Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 FULLYRÐA má að sjón- armið sjálfstæðisbaráttunnar og þjóðernishyggju hafi mótað umræðuhefð íslenskra stjórn- mála allan lýðveldistímann og gott betur. Á stofndegi lýðveld- isins 17. júní 1944 stigu menn á stokk innblásnir af þjóðernis- kennd og lögðu áherslu á sér- stöðu íslensku þjóðarinnar og mikilvægi þess að standa vörð um nýfengið frelsi og sjálf- stæði. Þjóðin er „loks komin heim með allt sitt, fullvalda og óháð“ kvað Gísli Sveinsson þingforseti við setningu Alþingis þennan merka dag. Á hálfrar aldar afmælishátíð lýðveldisins árið 1994 kvað við sama tón hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Þeir stigu á stokk á hinum helga stað, Þingvöllum, og veltu fyrir sér sérstöðu íslensku þjóðarinnar og mikilvægi þess að Íslendingar yrðu engum háðir með- an land byggðist. Sjónarmið sjálfstæðisbar- áttunnar og þjóðernishyggju hefur jafn- framt mótað umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum sem einkennist af þröngri 19. aldar skilgreiningu á hugtakinu fullveldi. Ógn óskoraðs fullveldis Nú er það svo að vega þarf og meta áherslur og hugðarefni einstaklinga og þjóða í sögulegu ljósi og færa má rök fyrir því að rík þjóðerniskennd og 19. aldar skilgreining á fullveldishugtakinu hafi verið mikilvægur liður í þróun íslenska lýðveldisins. Kreddu- fullur þjóðernisrembingur og veruleikafirrt fullveldissýn hin síðari ár – þar sem alið hef- ur verið á þeirri falstrú að hér á landi gildi önnur lögmál vegna legu landsins og sér- stöðu þjóðarinnar – hefur reynst okkur dýr- keypt og með góðum rökum má segja að hún hafi gert Íslendinga að ósjálfstæðri gjald- þrota ölmusuþjóð árið 2008! Clement Attlee, forsætis- ráðherra Bretlands 1945-51, skrifaði grein í The Saturday Review árið 1958 sem hann kallaði „Ógn óskoraðs full- veldis“. Attlee gagnrýnir m.a. þá hugsun að það sé talið nán- ast andstætt mannlegu eðli að gefa eftir hluta af fullveldi þjóðríkja. Hér á landi hefur staða Íslands í samfélagi þjóð- anna verið vegin á vogar- skálum fullveldisins. Þar tak- ast á tvö sjónarmið: Að það sé fullkomlega eðlilegt að gefa eftir eða deila hluta af fullveld- inu. Að Íslandi væri best borgið í sem nán- ustu samstarfi við okkar helstu samstarfs- og vinaþjóðir með fullri aðild að ESB. Slíkt myndi í raun styrkja sjálfstæði okkar og raunverulegt fullveldi. Hins vegar er sú sýn að ESB-aðild fylgi óásættanlegt fullveld- isframsal. Slíkt myndi marka upphaf ragna- raka íslenska lýðveldisins. Því miður hafa lóð síðarnefnda viðhorfsins vegið þyngra á vogarskálunum til þessa. Bjargföst trú og þjóðleg glámskyggni þeirra sem hafa haldið því að þjóðinni að farsæld sé mest og best við óskorað fullveldi – að lykillinn að frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar væri að vera óháð ríkjasambandi á borð við ESB – hefur snúist upp í algjöra andstöðu sína. Nánast full- komið helsi. Gjaldþrota þjóðernisstefna Sjálfstæðisflokksins Hér verður því ekki haldið fram að ESB- aðild ein og sér hefði forðað okkur í einu öllu frá þeim raunum sem við stöndum frammi fyrir. Hins vegar er ljóst að staðan væri mun skárri – svo vægt sé til orða tekið – hefðum við átt fulla aðild að ESB þegar ósköpin dundu yfir. Við hefðum notið ákveðins skjóls og öryggis undir sameiginlegri regnhlíf ESB. En við kusum að vera allsendis óháð! Fullyrða má að sú stefna að reka sjálfstæða peningastefnu – örmynt í alþjóðlegu hag- kerfi – reyndist okkar banabiti. Krónan hef- ur verið sveipuð tilfinningaljóma – tákn- mynd sjálfstæðis og fullveldis. Þessi síðasta táknmynd konungssambands okkar við Dani varð holdgervingur þjóðarsálarinnar! Krón- an er úr sér genginn gjaldmiðill og fyrir vik- ið skellur kreppan á okkur af fullum þunga. Krónan er rekin áfram af þrjósku og gjald- þrota þjóðernishyggju Sjálfstæðisflokksins sem er það stjórnmálaafl sem mest áhrif hefur haft á stefnu Íslands alla lýðveldissög- una og gott betur. Frá stofnun árið 1929 hef- ur flokkurinn átt þátt í 22 ríkistjórnum af 31 sem myndaðar hafa verið. Flokkurinn hefur státað af glæstri efnahagsstjórn og skil- greint sig sem vörð frelsis og fullveldis. Á landsfundi árið 2007 sagði formaður flokks- ins og forsætisráðherra, Geir Haarde, að undir sextán ára stjórnarforystu flokksins hefði tekist „að styrkja efnahagslega stöðu þjóðarinnar með þeim hætti að aðdáun hefur vakið víða um heim. Þau viðfangsefni sem við glímum nú við í efnahagsstjórninni hér á landi þættu flestum öðrum ríkjum öfunds- verð […] Ísland er orðið það sem við sjálf- stæðismenn lofuðum – land tækifæranna.“ Á innan við tveimur árum hafa þessi orð snúist upp í algjöra andstæðu sína. Engum dylst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokk- ur sem mesta ábyrgð ber á þeirri óvissu sem nú hrjáir íslenska þjóð. Flokkurinn hring- snýst sem vindhani á bjálka þar sem stefna hans og hugmyndafræði við hagstjórn lands- ins og í Evrópumálum hefur hrunið. Og „vindhanar verða aldrei áttavitar, hvorki til sjós né lands“, svo vitnað sé í orð Davíðs Oddssonar á þingi Verslunarráðs árið 2001. Evrópunefnd; fortíð eða framtíð Með þjóðlegum áherslum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn rekið einarða stefnu gegn ESB- aðild og fram til þessa hefur það verið stefna íslenskra stjórnvalda. Það eru því mikil tíð- indi að ákveðið hefur verið setja á fót nefnd sem fær það verkefni að endurskoða Evr- ópustefnu flokksins og að flýta landsfundi. Þar verður væntanlega skorið úr um hvort stefnan verður sett á Evrópusambandsaðild eða hvort treyst verður á vindhana- aðferðina; látið reka á reiðanum og vonast til þess að okkur beri í örugga höfn fyrir til- viljun og heppni. Í grunninn höfum við Íslendingar um tvo kosti að velja sem Evrópunefnd Sjálfstæð- isflokksins og landsfundurinn í janúar þurfa að taka afstöðu til: Að hverfa aftur til hafta- áranna svokölluðu. Standa utan ESB og halda í íslensku krónuna með gjaldeyris- höftum og takmörkuðum utanríkisvið- skiptum sem munu grundvallast á útflutn- ingi frumframleiðslu og innflutningi skilyrtra nauðsynja. Eða gefa út yfirlýsingu um að við stefnum að fullri aðild að ESB og upptöku evru í fyllingu tímans. Ég held að fáir Íslendingar kjósi fyrri kostinn. Fullyrða má að ein stærstu mistök lýð- veldissögunnar voru að falast ekki eftir aðild að ESB í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar. Sjálfstæðisflokkurinn ber fyrst og fremst ábyrgð á þeirri ákvörðun. Flokk- urinn þarf að hafa kjark til að láta af stein- runninni stefnu sinni í Evrópumálum; fram- tíð íslenska lýðveldisins og þjóðarinnar er í húfi. Eftir Úlfar Hauksson » Fullyrða má að ein stærstu mistök lýð- veldissögunnar voru að falast ekki eftir aðild að ESB í upphafi tíunda ára- tugar síðustu aldar. Úlfar Hauksson Höfundur er stundakennari og doktorsnemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hið fullvalda lýðveldi Ísland! NJÖRÐUR P. Njarðvík út- skýrir í Fréttablaðinu sl. sunnudag hvað felist í orðinu ábyrgð. Hann gerir það m.a. með tilvísan í orð- stofn þess; onbyrgan, en af sama stofni koma orðin að bjarga og borga. Tugþúsundir Íslendinga axla í dag ábyrgð á hruni íslenska fjár- málakerfisins og krónunnar. Þeir borga fyrir hrunið. Sumir hafa misst vinnu, aðrir horfa upp á ævi- sparnað sinn brenna upp, ýmist í einu vetfangi með hruni hlutabréfa eða smám saman með miklum hækkunum gjaldeyrislána og verð- tryggðra lána um leið og virði hús- eigna þeirra hrapar. Langflestir landsmenn axla ennfremur ábyrgð á hruninu þegar kaupmáttur launa þeirra eða tryggingabóta hríð- lækkar. Aðrir hafa ekki axlað ábyrgð, „borgað“ umfram þetta. Heldur vísar hver á annan. Þess vegna er fólk reitt, ekki bara þeir sem mæta á Austurvelli. Það stríðir gegn réttlætistilfinningu fólks að aðeins það sé ábyrgt, borgi, en ekki neinn þeirra sem komu þeim í þessa stöðu. Þess vegna skiptir miklu, eigi sátt að nást milli almennings og stjórnvalda, að þeir sem höfðu árum saman atvinnu af því að móta, skilja og hafa eftirlit með þessu kerfi fyrir okkar hönd víki. Endurskipulagning Fjármálaeft- irlitsins og stjórnar Seðlabanka Íslands þarf að gerast hratt, þær rannsóknir sem nú eru að hefjast einnig, og þær verða að fara fram fyrir opnum tjöldum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verða ekki við kröfum fólksins á Austurvelli um kosningar og fyrir því eru gildar ástæður sem ég fellst á. En þá ákvörðun verður að skýra vel fyrir fólki. Þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar verða að halda opna fundi um allt land strax í næstu viku. Horfa framan í og freista þess að ná sátt við þjóðina og afla þeim erfiðu að- gerðum sem framundan eru stuðnings. Annars mun ástandið versna og víðar sjóða upp úr en við lögreglustöðina í Reykjavík. Margrét S. Björnsdóttir Í ábyrgð felst að „borga“ Höfundur er forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ. Golli Hjálparhönd Margir eru farnir að dytta að húsum og híbýlum fyrir jólatíðina sem senn gengur í garð. Opinberar byggingar líkt og Stjórnarráðið þarfnast líka viðhalds og þar veitir Hannes Hafstein mönnum hjálparhönd. Kristján B. Jónasson | 23. nóvember 2008 Þar voru einhver grey að spandera rándýru græn- meti, vonandi þó ekki inn- fluttu, á blágrýtið undir vökulu fjölmiðlaauga. Þetta var ekki alvöru. Þetta var bara sviðsetn- ing fyrir myndavélar. Fólk kastaði eins og aular, með hálfum huga og næstum eins og til að prófa, þunglyndislega. Getur þetta gengið svona áfram? Laug- ardag eftir laugardag? Meira: kristjanb.blog.is Mótmælin á Austurvelli Birgitta Jónsdóttir | 23. nóvember 2008 Ég hef alvarlega ígrundað það hvort það sé einhver tilgangur að vera að standa í endalausum grasrótarfundum þar sem rædd er einhver framtíð- arsýn og stefna fyrir land- ið. Ég hef alvarlega ígrundað það hvort það sé einhver tilgangur að mæta á nán- ast öll mótmæli sem hér fara fram. Ég er í þeirri stöðu eins og þúsundir annarra landa minna að hafa misst vinnu … Meira: birgitta.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.