Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 A T A R N A Á INGÓLFSTORGI mánudaginn 24. nóvember kl. 16.30 VERJUM VELFERÐINA Launþegar! Í efnahagserfiðleikum verður almenningur að geta treyst á öflugt velferðarkerfi. Látum ekki eyðileggja grunnþjónustu samfélagsins. Verjum velferðina. Fjölmennum öll á útifund BSRB, Öryrkjabandalags Íslands, Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags eldri borgara í Reykjavík. Útifundur STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBORGAR PÓSTMANNAFÉLAG ÍSLANDS Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „VIÐ höfum boðið öllum ráðamönn- um þjóðarinnar; ríkisstjórn, við höfum boðið Davíð Oddssyni sér- staklega, öllum alþingismönnum. Við merkjum stóla með nöfnum ráðherranna og fimmtíu og einn stól fyrir þingmenn,“ segir Gunnar Sigurðsson leikstjóri, en hann er einn skipuleggjenda borgara- fundanna sem haldnir hafa verið síðustu vikur á mánudagskvöldum, fyrst í Iðnó, síðast á Nasa og í kvöld í Háskólabíói. „Já, það er auðvelt að sjá hverjir mæta ekki,“ segir Gunnar, en stólar ráðamanna verða allir á sviðinu í stóra sal bíósins. „Alþingismenn eru ekki að koma til að tala, aðeins til að hlusta.“ Misjafnar heimtur Að sögn Gunnars hafa heimt- urnar á ráðamönnum á fundina verið misjafnar, einnig á formönn- um flokkanna sem eiga sæti á Al- þingi og boðið var á annan fundinn. Þrettán alþingismenn sóttu fyrsta fundinn; á öðrum fundinum var for- mönnum flokkanna á Alþingi sér- staklega boðið í pallborð. „Eini for- maðurinn sem mætti var Steingrímur Sigfússon, en Ómar Ragnarsson, formaður Íslands- hreyfingarinnar, mætti líka í sal- inn. Aðrir sendu varaformenn en Illugi Gunnarsson mætti fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Á fundinn á Nasa á mánudaginn var mættu svo frétta- stjórar fjölmiðlanna.“ Gunnar segir að um 8-900 manns hafi mætt á síðasta fund, og því hafi verið ákveðið að fá Háskólabíó næst. „Stemningin á fundunum hef- ur verið mjög góð; það eru þegnar þessa lands, og þeir láta sig málin varða. Við erum ekki bara mótmæl- endur, við erum viðmælendur.“ Efnahagsástandið er aðal- umræðuefni fundanna og segir Gunnar verðtryggingu og ábyrgð- arleysi stjórnvalda þungavigtar- umræðuefni. „Fólk er að kalla eftir ábyrgð og ábyrgri afstöðu í þjóð- félaginu. Ef ég er í starfi og finn og heyri að ég veld því ekki, þá á ég að stíga til hliðar. Þetta er algjörlega þverpólitísk hreyfing og fólk með allskonar skoðanir, sem á það sam- eiginlegt að vilja kalla það fólk til ábyrgðar, sem hefur komið okkur í þessa stöðu.“ Fólk er að kalla eftir ábyrgð SLYSAVARNAFÉLAGIÐ Lands- björg hefur samið við Neyðarlínuna hf. um notkun á Tetra-öryggis- og neyðarfjarskiptakerfinu sem er í eigu íslenska ríkisins en rekið af Neyðarlínunni. Landsbjörg hyggst nýta kerfið til fjarskipta milli björg- unarsveita, annarra viðbragðsaðila og stjórnkerfa félagsins á landsvísu. Einnig er félaginu heimilt að tengja saman Tetra-fjarskiptakerfið og VHF-fjarskiptakerfi björgunar- sveitanna. Björgunarsveitir Lands- bjargar munu aðstoða Neyðarlínuna við uppsetningu á sendum og viðhald á kerfinu þar sem það á við. Neyð- arlínan greiðir allan kostnað sveit- anna við þá vinnu. Afnotagjöldum björgunarsveita af kerfinu verður einnig stillt í hóf. Samið um notkun Tetra ÁHRIF drag- nótaveiða á botn- dýralíf í Skaga- firði voru könnuð um miðj- an síðasta mánuð á vegum Haf- rannsóknastofn- unarinnar. Drag- nótarbáturinn Hafborg EA frá Grímsey var not- aður til verkefnisins. Leiðangurs- stjóri var Haraldur Einarsson og skipstjóri Guðjón Óli Þorláksson. Dragnótaveiðar eru aðallega stund- aðar á mjúkum og sléttum botni og geta þær hugsanlega haft áhrif á lífríki botnsins, bæði þau dýr sem eru ofan á botninum og þau sem lifa niðurgrafin í setinu, segir m.a. á heimasíðu Hafró. Kanna áhrif dragnótar HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt 29 ára gamlan karlmann í 6 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og slá hana m.a. í höfuðið með glervasa. Þá beit maðurinn konuna í líkamann á nokkrum stöðum. Konan marðist og bólgnaði á höfði, marðist á bringu, baki og fótlegg og fékk bitför og klór- för víða. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 225 þúsund krónur í bætur auk sakarkostnaðar. Þetta gerðist í íbúð á Sauðárkróki í júlí 2007. Maðurinn neitaði fyrst sök en játaði síðan verknaðinn fyrir dómi. Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur áður hlotið dóma fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir alvarlegar lík- amsárásir, þjófnaði, ölvunarakstur og fleira. Hann rauf skilyrði reynslu- lausnar með árásinni á konuna. Dómurinn segir, að árásin hafi ver- ið hættuleg og beinst að sambýlis- konu hans inni á heimili þeirra. Einn- ig verði að taka tillit til þess að maðurinn hafi verið að takast á við vandamál sín. Fangelsi fyrir líkamsárás Óvissuástandið í efnahags- málum þjóðarinnar er viðfangs- efni fleiri funda í dag, því kl. 16.30 efna BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Lands- samtökin Þroskahjálp og Ör- yrkjabandalag Íslands til úti- fundar á Ingólfstorgi. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að leggja verði sérstaka áherslu á að verja kjör hinna verst settu, og að eindregin krafa hópsins sé að vörður verði staðinn um velferðarkerfið. Fulltrúar samtakanna fernra verða ræðumenn á fundinum. Vörður um velferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.