Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 25
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008
✝ Ásmundur Jó-hannes Að-
alsteinsson fæddist
20. des. 1921 að
Þinghóli í Glæsibæj-
arhreppi. Ásmund-
ur lést á Dval-
arheimilinu Hlíð,
Akureyri, 14. nóv.
Hann var næstelstur
8 barna Sigríðar
Sigurjónsdóttur og
Aðalsteins Jóhanns-
sonar. Ásmundur
kvæntist Guðrúnu
Jónsdóttur 2.4.
1944. Hún var fædd 13.11. 1922, d.
28.2. 2002. Þau eignuðust 6 börn.
Sigríður Alda, gift Guðmundi
Bjarna Friðfinnssyni. Þau eiga 2
börn og 4 barnabörn, Nanna Guð-
rún, gift Bjarna Sævari Róberts-
syni. Þau eiga 5 börn og 15 barna-
börn. Jón, var
kvæntur Katrínu
Sverrisdóttur sem
lést 1998. Þau eiga 3
börn og 3 barna-
börn. Jón er í sam-
búð með Sigrúnu
Gunnarsdóttur.
Gylfi, kvæntur Guð-
nýju Sigurhans-
dóttur. Þau eiga 2
börn og 1 barna-
barn, fyrir átti
Guðný 1 son. Þröst-
ur, kvæntur Að-
alheiði Steingríms-
dóttur. Þau eiga 2 dætur og 1
barnabarn, fyrir átti Þröstur 1
son. Ásdís Björk, gift Oddi Ævari
Guðmundssyni. Þau eiga 3 syni og
2 barnabörn. Ásmundur verður
jarðsunginn í dag kl. 13.30 frá Ak-
ureyrarkirkju.
Elsku pabbi.
Þökk fyrir samfylgd um þroskabraut mína
Þökk fyrir hjartað sem gafst mér af ást.
Þökk fyrir tállausu tryggðina þína,
tryggð sem að aldrei á leiðinni brást.
Þökk fyrir gleðina ylinn og yndið,
umhyggjuræktina og góðvilja þinn.
Þökk fyrir elskulegt umburðarlyndið,
allan sem fyrirgafst breyskleika minn.
(Þorskabítur.)
Hvíldu í friði.
Alda, Nanna, Jón, Gylfi,
Þröstur og Ásdís
Ásmundur tengdafaðir minn er
látinn á 87. aldursári. Hann tilheyrði
kynslóðinni sem lagði grunninn að
nútímanum á Íslandi. Ásmundur
fæddist á Þinghóli skammt norðan
Akureyrar og ólst upp í stórum
systkinahópi. Á heimilinu tók hann
til hendinni eins og siður var og naut
þeirrar barnaskólamenntunar sem
þá bauðst. Hugur hans stóð þó til
frekara náms en því miður voru ekki
aðstæður til þess.
Ásmundur hleypti snemma heim-
draganum og stundaði margvísleg
störf til sjávar og sveita. Þau end-
urspegla að mörgu leyti atvinnusögu
síðustu aldar. Eftir að hafa verið
kaupamaður í sveit gerðist hann
kúskur í vegavinnu fimmtán ára
sem var mikil upphefð. Í þann mund
var vélaöldin að ganga í garð og má
nærri geta að unga og ákafa drengi
fýsti að taka þátt í þeirri byltingu.
Seinna var Ásmundur vörubílstjóri
á bílastöðinni Stefni á Akureyri.
Hann fór í Bretavinnu fyrir sunnan
og á síld þegar allt snerist um hana.
Og það var í síldinni sem leiðir
hans og Guðrúnar Jónsdóttur lágu
saman á Dagverðareyri við Eyja-
fjörð sem getið er um í Síldarvals-
inum. Eflaust hafa þau fengið sér
snúning á planinu við dillandi harm-
onikkuspil. Þau gengu í hjónaband
lýðveldisárið og settust að á Akur-
eyri fjórum árum síðar. Þau eign-
uðust sex börn og bjuggu í Innbæn-
um, lengst af í Bryggjuhúsinu við
Höefner.
Ásmundur stundaði lengi sjó-
mennsku á togurum Útgerðarfélags
Akureyringa. Farið var í langar
veiðiferðir við Grænland og á Ný-
fundnalandsmið á gömlu síðutogur-
unum og var aðbúnaðurinn þá auð-
vitað ekki nærri eins fullkominn og
seinna gerðist. Það segir sig sjálft
að sjómennirnir þurftu bæði að hafa
líkamlegt og andlegt þrek í góðu lagi
til að sinna erfiðum störfum í
löngum útilegum. Líkt og í mörgum
sveitamanninum sem fór á mölina
var alltaf dálítill klofningur í sálinni
og á sumrin þegar náttúran skartaði
sínu fegursta togaði það alltaf í hann
að vinna í landi. Hann hætti til sjós
þegar skuttogaraöldin hélt innreið
sína. Eftir það vann hann um tíma
hjá Útgerðarfélaginu og síðustu árin
hjá skinnaiðnaði Sambandsins.
Þegar hann hætti störfum vegna
aldurs áttu þau Guðrún nokkur góð
ár saman í Bryggjuhúsinu. Þá var
hægt að pússa bílinn, sópa stéttina
fyrir utan húsið, laga til í geymsl-
unni, hjóla um bæinn og rabba við
aðra Innbæinga á Höefnersbryggj-
unni. Síðast en ekki síst að sinna
hinum sívaxandi fjölda barnabarna
sem voru dugleg að koma í heim-
sókn til afa og ömmu og eiga um þau
fallegar minningar.
Fyrir rúmum sjö árum missti Ás-
mundur heilsuna og dvaldi eftir það
á hjúkrunarheimili. Guðrún dó
skömmu síðar. Það var mikill missir
eins og nærri má geta en hann sýndi
mikið æðruleysi í þessu mótlæti.
Enda má segja um hann eins og
sagt er í kvæðinu að hann var þéttur
á velli og þéttur í lund og þrautgóð-
ur á raunastund. Þrátt fyrir að vera
svolítill töffari eins og sjóara er
háttur var hann blíðlyndur að eðl-
isfari, örlátur og barngóður. Ég
kveð tengdaföður minn og þakka
honum fyrir allar velgjörðirnar.
Blessuð sé minning hans.
Aðalheiður Steingrímsdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Þín
Heiðbjört Unnur Gylfadóttir.
Mig langar til þess að fara nokkr-
um orðum um hann afa minn, Ás-
mund Aðalsteinsson, sem lést föstu-
daginn 14. nóvember síðastliðinn.
Þær voru blendnar tilfinningarn-
ar sem börðust um í brjósti mínu
þegar ég frétti að hann Ási afi væri
látinn. Fyrst of fremst færðist yfir
mig gríðarleg sorg en að sama skapi
fann ég fyrir ákveðnum létti, vitandi
að afi hafði beðið lengi eftir því að fá
hvíld. Þannig er mál með vexti að
síðustu sjö og hálft ár ævinnar var
afi rúmfastur, eftir að hafa lamast í
kjölfar heilablóðfalls. Skömmu eftir
að afi fékk heilablóðfallið lést Guð-
rún amma og hafði missirinn mikil
áhrif á hann afa, enda hjónin mjög
samrýnd. Þrátt fyrir þessi miklu
áföll bar afi sig alltaf vel. Var það
viðeigandi að það munaði einungis
þrjátíu mínútum að afi hefði dáið á
afmælisdeginum hennar ömmu.
Það voru ofboðsleg forréttindi
fyrir mig og bræður mína, Ásmund
Hrein og Bjarka Ármann, að hafa
Hafnarstræti 18 B sem okkar annað
heimili. Alltaf fékk maður þar elsku-
legar móttökur og andrúmsloftið
var engu líkt, helst eins og maður
væri umvafinn ást og umhyggju. Ég
sé enn fyrir mér ömmu að baka og
hlæja að vitleysunni í okkur bræðr-
unum og afa sitja við eldhúsborðið,
að lesa dagblöðin og spyrja frétta.
Það einkenndi nefnilega þau hjónin
hversu einlægan áhuga þau höfðu á
afkomendum sínum og hversu mikla
væntumþykju þau sýndu þeim í orði
og á borði. Allt vildu þau fyrir okkur
bræðurna gera og er mér minnis-
stætt hversu oft hann afi keyrði
okkur á Lödunni góðu á körfubolta-
æfingar, í skólann og inn í sveit. Það
sem er mér þó minnisstæðast við afa
er hversu mikla ást og umhyggju
hann sýndi okkur bræðrunum.
Ávallt hvatti afi okkur til dáða og
ánægja hans með okkur leyndi sér
ekki. Ef ég ætti krónu fyrir hvert
skipti sem afi kallaði mig „gullakall-
inn sinn“ og klappaði mér á öxlina,
væri ég auðugur maður.
Ég hef alla tíð litið upp til afa og
verið stoltur af því að vera barna-
barn hans. Afi var gæddur aðdáun-
arverðum mannkostum á borð við
hreinskilni, staðfestu og hógværð.
Auk þess var hann traustur sem
klettur og gat fólk ávallt stólað á
hann. Fyrir vikið ávann hann sér
virðingu samferðamanna sinna. Vin-
ir og vandamenn afa hafa vafalaust
svipaða sögu og ég að segja. Afi
snart okkur öll á djúpstæðan hátt og
get ég fullyrt að ég væri ekki sá
maður sem ég er í dag ef ekki hefði
verið fyrir hann afa. Fyrir það kann
ég honum miklar þakkir.
Afi minn, engin orð fá því lýst
hversu vænt mér þykir um þig. Fá-
tækleg orð mín gára aðeins yfirborð
þess sem vildi helst koma á fram-
færi. Þín er sárt saknað. Stundanna
sem við áttum saman mun ég ávallt
minnast með gleði og þakklæti í
hjarta. Minning þín lifir að eilífu.
Guðmundur Ævar Oddsson.
Afi hafði oft á orði við mig hve rík-
ur hann væri. Ásmundur Aðalsteins-
son taldi ekki ríkidæmi sitt í aurum
eins og aðrir menn heldur í börnum,
barnabörnum og barnabarnabörn-
um. Hann lætur eftir sig gífurlegan
auð, óháðan öllum markaðslögmál-
um, sem mun bera ávöxt um aldur
og æfi.
Megi Ásmundur afi minn og nafni
hvíla í friði.
Eldur er bestur
með ýta sonum
og sólar sýn,
heilindi sitt,
ef maður hafa náir,
og án við löst að lifa.
(Hávamál.)
Takk fyrir allt sem þú varst mér.
Ásmundur Hreinn Oddsson,
Svíþjóð.
Þær eru bjartar og hlýjar minn-
ingarnar sem tengjast Ásmundi afa
mínum. Afi hafði á langri ævi lifað
tímana tvenna, kynnst erfiðleikum
og því að búa við kröpp kjör líkt og
svo margir af hans kynslóð. Hann
kunni þeim mun meira að meta það
sem lífið bauð upp á og kunni þá list
að njóta augnabliksins og sjá það já-
kvæða í tilverunni. Afi naut þess að
hafa fólkið sitt í kringum sig, fylgd-
ist vel með öllum og hrósaði sínu
fólki og hvatti til dáða, sama hver
viðfangsefnin voru í leik eða starfi.
Hann var ákaflega stoltur af sínu
fólki og gladdist mjög með sínum
hvort sem tilefnin voru stór eða
smá.
Hann var einstaklega barngóður
og hlýr í öllum samskiptum og tjáði
fólki væntumþykju sína hiklaust
með faðmlagi ef þannig lá á honum
og ekki óalgengt að hann byði góðan
dag með faðmlagi og kossi á kinn.
Það var alltaf ákveðinn hressleiki yf-
ir afa, létt yfir honum, stutt í brosið
og innileg samskipti honum svo eðl-
islæg. Hann hafði einlægan áhuga á
fólki, þekkti marga og margir
þekktu hann. Hann hafði gaman af
samskiptum við fólk og lagði sig
fram um að kynnast fólki og hafði
þægilega nærveru. Hann var hár og
glæsilegur á velli, alltaf hraustur og
hreyfði sig mikið, bæði gekk og hjól-
aði.
Gamall vinur og samferðamaður
afa rifjaði upp gamla tíma með hon-
um þegar þeir voru ungir menn.
Endaði hann frásögn sína á því að
segja að á þeim árum hafi á götum
Akureyrar ekki gengið myndarlegri
menn. Ég er ekki frá því að það sé
rétt hjá honum.
Afi ólst upp í stórum systkinahópi
og byrjaði barnungur að vinna til að
létta undir með fjölskyldunni. Afi
kynntist því snemma að vinna hörð-
um höndum og var með afbrigðum
duglegur til vinnu alla tíð. Til eru
margar sögur af dugnaði hans og
harðfylgi til sjós og lands oft við erf-
iðar aðstæður. Þessar sögur sagði
hann ekki sjálfur enda hógvær og
lítið fyrir að hreykja sjálfum sér.
Þessar sögur voru fólkinu hans afa
gjarnan sagðar af vinum og sam-
ferðamönnum hans. Afi hafði sem
barn og unglingur kynnst mikilli
vinnuhörku og hafði mikla skömm á
þeim sem komu illa fram við börn og
ungmenni og hikaði ekki við að taka
upp málstað þeirra sem minna
máttu sín. Hann mátti ekkert aumt
sjá og þeir sem voru minnimáttar
nutu skjóls hjá honum.
Þegar Guðrún amma mín lést
höfðu þau afi verið gift í 58 ár. Þau
voru alla tíð ákaflega samrýmd og
mikill kærleikur þeirra á milli. Af-
komendur afa og ömmu eru orðnir
margir og alltaf glöddust þau inni-
lega í hvert skipti þegar í hópnum
fjölgaði. Heimilið var á meðan
þeirra naut við helsti samkomustað-
ur stórfjölskyldunnar. Eitt af því
einstaka við hann afa var að hann
kunni að grípa augnablikið, fanga
stemninguna og njóta dagsins. „Eig-
um við ekki að drekka kaffið úti,
Guðrún, það er svo fallegt veðrið,“
sagði hann gjarnan við ömmu þegar
veðrið var enn betra en venjulega.
Veðrið var líka alltaf fallegast og
best á Akureyri eftir því sem afi
sagði. Þannig er það líka í minning-
unni, gott ef það var bara ekki sól
alla daga. Afi minn skilur eftir sig
það sem mestu máli skiptir; góðar
og kærar minningar.
Ég þakka afa elskulegum fyrir
allt og bið honum guðs blessunar.
Róbert Bjarnason.
Ásmundur
Aðalsteinsson
Sumir hafa djúp
áhrif á líf okkar og
snerta hjörtu okkar á
upplífgandi máta, það gerði Gísli á
sinn skemmtilega hátt. Hann var
alltaf að spá í ýmsa hluti, nýja tækni
og var óspar að deila því öðrum. Ég
man eftir því frá því að ég var lítill
drengur og ég kynntist æskuvini
mínum Pálmari, syni Gísla, að strax í
fyrstu heimsókn í Ljósheimana í
Reykjavík var mikið áhugavert að
gerast á þessu heimili. Mér var sýnd-
ur uppblásin krókódíll sem labbaði,
ekki merkilegt í dag, en í þá daga
höfðu svoleiðis leikföng ekki sést á
Íslandi. Man ég það þar sem ég hafði
alltaf annan fótinn inni hjá þessari
fjölskyldu og var duglegur að heim-
Gísli Rafn Ísleifsson
✝ Gísli Rafn Ís-leifsson fæddist
í Vestmannaeyjum
8. apríl 1927. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
miðvikudaginn 5.
mars síðastliðinn.
Gísli var jarð-
sunginn frá Kefla-
víkurkirkju 14.
mars sl.
sækja þrátt fyrir að
fjölskyldan flytti
snemma til Keflavík-
ur. Þar sá ég fyrstu
heimilstölvuna og
hafði þá ekki vitað að
þær væru einu sinni
til, bara leikjatölvur
sem voru með skjá-
tennis, tvö strik og
punktur. Þetta var ég
fljótur að tileinka mér
með góðum stuðningi
á þessum slóðum. Gísli
var alltaf gamansamur
og stutt í hlýlegan
hlátur sem ljómaði upp umhverfi og
tilveru annarra. Einnig hlýleiki og
hreinskiptni hans. Má segja að vand-
fundinn hafi verið heiðarlegri maður
sem var svo trúr sinni sannfæringu.
Ég kveð þig, Gísli, með miklum
söknuði og megi Guð veita þér hlý-
legar móttökur í ríki sitt þar sem þú
átt það sannarlega skilið. Vil ég
þakka þær góðu stundir sem þú
veittir sem ég kalla forréttindi þeirra
sem fengu að njóta. Votta vil ég
Pálmari æskuvini mínum, Ísleifi og
Áka bræðrum hans og fjölskyldu
samúð mína.
Þórhallur Guðmundsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SVANHILDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Aratúni 22,
Garðabæ,
andaðist miðvikudaginn 19. nóvember á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Garðakirkju miðvikudaginn
26. nóvember kl. 13.00.
Guðmundur Rúnar Magnússon,
Steinn Logi Guðmundsson, Ingibjörg Erna Sveinsdóttir,
Kristbjörg Guðmundsdóttir, Magnús Árnason,
Sigurjón Guðmundsson, Kristbjörg Elídóttir,
Hrönn Guðmundsdóttir, Ásgeir Þór Eiríksson,
Stefán Magnús Guðmundsson, Alda Ragna Þorvaldsdóttir
og ömmubörn.
✝
Systir mín,
SIGRÍÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður til heimilis á
Háaleitisbraut 121,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 13.00.
Bjarney I. Guðmundsdóttir.