Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 0 8
STOFNAÐ 1913
322. tölublað
96. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Leikhúsin
í landinu >> 33
KERTI, LEIKFÖNG OG LISTIR
JÓLIN UNDIRBÚIN
Á SÓLHEIMUM
SJÖ ÁRA AÐDÁANDI OBAMA
Horfir frekar á
fréttir en barnaefni
TÓNLEIKAR Sigur Rósar í Laugardalshöll í gærkvöldi þóttu fullkomnir,
næstum því of fullkomnir, að sögn blaðamanns Morgunblaðsins. Höllin var
troðfull af aðdáendum sveitarinnar og var henni fagnað vel að lokum enda
líklega um seinustu tónleika Sigur Rósar að ræða í langan tíma því fram-
undan er ótilgreint frí hjá hljómsveitarmeðlimum. | 36
„Næstum því of fullkomnir“
Morgunblaðið/hag
FLOKKARNIR í ríkisstjórn virðast ekki vera
samstiga gagnvart þeirri beiðni eigenda Norður-
áls að fá að stækka álverið í Helguvík í 360 þús-
und tonn með fjórum 90 þúsund tonna áföngum.
Hafa erlendir bankar, sem Norðurál hefur leitað
til með fjármögnun eftir fall íslensku bankanna,
m.a. gert þessa kröfu.
Sjálfstæðismenn eru jákvæðir gagnvart stækk-
un, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, en
andstaða er við málið innan raða Samfylking-
arinnar. Það staðfestir Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra sem kynnt hefur málið fyrir um-
hverfisráðherra og þingflokki sínum. | 9
Ósamstiga um stærra álver
Álver rís í Helguvík.
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
ÚTLÁNASAFN Glitnis óx um
tæpa þúsund milljarða króna á inn-
an við einu ári eftir að FL Group,
sem í dag heitir Stoðir, varð ráð-
andi í eigendahópi bankans.
Í lok júní 2007 voru heildarútlán
Glitnis til viðskiptavina sinna 1.571
milljarður króna og höfðu haldist
nokkuð stöðug í um ár. Um mitt
þetta ár voru heildarútlán Glitnis
til viðskiptavina orðin 2.548 millj-
arðar króna.
Mest varð aukningin á fjórða
ársfjórðungi 2007 og í byrjun árs
2008. Fjárfestingarfélög tengd FL
Group, stærsta eiganda Glitnis fyr-
ir fall bankans, fengu mörg hver há
lán hjá bankanum á því tímabili.
Í kjölfar mikilla sviptinga í
stjórn Glitnis í mars og apríl 2007
seldu stórir hluthafar tengdir Karli
Wernerssyni og Milestone hluti
sína í bankanum. Á einni helgi
skipti um fjórðungur hlutafjár í
Glitni um hendur. Stærstu eigend-
ur bankans eftir það voru FL Gro-
up og Jötunn Holding, sem var í
eigu Baugs, Fons og Toms Hun-
ters.
Þessi hópur varð ráðandi í Glitni
og ný stjórn boðaði stefnumark-
andi ákvörðun um að auka útlán
bankans mikið. Bjarni Ármannsson
vék í kjölfarið úr forstjórastól
Glitnis fyrir Lárusi Welding eftir
10 ára starf.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var sérstaklega ákveðið að
lána fjárfestingarfélögum sem
stóðu í hlutabréfakaupum.
Á meðal þeirra sem fengu hvað
mest lánað voru stærstu eigendur
Glitnis sjálfs og félög tengd eig-
endum FL Group.
Útlán Glitnis
jukust um
1.000 milljarða
Útlán Glitnis hækkuðu mikið eftir að
FL Group varð ráðandi í bankanum
Í HNOTSKURN
» FL Group varð ráðandi íGlitni í apríl í fyrra. Þá
námu útlán bankans um 1.500
milljörðum króna.
»Skipt var um forstjóra ogFL Group fékk að skipa
formann stjórnar. Í kjölfarið
var tekin stefnumarkandi
ákvörðun um að auka vöxt út-
lána.
Þúsund milljarða vöxtur | 4
Landgræðslu-
stjóri áætlar að
girðingar víðs
vegar um land,
sem mættu og
ættu að hverfa,
gætu verið um
1.500 kílómetrar
að lengd. „Þessar
girðingar eru til
skaða og skapraunar,“ segir Sveinn
Runólfsson. Hann segir að Land-
græðslan hafi ekki fjármagn til að
ráðast í niðurrif á þessum girð-
ingum, „en ef ríkisstjórnin vill og
spár rætast um aukið atvinnuleysi
þá er þetta mannfrekt verkefni og
ekki mjög fjárfrekt“.
Þá telur hann að gera mætti átak
í vörnum gegn landbroti af völdum
fallvatna og efla um leið atvinnu úti
um land í erfiðu árferði. »12
1.500 kílómetrar af
ónýtum girðingum
Kanadískt fyr-
irtæki, Element
Four, hefur að
sögn The Gu-
ardian fundið
upp tæki sem
vinnur hreint
drykkjarvatn úr
rakanum í lofti.
Svo litla raforku
þarf við vinnsl-
una að lítrinn kostar aðeins nokkr-
ar krónur. Háþróaðar síur tryggja
að vatnið sé hreint og laust við alla
mengun.
Hægt er að nota tækið við að-
stæður þar sem loftraki er mjög lít-
ill. kjon@mbl.is
Tæki til að vinna gnægð
af drykkjarvatni úr lofti
Líklegt er að margir læknar
leiti á næstu mánuðum í fram-
haldsnám eða í störf erlendis. Að
sama skapi er ólíklegt að þeir sem
verið hafa ytra við nám eða störf
leiti heim á næstunni. „Efnahags-
ástandið mun örugglega hafa
áhrif á okkar félagsmenn,“ segir
Gunnar Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri Læknafélags Ís-
lands.
„Það mun ekki hjálpa til ef það
á að spara í heilbrigðiskerfinu,
bæði með því að segja upp fólki og
hugsanlega lækka laun. Það verð-
ur ekki aðlaðandi fyrir starfsmenn
sem eru erlendis að koma heim í
slíkt umhverfi,“ segir Gunnar. »2
Líklegt að læknar leiti
í nám og störf erlendis
Heiðar Helguson er hættur við að
ganga í raðir enska 1. deildarliðsins
QPR. Hann samdi við Charlton sem
leikur í sömu deild. Heiðar er ósátt-
ur við forráðamenn QPR.
ÍÞRÓTTIR
Heiðar samdi
við Charlton
„Silfurdrengurinn“ Sigfús Sigurðs-
son hefur glímt við erfið hnémeiðsli
undanfarin tvö ár. Meiðsli hans eru
alvarlegri en áður var talið og er
óvíst um framhaldið.
Borað inn í bein-
merg á Sigfúsi
Metþátttaka var á silfurmóti ÍR í
frjálsíþróttum. Um 500 börn og
unglingar tóku þátt í því. Mótið er
haldið til þess að minnast silfur-
verðlauna Vilhjálms Einarssonar.
Metþátttaka á
silfurmóti ÍR-inga
STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborg-
arsvæðinu, neitar því ekki að handtakan á Hauki
Hilmarssyni aðgerðasinna síðastliðinn föstudag
hafi verið illa tímasett. Daginn eftir var boðað til
fjöldamótmæla. Margir túlka þetta svo að fyrir
lögreglu hafi vakað að nota handtökuna til að
hindra Hauk í að mótmæla.
Stefán segir það fráleitt. „Ég get alveg tekið
undir að þetta hefði mátt vera með öðrum hætti.“
Taka þurfi meira tillit til aðstæðna í samfélaginu.
„Hins vegar var þessi maður ekki undir neinu
sérstöku eftirliti hjá okkur. Þess vegna fór bara með hann eins og alla aðra
sem eru eftirlýstir. Þetta fór ekki í neina sérmeðferð upp á mitt borð eða ann-
arra embættismanna,“ segir Stefán. Fjöldi manns gerði áhlaup á lögreglu-
stöðina á Hverfisgötu á laugardag til að reyna að frelsa Hauk. | 8
Handtakan illa tímasett
og úr takt við aðstæður
Átök Nýr íslenskur veruleiki.