Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 2
Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is UM 3-400 íslenskir læknar dvelja er- lendis um þessar mundir, ýmist við starf eða í framhaldsnámi. Ekki er talið líklegt að þessir læknar flýti heimför miðað við efnahagsástandið. Þvert á móti býst framkvæmdastjóri Læknafélags Íslands við að stór hópur lækna hverfi til náms eða starfa erlendis á næstu mánuðum. „Efnahagsástandið mun örugg- lega hafa áhrif á okkar félagsmenn,“ segir Gunnar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri LÍ. „Þeir sem það geta og hafa verið að hugsa um að fara í sérnám til útlanda munu flest- ir reyna að flýta því. Á sama hátt eigum við ekki von á því að þeir sem eru í sérnámi flýti sér heim. Það mun ekki hjálpa til ef það á að spara í heilbrigðiskerfinu, bæði með því að segja upp fólki og hugsanlega lækka laun. Það verður ekki aðlaðandi fyrir starfsmenn sem eru erlendis að koma heim í slíkt umhverfi.“ Gunnar segir að eftirspurn sé eftir íslenskum læknum. Þeir hafi orð á sér fyrir að vera duglegir, séu vel menntaðir og eigi auðvelt með að læra tungumál Norðurlandaþjóð- anna, en þangað sækja flestir. Marg- ir séu að skoða möguleikana þessa dagana. Aðspurður hvort Lækna- félagið hafi yfirlit yfir þá lækna sem starfa í tveimur löndum segir Gunn- ar svo ekki vera. „Það er alltaf talsvert um þetta og ég myndi áætla að einhverjir tugir lækna hefðu þennan háttinn á,“ seg- ir Gunnar. „Þeir vinna þá eina til tvær vikur erlendis og hinn hluta mánaðarins hér heima, ýmist á sjúkrastofnunum eða einkastofum. Það er líka þekkt að menn fara til út- landa og vinna þar í fríum sínum í lengri eða skemmri tíma. Þau störf tengjast oft framhaldsnámi í við- komandi landi og þeirri sér- fræðigrein sem viðkomandi leggur stund á. Bæði getur það verið vegna þess að verkefnið er svo sérhæft að full- nægjandi verkefni eru ekki fyrir hendi hér á landi eða að viðkomandi læknir er svo eftirsóttur að þetta er leið sem farin er til að halda í starfs- kraftinn,“ segir Gunnar. Læknar flýta sér tæpast heim  Margir læknar íhuga sérnám og störf erlendis  Ekki aðlaðandi fyrir lækna að koma heim í efnahags- ástandið  Tugir íslenskra lækna bæði með stöður hér á landi og erlendis  Eftirsóttur starfskraftur Morgunblaðið/Ásdís GRÉTAR Ottó Róbertsson bæklunarlæknir hefur í átta ár starfað jöfnum höndum á Landspítalanum í Reykja- vík og háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hans sér- grein í lækningum er viðfangsefnið á LSH, en í Lundi sér hann um að reka gagnagrunn sem fylgist með öll- um gerviliðum í hné í Svíþjóð. „Þegar ég fór heim á sínum tíma fundu þeir engan annan til að halda þessum gagnagrunni gangandi,“ segir Grétar. „Því varð úr að ég héldi þessu starfi áfram, en gagnagrunnurinn er sá elsti þessarar teg- undar í heiminum. Inn í grunninn eru settar upplýsingar um alla gervi- liði, sem settir eru í hné sjúklinga í Svíþjóð. Þarna eru Rekur gagnagrunn í Lundi upplýsingar um sjúklingana og fylgst með hvort þeir þurfa til dæmis enduraðgerð,“ segir Grétar. Hann er með 60% stöðu á Landspítalanum og 40% í Lundi og yfirleitt starfar hann þrjár vikur hér og síðan tvær vikur í Svíþjóð. Hann segir að ferðalagið taki ekki langan tíma, tiltölulega stutt flug sé til Kaupmanna- hafnar og síðan lestarferð til Lundar. „Það er helst á mánudagsmorgnum klukkan hálffimm sem maður velt- ir því fyrir sér hvort maður nenni þessu, en svo gleym- ist það,“ segir Grétar. Hann segir fjölskylduna fyrir löngu búna að venjast þessu og nú hafi ein dóttirin flust til Kaupmannahafnar þar sem hún er í námi. ÞAÐ vefst ekki fyrir Gísla Ingvarssyni húðsjúkdóma- lækni að starfa bæði í Tromsö og Reykjavík. Einu sinni í mánuði heldur hann frá heimili sínu á Selfossi til Keflavíkur, þaðan sem leiðin liggur til Gardermoen í Ósló og þaðan til Norður-Noregs. Á háskólasjúkrahúsinu í Tromsö, UNN, starfar hann í eina viku, áður en hann heldur heim á leið á ný og við tekur vinna í þrjár vikur á læknastofunni við Ármúla. „Mér líkar þetta ágætlega og ætla að halda þessu áfram meðan ég hef þrek og heilsu,“ segir Gísli í sam- tali við Morgunblaðið. „Þetta fyrirkomulag verður hluti af lífinu og eins og sakir standa finnst mér skyn- samlegt að halda þessu áfram, alla vega út næsta ár. Þetta hefur gengið hnökralaust í fimm ár og ég hef ekki misst einn mánuð úr. Í Tromsö hef ég ákveðin verkefni sem mér finnst Víkkar sjóndeildarhringinn gott að geta sinnt. Auk þess víkka ég tengslanetið og sjóndeildarhringinn sem ég býst ekki við að geta með því að vera einungis á Íslandi,“ segir Gísli. Hann fór á sínum tíma sem læknakandidat í fram- haldsnám í Vesterås í Svíþjóð og var þar í tvö ár. Hann lauk síðan námi í Tromsö, þar sem honum og fjöl- skyldu leið vel og þau ákváðu að vera þar áfram. „Þarna var tekið fjarskalega vel á móti okkur og við vorum í áratug í Tromsö. Ég var orðinn yfirlæknir þarna og kominn í stjórn deildarinnar og þar sem mik- ill vilji var til að halda mér í Tromsö varð niðurstaðan sú að ég er þar eina viku í mánuði. Þeir borga farið fyrir mig þannig að þetta er kostnaðarlítið fyrir mig,“ segir Gísli. Tvo mánuði á árinu sleppir Gísli Noregsferð, þ.e. í jólamánuðinum og einum mánuði yfir hásumarið. 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EIGINFJÁRHLUTFALL Landsnets hf., sem á og rekur allar helstu flutningslínur rafmagns á Ís- landi, er orðið neikvætt eftir mikla veikingu krón- unnar á þessu ári. Þetta staðfesti Þórður Guð- mundsson, forstjóri Landsnets, í samtali við Morgunblaðið í gær. Landsnet er samkvæmt því tæknilega gjaldþrota eins og staða fyrirtækisins er núna. Rekstrarhagn- aður Landsnets fyrstu níu mánuði ársins var um 3,6 milljarðar króna en vegna mikillar veikingar krónunnar var tap á sama tímabili um 8,1 millj- arður. Munar þar mikið um að skuldir Landsnets, sem eru í erlendri mynt, hafa hækkað um rúmlega 60 prósent á þessu ári, farið úr 34 milljörðum í rúm- lega 55 milljarða. Þórður segir rekstrarhæfi Landsnets traust og stöðugt en bregðast þurfi við stöðunni sem upp er komin. „Miðað við óbreytt gengi [krónunnar] er eigið fé félagsins neikvætt. Ef endurmat á eignum leiðir ekki til þess að eigið fé verður jákvætt að nýju, sem ég geri þó ráð fyrir, þarf að gera eig- endum fyrirtækisins viðvart með endurfjármögnun í huga.“ Framkvæmdaáætlanir Landnets eru í upp- námi þar sem aðgengi að lánsfé er ekki fyrir hendi, að sögn Þórðar. Það er sama staða og orkufyr- irtækin í landinu búa við en endurskoðun á fram- kvæmdaáætlunum fyrirtækjanna stendur nú yfir. Í lok september var eiginfjárhlutfallið jákvætt um 6,3 prósent en frá þeim tíma hefur krónan veikst um rúmlega 20 prósent gagnvart erlendum gjaldmiðlum, sé mið tekið af skráðu gengi Seðla- banka Íslands. Þórður segir endurmat á eignum fara fram í lok ársins og að því loknu megi búast við að eiginfjár- hlutfallið verði jákvætt að nýju. Við endurmat á eignum er meðal annars stuðst við mat á því hvað bygging þeirra mannvirkja sem fyrirtækið á kost- ar. Samhliða veikingu krónunnar og almennri hækkun á hráefni hefur kostnaður við byggingu mannvirkja almennt hækkað. Meðal annars þessir þættir geta þýtt að virði eigna Landsnets aukist við endurmat á eignum. Eigið fé Landsnets neikvætt  Landsnet tæknilega gjaldþrota  Skuldir hafa hækkað um rúm 60% á árinu vegna veikingar krónunnar  Endurmat eigna fer fram í lok ársins Í HNOTSKURN »Hlutverk Landsnets erað annast flutning raf- orku og kerfisstjórnun samkvæmt ákvæðum raforkulaga. Fyrirtækið má ekki stunda aðra starfsemi en lögin segja til um. »Landsvirkjun er stærstieigandi Landsnets með ríflega 64 prósenta hlut. Aðrir eigendur eru RARIK (22,51%), Orkuveita Reykjavíkur (6,78%) og Orkubú Vestfjarða (5,98%). » Í stjórn Landsnets eruPáll Harðarson, sem er stjórnarformaður, Auður Finnbogadóttir og Kristján Jónsson. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Horfa fram á óræðan vetur Blönduós Íslenski hesturinn á ættir sínar að rekja aftur á landnámsöld. Hann hefur því fylgt landanum gegnum aldirnar og þolað með honum bæði súrt og sætt. Þessir glaseygðu og blesóttu hestar horfa fram á óræðan vet- ur hvergi smeykir því hverjum vetri fylgir vor. RÚMLEGA 78% landsmanna telja að álver hafi frekar eða mjög jákvæð áhrif á ís- lenskt efnahags- líf. Rúmlega átta prósent telja áhrifin frekar eða mjög nei- kvæð. Þetta kemur fram í nið- urstöðum landskönnunar sem Capacent Gallup gerði í október fyrir Alcoa Fjarðaál. Tæp 49% landsmanna eru nú frekar eða mjög jákvæð gagnvart byggingu álvera og hefur þeim fjölgað um átta prósent á tveimur árum. Rúmlega 32% landsmanna eru hins vegar frekar eða mjög nei- kvæð gagnvart byggingu álvera og hefur þeim fækkað um 6 prósent frá 2006. Jákvæðni gagnvart álverum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.