Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 FRAMKOMA dóms- málaráðherra varðandi málefni lögregluemb- ættisins á Suðurnesjum er fáheyrð, en ráðherra tókst að hrekja dugmik- inn embættismann, Jó- hann Benediktsson, frá störfum fyrr á þessu ári, eins og menn muna. Embættismann, sem naut vinsælda meðal sinna samstarfsmanna og stóð sig vel í starfi fyrir land og þjóð við sérhæft verkefni sem lögreglustjóri í landamæravörslu á Keflavík- urflugvelli. Nú fyrir skömmu virtist liggja mik- ið á í ráðuneytinu að afgreiða ráðningu nýs lögreglustjóra. Um- sóknarfrestur rann út þann 11. nóvember, og þann 13., tveimur dög- um síðar, var tilkynnt að fjórir umsækjendur hefðu sótt um stöðuna. Daginn eftir, þann 14. nóvember, var búið að ráða einn umsækjanda, en slík hraðferð við stöðuveitingar er ekki á hverjum degi hér á landi. Óhjákvæmilega vakna spurningar, hvers vegna lá svo mikið á ellegar hvort búið hafi verið að ákveða hver færi þar til starfa fyrirfram. Öll framkoma ráðherra í málinu er meira og minna einhliða valdboð ofan frá, einungis fallið til þess að skapa ónægju sem embætti lögreglu þarf síst á að halda. Þetta er ekki fyrsta tilvik sinnar tegundar af stjórnsýslu úr ráðuneyti dómsmála sem orkar tvímælis, og nægir þar að nefna ráðningu héraðs- dómara í því sambandi. Slíkar aðferð- ir skyldu heyra sögunni til hér á landi, en eru því miður vitnisburður til handa viðkomandi ráðherra. Lögregluembættið á Suðurnesj- um og aðferðir ráðherra í málinu Grétar Mar Jónsson skrifar um málefni lögregluembætt- isins á Suðurnesjum » Óhjákvæmilega vakna spurningar, hvers vegna lá svo mikið á ellegar hvort búið hafi verið að ákveða hver færi þar til starfa fyrirfram? Grétar Mar Jónsson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Í VIKUNNI hafa birst í fjölmiðlum viðtöl við Olla Rehn, sem ber þann starfstitil að vera framkvæmdastjóri stækkunarmála Evrópu- sambandsins, um hugs- anlega aðild Íslands að ESB. Aðspurður hve- nær Íslendingar gætu verið orðnir aðilar að sambandinu svarar hann því til að það gæti orðið snemma á næsta áratug. Rík- isútvarpið hefur ályktað út frá svör- unum sem svo að af aðild gæti orðið á næstu fjórum árum. Þá er tekið mið af því að Íslendingar gætu í besta falli fengið aðild á sama tíma og Króatía. Olli Rehn bendir á að nauðsynlegt verði að breyta samþykktum Evr- ópusambandsins á þann veg sem ætl- að var með Lissabon- samkomulaginu áður en ný aðildarríki bæt- ist við þau 27 ríki sem eru þar núna. En svo fór að Írar felldu sam- komulagið í þjóð- aratkvæðagreiðslu og stöðvuðu þar með framgang þess. Það verður meira en að segja það, að fá breyt- ingarnar samþykktar á næstunni, því Írar verða varla reiðubúnir til þess að kjósa aftur um felldar til- lögur til þess eins að beygja sig undir vilja annarra ríkja. Einhverjar breyt- ingar hljóta að verða gerðar á Lissa- bon-samkomulaginu til þess að mæta andstöðu Íra og svo þarf að fara með endurbættan samning fyrir öll 27 þjóðþingin. Allt tekur þetta tíma. Lissabon-samkomulagið er ætlað til þess að breyta grundvallarreglum um samstarf ríkjanna til þess að auð- velda ákvörðunartöku og er neit- unarvald hvers og eins ríkis afnumið í fjölmörgum málaflokkum. Þær breyt- ingar breyta sambandinu frá banda- lagi ríkja í átt til ríkjabandalags og munu veikja stöðu smærri ríkja en auka áhrif stóru ríkjanna. Í þessu ljósi er óhjákvæmilegt að næsta skref í Evrópuumræðunni verði að kynna og ræða Lissabon-samninginn og gera landsmönnum ljóst hvernig Evr- ópusambandið verður að því sam- þykktu. Miðað við svör Rehns er úti- lokað að Íslendingar gangi inn í núverandi Evrópusamband og tilboð um aðild miðast þess vegna einungis við hið breytta Evrópusamband. En það er fleira sem fram kemur í viðtölunum við framkvæmdastjóra stækkunarmálanna. Í fyrsta lagi tek- ur hann skýrt fram að Íslendingar fái enga hraðmeðferð. Þar verða þeir á sömu vegferð og aðrir. Hins vegar njóti Íslendingar þess að í gegnum EES-samninginn er búið að afgreiða töluvert af ESB-reglunum og það stytti væntanlega viðræðuferlið. En samt orðaði hann svar sitt þannig að landið gæti verið orðið meðlimur í ESB snemma á næsta áratug. Í öðru lagi kom fram hjá honum að Íslend- ingar yrðu að uppfylla skilyrði Evr- ópusambandsins og stefnu þess og takmarkaðar heimildir væru til þess fyrir ESB að slaka til frá þeim. Sér- staklega tók hann fram að þetta gilti um sjávarútvegsmálin. Rehn gat þess að til væru leiðir til þess að auðvelda aðlögunina að ESB-stefnunni en meginreglan væri að þjóð eins og Ís- lendingar verði fara að almennum reglum. Þessi viðtöl við Olla Rehn slá botn- inn úr viðtölum og fullyrðingum fjöl- margra stjórnmálamanna og áhuga- manna um aðild Íslands að ESB undanfarnar vikur þess efnis að Ís- lendingar geti fengið sérmeðferð nánast á öllum sviðum. Þeir geti feng- ið aðild á allt að 6 mánuðum og evr- una jafnvel fyrr og samt samið sig frá stefnu Evrópusambandsins í ein- stökum málum. Allt þetta tal er nú af- hjúpað sem skrum eitt. Það er engin sérmeðferð í boði hjá ESB og það sem er jafnvel enn mikilvægara að menn átti sig á, er að með ESB-aðild fáum við ekki aðrar þjóðir til þess að leysa vandræði okkar Íslendinga og greiða kostnaðinn af útrásinni. Þann vanda verða landsmenn að axla og leysa af eigin rammleik með þeim ráðum sem tiltæk eru, þar með talið krónunni. Umræða um ESB-aðild lýtur að- eins því mati hvort hagsmunum lands og þjóðar verði betur komið innan ESB en utan þegar horft er til langr- ar framtíðar. Það viðfangsefni eiga menn að taka fyrir og þar er margt áhugavert sem þarf að brjóta til mergjar með skipulögðum hætti. Sumt mælir með nánara samstarfi við Evrópusambandsþjóðirnar en annað gerir það ekki. En mál er að linni áróðurskenndri umfjöllun um óraunhæfar skammtímalausnir. Snemma á næsta áratug Kristinn H. Gunn- arsson fjallar um Ísland og Evrópu- sambandið » Það er engin sér- meðferð í boði hjá ESB og með aðild fáum við ekki aðrar þjóðir til þess að leysa vandræði okkar og greiða kostn- aðinn af útrásinni. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. Á TÍMUM aukins at- vinnuleysis og skorts á gjaldeyri er rétt að huga að þeim atvinnu- greinum, sem þegar eru til staðar og geta með auknum umsvifum sparað gjaldeyri og auk- ið atvinnu. Skógrækt er slík grein. Landshluta- verkefni í skógrækt hafa nú starfað um nokkurra ára skeið í öllum lands- hlutum. Verkefnin eru hvert um sig sjálfstæðar einingar, sem stjórnað er af heimamönnum, enda aðstæður og aðferðir við skógrækt mismunandi eftir landshlutum. Nú þegar nokkur reynsla er komin á starfsemi verkefn- anna er ljóst að þau hafa staðið undir þeim væntingum sem við þau voru bundnar, þ.e. að styrkja byggð með aukinni atvinnu og byggja upp verð- mæta og sjálfbæra náttúruauðlind. Má í því sambandi benda á skýrslu Rannsóknar- og þróunarstofnunar Háskólans á Akureyri (RHA) frá árinu 2007. RHA var fengin til þess að meta fé- lags- og efnahagsleg áhrif elsta lands- hlutaverkefnisins, þ.e. Héraðsskóga, frá stofnun þeirra árið 1990. Það var mat RHA, að sjá mætti ákveðnar breytingar á svæðinu sem hægt væri að tengja við verkefnið. T.d. voru til- tölulega mun fleiri jarðir áfram í ábúð á svæðinu en á landsvísu og heldur en annars staðar á Austurlandi. Það var mat skýrsluhöfunda að Héraðsskógum hefði tekist vel að uppfylla markmið sín um að treysta byggð og efla atvinnulíf á Héraði. Um 800 bændur vítt og breitt um landið taka nú þátt í skógræktarverkefn- unum og er árangur ræktunarinnar góður og áhugi bænda á verkefninu mikill. Áætlað er að verkefnin hafi skapað með beinum hætti um 120 ársverk undanfarin ár. Við það bætist fjöldi starfa vegna margfeldisáhrifa. Fjárframlög til verkefnanna hafa hins vegar verið skert nokkuð und- anfarin ár. Ef fram fer sem horfir, mun verða óhjákvæmilegt að segja upp fastráðnu starfsfólki og draga úr umsvifum á jörðum bænda með til- heyrandi samdrætti í atvinnu. Með auknum fjárframlögum til lands- hlutaverkefnanna í skógrækt væri með litlum tilkostnaði hægt að auka atvinnu og stuðla um leið að verð- mætasköpun innanlands og spara þar með gjaldeyri. Yfir 80% af fram- lögum til verkefnanna eru bein at- vinnusköpun, sem aðallega felst í gróðursetningu og framleiðslu plantna og í ráðgjöf. Innflutt aðföng eru mjög lítil. Eins og segir í skýrslu RHA um Héraðsskóga: „Verkefnið er fyrst og fremst langtímafjárfesting sem gefur von um miklu meiri efna- hagsumsvif síðar meir. Það er hægt að sigla burtu frá einu byggðarlagi með allan kvótann innanborðs og skilja fólk eftir í örbirgð með verð- lausar eignir. Það er hinsvegar ekki hægt að sigla burt með heilan skóg og skilja byggðarlag eftir í rúst. Með skógrækt er því ekki einungis verið að gróðursetja plöntur heldur má segja að verið sé að gróðursetja bú- setu fólks til langrar framtíðar.“ Landeigendur eru tilbúnir að auka skógrækt á jörðum sínum. Lands- hlutaverkefnin eru í stakk búin til að taka við auknum fjárframlögum sem færu að langmestum hluta til auk- innar atvinnu. Elstu skógarnir eru þegar farnir að skila grisjunarviði sem nýta má á ýmsan hátt svo sem til eldiviðar, girðingarstaura, fram- leiðslu, á spæni o.s.frv. að ógleymdum jólatrjám landsmanna. Stjórnvöld hafa nú tækifæri til þess að slá margar flugur í einu höggi. Með aukinni skógrækt nást mörg markmið sem brýnt er að ná á næstu miss- erum. Auk þeirra þátta sem áður eru nefndir má nefna bindingu kolefnis. Ætla má að árleg aukning í bind- ingu kolefnis vegna skógræktar sem fram fer á vegum landshlutaverkefn- anna sé um 7 þúsund tonn CO2. Þetta umfang mætti auðveldlega auka og skapa Íslendingum þannig aukið svig- rúm til að uppfylla alþjóðlega lofts- lagssamninga. Aukum atvinnu og spörum gjaldeyri með skógrækt Valgerður Jóns- dóttir og Ólöf I. Sigurbjartsdóttir skrifa um gildi skógræktar »Með aukinni skóg- rækt nást mörg markmið sem brýnt er að ná á næstu misserum. Valgerður er framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga. Ólöf er framkvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga. Valgerður Jónsdóttir Ólöf I. Sigurbjartsdóttir Reykjavíkurflug- völlur hefur verið í um- ræðunni um nokkurt skeið vegna hugsan- legs flutnings til óákveðins staðar. Sam- ráðsnefnd sem Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra skipaði skilaði skýrslu í apríl 2007 um framtíðarstaðsetningu inn- anlandsflugsins fyrir höfuðborg- arsvæðið kemst m.a. að þeirri nið- urstöðu að rekstrarkostnaður Keflavíkurflugvallar aukist óveru- lega við það að taka við hlutverki Reykjavíkurflugvallar. Í sömu skýrslu er einnig fullyrt að ráðast þurfi í mannvirkjagerð á Keflavík- urflugvelli verði af flutningi innan- landsflugsins til Keflavíkur, eru þar nefnd flughlöð og ýmis mannvirki. Pólitísk ákvörðun Nú á tímum aðhalds og sparnaðar má benda á nokkur atriði er gætu sparað stórar upphæðir í þessum málaflokk. Fyrsta er það hin póli- tíska ákvörðun að flytja innanlands- flugið til Keflavíkur, samhliða þeirri ákvörðun þarf að hafa í huga að mannvirki og flughlöð eru að mestu leyti til staðar á Keflavíkurflugvelli til að taka á móti innanlandsfluginu, má þar nefna að gamla flugstöðin var í notkun sem flugstöð allt þar til að herinn fór, lítill kostnaður fylgir því að koma henni í það horf sem þarf til að sinna innanlandsflug- inu. Flughlaðið þar fyr- ir framan er vel í stakk búið til að starfsemi innanlandsflugsins geti farið þar fram með eðli- legum hætti, auðvelt er með þessu að halda inn- anlands- og utanlands- fluginu aðskildu. Fjölga þyrfti rútuferðum á milli Umferð- armiðstöðvar og Keflavíkurflug- vallar verulega, hugsa mætti sér að ríkið niðurgreiddi að hluta þær ferð- ir. Með tvöfaldri Reykjanesbraut er ferðatíminn styttri og umferðarör- yggi á brautinni hefur stóraukist. Stærsta flugskýli landsins stendur að mestu autt og ónotað á Keflavík- urflugvelli auk þess er annað ný- uppgert stórt flugskýli til staðar sem gæti hentað starfsemi Landhelg- isgæslunnar, að ónefndum nokkrum byggingum og skýlum sem ættu að nýtast við flugrekstur. Rekstur slökkviliða Mikill niðurskurður hefur verið í mönnun slökkviliðs Keflavík- urflugvallar, vel mætti hugsa sér að þeir slökkviliðsmenn sem losnuðu við lokun Reykjavíkurflugvallar bættust við þann mannafla sem er í Slökkvi- liði Keflavíkurflugvallar, með því yrði öryggi flugvallarins betur tryggt, í því samhengi mætti huga að sameiningu eða samvinnu slökkviliðs Keflavíkurflugvallar við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins en ýmis ávinningur yrði að þeirri að- gerð auk þess sem sameining allra slökkviliða á Reykjanesi gæti leitt til sparnaðar og hagræðingar. Reikna má með að allur tækjafloti Reykjavíkurflugvallar yrði nýttur á Keflavíkurflugvelli þ.m.t. tvær ný- legar slökkvibifreiðar, eins má gera ráð fyrir að þeir starfsmenn Flug- stoða er misstu vinnuna við flutning- inn fengju störf á Keflavík- urflugvelli. Skynsemin ráði Sjónarmið vegna flutnings innan- landsflugsins úr Vatnsmýrinni eru misjöfn og eðlilegt er að ýmsir hags- munaaðilar vilji halda í flugvöllinn á núverandi stað, m.a. hefur sjúkra- flug verið nefnt í þessu sambandi. Verði af flutningi RKV til KEF verður þyrla Gæslunnar til taks á KEF ef um bráðaflutning sjúklinga er að ræða og ætti flutningstími því ekki að lengjast að neinu ráði. Miðað við efnahagslegrar stöðu okkar í dag hlýtur að koma sterklega til álita innan mjög skamms tíma hvort skynsamlega verði haldið á málum og innanlandsflugið flutt til Kefla- víkur eða hvort innanlandsflugið verði áfram í Vatnsmýrinni og ný samgöngumiðstöð reist. Ólafur Ingi Tóm- asson vill innan- landsflugið til Keflavíkur » Fyrst er það hin póli- tíska ákvörðun að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. Ólafur Ingi Tómasson Höfundur er flugvallarslökkviliðsmaður. RKV-KEF – Sam- einum til sparnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.