Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FJÖLBREYTTUR gróður með fuglalífi þar sem áður var gróður- vana sandur. Þessi draumur land- græðslumanna hefur sannarlega ræst á Skógeyj- arsvæðinu í Hornafirði. Á tveimur áratug- um hafa nær fimm þúsund hektarar gróð- urs komið í stað- inn fyrir svartan sandinn. Og Landgræðslan vill halda áfram á þessari braut. Landgræðsla ríkisins var um síðustu áramót flutt yfir í um- hverfisráðuneytið og í stefnu stofnunarinnar frá því í ársbyrjun er m.a. lögð áhersla á auðlindir, arfleifð og lífsgæði. „Þar er sú stefna sett fram að við viljum end- urheimta glatað votlendi,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri. „Við viljum vinna að þessu markmiði fyrst og fremst með því að græða upp sanda þar sem grunnvatnsstaðan er samt sem áð- ur það há að gróðurframvindan geti þróast yfir í votlendisgróður. Frábært dæmi um þetta er á Skóg- eyjarsvæðinu í Hornafirði þar sem gróðurinn er óðum að breytast í votlendisgróður. Þar var í upphafi sáð grasteg- undum og borinn mikill áburður á til þessa að hefta sandfok. Nú ræð- ur gróðurinn ríkjum og fjölbreyti- leiki tegunda er talsverður. Auk þessa höfum við bundið mikið af kolefni bæði í jarðvegi og gróðri með þessari landgræðslu,“ segir Sveinn. Víða verkefni meðfram suðurströndinni Auk Skógeyjarsvæðisins er stórt verkefni í gangi á Landeyjasandi og segir Sveinn að framhald verk- efna gæti verið víða meðfram suð- urströndinni og t.d. í Vestur- Skaftafellssýslu sé ærið verk að vinna.Víða þar sem grafið er í þessi sandsvæði er komið niður á mýrartorf sem sýnir að þessi svæði voru mýrlendi áður en þau fóru undir sand. Á fagmáladögum Landgræðsl- unnar í liðinni viku var lögð áhersla á vatn og land og þá sér- staklega á endurheimt votlendis. Starfsfólk tók þátt í að móta að- komu stofnunarinnar og samstilla viðhorfin. Margir sérfræðingar tóku þátt í fagmáladögunum og var fjallað jöfnum höndum um rannsóknir, lög og tilskipanir. Landgræðslan hefur verið ráð- gefandi fyrir opinberar stofnanir eins og Vegagerðina. Þar á bæ er það nú orðin viðtekin venja að þar sem lagðir eru nýir vegir yfir mýr- ar vill Vegagerðin endurheimta votlendi á einhverjum öðrum stað. Landgræðslan er þá kölluð til ráð- gjafar og segir Sveinn að vilji sé til að auka þennan þátt í starfsem- inni. Sveinn segir að Landgræðslan sé í nánu samstarfi við systurstofn- anir í umhverfisráðuneytinu og við nýlega stofnað Votlendissetur, sem er rannsóknasetur við Landbún- aðarháskólann á Hvanneyri. Sveinn segist sannfærður um að- vatnið sé ein af okkar verðmæt- ustu auðlindum. Víða um heim sé barist um vatn og vatnsréttindi og sú barátta muni aukast með hlýn- andi veðri og vatnsskorti víða um heim. Því sé brýnt fyrir okkur að huga vel að þessari mikilvægu auðlind. Ljósmynd/Magnús Reynir Jónasson Skógey Þetta svæði var svartur sandur áður en aðgerðir Landgræðslunnar hófust fyrir um 20 árum. Nú eru þarna um fimm þúsund hektarar af fjölbreyttum gróðri og talsvert fuglalíf. Ljósmynd /Elín Heiða Valsdóttir Verk að vinna Gróðureyðing út frá Skaftá í Eldhrauni. Landgræðslan hefur nýlokið úttekt á landbroti, uppblæstri og gróðureyðingu á Skaftárafrétti. MEÐAL lögbundinna verkefna Landgræðslunnar eru varnir gegn landbroti af völdum fallvatna. Í ár verður varið um 76 milljónum króna til þessa verk- efnis, en Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, telur að gera mætti átak í þessu umhverfisvæna verkefni og efla um leið atvinnu í byggðum landsins á erfiðum tímum. „Landgræðslan hefur komið því á framfæri við ráðherra og ráðuneyti að ef stjórnvöld ætla að setja fjármuni í að skapa og auka atvinnu út um landið þá sé þarna kjörið verkefni. Ýmsir smærri verktakar geta lagt hönd á plóginn við að lagfæra landbrot þar sem ár hafa verið að eyða landi og slíkt væri virkilega mikilvægt í byggðum landsins,“ segir Sveinn. Land brýtur við flestar stærri árnar Landbrotsverkefni Landgræðslunnar hafa verið unnin í nánu samstarfi við Vegagerðina, sem hefur verið virk í gróðurbótum. Við byggingu samgöngu- mannvirkja hefði ám oft verið beint undir brýr, stundum hefðu ár verið sameinaðar til að lækka kostnað við mannvirki og lagt hefði verið í fram- kvæmdir til að verja vegi fyrir ágangi vatna. „Það er alveg ljóst að margar fyrri aðgerðir við ár og vötn hafa valdið því að nú er að brjóta land á nýjum stöðum. Ég get nefnt sem dæmi land við Hörgá í Hörgárdal og á Suðurlandi má nefna ár undir Eyjafjöllum. Við flestar stærri árnar brýtur eitthvert land og það er því af nógu að taka við að berjast gegn landbroti,“ segir Sveinn. Náttúrulegir ferlar og hamfarir Í öðrum tilvikum sé ekki um manngerðar fram- kvæmdir að ræða heldur eðlilega náttúrulega ferla, t.d. þar sem jökulár séu að velta sér í farvegi og breyta sér. Loks sé við náttúruöflin að etja eins og Skaftárhlaup annað hvert ár að meðaltali. Landgræðslan hefur nýlokið úttekt á landbroti, uppblæstri og gróðureyðingu á Skaftárafrétti og í Eldhrauni fyrir umhverfisráðuneytið. Hlaupvatnið flytur með sér óhemju magn af jökulleir og sandi inn á gróið land. Farvegir þéttast af jökulleirnum og Skaftárhlaupin fara síðan yfir æ stærri svæði í hvert skipti, þó breytilegt eftir staðháttum. „Þetta eru náttúrulegar hamfarir, sem við ráðum ekki við að stöðva, en við gætum dregið úr áhrifum þeirra,“ segir Sveinn Runólfsson. Aukin atvinna gegn landbroti Landgræðslan hefur vaxandi áhyggjur af óþarfa girðingum víðs vegar á landinu. Þessar girðingar eru margar frá gamalli tíð og á vegum fjölmargra aðila svo sem ríkisstofnana, sveitarfélaga og landeigenda. Land er enn að eyðast alltof víða en í hlýnandi veðurfari er land þó að gróa sérstaklega á láglendi og sauðfé hefur fækkað mikið og þar af leiðandi eru margar girð- ingar orðnar óþarfar. Einnig hefur mikill árangur náðst í baráttunni við sauðfjársjúkdóma og ekki lengur þörf á öllum þeim sauð- fjárveikivarnargirðingum sem enn standa. Það eru einnig margir aðrir að- ilar sem eiga mikið af girðingum sem þjóna ekki lengur uppruna- legum tilgangi sínum. Landgræðslustjóri áætlar að girðingar sem mættu og ættu að hverfa gætu verið um 1.500 kíló- metrar, eða sem nemur girðingu meðfram öllum hringveginum öðr- um megin. Til skaða og skapraunar „Þessar girðingar eru til skaða og skapraunar,“ segir Sveinn Runólfs- son. „Þær eru hættulegar fyrir fé og hamla för gangandi fólks. Síð- ast en ekki síst þá er mjög um- hverfisvænt að losna við þessar girðingar. Landgræðslan hefur ekki fjármagn til að ráðast í niðurrif á þessum girðingum, en ef ríkisstjórnin vill og spár rætast um aukið atvinnu- leysi þá er þetta mannfrekt verk- efni og ekki mjög fjárfrekt,“ segir Sveinn. Óþarfa girðingar meðfram hringveginum Sandurinn vék fyrir þús- undum hektara gróðurs Sveinn Runólfsson Landgræðslan leggur áherslu á endurheimt votlendis og uppgræðslu sanda með háa grunnvatnsstöðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.