Morgunblaðið - 24.11.2008, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.11.2008, Qupperneq 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Einn fylgifiskur aðildar er að öll sett lög frá ESB yrðu stjórn- skipulega bindandi á Íslandi hvort sem Alþingi lögfestir þau eður ei. Það er gríðarlegt afsal fullveldis og sjálfs- ákvörðunarréttar sem krefst stjórnarskrárbreytingar.’MIKIL aukning í atvinnu-leysi er eitt af því versta semgæti komið fyrir Íslendinga íkjölfar þeirrar kreppu sem núer að byrja. Slíkt mun leiða tilfjöldagjaldþrota einstaklinga ogenn fleiri fyrirtækja og þannighugsanlega valda enn dýprikreppu. Erlendis hefur það sýnt sig að atvinnuleysi sem kemur í kreppu minnkar hægt og því ætti nú að leggja áherslu á að halda atvinnustiginu. Hugmyndir eins og að starfsfólk sé sett í hlutastarf í stað þess að því sé fækkað og frumkvæði aðila vinnumark- aðarins gefur til kynna að forsendur séu fyrir nýrri þjóðarsátt. Ný þjóðarsátt er ekki nóg Slík sátt mun þó ekki duga í þetta skiptið vegna mikillar skuldsetningar heimila og fyrirtækja. Al- mennt eru íslensk fyrirtæki í tvenns konar vanda- málum. Erlendu lánin hafa hækkað umtalsvert vegna hruns krónunnar og erlendir birgjar eru farnir að krefjast staðgreiðslu í viðskiptum vegna vantrausts á íslensku efnahagsumhverfi. Fyr- irtækin þurfa því aðgang að fjármagni. Annars er hætta á vöruskorti á Íslandi og miklum vandræð- um, óháð skynsamlegum samningum milli aðila vinnumarkaðarins. Aðgangur banka að fjármagni er nauðsyn … Fyrirtæki og heimili eru því upp á bankana komin um fyrirgreiðslu og fjármagn. Með því að frysta greiðslur, fella niður lán eða auka lánalínur minnkar hins vegar sjóðsstreymi sem bankarnir hafa milli handanna. Bankar hafa einnig skuldir sem þeir þurfa að greiða af og þeir geta því ein- ungis boðið slíka þjónustu ef þeir hafa laust fé og geta aflað lánsfjár frá öðrum löndum. Það er því ljóst að mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir varanlegt atvinnuleysi á Íslandi er að koma strax á góðu samstarfi við bæði núverandi kröfuhafa sem og framtíðarlánveitendur bankanna. … og því verða samskipti við kröfuhafa að vera jákvæð Aðgerðir undanfarinna vikna hafa skaðað mjög tiltrú erlendra lánveitenda á Íslandi. Yfirtaka rík- isins á bönkunum hefur leitt til þess að Ísland er nú á toppi lista yfir þau lönd þar sem áhættusam- ast er að fjárfesta og erlendir birgjar taka jafnvel ekki mark á bankaábyrgðum frá Íslandi. Í sam- tölum við erlenda kröfuhafa á síðustu vikum hef ég fundið fyrir miklum skilningi á stöðu okkar. Þess- um aðilum finnst hins vegar erfitt að skilja hvernig staðið hefur verið að málum í framhaldi af yfirtöku bankanna. Svo virðist sem erlendu kröfuhafarnir hafi varla fengið nokkrar upplýsingar um hvað hafi verið gert í bönkunum, hvers vegna og hvern- ig staðan er. Þeir lesa um það í blöðunum eins og hver annar hvaða eignir hafa verið seldar og hafa ekkert um það að segja hvort eða á hvaða verði þær voru seldar. Þeir hafa setið fjölda funda með fjölmörgum aðilum en litlar upplýsingar fengið. Þó eru kröfuhafarnir hinir raunverulegu eigendur þess sem eftir er af bönkunum. Þetta er nokkuð sem verður að bæta úr strax. Það verður að koma á góðu samstarfi við erlenda kröfuhafa því þeir eru mikilvægur hlekkur í að varðveita eignir bankanna og milda áhrif krepp- unnar og koma í veg fyrir að varanlegt atvinnu- leysi byggist upp hérlendis vegna skorts á fjár- magni. Allir þeir sem eru í beinum samskiptum eða hafa áhrif á samskipti við erlenda banka verða að hafa þetta í huga í allri ákvörðunartöku. Sameiginlegir hagsmunir allra að bjarga Íslandi Náist að koma samskiptum við erlenda kröfu- hafa í jákvæðan farveg opnast margir möguleikar. Þar eru nefnilega sameiginlegir hagsmunir til stað- ar. Þeir íslensku bankar sem eftir eru, sveitarfélög og ýmis fyrirtæki skulda þessum sömu kröfuhöfum pening og ef allt fer á versta veg hérlendis þýðir það einfaldlega aukið tap fyrir kröfuhafana. Það hafa því allir hag af því að byggja upp sterkt at- vinnulíf hérlendis. Kreppan á Íslandi verður þá minni með færri gjaldþrotum fyrirtækja og minni hættu á varanlegu atvinnuleysi. Þar með batnar staða fyrirtækja og kröfuhafarnir fá meira upp í skuldir. Stefnt verði að alþjóðasátt Stefna þarf að heildarsátt um uppbyggingu Ís- lands með aðild erlendu kröfuhafanna og viðræður um slíka sátt þurfa að hefjast sem allra fyrst. Slík sátt myndi koma í veg fyrir kollsteypu íslensks efnahagslífs, auka trúverðugleika íslenska ríkisins og flýta fyrir jafnvægi í gengismálum. Það ætti að bjóða möguleikann á því að bankarnir yrðu samein- aðir aftur, þ.e. að íslenski hlutinn yrði sameinaður aftur inn í erlenda hlutann. Kröfuhafarnir yrðu þannig eigendur bankanna og yrðu enn samtvinn- aðri hag Íslendinga auk þess að íslenska ríkið þyrfti ekki að leggja fram eigið fé í nýja bankann. Slík að- gerð myndi hugsanlega styrkja íslensku krónuna og setja þrýsting á Breta og Hollendinga um að semja einnig. Séu menn tilbúnir til sátta opnast nefnilega ótal möguleikar. Það sem við þurfum núna er alþjóðasátt um upp- byggingu Íslands. Alþjóðasátt um uppbyggingu Íslands Davíð Blöndal framkvæmda- stjóri (dblondal@hotmail.com) ÁGÆTU þing- menn. Ég verð að birta ykkur þetta erindi, því það er nokkuð sem verður að heyrast í um- ræðunni um ESB. Fréttaveit- ur heimsins spá að Þýskaland sem er fjórða stærsta hagkerfi heims sé að fara í mestu kreppu síðan 1949. Útflutningur þeirra hefur verið gríðarlega verðmæt- ur í formi glæsivarnings eins og lúxusbíla. Bílaiðnaðurinn stefnir í þrot víðast hvar, og bílakreppan í USA mun hafa gríðarleg áhrif í Þýskalandi. Enginn markaður er fyrir glæsivarning neins staðar í heiminum. Bretar eru á leiðinni í sams konar mál, enda báðar þjóð- irnar í tæknilegri kreppu. Með fyrirsjáanlegri neikvæðri al- heimsverðbólgu og verðrýrnun mun evran og pundið hríðfalla, einnig gagnvart krónu. Þjóð- verjar munu aldrei sætta sig við að bera gjaldþrota ESB-þjóðir á örmum sínum þegar þeir eru sjálfir að falla í valinn. Nú liggja Danir í því í orðsins fyllstu merk- ingu enda segja ráðamenn að Danmörk sé í jafn vondum málum og Íslendingar. ESB er að falla! og við eigum ekki að binda okkar vonir við þetta. Það er álkreppa skollin á og framtíð þess iðnaðar í mikilli óvissu hér á landi. Orkumark- aðurinn er í óvissu líka, þar sem alheimskreppa kallar á síminnk- andi orkunotkun. Menn hætta að kaupa bíla og glæsivarning, en hætta aldrei að kaupa fisk. Þeir sem halda að við getum bankað upp á hjá gjald- þrota stofnun eins og ESB með þorsk undir einni hendi og ál undir hinni, eru veruleikafirrtir. Sjávarútvegurinn mun á ný bjarga þjóðinni því það verður alltaf markaður fyrir fiskinn þó flestur annar iðnaður bregðist. Við löbbum ekki inn í ESB með brækurnar niður um okkur til þess eins að sjá að Þjóðverjar og Bretar eru sjálfir með þær niður um sig, en þá gæti komið í ljós, eftir allt saman, að við Íslend- ingar eru betur vaxnir en þeir í öllum grundvallaratriðum. Þetta verður að heyrast og um- ræðan um ESB má ekki eingöngu snúast um þá íslensku von að allt fari hér á fullt eftir nokkur ár í útrás sprotafyrirtækja; það er tímaskekkja og óraunhæft – og hættulegt íslenskum hagsmunum. Við megum ekki semja um Ice- save strax, heldur bíða þangað til ESB-löndin lenda sjálf í greiðslu- þroti, því það er á næsta leiti. Þá verður samanburðurinn við Ís- land merkilegur og skrýtinn og kaldhæðinn. Ég spái að ESB verði óstarfhæf stofnun eftir nokkra mánuði, því þegar kreppir svo að eins og Wall Street Journal og Financial Tim- es tala um á heimasíðum sínum, beita allir kröftum sínum að því að verja eigin hagsmuni og loka á regluverkið eins og við reynd- um að gera. Evrópska regluverk- ið er ónýtt! Hér er þolinmæðin dyggð. Gunnar Kristinn Þórðarson, guðfræðingur. Opið bréf til þingmanna FRAM að þessu hef ég talið að þessi skrípaleikur væri farsi til að fagna afmæli Steins Steinars. Mér fannst aug- ljóst að kreppan væri tilbúin að liðka fyrir skilningi og samhug við ritverk alþýðuskáldsins. Þetta er nú orðin ansi löng afmælisveisla og ekki minnist ég þess að Steinn hafi eitthvað talað um reiða erlenda sparifjáreigendur og gjaldeyrislán. Því sé ég nú að þetta er ekkert spaug. Vandamálin virðast vera nokkur. Það helsta hlýtur að vera lánaþurrð og kröfur sem eru við að setja alþýðuna alla á hausinn á einu bretti. Næst myndi ég setja gjaldeyr- isvandann; það er mjög erfitt að vera eyland án viðskipta við útlönd. Þar á eftir kemur atvinnuleysi; allir sem hafa séð slíkt í einhverjum mæli segja það á við náttúruhamfarir. Þá kemur eignarýrnun, þjónustuskerðing ríkis og sveita, aukin skattbyrði og landflótti ungs fólks ekki að gagni. Öll þessi sjáanlegu vandamál framtíðar eiga eiginlega tvær orsakir; mis- rétti og aðgerðaleysi að hálfu stjórnvalda. Það er ekki réttlátt að bankamenn fái svona ögurvöld yfir lífi þjóðar án þess að vera kjörnir. Reyndar væri það heldur ekki viðeigandi með kjöri. Það er einfaldlega ekki réttlátt að skatt- peningar ætlaðir til sameiginlegra gæða samfélags fari í að þrífa upp ósóma sem menn mynduðu alfarið með dómgreindarleysi. Skattpeningar eru sam- eign ætluð í það sem öllum er sameiginlegt: götur, skóla, spítala, bókasöfn o.fl. Fólk greiðir ekki þessa fjármuni til að menn geti farið og klúðrað málum í Monopoly-leik við stóru strákana í útlöndum. Á þessu sést að bréfaviðskipti og fagurgali nýfrjálshyggjunnar er kominn frá fólki sem ræðst alltaf á garð- inn þar sem hann er lægstur. Eignamyndun alfarið á pappír er eins og heila- dauður prófdómari, stígur ekki í vitið og gagnast engum. Aðgerðaleysið er líka yfirþyrmandi. Hrun efnahagsins er staðreynd og all- ir sem skópu þessa helstefnu sitja límdir í sætin. Þeir fást ekki til að gera neitt gagnvart lánardrottnum, eða að leysa til sín eignir þeirra sem aug- ljóslega ábyrgir eru, eða gefa frá sér skýra stefnuyfirlýsingu, eða útskýra af- leiðingar, eða viðurkenna mistök og svo mætti lengi telja áfram. Þeir tala bara um viðræður og lausn á næsta leiti og aldrei gerist neitt nema að hvert spillingarmálið rekur annað. Fólk bendir bara hvað á annað og flokkshollusta skiptir meiru en lýðveldið. Talað er um kosningar eins og það sé einhver lausn. Að sama lið fari bara í stólaleik er ótækt. Það þarf að breyta stjórnkerfinu öllu, það dugir ekki að einhverjir örfáir sem litla ábyrgð hafa verði blórabögglar með starfsloka- samning. Flokkakerfið hefur brugðist. Flokkarnir eru óstarfhæfir vegna hagsmunaárekstra, þeir þvælast frekar fyrir. Aldrei fékk ég að vita að sjálf- ræði þjóðarinnar væri í höndum einkarekinna fjárglæfrastofnana. Hvernig þessi mál leysast nú er alfarið undir útlendingum komið. Við höfum ekkert sjálfræði, flokkarnir gátu ekki varið það. Svo er bent á útlendinga og talað um ólögmætar aðgerðir og þvinganir. Við virðumst ótrúlega hissa á að afleiðingar séu af því þegar peningar eru ryk- sugaðir af Evrópubúum og hverfa sem dögg fyrir sólu. Þegar ég les um þvinganir erlendra stjórnvalda fyllist ég öfund til þegna þeirra; það virðist enginn reyna að passa mig og mína nema ég og mínir. Það sem eftir stendur er að stjórnmálamenn brutu lýðræðið með því að láta ókjörna menn fá of mikil völd. Það voru ekki stjórnvöld sem skemmdu gjaldmiðilinn, lánshæfismatið, nýsköpun og orðstírinn, en það var þeirra að verjast. Þau áttu að fylgjast með og skilja og hafa taum á. Þau áttu að vernda mig og aðra sem búa ekki í Kauphöllinni, eða hafa tíma til að kynna sér ritúöl í hofi Mammons, fyrir óstöðugleika og áhættu. Fyrir það fá þau kaup, svo við hin getum sinnt okkar daglega amstri. Þau áttu ekki að mismuna ríkisborg- urum með því að leggja milliríkjaumsýslu og mannorð í hendurnar á örfáum illa kunnandi mönnum. Allir sem hafa haft afskipti fyrir hið opinbera af sölu bankanna og við- skiptalífi í kjölfarið eiga áfellisdóm skilið. Það er ekkert flókið að þetta fólk hafði tækifæri til að vara þjóðina við, leggja fram fumvörp, breyta ramm- anum og beisla þessa vá sem að okkur steðjaði, en gerði ekki neitt. Hvað varðar flokksræði, auðmenn, einkaþotur, sendiráð, aðstoðarmenn, risnu, greiningardeildir og ofurlaun ætla ég bara að minna á að allt fer sem farið getur og flest er einskis vert. Flokkar og furðuverk Hjörleifur Skorri Þormóðsson, nemi við HÍ. ÓTTI er óvinur. Hann lýsir sér í bjargarleysi, órök- hyggju, skammsýni, trúgirni og örvæntingu. Ótta- sleginn maður er tilbúinn að gera nánast hvað sem er til að komast út úr þeim aðstæðum sem hann er í. Hann er líklegur til að taka vanhugsaða ákvörðun í von um björgun. Íslendingar eru óttaslegnir. Umtalsvert atvinnu- leysi er fyrirsjáanlegt og þeir sem ekki missa vinnuna missa spón úr aski sínum. Vaxtastig er kæfandi bæði fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Kaupmáttur rýrnar með vaxandi verðbólgu og gjaldeyri skortir. Þessi ótti á rétt á sér. Hvað er til ráða? Sumir telja rétt að bregða búi og ráðast í vist hjá Evrópusambandinu. Í þessari umræðu verð ég helst vör við myntrökin; krónan er ónýt og því skuli taka upp evru. Gallinn er sá að Ísland uppfyllir ekki Maast- richt-skilyrðin sem eru forsenda upptöku. Lönd sem uppfylla þau hafa stöðugan gjaldmiðil og þurfa ekki á öðrum að halda. Uppfylling skil- yrðanna er lofsvert markmið, óháð evru og við ættum að stefna að því fullum fetum. Ef og þá þegar Ísland uppfyllir þau skilyrði, yrði evru- upptaka ástæðulaus. Einn fylgifiskur aðildar er að öll sett lög frá ESB yrðu stjórn- skipulega bindandi á Íslandi hvort sem Alþingi lögfestir þau eður ei. Það er gríðarlegt afsal fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar sem krefst stjórnarskrárbreytingar. Annar er upptaka tollastefnu ESB gagnvart ríkjum utan þess. Þéttir tollamúrar útiloka verslun við þróunarlönd. Ísland á að versla við allar þjóðir í stað þess að niðurgreiða vörur sem framleiddar eru á meg- inlandi Evrópu þar sem ekki eru skilyrði til ræktunar eða framleiðslu. Rúm 50% af útgjöldum ESB fara í niðurgreiðslu landbúnaðar með ein- hverjum hætti. Okkar helsta hagsmunamál er sjávarútvegurinn. Sagt hefur verið að við fengjum undanþágu og héldum auðlindum okkar óskiptum. Það má vera, í bili. Ef afli evrópskra sjómanna brestur hversu langur tími líður áður en undanþágan heyrir sögunni til? Áður var þörf en nú er nauðsyn að hafa sveigjanlegt hagkerfi og sjálfstæða efnahagsstjórn. Einmitt nú þurfum við að geta brugðist hratt og örugglega við sveiflum á gengi, atvinnustigi og verðbólgu. Með evru yrði efnahagsstjórnin staðsett í Brussel þar sem ekkert tillit væri tekið til Íslands ef aðstæður þar væru aðrar. Við megum ekki við meira íþyngjandi reglugerðum til að ná okkur upp úr kreppunni, sveigjanleiki er nauðsynlegur. Í því samhengi má minnast á goðsögnina um „evrópsku hagsveifl- una“ að hún sé eins alls staðar í Evrópu. Hagsveiflur eru ólíkar milli landa og innan landanna. Á Íslandi er gangur sveiflna ólíkur eftir landshlutum, jafnvel atvinnugreinum.Fyrst 300.000 manna myntsvæði sveiflast ekki eins, hví ætti 300 milljóna manna myntsvæði að gera það? Margir hugleiða landflótta vegna efnahagsástandsins. Ef burðugt ungt fólk flýr land unnvörpum á Ísland ekki framtíð fyrir sér. Lyk- ilatriði er að koma í veg fyrir fjármagnsflótta og spekileka. Því verður að taka á strax og ESB- aðild er ekki lausnin. Þróun verður bara ef hún er nauðsynleg. Meðan allt leikur í lyndi er engin ástæða til annars en fylgja straumnum. Þegar straumurinn hætt- ir eða snýst við verður að róa. Við megum ekki óttast ástandið heldur taka á því og jafnvel fagna því, því það er á tímum sem þessum sem við þróumst. Látum ekki ótta knýja okkur til að gera eitthvað eft- irsjáanlegt. Við höfum ekkert að óttast nema óttann sjálfan. Í hlekkjum óttans Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu og í stjórn Heimssýnar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.