Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 35
Lennon Vinsælli en Jesús? BLAÐ, sem gefið er út í Páfagarði, hefur fyrirgefið John Lennon um- mæli, sem hann lét falla fyrir rúm- um fjórum áratugum, um að Bítl- arnir væru vinsælli en Jesús. Í grein blaðsins er farið lofsamlegum orð- um um Bítlana og sagt að Lennon hafi bara verið ungur maður að monta sig. Lennon sagði í blaðaviðtali í Bretlandi árið 1966, þegar Bítlaæð- ið var sem mest, að hann vissi ekki hvort myndi deyja fyrst út, kristin- dómur eða rokk og ról. Mikið upp- nám varð í Bandaríkjunum vegna þessara ummæla og voru plötur Bítlanna m.a. brenndar. Blaðið L’Osservatore Romano, sem er hálfopinbert málgagn Páfa- garðs, fjallar um það í nýjasta tölu- blaði sínu að 40 ár eru liðin frá því Hvíta albúmið með Bítlunum var gefið út. Blaðið fékk nýjan ritstjóra fyrir skömmu og þótt Benedikt páfi hafi gagnrýnt marga þætti nútímapopp- menningar hefur hann leyft blaðinu að endurspegla umheiminn. Slíkt hefði verið óhugsandi á tíma Páls páfa VI., sem ríkti í Vatíkaninu þeg- ar Bítlarnir voru upp á sitt besta. John Lennon fyrirgefið Fjallaklifur Ama Dablam – Beyond The Void segir frá leiðangri tveggja Ís- lendinga á tind Ama Dablam 6.856 m háan tind í Himalaja. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HEIMILDARMYNDIN Ama Da- blam – Beyond The Void eftir Ingvar Þórisson vann til verðlauna á fjalla- kvikmyndahátíð í Torelló á Spáni á laugardaginn. „Hún var valin besta fjallamyndin á hátíðinni, en það eru önnur af tvennum aðalverðlaunum hátíðar- innar,“ segir Ingvar sem var staddur í Englandi þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég er hér í Kendal á annarri fjallamyndahátíð. Bróðir minn, Jón Þórisson sem er meðfram- leiðandi í myndinni, fór með hana til Spánar og tók við verðlaununum þar.“ Ama Dablam – Beyond The Void fjallar um leiðangur Ingvars og Við- ars Helgasonar á Ama Dablam, 6.856 m háan tind í Himalaja, í fyrra. Með þeim í för var hinn kunni fjallamaður Simon Yates. Þá sömdu þeir Barði Jóhannsson og Eberg tónlist fyrir myndina. Myndin var sýnd þrisvar á hátíð- inni í Englandi um helgina og segir Ingvar viðtökurnar hafa verið frá- bærar. „Það er virkilega gaman að fá þessi viðbrögð við myndinni en það hjálpar kannski að Simon Yates er mjög þekktur hér.“ Fjallamyndahátíðin á Spáni var sú fyrsta sem myndin fór á. „Ég hef ekki sótt um fleiri hátíðir en þessar tvær en það eru nokkrar í byrjun næsta árs sem ég ætla að reyna að komast á. Það verður auðveldara að komast á hátíðir núna eftir að myndin hefur hlotið verðlaun,“ segir Ingvar hinn kátasti. Hann vinnur nú að heimild- armyndinni Roðlaust og beinlaust sem fjallar um sjómenn frá Ólafsfirði sem skipa hljómsveitina Roðlaust og beinlaust en Ingvar fylgdi þeim m.a. til Frakklands á sjómannalagahátíð. Valin besta fjalla- myndin á Spáni Ama Dablam – Beyond The Void hlaut sigurlaun á fjallamyndahátíð MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á www.laugarasbio.is Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Igor kl. 4 - 6 LEYFÐ Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 LEYFÐ STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 47.000 MANNS Á 2 VIKUM! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -S.V., MBL - Þ.Þ., DV - Ó.H.T., Rás 2 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! SÝND Í SMÁRABÍÓI Aðeins 500 kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 47.000 MANNS Á 2 VIKUM! STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 8 og 10:15 Sýnd kl. 6 (500 kr.) m íslensku tali - Ó.H.T., Rás 2 Nick and Norah´s 3:40-5:50-8-10:10 LEYFÐ Quantum of Solace 5:30- 8-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30 - 10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára 500 kr. 500 kr. 500 kr. Ver ð a ðei ns 500 kr. MADONNA gerir sitt besta til að komast yfir skilnaðinn við Guy Ritc- hie með svolítilli hjálp frá öðrum fyrrverandi eiginmanni sínum, Sean Penn. En það sást til þeirra tveggja fá sér drykk saman á Greenwich- hótelinu í Manhattan á miðvikudags- kvöldið. „Þau eru í góðu sambandi, en það er ekkert rómantískt í gangi. Þau eru aðeins góðir vinir,“ lætur heimildarmaður nálægur söngkon- unni hafa eftir sér við People- tímaritið. Skilnaður Madonnu og Ritchie gekk í gegn fyrir rétti í London á föstudaginn, en kvöldið áður hélt Madonna tónleika í Fíladelfíu sem hluta af tónleikatúrnum Sticky and Sweet sem hún er nú á. Hún einbeit- ir sér að vinnu sinni og börnunum þremur til að þurfa ekki að hugsa til hins átta ára hjónabands með Ritch- ie sem var að ljúka. „Þetta er sorgleg staða, en hún er ekki í ástarsorg,“ segir heimild- armaður People. Hjónasvipur Madonna og Sean Penn voru gift á árunum 1985-1989. Ekki í ástarsorg Reuters AÐÞRENGDA eiginkonan Nicol- lette Sheridan er komin með nýjan mann upp á arminn en hún sleit ný- lega sambandi við tónlistarmanninn Michael Bolton. Nýja ástin er leikarinn David Spade en hann mætti í 45 ára afmæl- isveislu leikkonunnar. Meðal ann- arra gesta í veislunni voru meðleik- arar Sheridan í Aðþrengdum eiginkonum; Felicity Huffman, Neal McDonough og Kyle MacLachlan. Samband Sheridan og Spade fer enn leynt en þau mættu sitt í hvoru lagi í veisluna og sátu ekki við sama borð til að byrja með. En síðar um kvöldið sást til þeirra knúsast og kyssast þar sem þau voru búin að færa sig saman. Þó þau tvö haldi því fram að þau séu ekki að hittast stóð Spade við hlið Sheridan þegar hún blés á kertin á afmæliskökunni. Fyrir tveimur vikum sást til þeirra saman í fyrsta skipti við opn- un veitingastaðar þar sem þau eyddu öllu kvöldinu í djúpum sam- ræðum. Sáust kyssast og knúsast Sæt saman Sheridan og Spade.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.