
Ólafsson, ráðgjafi í Eures-deild
Vinnumálastofnunar sem leiðbeinir
fólki í leit að vinnu innan Evrópska
efnahagssvæðisins.
Valdimar segir norska atvinnurek-
endur einkum hafa leitað eftir sér-
fræðiþekkingu. „Þeir hafa auglýst
eftir tæknimönnum, tölvufræðingum
og vélaverkfræðingum, kokkum og
fólki í þjónustustörf.“
Í Morgunblaðinu í gær var t.d. aug-
lýst eftir Java-forriturum, sérfræð-
ingum innan heilbrigðisgeirans og
sérfræðingum í upplýsingatækni hjá
Fiskistofu Noregs í Bergen. Topp-
störf hafa einnig verið auglýst á job.is.
Að sögn Valdimars er of snemmt að
reyna að komast að því hversu margir
Íslendingar hafa ráðið sig til starfa
erlendis að undanförnu. „Um er að
ræða beint ráðningarsamband milli
vinnuveitenda og umsækjenda. Við
getum ekki krafist þess að fá að vita
það um leið og tafið þannig fyrir ferl-
inu. Við erum fyrst og fremst að aug-
lýsa og koma á samböndum.“
ingibjorg@mbl.is
Vilja Íslendinga
í störf í Noregi
Samdráttur Kynning verður á vinnu
erlendis í Ráðhúsinu um helgina.
Einkum leitað eftir
sérfræðiþekkingu
Í HNOTSKURN
»Vinnumálastofnun og Eur-es, samevrópsk vinnu-
miðlun, standa fyrir evrópskri
starfakynningu í Ráðhúsi
Reykjavíkur föstudaginn 21.
nóvember kl. 17 til 21 og laug-
ardaginn 22. nóvember kl. 12
til 18.