Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 17
John McCain,“ segir Sólmundur sem er með öll erlend heiti á frammámönnum á hreinu. Sólmundur missir aldrei af fréttatíma og tekur fréttir fram- yfir barnaefni og allt annað sem er í boði. Hann rekur Snæfríði systur sína, sem er fjögurra ára, út úr sjónvarpsherberginu og þarf sitt næði til að fylgjast með frétt- unum. „Hann var ekki nema fimm ára þegar hann tilkynnti mér einn daginn að það væri kominn nýr forsætisráðherra í Póllandi,“ segir faðir hans og bætir við að réttlæt- iskennd drengsins hafi verið stór- lega misboðið þegar Benazir Butto var myrt í Pakistan. „Honum þótti það afskaplega tilgangslaust og grimmilegt. Á þeirri stundu áttaði hann sig kannski í fyrsta skipti á því hvað heimurinn getur verið miskunnarlaus. En hann tekur þetta ekki inn á sig, hann lætur sig þetta fyrst og fremst varða og er áhugasamur um það sem er Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Fyrir utan fréttatímanneru uppáhaldsþættirnirmínir í sjónvarpinudýralífsþættirnir með Sir. David Attenborough, þar lær- ir maður svo margt um mörg skrítin dýr,“ segir Sólmundur Magnús Sigurðarson, sjö ára gutti sem býr í Biskupstungum. Hann er einstaklega fróðleiksfús og vill vita sem mest um sem flest, hvort sem það eru dýr, landafræði, heimspólitík eða kreppan á Ís- landi. „Ég horfi alltaf á fréttirnar af því að ég vil vita hvað er að gerast úti í heimi og hérna heima á Íslandi. Ég var mjög spenntur þegar forsetakosningarnar voru í Bandaríkjunum um daginn og neitaði að fara að sofa þegar kosn- ingavakan var,“ segir Sólmundur og kímir en alla jafna er hann mjög þægur að fara í háttinn, en móðir hans segir að þetta kvöld hafi honum ekki verið haggað. Hann vildi verða vitni að því hvort Barack Obama tækist að sigra eð- ur ei. „Hann sofnaði nú reyndar í miðri kosningavöku en vakti mig eldsnemma og tilkynnti mér him- inlifandi að Obama hefði sigrað,“ segir móðir hans og bætir við að Sólmundur hafi fylgst vel með kosningabaráttunni og áherslum hjá frambjóðendum. En hvers vegna vildi Sólmundir fá Obama sem forseta í Bandaríkjunum? „Af því að hann er friðarsinni. Hann er ekki eins mikill stríðsmaður og Tekur fréttir fram yfir barnaefni Sólmundur Magnús Sigurðarson segir að fréttatíminn sé það efni í sjónvarpi sem hann hafi mest gaman af. Sólmundur er sjö ára og fylgdist spenntur með kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjunum. Dýrafróður Sólmundur að glugga í einni af uppáhaldsbókunum sínum þar sem meðal annars má finna lemúra. Morgunblaðið/Kristín Heiða efst á baugi hverju sinni.“ Sól- mundur fer mikið á bókasafnið í skólanum sínum og fær lánaðar bækur. Hann segist vera mest fyr- ir dýrabækur. „Mér finnst svo gaman að lesa og sjá hvað það er til mikið af framandi dýrum í heiminum. Ef ég gæti valið mér land til að fara til þá langar mig mest til Afríku af því mig langar til að sjá alvöruljón og fíla í frum- skógi og alls konar dýr sem þar eru.“ Lemúri og efnafræðitilraunir Sólmundur fór til Kaup- mannahafnar í sumar með ömmu sinni og það var í fyrsta skipti sem hann fór til útlanda og var mikil upplifun. „Þá fórum við í dýragarð og þar sá ég alvöruísbirni og dýr sem ég þekki úr bókum og ég sá líka til dæmis alls konar eðlur. Þar var lemúri sem er eitt af mín- um uppáhaldsdýrum. Mér fannst líka frábært að fara í flugvél og ég sá svo margt í Danmörku sem ég hafði ekki séð áður.“ Aðspurður segir Sólmundur að vel geti verið að hann verði upp- finningamaður, eðlis- eða efna- fræðingur þegar hann verður stór. „Mér finnst mjög gaman að gera tilraunir með efni. Ég ætlaði reyndar einu sinni að verða dýra- fræðingur en ég er ekki lengur viss um hvort það verður. Mér finnst landafræði mjög skemmtileg og gaman að læra nöfn á löndum, borgum og eyjum. Mér finnst líka gaman að læra hvernig hnötturinn er samsettur.“ Hann var áður í kertagerðinni, en þar sem gigtin er orðin skæð flutti hann um set. Á næsta ári verða 60 ár liðin frá því að Árni flutti á Sól- heima. Rauður dúkur með gullþræði Annar öldungur unir glaður við sitt við vefnað í listasmiðjunni. Rauður dúkur með gylltum þræði lengist og lengist og Ólafur Bene- diktsson, aðalvefari, lítur aðeins upp til að brosa til gestanna, en heldur síðan áfram við iðju sína. Fellur sjaldnast verk úr hendi. Jóladúkar eru áberandi í fram- leiðslunni, en einnig grófari dúkar og mottur ýmiss konar. Margir leggja Sólheimum til efni. Sæng- urföt koma frá sjúkrahúsum og gamlar gallabuxur eru enn til á lag- er frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli. Þetta efni gengur í end- urnýjun lífdaga og sómir sér vel í nýjum hlutverkum. Ágúst Þorvaldur Höskuldsson blaðar í bók í Listasmiðjunni, Ís- landsmet í frjálsum íþróttum eru til skoðunar, gefin út af Erni og Ör- lygi. Hann skiptir sér ekki mikið af listsköpuninni þessa dagsstund, en gefur blaðamanni mynd sem hann teiknaði nýverið. Getur þess í framhjáhlaupi hverrar ættar blaða- maður er, allt satt og rétt. Þó höf- um við ekki talað saman í ald- arfjórðung eða svo. Sigríður Ruth Hjaltadóttir situr innarlega í sal listasmiðjunnar þar sem hún hefur stundað iðju sína í mörg ár. Hún hefur getið sér gott orð fyrir listsköpun og er þekkt meðal þeirra sem láta sig alþýðulist fatlaðra varða. Alls konar fólk og langhundar Rut hélt m.a. sýningu í Bolung- arvík á liðnu sumri. Fólk, blóm og hús eru vinsæl viðfangsefni hjá henni þegar hún mundar túss- pennana. Hún segist mála fólk sem hún þekkir, en trúlega er viðfangs- efnið oftar en ekki Eva systir henn- ar, segir Ólafur Már sem stjórnar starfinu í Listasmiðjunni. Einar Baldursson stendur einn vaktina í keramíkgerðinni ásamt Ingibjörgu Karlsdóttur sem leiðir starfið þar. Einar er þessa stundina að teikna flugvél, en flugvélar eru hans líf og yndi. Einar sýndi í Listasmiðjunni á Sólheimum í sum- ar og var ekki að orðlengja að allir kallarnir hans seldust upp, samtals 83 listaverk! Bæði málaðir og brenndir í leir. Einar teiknar myndirnar en síðan er það sam- vinnuverkefni að mála þær og ganga frá. Hann hefur einnig málað mikið af dýrum, aðallega hundum og kött- um og eiga dýrin það sameiginlegt að vera með einstaklega langan hrygg. .„Langhundar og langir kettir,“ sagði Ingibjörg. Fréttirnar og Sólheimar Við keyrum rólegar í bæinn held- ur en austur. Það merkilega hafði reyndar gerst að útvarpsfréttir duttu út þegar við komum undir Ingólfsfjall á austurleiðinni. Við höfðum eiginlega ekki áhyggjur af því fyrr en við nálguðumst höf- uðstöðvarnar við Hádegismóa á ný. Lífið á Sólheimum snýst ekki um næsta fréttatíma. Fjölhæf Yola vinnur bæði við smíðar og listsköpun. » Á aðventudögum á Sólheimum er gest- um og gangandi boðið upp á fjölbreytta dag- skrá svo sem brúðuleik- hús, tónleika, námskeið í konfektgerð og þannig mætti lengi telja. Daglegt líf 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.