Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 14
14 Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
ORSAKIR bankahrunsins hér á
landi voru margar, innlendar og er-
lendar. Hrun á erlendum fjármála-
mörkuðum, sem rakið hefur verið til
svokallaðra ótryggra fasteignalána í
Bandaríkjunum, kom illa við ís-
lensku bankana, sem og flesta er-
lenda samkeppnisaðila þeirra.
Hins vegar hafa margir sérfræð-
ingar bent á að stærð íslenska
bankakerfisins, í hlutfalli við ís-
lenska hagkerfið, hafi verið allt of
mikil. Hefur þetta m.a. komið fram í
máli Jóns Daníelssonar, hagfræð-
ings, og Jóns Sigurðssonar, for-
manns stjórnar Fjármálaeftirlitsins
(FME).
Því hefur verið haldið fram að
Seðlabanki og FME hafi ekki sinnt
eftirlitsskyldu sinni sem skyldi og að
þau hefðu átt að vara, með skýrari
hætti en gert var, við þeirri hættu
sem af stækkun bankakerfisins staf-
aði. Ekki verður vikið að því álita-
máli í þessum pistli, heldur horft á
þau tæki sem eftirlitsstofnanir hefðu
hugsanlega getað notað til að hemja
stækkun bankanna.
Bindiskylda og lausafjárhlutfall
Eitt af hlutverkum Seðlabankans
er að setja bönkum og lánastofn-
unum reglur um bindiskyldu og
lausafjárhlutfall sem og að ákveða
vexti á lánum, sem lánastofnanir
taka hjá bankanum gegn veði í
skuldabréfum, svokallaða stýrivexti.
Vissulega má halda því fram að
með því að gera kröfu um hærri
bindiskyldu, hærra lausafjárhlutfall
og með enn hærri stýrivöxtum hefði
Seðlabankinn getað hamið vöxt
bankanna. Með því að skylda banka
til að halda eftir hærra hlutfalli eig-
in- og lausafjár hefði útlánageta
þeirra verið skert að einhverju leyti.
Gallinn við þessa kenningu er hins
vegar sá að þegar allt lék í lyndi
fengu íslensku bankarnir stóran
hluta sinnar fjármögnunar á alþjóð-
legum lánsfjármörkuðum. Var það
fengið með útgáfu skuldabréfa eða
með töku sambankalána. Aukin
áhersla var lögð á innlán upp úr
2006, fyrst hjá Landsbanka og svo
Kaupþingi og Glitni. Á þeim tíma
var hins vegar stærstur hluti vaxtar
bankanna kominn fram.
Þá gat Seðlabankinn ekki bannað
bönkunum að vaxa með þeim hætti
sem þeir gerðu. Reglur Evrópska
efnahagssvæðisins gera ráð fyrir að
fjármálafyrirtæki, sem starfsleyfi
hefur í einu aðildarríki, megi starfa í
þeim öllum. Deila má um hvort
Seðlabankinn hefði átt að beita áð-
urnefndum tækjum til að reyna að
hafa áhrif á vöxt bankanna, en vafa-
samt er að árangur hefði orðið mik-
ill.
Vöxturinn illa haminn
Möguleikar Seðlabankans til að hafa hemil á vexti bankanna með reglusetningu og vaxtahækkunum
voru takmarkaðir vegna þess hve stór hluti fjármögnunar bankanna var á erlendum lánsfjármörkuðum
Morgunblaðið/Kristinn
Í HNOTSKURN
»Meðal þess, sem Seðla-bankinn setur reglur um
er bindiskylda banka og lána-
stofnana og lausafjárhlutfall
þeirra.
»Seðlabankinn lækkaðibindiskyldu úr 4% í 2% ár-
ið 2003 í samræmi við evr-
ópskar reglur.
»Þýðir það að bankar ogaðrar lánastofnanir þurftu
að hafa á reiðum höndum fé
sem nam 2% innlána í þá.
Stækkun Seðlabankinn hefur sætt gagnrýni undanfarið og verið sakaður
um að hafa sofið á verðinum á meðan bankarnir uxu þar til efnahagsreikn-
ingur þeirra varð margfaldur á við stærð íslenska hagkerfisins.
Eftir Björgvin Guðmundsson
bjorgvin@mbl.is
SAMKVÆMT upplýsingum frá
skilanefnd Kaupþings hafa fjár-
festar nokkurn áhuga á að eignast
starfsemi bankans í Lúxemborg.
Kaupþing Lúxemborg sé í söluferli
og nokkrir hafi skoðað fyrirtækið.
Þó sé ekkert tilboð komið fram.
Samkvæmt kvöldfréttum Stöðvar
2 í gær er Sigurður Einarsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Kaup-
þings, að skoða kaup á starfseminni
ásamt Magnúsi Guðmundssyni,
fyrrverandi forstjóra Kaupþings í
Lúxemborg. Þeir fari fyrir hópi er-
lendra fjárfesta, meðal annars
þýska bankanum Landesbank.
Þetta fékkst ekki staðfest í gær-
kvöldi hjá skilanefnd Kaupþings.
Ekki náðist í Sigurð Einarsson né
Magnús Guðmundsson.
Geir H. Haarde, forsætisráð-
herra, sagði eftir fund með Yves
Leterme, forsætisráðherra Belgíu,
17. október síðastliðinn, að rætt
væri um að endurreisa Kaupþing í
Lúxemborg, væntanlega í smækk-
aðri mynd, og sjá til þess að hann
gæti séð um sínar skuldbindingar.
Kaupþing í Lúxemborg rak einn-
ig útibú í Genf.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson er sagður áhugasamur um starfsemi Kaupþings í Lúxemborg.
Vilja Kaupþing í Lúxemborg
Fjölmargir sýna starfsemi Kaupþings í Lúxemborg áhuga
Fyrrverandi stjórnarformaður sagður einn þeirra
AÐ minnsta kosti þrír hópar fjár-
festa eru að skoða kaup á Trygg-
ingamiðstöðinni, sem heyrir undir
Stoðir.
Þorsteinn Már
Baldvinsson, for-
stjóri Samherja,
fer fyrir einum
hópnum undir
merkjum Kald-
baks, Guðbjörg
Matthíasdóttir,
fyrrverandi kjöl-
festueigandi í
TM, fer fyrir ein-
um hópnum og
Þjóðverjar fyrir þeim þriðja sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Í fréttum Sjónvarpsins í gær kom
fram að tilboð Kaldbaks hljóðaði
upp á 42 milljarða króna en Guð-
björg hefði boðið 30 milljarða
króna. Hins vegar væru áhöld um
það hvort TM væri svo mikils virði.
Landsbankinn á allsherjarveð í
Tryggingamiðstöðinni og er því í
raun sá aðili sem ræður yfir félag-
inu. Ástæðan fyrir því að boðið er
svo hátt í TM er sú að þar sem
Stoðir eru í greiðslustöðvun er erf-
itt að samþykkja tilboð sem felur í
sér miklar afskriftir samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Betra
sé að borga hátt verð og semja svo
um skuldir TM innan Landsbank-
ans og raunverulegt kaupverð fé-
lagsins.
Stoðir fengu 23. október fram-
lengingu á heimild sinni til greiðslu-
stöðvunar til 20. janúar 2009.
Samkvæmt tilkynningu frá Stoð-
um höfðu stærstu lánardrottnar fé-
lagsins lýst yfir stuðningi við fram-
lenginguna. Félagið skuldar
samtals um 260 milljarða króna og
var þorri skuldanna hjá íslensku
bönkunum.
bjorgvin@mbl.is
Þrír hópar fjárfesta
keppast um TM
Í HNOTSKURN
»Þorsteinn Már Baldvins-son fer fyrir félagi Sam-
herjabræðra, Kaldbaki, sem
hefur boðið í TM 42 milljarða
króna.
»Talið er að félagið sé ekkisvo mikils virði og að hlið-
arsamningur verði gerður við
Landsbankann um skuldir og
þá raunverulegt kaupverð.
Þorsteinn Már
Baldvinsson
Raunverulegt
kaupverð ræðst í
Landsbankanum
LÁNASTOFNANIR starfa, í mjög einfölduðu máli, á þann hátt að þær
taka við innlánum viðskiptavina og nýta það fé til að lána öðrum að-
ilum. Það segir sig því sjálft að viðkomandi banki getur ekki geymt öll
innlán sem laust fé í hirslum sínum. Hins vegar verður bankinn að
hafa ákveðið hlutfall innlána á reiðum höndum til greiðslu til þeirra
eigenda innlánsreikninga, sem vilja fá fé sitt greitt. Allt til ársins 2003
bar lánastofnunum að hafa 4% innlána á reiðum höndum, en það ár
var bindiskyldan lækkuð í 2% í samræmi við evrópskar reglur. Þýðir
þetta að bankar gátu notað 98% innlána í útlánastarfsemi. Vissulega
hefðu vaxtarmöguleikar bankanna verið minni hefði bindiskyldan
verið meiri, en hafa ber í huga að stór hluti fjármögnunar þeirra var á
skuldabréfamarkaði og hefði aukin bindiskylda ekki haft áhrif þar á.
Lánastofnanir haldi hluta
innlána eftir í hirslum sínum
SEÐLABANKINN setur bönkum og lánastofnunum einnig reglur um
svokallað lausafjárhlutfall. Samkvæmt þeim reglum ber lánastofn-
unum að kappkosta að eiga nægt laust fé til að mæta greiðslu-
skuldbindingum sínum. Í reglunum segir að fyrir skuldbindingar, sem
komi til greiðslu innan eins mánaðar, skuli banki hafa aðgang að jafn-
miklu lausafé á því tímabili. Hlutfall lausafjárkrafna og lausafjár-
skuldbindinga skuli m.ö.o. vera 1. Sama á við um skuldbindingar sem
koma til greiðslu eftir 1-3 mánuði. Hvað varðar skuldbindingar, sem
koma til greiðslu síðar, eru ekki settar fram fastar reglur, en veita
beri upplýsingar um lausafjárhlutföll fyrir þessi tímabil.
Nægilegt laust fé til að standa
skil á skammtímaskuldbindingum
STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands eru vextir á lánum, sem lána-
stofnanir taka hjá Seðlabankanum með veði í skuldabréfum. Því
hærri sem stýrivextir eru því dýrari er þessi fjármögnunarleið fyrir
lánastofnanir. Hærri vextir ættu því að leiða til þess að bankar sæki
síður í slík lán og hafi því minna fé til að lána áfram til viðskiptavina
sinna. Ólíklegt er hins vegar að hærri stýrivextir hefðu haldið aftur af
vexti bankanna því eins og áður segir höfðu þeir aðgang að lánsfé úr
öðrum áttum. Mikilvægi þessarar fjármögnunarleiðar jókst hins veg-
ar á þessu ári, þegar aðrar fjármögnunarleiðir voru lokaðar, en á
þeim tíma var vaxtarskeiðinu lokið.
Aukinn kostnaður við lántökur
lánastofnana hjá Seðlabanka