Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI - MMJ, KVIKMYNDIR.COM BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM UM ÓTRÚLEG AFREK STRÍÐSFANGA Í VÍETNAMSTRÍÐINU STÓRLEIKARINN, CHRISTIAN BALE ÚR THE DARK KNIGHT SÝNIR STJÖRNULEIK. OG AKUREYRI STEVE ZAHN ER MAGNAÐUR SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI ANNE HATHAWAY ÚR GET SMART OG DEVIL WEARS PRADA KEMUR HÉR Í MÖGNUÐUM SPENNUTRYLLI. MYND SEM KEMUR STÖÐUGT Á ÓVART FYRSTATEIKNIMYNDIN SEM ER FRAMLEIDD MEÐ ÞRÍVÍDD Í HUGA! ÓTRÚLEG UPPLIFUN, SJÓN ER SÖGU RÍKARI! ATH. SÝND MEÐ ÍSLEN SKUT ALI SÝND Í KEINGLUNNI TOPP GRÍNMYND SÝND Á SELFOSSI SÝND Á SELFOSSI SÝND Á SELFOSSISÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL ÞÚ HLÝÐIR, EF ÞÚ VILT LIFA! SÝND Í ÁLFABAKKA VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA BODY OF LIES kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára HIGH SCHOOL MUSICAL 3 kl. 8 LEYFÐ RESCUE DAWN kl. 10:20 B.i. 16 ára BODY OF LIES kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára HOW TO LOSE FRIENDS... kl. 8 B.i. 12 ára QUANTUM OF SOLACE kl. 10:20 Síðustu sýningar! B.i. 12 ára QUANTUM OF SOLACE kl. 8 Síðustu sýningar! B.i. 12 ára QUARANTINE kl. 10:20 Síðasta sýning! B.i. 16 ára PATHOLOGY kl. 8 Síðasta sýning! B.i. 16 ára RIGHTEOUS KILL kl. 8 Síðasta sýning! B.i. 16 ára OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, Anne Hathaway Patrick Wilson ZACH EFFRON OG VANESSA HUDGENS GERA ALLT VITLAUST Í HIGH SCHOOL MUSICAL 3! frumsýnd næstu helgi! - H.J. Morgunblaðið. UNIFEM á Íslandi Laugavegi 42 Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Sími 552 6200 unifem@unifem.is www.unifem.is MORGUNVERÐARFUNDUR UNIFEM Á ÍSLANDI Hótel Holt, þriðjudaginn 25. nóvember kl. 8:15–9:30. LÍF ÁN OFBELDIS ER ALLRA RÉTTUR – Vinna UNIFEM gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu – Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Hún mun fjalla um verkefni UNIFEM sem hafa það að markmiði að binda endi á ofbeldi gegn konum. Emebet Merkuria flutti til Íslands frá Eþíópíu árið 2001. Hún mun segja frá reynslu sinni þar sem ofbeldi gegn konum er samþykkt sem hluti af samfélagsgerðinni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar fundinn. Aðgangseyrir m/morgunmat er 2300 kr. Námsmenn greiða 1700 kr. Fundurinn er hluti af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. ÞÓ að það eigi ekki að vera hægt að „keppa“ í tónlist hafa slíkir viðburðir oft drjúg og góð áhrif á grasrótar- starf íslenskra tónlistarmanna. Í þeim felst áþreifanlegt markmið til að stefna að, þar gefst kostur á að leika fyrir áhorfendur í alvöru tón- leikasal og góðri tónlist, sem hefði annars týnst inni í bílskúr eða á net- inu, er komið út undir bert loft. At- hyglin sem tónlistarmönnunum er veitt virkar hvetjandi og margir af okkar fremstu tónlistarmönnum hafa tekið sín fyrstu skref á þessum vettvangi. Global Battle of the Bands hefur verið að styrkja sig í sessi að þessu leytinu til á undanförnum árum. Í þetta skipti var keppnin haldin í spánnýjum tónlistar- og sportbar í Hafnarfirði, Dillon Sportbar. Und- anúrslitakvöld voru þrjú og um þrjá- tíu sveitir kepptu. Ólíkt hinum betur kynntu Músíktilraunum er öllum frjálst að taka þátt og hefði Sálin hans Jóns eða Sigur Rós reglum samkvæmt getað keppt. Þá er stóra gulrótin auðvitað aðalkeppnin úti í Bretlandi þar sem sveitir víða að úr heiminum keppa um væna fúlgu fjár. Af þessum sökum spannaði keppnin vítt svið og skrautlegt; hljómsveitir sem vart gátu hnoðað saman lagi, hvað þá spilað það öttu kappi við sveitir sem stóðu nokkrum vetrarbrautum framar. Gallsúr til- raunastarfsemi var í bland við fag- legt, útvarpsvænt popp og kepp- endur voru frá barnsaldri upp að fimmtugu. Úrslitakvöldið var annars sterkt, og margar sveitirnir gætu átt bjarta framtíð fyrir höndum, sé vel haldið á spöðum. Hafnfirska rokksveitin Ten Steps Away reið á vaðið. Hún er undir greinilegum áhrif frá sveitungum sínum í Sign og forsöngvarinn og gítarleikarinn er reyndar meðlimur í þeirri sveit. Ten Steps Away er um margt vel á veg komin með emo- rokk sitt og ímyndarvinnan geir- negld; augnskuggar, þröngar galla- buxur, hárgreiðsla … jú neim it. Sitthvað vantar þó upp á þéttleikann en þrátt fyrir allt; afskaplega lofandi sveit. Thingtak var næst og hafði hún af einhverjum sökum að mestu skipt út System of a Down innblásnu rokk- inu sem hún lék í undanúrslitunum. Afskaplega þétt sveit (trommari og gítarleikari voru eitt sinn í hinni ágætu Akureyrsku sveit Ópíum). Textar pólitískir og metnaður mikill en það mætti huga betur að laga- smíðadeildinni. Dægilegt nýbylgjurokk er dag- skipunin hjá What About. Vel spilað og þétt, alls ekki slæmt en heldur ekkert sérstakt. Efnileg sveit en smá innspýting af frumleika myndi gera henni gott. Elect var á vissan hátt skemmti- legasta sveit kvöldsins. Tónlistin hreint og tært kalifornískt þrass af gamla skólanum, a la ’83. Svona hlýt- ur Metallica að hafa hljómað á fyrstu æfingunni. Hrátt, skítugt og slitr- ótt … og það voru nákvæmlega þeir þættir sem heilluðu. Elect á vænt- anlega eftir að verða betri með tím- anum, en hún má samt ekki verða „of góð“ ef þið skiljið hvað ég meina. Þá voru Menn ársins á vissan hátt einkennilegasta sveit keppninnar. Hér voru komnir reynsluboltar miklir, sveitin hefur þrætt pöbba og ballhús landsins undafarin ár en gaf nýverið út prýðilega plötu með frumsömdu efni. Tónlistin sem flutt var um kvöldið var vandað, sálarríkt og grúvandi djassrokk með „hvít- um“ blæ þar sem andi Steely Dan, Simply Red og Hothouse Flowers sveif yfir. Það var dásamlega frísk- andi að heyra þessa „óvenjulegu“ hljómsveitakeppnistónlist og ég tek ofan fyrir Mönnunum að kýla á þetta. Og já, tónlistin var auk- inheldur stórgóð. Agent Fresco, sigurvegararar Músíktilrauna, voru í sérflokki. Að vísu fór fyrsta lagið fyrir ofan garð og neðan en það seinna var hápunkt- ur kvöldsins. Frábær hljómsveit sem nær á magnaðan hátt að sam- eina ofurtæknilega spilamennsku, torræðar og ævintýralegar kafla- skiptingar og melódískt næmi og að- gengileika. Framtíðarsveit og ekki spillir ástríðufull sviðsframkoman fyrir þar sem allir leggjast á eitt. Sviwe kom gríðarlega sterk inn í undanúrslitum, alveg merkilega langt komin sveit. Lék dreymið kuldarokk í anda Joy Divison og The Wilderness, með skoti af Verve og Radiohead. Af einhverjum sökum datt þó allur botn úr sveitinni í úr- slitunum. En samt, gríðarlega efni- legt band og söngvarinn í algerum sérflokki. Bárujárn er með skemmtilegri sveitum sem ég hef lengi séð. Frum- leg og nýskapandi og blandar ólíkum stefnum og stílum óhikað saman. Brimbrettarokk, þeramín, naskt sýrurokk og go-go-píur voru í blönd- unni; bassaleikarinn er gírugur langintes, söngvarinn og gítarleik- arinn hins vegar síðhærður og fúl- skeggjaður og hvað er með þetta nafn? Þetta á ekki að virka en það gerir það samt. Snilldarband. Síðasta sveitin var svo The Pet Cemetery. Áhrif frá Arcade Fire og Kings of Leon voru auðgreinanleg; stúlkur sáu um bassa- og fiðluleik og sveitin afskaplega flott á sviði. Ástríðan var tilfinnanleg og sveitin var á flugi, frá fyrsta tóni til þess síð- asta. Leikar fóru þannig að dómnefnd setti Bárujárn í þriðja sæti, The Pet Cemetery í annað og Agent Fresco í það fyrsta, og var sigur hennar nokkuð öruggur. Hún lék svo nokk- ur lög til viðbótar er úrslit voru klár og sýndi þá og sannaði hversu vel hún var að sigrinum komin. Hiklaust efnilegasta rokksveit sem lengi hef- ur fram komið á þessu blessaða landi okkar. Guð býr í grasrótinni, amma TÓNLIST Dillon Sportbar, Hafnarfirði Global Battle of the Bands Úrslit í Íslandsriðli GBOB eða Global Battle of the Bands. Níu sveitir kepptu. Laugardaginn 21. nóvember. Arnar Eggert Thoroddsen Magnús Andersen. Agent Fresco Sigurvegarar Íslandsriðils GBOB 2008. „Hiklaust efnilegasta rokksveit sem lengi hefur fram komið á þessu blessaða landi okkar,“ eins og segir í umsögn. „Við sáum fram á það að komast ekkert út með tónlistina okkar næstu tvö árin vegna efnahags- hrunsins. Þetta var því kjörin leið til að koma sér úr landi og kynna tónlistina erlendis en takmarkið er að koma henni til sem flestra,“ segir Borgþór Jónsson, bassaleik- ari Agent Fresco, spurður hvers vegna sveitin hefði skráð sig en sveitin sigraði fyrr á árinu í Mús- íktilraunum og hefur vaxið ásmeg- in síðan, bæði að vinsældum og listrænum styrk. En hvernig orkaði ákvörðunin siðferðislega á með- limi? „Þetta var sálfræðilega erfitt, ég viðurkenni það,“ segir Borgþór. „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir keppnishestar. Strákarnir voru mjög á móti þessu, fannst þetta ekki svalt, en ég þrýsti mjög á þetta og var með leiðindi (hlær). Reglur keppninnar eru enda þannig að allir geta verið með og í gegnum tíðina hafa vel standsettar sveitir verið að keppa.“ Borgþór viðurkennir líka að með- limir hafi verið mjög stressaðir um að hafa þetta ekki af. „Við erum komnir í blússandi gír og hefðum því orðið svolítið fúlir ef við hefðum ekki unnið. Sú niður- staða hefði barið okkur niður verð ég að játa.“ Borgþór segir að lokum að verið sé að vinna í því að snapa fleiri gigg í Bretlandi og þeir félagar séu nú farnir að setja saman áætlun sem miði að því að gera þá eins sýnilega og kostur er á meðan þeir eru úti. Sálfræðihernaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.