Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 28
28 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Sudoku Frumstig 9 4 5 3 7 9 7 6 1 5 3 5 8 1 7 1 7 4 6 4 6 9 8 3 8 6 4 3 4 2 7 8 4 1 2 4 6 3 9 1 9 5 2 8 8 4 9 5 4 3 9 6 2 7 2 6 6 1 9 7 4 9 5 1 6 9 3 1 6 3 4 5 8 5 9 3 7 4 9 3 9 1 6 7 5 5 2 1 5 7 6 9 7 5 4 1 8 4 7 4 1 3 8 5 9 2 6 9 5 8 6 2 1 4 7 3 2 6 3 7 4 9 8 5 1 8 2 4 5 9 6 3 1 7 6 7 9 1 3 8 5 4 2 1 3 5 2 7 4 6 8 9 4 9 6 8 1 7 2 3 5 3 8 7 9 5 2 1 6 4 5 1 2 4 6 3 7 9 8 6 9 8 3 5 1 4 7 2 7 1 4 6 9 2 8 5 3 5 2 3 7 8 4 1 6 9 1 3 7 9 6 8 5 2 4 8 4 9 2 7 5 6 3 1 2 5 6 1 4 3 7 9 8 4 8 2 5 3 6 9 1 7 3 7 5 8 1 9 2 4 6 9 6 1 4 2 7 3 8 5 9 4 8 3 2 6 1 7 5 5 7 2 9 1 4 8 3 6 1 3 6 5 7 8 9 4 2 4 6 5 8 3 1 7 2 9 2 1 3 7 9 5 4 6 8 7 8 9 4 6 2 3 5 1 8 9 4 2 5 7 6 1 3 3 5 1 6 4 9 2 8 7 6 2 7 1 8 3 5 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Í dag er mánudagur 24. nóvember, 329. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.) Víkverji er á því að það geti oft ver-ið prýði að því á heimilum að skreyta veggina með stórum plaköt- um, hvort sem um er að ræða frægar ljósmyndir eða málverk. En einn vin- ur hans, sem býr í fjölbýlishúsi, horfir nú tortryggnisaugum á myndir af þessu tagi þegar hann sér þær á veggjum. Hann veltir fyrir sér hvað búi undir. x x x Nýlega þurfti að ráðast í dýrar ogumfangsmiklar viðgerðir í hús- inu hennar vegna leka og skemmda á lögnum. Hann þurfti að sætta sig við vatnsleysi í íbúðinni um hríð og reiða sig á sturtuaðstöðu hjá ættingjum. Hann hefur ekki búið þarna lengi en komst að því að ofar í húsinu hafði fólk vitað lengi að eitthvað var að. Stórir rakablettir höfðu myndast og veggir bólgnað út. En málið var „leyst“ með því að kaupa nokkur stór plaköt og hengja þau upp til að hylja blettina! Það er víst hægt að pissa í skóinn sinn með margvíslegum hætti. Ein- hvern veginn hélt Víkverji að í þessu unaðslandi roks og rigningar væri ekki lengur til fólk sem héldi að það gæti hunsað náttúruöflin. Vatn er þungt, það leitar niður og stundum út, hvort sem það lemur þökin okkar eða drýpur úr lekum lögnum. x x x En nú segir vinurinn að sumir íbú-anna séu farnir að fárast yfir því hvað viðgerðin hafi orðið dýr og hvað það hafi tekið langan tíma að finna iðnaðarmenn til að lagfæra hús- ið. Hann svaraði því til að ef fólkið hefði brugðist strax við þegar rakinn kom í ljós, látið rannsaka málið og gert áætlun um úrbætur hefði þetta orðið miklu ódýrara og tekið skemmri tíma. x x x En Víkverji þekkir mörg dæmi umsvona háttalag í fjölbýlishúsum. Honum finnst að það ætti að krefjast þess að þeir sem kaupa sér húsnæði í fjölbýli verði skikkaðir til þess af op- inberum aðilum að samþykkja ávallt viðhald áður en allt er komið í steik. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 agn, 4 tann- stæði, 7 blóm, 8 slag- brandurinn, 9 bragðvís- an mann, 11 trassi, 13 karlfugl, 14 slá, 15 lipur, 17 skríls, 20 gruna, 22 að baki, 23 aumingja, 24 mannsnafn, 25 ákveð. Lóðrétt | 1 skinnpoka, 2 illska, 3 óhreinkar, 4 íþrótt, 5 saur, 6 land- rimi, 10 gufa, 12 vond, 13 húð, 15 þrúga, 16 spil- ið, 18 vargur, 19 dáið, 20 ofnar, 21 nabbi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fannfergi, 8 tærar, 9 dynur, 10 róa, 11 lúlla, 13 reisn, 15 legil, 18 skáld, 21 oft, 22 áfátt, 23 arinn, 24 kinnungur. Lóðrétt: 2 apríl, 3 narra, 4 endar, 5 gengi, 6 stél, 7 grun, 12 lúi, 14 eik, 15 ljár, 16 grámi, 17 lotin, 18 stafn, 19 álitu, 20 dáni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. d5 d6 4. Rc3 g6 5. e4 Bg7 6. Bb5+ Rbd7 7. a4 O-O 8. O-O Re8 9. He1 Rc7 10. Bf1 b6 11. Bf4 Re5 12. Rxe5 Bxe5 13. Dd2 Bxf4 14. Dxf4 e5 15. dxe6 fxe6 16. Dg3 Bb7 17. Had1 e5 18. Rb5 Hf6 19. Bc4+ Kf8 Staðan kom upp fyrir skömmu í þýsku deildakeppninni. Þýski stór- meistarinn Jan Gustafsson (2634) hafði hvítt gegn landa sínum og koll- ega Michal Bezold (2513). 20. Rxd6! Hxd6 21. Dxe5 og svartur gafst upp enda ræður hann ekki við allar hót- anir hvíts. Gustafsson er 29 ára og fjórði stigahæsti skákmaður Þjóð- verja. Bezold hefur lítið teflt und- anfarin ár en hann kom áður fyrr nokkrum sinnum til Íslands að tefla á alþjóðlegum mótum og á Íslandsmóti skákfélaga. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Framsýni Belladonna. Norður ♠Á8 ♥ÁKDG ♦D2 ♣KD543 Vestur Austur ♠DG1072 ♠964 ♥43 ♥10985 ♦ÁG10986 ♦73 ♣-- ♣Á962 Suður ♠K53 ♥762 ♦K54 ♣G1087 Suður spilar 3G. Enn er það HM 1967, nú leikur Ítala og Frakka. Meistari Belladonna er hér í lykilhlutverki í vörninni. Hann var höfundur sagna og vakti á 1♠ í vestur. Frakkinn Boulenger doblaði og keyrði svo í 3G, sem Szvarc spilaði í suður. Belladonna kom út með ♦10 – þriðja frá brotinni röð. Leiðin til vinnings á opnu borði er að dúkka fyrsta slaginn, en Szvarc fór skiljanlega upp með ♦D og spilaði laufi á gosann. Avarelli hefði tekið samning- inn tvo niður með því að hoppa upp með ♣Á og spila tígli, en hann kaus að dúkka. Með átta slagi í húsi tók Szvarc nú hjörtun með hraði og Belladonna henti jafnhratt ofan af spaðanum. Þar sá hann langt fram í tímann og þegar Szvarc spilaði ♠Á-K og þriðja spað- anum var það austur sem fékk slaginn á ♠9. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú kemur þér að kjarnanum í vinnunni og gerir þér grein fyrir að hing- að til hefur þú eytt of miklum tíma til einskis. Reyndu að fullnægja æv- intýraþránni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Hafðu varann á og gættu þess að persónulegar upplýsingar um þig verði ekki á allra vitorði í dag. En óöryggi þitt tekur skyndilega völdin í stutta stund í kvöld. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert sannfærður um að þínar aðferðir til að ná árangri séu þær bestu. Vandamálin eru til þess að leysa þau svo gakktu hreint til verks og útkljáðu málin. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú hefur tækifæri til að klappa fyrir öðrum vegna afreka þeirra, og líka til að fá hamingjuóskir. Ekki vera hræddur við að segja góðum vini leynd- armál. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er ekki allt fengið með pen- ingum þótt þeir skipti verulegu máli. Ef þú ert það sem þú borðar ættir þú að draga úr neyslu á fæðu sem er ekki holl fyrir þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Lífið hefur gengið svo skemmti- lega hratt fyrir sig að undanförnu að þú ert hissa að þurfa að bíða eftir þeim sem þú þarfnast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur verið í stöðugri sjálfs- skoðun frá árinu 1996 þannig að nú veistu nákvæmlega hver þú ert og hvað þú vilt. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. Talaðu um það við vog eða krabba. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er eitt og annað í þínum eigin garði sem þarfnast athugunar og úrbóta. Farðu þér hægt, það er ekki far- sælt að hrapa að lausnum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Allt virðist í lausu lofti. Hugs- aðu fyrst um það hvort hann sé einhvers virði og komi þér að einhverjum notum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér finnst ekki rétt að eyða jafn miklu í ferðalög og skemmtanir og þú hafðir hugsað þér. Gerðu málin upp í hvelli svo þú getir haldið áfram – reynsl- unni ríkari. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú lagðir hart að þér í gær og ætt- ir að leyfa þér að slaka svolítið á í dag. Að öðrum kosti áttu á hættu að koðna niður. Stjörnuspá 24. nóvember 1809 Erindisbréf fyrir hreppstjóra (hreppstjórainstrúx) var birt. Þar var fjallað um réttindi þeirra og skyldur í 42 grein- um. 24. nóvember 1965 Jóhann Löve, 30 ára lög- reglumaður, fannst suður af Skjaldbreiði eftir að fjögur hundruð manns höfðu leitað að honum í sextíu klukku- stundir. Hann hafði verið á rjúpnaveiðum með félögum sínum en villst í vonskuveðri. „Ég einbeitti mér að því að fullvissa mig um að ég myndi finnast,“ sagði Jóhann í sam- tali við Vísi. 24. nóvember 1972 Suðurlandsvegur milli Reykja- víkur og Selfoss var formlega tekinn í notkun. Hann hafði verið endurbyggður og lagður bundnu slitlagi. Verkið tók sex ár. 24. nóvember 1974 Varðskipið Ægir tók vest- urþýska togarann Arcturus að ólöglegum veiðum við Suð- austurland. Þetta var fyrsti togarinn sem tekinn var innan 50 mílna fiskveiðilögsög- unnar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Þórdís Lind Þórsdóttir, Margrét María Ívarsdóttir, María Valgarðs- dóttir, Auður Skarphéðinsdóttir og Vigdís Skarphéðinsdóttir héldu tombólu hjá Nóatúni í Hamraborg í Kópavogi og söfnuðu 3.150 kr. sem þær færðu Rauða krossinum. Hlutavelta „ÉG ætla ekki að vera með neina stórveislu en ég á von á að dætur mínar og barnabörn komi til mín í dag og gleðjist með mér og kannski nánustu vinir líka. Þetta verður hóflegt núna en ég hélt veglegar veislur bæði þegar ég varð fimmtugur og þegar ég varð sextugur,“ segir Sigurdór og neitar því ekki að vel geti verið að hann taki lagið með gestum sínum í dag. „Ég er alltaf til í að syngja. Ég var í hinum ýmsu hljóm- sveitum hér áður og það var mjög skemmtilegur tími, þá var maður svo ungur, rétt um tvítugt,“ segir Sigurdór sem söng meðal annars með hljómsveit Svavars Gests frá árinu 1959 til 1960, en einna fræg- astur er hann fyrir að syngja Þórsmerkurljóðið um hana Maríu. „Þegar ég var fararstjóri á Spáni þá var þess alltaf krafist að ég tæki þetta lag. Ég er svo heppinn að hafa alltaf haft næga atvinnu og fjölbreytta. Ég var fararstjóri á Spáni í tólf sumur, ég var blaða- maður í fjörutíu ár og lærði líka prentverk, auk þess að vinna fyrir mér með söng,“ segir Sigurdór sem er sáttur við lífið og segist hafa verið gæfusamur, en stærsta áfallið sem hann hefur orðið fyr- ir var þegar hann missti móður sína 12 ára gamall. khk@mbl.is Sigurdór Sigurdórsson er sjötugur í dag Tekur kannski lagið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.