Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Sigurbjörn Einarsson biskup er eitt mesta sálmaskáld íslensku þjóðarinnar á síðari tímum. Sálmar hans og bænir eru mikilvæg í helgihaldi kirkjunnar og trúarlífi einstaklinga hér á Íslandi og veita leiðsögn og huggun trúar og vonar. Bókin geymir heildarsafn sálma hans og ljóða. www.skalholtsutgafan.isFÆST Í KIRKJUHÚSINU OG ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM DALAI Lama, útlægur leiðtogi Tíb- eta, hvetur félaga sína í útlegðinni til að bæta samskiptin við kínversk- an almenning og segist ávallt hafa haft fulla trú á honum. Kínversk stjórnvöld beiti harkalegri kúgun í Tíbet og því verði að fara varlega, annars væri mikil hætta á ferðum. Hann segir trú sína á leiðtogana í Peking hafa dvínað. En Kína væri að breytast og Tíb- etar yrðu að nýta vel þau tækifæri sem þá byðust. Leiðtoginn, sem nú er 73 ára gamall, sagðist ekki ætla að draga sig í hlé. Ummælin féllu á fundi útlaganna í borginni Dhara- masala í Indlandi en þar hafa þeir haft aðalbækistöð sína frá því að Dalai Lama flúði frá heimalandinu 1959. Reuters Ræði við kínverska alþýðu Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SVISS hefur lengi verið ein af mið- stöðvum fjármálalífs í heiminum, svo mikil eru umsvif bankakerfisins að það er um sjö sinnum stærra en ár- leg þjóðarframleiðsla. En stóru bankarnir hafa farið óvarlega og ný- lega þurfti sá öflugasti, UBS, að leita til stjórnvalda um aðstoð. Á vefsíðu BBC er sagt að álit þessa gamla og virðulega banka hafi beðið svo mik- inn hnekki að það verði aldrei samt aftur. UBS veðjaði m.a. á húsnæðislána- markaðinn í Bandaríkjunum og verðið á hlutabréfum hans hefur lækkað um helming á fáeinum mán- uðum. Aðalstöðvar UBS eru við Paradenplatz í Zürich en nú kalla margir torgið Piratenplatz [Sjóræn- ingjatorg] í háðungarskyni við fyr- irtækið. Mörg þúsund manns eiga hlut í bankanum, einkum fullorðið og ráðsett fólk og hluturinn er oft lítill. En hann átti að heita alveg tryggur. „Við vissum auðvitað að fjárfest- ingar eru áhættusamar en við gerð- um ekki ráð fyrir þessu,“ sagði einn hluthafanna á neyðarfundi með ráða- mönnum UBS snemma á árinu. „Nú viljum við vita hver bar ábyrgðina.“ Laun stjórnenda UBS voru með þeim hæstu sem þekktust í álfunni og þar að auki fengu þeir geysimikla kaupauka, stundum löngu eftir að hrunið var staðreynd. „Viljum vita hver bar ábyrgðina“ Hluthafar UBS-bankans í Sviss reiðir Í HNOTSKURN »Einn af hluthöfunum stökká fundi upp á sviðið, sneri sér að forstjóra UBS, Marcel Ospel, og sagði honum að „skila aftur stóra kaupauk- anum, strax!“ Ef Ospel væri svangur þá gæti hann fengið pylsur sem maðurinn veifaði við nefið á forstjóranum. »Svisslendingar töldu aðUBS væri afar varkárt fjármálafyrirtæki og hefna sín nú með því að færa viðskipti sín til annarra banka. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TAKAST mun að vinna bug á fjár- málakreppunni á næstu 18 mánuð- um þótt hún sé afar erfið viðureign- ar, segir í lokayfirlýsingu leiðtoga 21 aðildarríkis APEC, efnahagssam- taka Asíu- og Kyrrahafsríkja, sem luku tveggja daga fundi sínum í Perú í gær. „Við munum bregðast hratt og af festu við væntanlegu samdráttar- skeiði,“ segja leiðtogarnir. Eining var um að berjast gegn því að einstök ríki beittu innflutnings- hömlum og öðrum verndaraðgerðum til að verja eigið atvinnulíf fyrir sam- keppni á heimsmarkaði. Ríki APEC heita því líka að leggja sig fram um að leysa þráteflið í Doha-viðræðun- um um aukið viðskiptafrelsi. Áherslan á viðskiptafrelsi þykir nokkur sigur fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta sem hefur varað mjög við því að einstök ríki noti inn- flutningshömlur til að tryggja við- gang innlendra fyrirtækja og verja störf. Bendir hann á að slíkar ein- hliða aðgerðir hafi gert kreppuna 1929 enn verri en ella. Fulltrúar Mexíkó og Kanada létu í ljós áhyggjur af því að verðandi for- seti Bandaríkjanna, Barack Obama, vildi endurskoða NAFTA, fríversl- unarsamning N-Ameríkuríkja. Benda Mexíkóar m.a. á að verði þrengt að þeim með beinum og óbeinum innflutningshömlum muni það merkja að enn fleiri landar þeirra reyni að komast með ólögleg- um hætti til Bandaríkjanna. Bandarísku bílarisarnir, GM, Ford og Chrysler, reyna nú ákaft að fá stjórnina í Washington til að styðja innlend bílafyrirtæki með fé og segja að ella blasi við gjaldþrot og atvinnuleysi. Obama hefur heitið þeim stuðningi en hann naut mikils stuðnings stéttarfélaga í bílaiðnaði Michigan í forsetakosningunum. Leiðtogar APEC vara við verndarstefnu Segja kreppuna vara næstu 18 mánuði Í HNOTSKURN »Margir segja að gömlu bíla-risarnir vestra beri sig ekki vegna þess að þeir séu ofmann- aðir og framleiði bíla sem fólk vilji ekki. Samningar við verka- lýðsfélögin tryggi einnig þeim sem missa vinnuna svo há eft- irlaun að fyrirtækin standi alls ekki undir þeim. »Erlend bílafyrirtæki í land-inu eru flest rekin með hagnaði en þau hafa ekki sam- ið við stéttarfélögin á þessum nótum. EVRÓPUSAMBANDIÐ hyggst að sögn Jyllandsposten leyfa notkun umbúða úr háþróuðum efnum sem hægt er að láta ilma af lokkandi kjöti eða öðrum mat. Bannað verður að blekkja neyt- andann, láta t.d. umbúðir um skemmda ávexti ilma eins og ferska. En reynslan í löndum þar sem umbúðirnar eru nú notaðar bendir til þess að fólk sé enn tor- tryggið enda umbúðirnar dýrari. kjon@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Hráskinka Bráðum ilmandi plast? Umbúðir sem ilma BRESKRI hjálparstofnun, Merlin, tókst í gær að flytja lyf og önnur neyðargögn til um 40.000 manns sem hafa verið án aðstoðar í Aust- ur-Kóngó í 10 daga. Fólkið lokaðist inni á svæði sínu þegar uppreisnarmenn undir for- ystu Laurents Nkunda tóku svæðið. Um 250.000 manns hafa flúið heim- ili sín síðan í ágúst vegna bardaga liðs Nkunda og stjórnarhersins. kjon@mbl.is Nauðstaddir fá loks lyf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.