Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Kasmír- og silkisjöl í mörgum litum • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is E R N A sími 552 0775 Mikið úrval af flottum bolum, toppum og peysum Skeifan 11d 108 Reykjavík sími 517 6460 www.belladonna.is Stærðir 40-60 FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORRÁÐAMENN Norðuráls hafa óskað eftir því við stjórnvöld að fá að stækka álverið í Helguvík úr 250 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. Formleg svör hafa ekki borist frá ríkisstjórninni enda virðist sem stjórnarflokkarnir gangi ekki alveg í takt í málinu. Sjálfstæðismenn eru jákvæðir fyrir stækkun, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, en and- staða er við málið innan raða Sam- fylkingarinnar. Þetta staðfestir Össur Skarphéð- insson iðnaðarráðherra þegar hann segir í samtali við Morgunblaðið að hann geti ekki heitið stuðningi fyr- irfram við málið innan sinna raða. Beiðni Norðuráls sé órædd innan ríkisstjórnarinnar en hann vill á þessu stigi málsins ekki útiloka að til stækkunar geti komið í Helgu- vík. Hann vilji skoða allar hliðar málsins áður en til ákvörðunar kemur. „Ég hef bent á að það sé allsend- is óvíst hvernig á að afla orku til þessa. Eftir því sem ég kemst næst þá er ekki trygg orka nema í helm- ingi af þessu. Ugglaust væri hægt að afla orkunnar með því að leggja allt undir, og þar með alla Þjórsá meira og minna. Það hefur vakið litla hrifningu í mínum herbúðum,“ segir Össur, sem upplýst hefur Þórunni Sveinbjarnardóttur um- hverfisráðherra um stöðu mála, sem og þingflokk Samfylkingar- innar. Þar á bæ urðu engin húrra- hróp, að sögn Össurar. Telja fjármögnun auðveldari Meðal þeirra möguleika sem eru til skoðunar er að byggja álverið í Helguvík í fjórum 90 þúsund tonna áföngum. Er þetta m.a. gert að kröfu erlendra banka sem eru að vinna að fjármögnuninni í Helguvík eftir fall íslensku bankanna. Helstu þátttakendur í fyrirhuguðu sam- bankaláni Norðuráls voru Kaup- þing og Landsbankinn, auk hol- lenska bankans Fortis, sem einnig hefur lent í vanda í lausafjárkrepp- unni. Telja Norðurálsmenn það auð- velda fjármögnun og orkuöflun til álversins, að hægja á fram- kvæmdum og dreifa þeim yfir lengri tíma, allt til ársins 2015. Um leið yrði meiri samfella í fjölda starfa á verktíma, sem gætu verið frá 2.000 til 3.000 manns ef allt er talið; álver, virkjanir, hafnar- framkvæmdir og línulagnir, auk af- leiddra starfa margs konar. Standa vonir til að fjármögnun allra aðila, þar með talið orkufyrirtækjanna og Landsnets, verði lokið á fyrri hluta næsta árs en með hruni íslensku bankanna og verulegum breyt- ingum á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum hefur öll vinna við fjár- mögnun orðið þyngri og tíma- frekari. Varðandi fjármögnunina segir Össur að miðað við stöðuna í efna- hag þjóðarinnar verði að taka beiðni Norðuráls alvarlega. Fram- kvæmdir við álver geti skapað um 2.000 störf þegar efnahagslægðin verður hvað dýpst. Stjórnvöld geri sér vel grein fyrir þessu en það verði að vera jafnljóst með hvaða hætti eigi að afla orkunnar og hvað- an hún eigi að koma. „Stjórnvöld verða að hugsa málið til enda, ann- að væri ábyrgðarleysi af þeirra hálfu,“ segir Össur. Allt að 450 milljarðar króna Fram hefur komið í Morgun- blaðinu að fjárfesting við álver af þessari stærð, um 360 þúsund tonn, er 1,8 milljarðar dollara, um 250 milljarðar króna á núvirði, og að meðtöldum virkjunum eru þetta framkvæmdir upp á 400-450 millj- arða króna. Til samanburðar var lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til ís- lenskra stjórnvalda rúmir tveir milljarðar dollara. Stærra álver er háð umhverfis- mati og tilfallandi starfsleyfum en Norðurál hefur öll tilskilin leyfi fyr- ir 250 þúsund tonna álveri. Orkuöfl- unin er jafnframt óvissuþáttur en stækkun upp í 360 þúsund tonn krefst raforkuafls upp á um 600 MW. Heimamenn á Suðurnesjum fara eðlilega í samanburð við álverið á Bakka. Bent er á að 360 þúsund tonna álver í Helguvík sé af svip- aðri stærð og í Reyðarfirði, og það er sú stærð sem Alcoa vill helst reisa á Bakka, þó að þar hafi verið gert ráð fyrir 250 þúsund tonna ál- veri. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að óánægja sé meðal Suðurnesja- manna með hve erfiðlega og seint hefur gengið að koma álverinu í Helguvík í gegn. Er því haldið fram að stjórnvöld hafi jafnan sýnt ál- verinu á Bakka meiri áhuga og það hafi lítið breyst við síðustu stjórn- arskipti. Í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, þá- verandi iðnaðarráðherra, var vilja- yfirlýsing fyrst undirrituð um Bakkaálverið, í maí árið 2006. Í þeirri viljayfirlýsingu var talað um að reisa allt að 250 þúsund tonna álver í áföngum, allt eftir því hvern- ig gengi að útvega næga orku á svæðinu, eða upp undir 400 MW. Í endurnýjaðri viljayfirlýsingu um Bakka síðan í lok júní á þessu ári, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, er ekki lengur talað um 250 þúsund tonna álver heldur sagt að orkuþörf álversins miðist við 3.500 Gwst eða 400 MW. Alcoa muni halda áfram að miða við þá stærð en muni einnig meta alla aukaorku sem gufuaflsvirkjanir á Norðausturlandi eða raforkukerfið geti útvegað. Bitist um stækkun í Helguvík  Stjórnarflokkarnir ekki samstiga um beiðni Norðuráls fyrir stærra álveri  Sjálfstæðismenn jákvæð- ir en andstaða er innan Samfylkingarinnar  Erlendir bankar vilja að álverið rísi í fjórum áföngum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Helguvík Á meðan flest virtist leika í lyndi hér á landi voru fyrstu skóflustungur teknar að álverinu í Helguvík fyrr á þessu ári. Þeir voru glaðbeittir með skóflurnar, Árni Sigfússon, Björgvin G. Sigurðsson og Árni M. Mathiesen. Ragnar Guð- mundsson, for- stjóri Norður- áls, segir að unnið sé að því að tryggja fram- gang verksins og endurskoða áætlanir í ljósi breyttra ytri að- stæðna. Framkvæmdir hófust í Helgu- vík í haust, bæði við sjálft álverið og einnig dýpkun hafnarinnar, en ákveðið var að hægja á verkinu á meðan það er lagað að nýjum að- stæðum og viðkomandi aðilar ljúka fjármögnun. Hafnarfjarðarbær samþykkti nýverið fyrir sitt leyti línulagnir til álvers Norðuráls og annarrar starfsemi á Suðurnesjum og þar með getur sá hluti fram- kvæmdanna í tengslum við Helguvíkurálverið farið í mat á umhverfisáhrifum. Ragnar Guðmundsson gleðst yfir þessum áfanga, hann hafi átt að vera kominn af stað í febrúar á þessu ári en tafir orðið af ýmsum ástæðum. Iðnaðarráðuneytið hafi stuðlað að lausn þess máls og það beri að þakka. Áætlanir endurskoðaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.