Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Jólagjöf fyrir þá sem „eiga allt“ Gefðu hlýju og samveru um jólin! Allir kunna að meta það að hafa tækifæri á að komast í gott frí í sólina eða annað. Gjafabréf Heimsferða er jólagjöf, sem er í senn hagnýt, skemmtileg og sveigjanleg og felur í sér hlýju og samveru með sínum nánustu. Lágmarksupphæðin er 3.000 kr. en annars ræður þú upphæðinni. Nánar á www.heimsferdir.is og í síma 595 1000. E N N E M M / S IA • N M 3 0 87 7 FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÚTLÁN Glitnis banka til við- skiptavina jukust um 1.000 milljarða króna á einu ári eftir að FL Group og tengdir aðilar urðu ráðandi í bankanum. Um mitt ár 2007 voru heildarútlán Glitnis til viðskiptavina 1.571 milljarður króna. Í lok júní síð- astliðins voru heildarútlánin 2.548 milljónir króna og höfðu því aukist um 60 prósent á einu ári. Morgunblaðið skýrði frá því í gær að samkvæmt lánabókum Glitnis hefðu FL Group og þrír af stærstu eigendum félagsins fengið rúma 80 milljarða króna að láni hjá Glitni í lok síðasta árs. Af 15 stærstu skuld- urum fyrirtækjasviðs Glitnis í upp- hafi þessa árs eru flestir tengdir FL Group með einhverjum hætti. Fylkingar tókust á Á seinni hluta ársins 2006 fóru lánalínur íslenskra banka að lokast tímabundið. Stjórn og stjórnendur Glitnis ákváðu á þeim tíma að stefna bankans yrði að halda útlánum í skefjum til að styrkja lausafjárstöðu hans. Útlánin jukust enda lítið sem ekkert frá þriðja ársfjórðungi 2006 og fram á vorið 2007. Í apríl breytt- ist sú stefna þó skyndilega. Mikil ólga hafði verið í eigenda- hópi Glitnis á fyrri hluta ársins 2007 þar sem tvær fylkingar tókust á um völdin í bankanum. Annars vegar var hópur tengdur Karli Werners- syni, Einari Sveinssyni og Mile- stone. Hinn hópurinn var FL Group og aðilar tengdir eigendum þess fé- lags. Á aðalfundi Glitnis í febrúar 2007 sótti FL-hópurinn það mjög hart að fá stjórnarformennsku í bankanum í krafti stórs eignarhluta síns, en félagið átti þá um þriðjung í Glitni. Samkomulag náðist á endanum um að Einar Sveinsson, sem sat fyr- ir í stjórn fyrir Milestone-hópinn, héldi þeirri stöðu áfram gegn því að FL Group fengi fjóra af sjö stjórn- armönnum. Stefnubreyting eftir átök Í kjölfarið héldu FL Group og Jöt- unn Holding, sem er í eigu Baugs, Fons og Toms Hunter, áfram að kaupa hluti í Glitni. Átökin stig- mögnuðust við það og í byrjun apríl ákváðu Milestone-hópurinn og önn- ur félög tengd þeim Karli og Einari að selja eignarhlut sinn í Glitni. Á einni helgi skipti fjórðungur hluta- fjár í bankanum um hendur fyrir 110 milljarða króna. Á meðal kaupenda var Jötunn Holding. Samfara hinum miklu breytingum á eignarhaldi Glitnis var boðaður nýr hluthafafundur í lok apríl til að kjósa nýja stjórn. Þegar kom að þeim fundi átti FL Group 31,97 pró- sent í Glitni og Jötunn Holding 6,85 prósent. Þorsteinn M. Jónsson var kjörinn stjórnarformaður. Þorsteinn er á meðal eigenda Materia Invest sem var einn stærsti eigandinn í FL Group á þessum tíma. Einnig þótti nauðsynlegt að gera breytingar á stjórn Glitnis og Bjarni Ármannsson vék fyrir Lárusi Weld- ing sem forstjóri eftir 10 ára starf. Í kjölfarið hættu fjórir lykilstjórn- endur til viðbótar störfum fyrir bankann. „Back on track“ Heimildir Morgunblaðsins herma að FL Group-hópurinn hafi talið Glitni vannýttan banka. Hann vildi því auka umsvif bankans mjög snöggt og stækka með því efnahags- reikning Glitnis. Nýjum stjórn- endum bankans var falið að ýta þessari stefnu úr vör. Í kynningu á níu mánaða uppgjöri Glitnis á árinu 2007 kemur þessi nýja stefna vel fram. Þar er glæra sem kölluð var „back on track“ og sýnir að útlán bankans hafi aukist um 215 milljarða króna á einum árs- fjórðungi. Í lok ársins höfðu útlánin aukist um 400 milljarða króna frá því sem var um mitt árið. Mesti vöxturinn á útlánabókum Glitnis varð síðan á fyrstu þremur mán- uðum ársins í ár þegar útlánin juk- ust um 542 milljarða króna. Vert er að taka fram að veiking krónunnar á þessu tímabili stækkaði útlánasafnið töluvert en þó var raun- vöxtur útlána hátt á annað hundrað milljarða króna. Í lok fyrsta árs- fjórðungs 2008 höfðu útlán Glitnis því vaxið um tæpa 1.000 milljarða króna á innan við einu ári. Eigendur lána sjálfum sér Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins var tekin meðvituð ákvörðun um að lána meira til fjár- festingafélaga sem stóðu í hluta- bréfakaupum. Meðal þeirra sem fengu hvað mest lánað var FL Gro- up og félög tengd eigendum þess. Auk þess voru Stím ehf. lánaðir 19,5 milljarðar króna sem félagið notaði til að kaupa bréf í FL Group og Glitni á þeim tíma sem virði þeirra var fallandi. Þrátt fyrir að Stím hafi verið þriðji stærsti skuldari fyrirtækja- sviðs Glitnis hefur mikil leynd hvílt yfir því hverjir standa að félaginu. Einn maður, Jakob Valgeir Flosa- son, er skráður í stjórn félagsins en hann neitar að upplýsa hverjir eig- endur þess eru. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að Jón Ásgeir Jó- hannesson og Hannes Smárason, sem þá voru tveir stærstu eigendur FL Group, hefðu haft frumkvæði að stofnun Stíms síðla árs 2007. Þúsund milljarða vöxtur  Útlán Glitnis jukust um tæpa 1.000 milljarða eftir að FL Group varð ráðandi í bankanum  Fyrri stjórn hafði sýnt varkárni vegna erfiðleika í fjármögnun Morgunblaðið/Árni Sæberg Óveðursskýin hrannast upp Lánabók Glitnis stækkaði um 60 prósent. Í HNOTSKURN » Jón Ásgeir Jóhannesson ogLárus Welding hafa báðir gert athugasemdir við frétta- skýringu um lánveitingar Glitnis sem birtist í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. » Jón Ásgeir segir ekkertóeðlilegt við afgreiðslu þeirra lána sem félög honum tengd fengu að láni hjá Glitni. » Lárus segir þá fullyrðinguað allar verklagsreglur við lánveitingar hafi verið brotnar í nokkrum tilvikum vera rang- ar. » Yfirlýsingar Jóns Ásgeirsog Lárusar má lesa í heild sinni á mbl.is. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HJÚKRUNARDEILDIN Sel á Sjúkrahúsinu á Akureyri (FSA) verður lögð niður um áramót. Þeir 12 sjúklingar, sem þar eru nú, verða fluttir inn á Kristnes í Eyjafjarðar- sveit, þar sem sjúkrahúsið rekur öldrunarlækningadeild og endur- hæfingardeild. Á Seli eru sjúklingar á einbýlum en a.m.k. einhverjir þeirra verða á fjölbýli á Kristnesi. Áætlað er að sparnaður vegna þess- ara breytinga geti orðið 100 milljónir króna. Halldór Jóhannsson, forstjóri FSA, segir að breytingarnar varð- andi Sel tengist ekki þeim 10% nið- urskurði í heilbrigðiskerfinu sem rætt hafi verið um undanfarið, held- ur hafi í framtíðarsýn spítalans verið gert ráð fyrir því að hjúkrunardeild- ir yrðu ekki reknar í húsnæði stofn- unarinnar á Akureyri. „Þegar upp verður staðið þarf færri starfsmenn“ Starfsmenn á Seli eru hátt í 30, margir í hlutastarfi. Spurður um uppsagnir starfsmanna sagði for- stjórinn ekkert hafa verið ákveðið í því sambandi „en þegar upp verður staðið þarf færri starfsmenn til þess að sinna starfseminni eins og hún verður eftir breytinguna“. Hann sagði að leitað yrði leiða til þess að finna fólki önnur störf innan stofnunarinnar „en þessu fylgir auð- vitað á endanum að einhver fækkun verður á starfsfólki. Við forðumst beinar uppsagnir en ég get ekki lofað því á þessari stundu hvað verður“. Halldór Jóhannsson segir að þessi ráðstöfun, að loka Seli og flytja sjúk- lingana á Kristnes, gæti sparað um 100 milljónir króna þegar allt kemur til alls. Sparað með því að flytja fólk af Seli á Kristnes Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Gæti sparað 100 milljónir. TVÍBURARNIR Dagbjartur og Guttormur Gunnars- synir fagna í dag 95 ára afmæli sínu. Aðeins einu sinni áður, svo vitað sé, hafa tvíburar hér á landi náð 95 ára aldri svo líklegast er óhætt að segja að Dagbjartur og Guttormur hafi náð að jafna Íslandsmetið. Dagbjartur býr nú á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund en Guttormur býr ásamt eiginkonu sinni, Elke Gunnarsson, í Marteinstungu í Rangárvallasýslu þar sem þeir bræður fæddust. ylfa@mbl.is Hálftíræðir tvíburar jafna Íslandsmet Morgunblaðið/RAX Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Langlífir Dagbjartur (t.v.) fæddist á undan bróður sínum. Læknirinn, sem tók á móti bræðrunum, hugði Dagbjarti ekki líf og einbeitti sér að fæðingu Guttorms. Nærstödd kona hlúði að Dagbjarti þar til hann braggaðist.                                                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.