Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 ✝ Ómar Ingi Ol-sen Ómarsson fæddist í Reykja- vík 8. febrúar 2008. Hann lést 15. nóv- ember sl. aðeins níu mánaða gamall. Foreldrar hans eru Hanna Lovísa Olsen, skrif- stofumaður hjá Ac- tavis, f. 2.9. 1978 í Reykjavík, dóttir hjónanna Absalons Olsen, stýrimanns í Hafnarfirði, f. 28.8. 1945, og k.h. Ingibjargar Olsen, f. 6.10. 1946, bæði af færeyskum ættum, og sambýlismaður Hönnu, Ómar Þór Júlíusson, vél- stjóri og rafvirki, f. 20.4. 1972 á Akureyri, sonur hjónanna Júl- íusar Unnars Jóa- kimssonar, vél- stjóra á Grenivík, f. 6.11. 1942 á Merki- gili í Eyjafirði, d. 4.7. 2005, og konu hans Sigurlaugar Svövu Kristjáns- dóttur, matráðs- konu, f. 1.1. 1952 á Grund í Grýtubak- kahr. í S-Þing. Hálfbræður Óm- ars Inga eru Jóhan Alexander Olsen Pálmason, f. 18. september 1997 í Reykjavík, og Sigurður Þór Ómarsson, f. 31. júlí 1998 í Reykjavík. Útförin fer fram í dag frá Hafnarfjarðarkirkju og hefst at- höfnin kl. 13. Elsku litli bróðir minn er nú uppi í himnaríki hjá afa Júlla sem á eftir að passa hann vel. Við söknum hans mikið. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Sigurður Þór bróðir. Elsku litli ömmustrákur. Þegar ég sest niður og minnist þín veit ég ekki hvað segja skal um þá staðreynd að þú skulir hafa farið svo fyrirvaralaust frá foreldrum, bræðr- um, ömmum og öfum sem elskuðu þig takmarkalaust. Af hverju fæðast börn sem auðn- ast ekki að lifa hjá okkur nema í stuttan tíma? Þessi stutta ganga með þér gleymist ekki, heimsóknin til ömmu í sumar var yndisleg. Heimsóknin í Hafnarfjörðinn í september þegar þú sast í fyrsta skipti einn með að- stoð ömmu. Þegar pabbi þinn hringdi 6. nóvember og sagði frá því að þú hefðir staðið einn upp í rúminu þínu þá gladdist amma yfir fram- förum þínum. Sökum þess að búa hvort á sínum landshlutanum voru stundirnar okk- ar ekki margar en þær voru góðar þegar við hittumst – þær geymi ég í hjarta mér um ókomin ár. Ég efast ekki um að afi tekur vel á móti þér og eins og Siggi bróðir þinn sagði, þá ert þú í góðum höndum. Elsku Ómar minn, Hanna mín, Siggi Þór, Jóhan og allir þeir sem unnu þessum sólargeisla. Það kemur enginn í hans stað og á þessum tíma- mótum finnst okkur óréttlætið mis- kunnarlaust og lífið grimmt en með tímanum lærum við að leggja sárs- aukann til hliðar. Góður Guð gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorgina og sökn- uðinn. Farðu í Guðs friði, elsku litla ömmuljós, ég á eftir að sakna þín. Þú kvaddir þegar blómin fóru að falla og fölva haustsins sló á sumarskraut. Þú hafðir gengið götu þína alla og gæfu notið hér á lífsins braut. Það syrtir að og söknuðurinn svíður, hann svíður þó að dulin séu tár en ævin okkar eins og lækur líður til lífsins bak við jarðnesk æviár. Og tregablandin hinsta kveðjan hljómar svo hrygg við erum því við söknum þín, í hugum okkar stjarna lífs þíns ljómar, sem ljós á vegi í brjóstum okkar skín. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir) Amma Sigurlaug. Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Hugur okkar er hjá þeim sem syrgja, elsku Ómari, Hönnu, bræðr- um og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Steingerður, Bjarki og börnin. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Elsku Ómar, Hanna, Siggi, Jóhan og fjölskyldan öll, hugur okkar er hjá ykkur. Minningin um fallegan og góðan dreng lifir. Marsibil, Regína, Valgerður og fjölskyldur. Elsku litli frændi. Það er erfiðara en orð fá lýst að þurfa að kveðja svona lítinn og fal- legan dreng sem átti framtíðina fyr- ir sér. Hinn 6. nóvember, á afmæl- isdaginn hans afa Júlla, stóðst þú upp í fyrsta skipti og byrjaðir að undirbúa þig fyrir göngu lífsins. Skyndilega var fótunum kippt und- an þeirri göngu sem framundan var, bæði hjá þér og fjölskyldu þinni. Við sem eftir sitjum skiljum ekki svona ákvörðun og munum aldrei skilja hana. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Elsku Ómar, Hanna, Jóhan og Siggi, Guð veiti ykkur styrk til að halda göngunni áfram og veri með ykkur í þessari miklu sorg. Jóakim, Berglind, Agnes, Almar og Júlíus. Elsku Ómar Ingi, ég sakna þín svo mikið að mig verkjar í hjartað. Manni finnst þetta svo ósanngjarnt að mér fallast bara hendur. Eitt er mér þó mikið í huga og það eru minningarnar sem ég á með þér sætastur eins og ég kallaði þig svo oft, ég er þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér og þær mun ég geyma í hjartanu og huganum alltaf. Þú varst svo fallegur og brosmildur að maður bara bráðnaði þegar mað- ur sá þig og gat varla látið þig vera. Sorgin er svo mikil að því fær ekki lýst , ég er að knúsa þig í huganum elsku ómar Ingi. Hvíldu í friði og megi Guð vera með þér og fullt af englum. Elsku Hanna Lovísa, Ómar Þór, Jóhann, Siggi og fjölskylda Megi æðri máttur vera með ykkur og styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Blessuð sé minning Ómars Inga Ómarssonar fallega drengsins ykkar. Þín vinkona, Eva Dögg og fjölskylda. Ómar Ingi Olsen Ómarsson Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá hjarta mínu berst falleg rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem ykkur er ætlað að gleðja. (Höf. ók.) Það er erfitt að setjast niður og skrifa minningargrein um elsku- legan vin og félaga til margra ára. Ég kynntist Gunnari Jónssyni, eða Gunna dúk eins og hann var yf- irleitt kallaður, er ég var að vinna á veitingahúsinu Aski árið 1967 en þá var hann að dúkleggja þar. Er ég og mágur minn opnuðum veit- ingastað okkar, Lauga-Ás, kom enginn annar en Gunni dúkur til greina til að dúkleggja þar og allt sem því við kom. Enda varð hann okkar dúklagningameistari alla tíð og þegar hann gat ekki unnið verkið sjálfur, þá vildi hann hafa hönd í bagga með því. Það var vandfundinn eins góður fagmaður og Gunni dúkur og það sýndi sig líka, því eftirsóttur var hann í hvaða verki sem viðkom faginu. En Gunni var meira en dúklagn- ingameistari, því hann var frábær félagi. Það eru margar dásamlegar stundir sem ég og Bára áttum saman með þeim hjónum Rítu og Gunna, s.s. veiðiferðir í Hvítá í Borgarfirði með gistingu í Húsa- felli. Þar var hann á heimaslóðum, því fáir held ég að hafi þekkt ána betur en Gunni vinur. Hann var búinn að stúdera ána mikið, því hann var í sveit í Fljótstungu og vissi því manna best hvar hægt var að fá fisk. Eitt sinn sem oftar fór- um við í veiðiferð í Hvítá að hausti til. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir fórum við í bíltúr niður að á, en þar voru menn að veiða úti í miðri á og voru að kasta flugu. Þá segir Gunni við mig: „Ekki fá þeir mikið þessir“ enda fengu þeir bara tvo fiska. Þeir spurðu hvort við værum að fara að veiða daginn eft- ir og við jánkuðum því. Þá var spurt hvort við værum með flugu, við sögðum nei. „Nú, eruð þið kúluvarparar?“ og við jánkuðum því. Er við, daginn eftir, vorum komin niður að á kl. 10 þá sagði Gunni hvar væri best fyrir okkur að vera og það var byrjað að veiða og kl. 13 vorum við búin að fá 20 stórar og fínar bleikjur. Svona veiðifélagi var Gunni, hann vissi hvar fisk var að fá. Flateyjarferðir með Gunna og Rítu voru alltaf skemmtilegar enda Gunnar Jónsson ✝ Gunnar Jónssonfæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1940. Hann lést á líknardeild Landspítala, Kópa- vogi, 4. nóvember sl. Útför Gunnars hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. var Gunni alltaf hrókur alls fagnaðar, hvort sem var farið til að slaka á eða eitt- hvað þurfti að lag- færa. Þá stóð aldrei á vininum að koma með verkfæra- töskuna, enda dúk- lagði hann öll gólf í Vesturbúðum á sinn snilldarhátt. Eins voru spilakvöldin og svo þorrablótin sem hann kom á fót, og voru Siggi bróðir hans og Kiddý konan hans með okkur í því. Er Gunni vinur greindist með lungnakrabba tók hann því með stakri karlmennsku og ró og var ekki að barma sér þó maður sæi að honum leið ekki vel. Aldrei kvart- aði hann og þó líkaminn gæfi sig smátt og smátt vantaði aldrei grín- ið eða kímnigáfuna enda vissi hann allt fram á síðasta dag hvað um var talað og átti svör við öllu. Elsku Ríta, missir þinn er mikill enda var Gunni frábær eiginmað- ur, elskulegur faðir og dásamlegur afi. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Guð blessi ykkur öll. Ragnar og Guðlaug Bára. Kæri Gunnar mágur. Ég ætla ekki að skrifa langa lof- rollu um þig, þér hefði ekki líkað það. Mig langar samt til að þakka þér ljúfa og góða samveru í um 47 ár. Þú komst í fjölskylduna sem maðurinn hennar Rítu systur. Þið voruð svo samrýmd hjón að sjald- an var annað nefnt án þess að hitt væri nefnt um leið. Alltaf var stutt í húmorinn hjá þér og svolítið stríðinn varstu, en alltaf á góðu nótunum, engan vild- irðu særa. Þú varst sérstaklega natinn við börn, gafst þér alltaf tíma til að spjalla við smáa fólkið í fjölskylduboðunum. Fyrir um 2 ár- um fékstu illvígan sjúkdóm og þú barðist hetjulega við hann með hjálp þinnar góðu konu og barna þér við hlið. En þinn tími var kom- inn hinn 4. nóvember. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ríta, Guðjón, Rakel, Helga, Halldór og barnabörn, megi minningin um yndislegan mann styrkja ykkur öll. Kærar kveðjur. Ágústa Ágústsdóttir og fjölskylda. Félagi Halldór Jakobsson hefur nú kvatt okkur. Það var á sjöunda áratugnum sem þeir hófu að spila saman einu sinni í viku, Hall- dór, Sigurbjörn Björnsson garð- Halldór B. Jakobsson ✝ Halldór BjarniJakobsson fæddist á Skóla- vörðustíg 33 b 1. janúar 1917. Hann lést 10. nóvember sl. Jarðarför Hall- dórs fór fram frá Fossvogskirkju 18. nóvember sl. yrkjumaður, Einar Andrésson bóksölu- maður og Guðmund- ur Hjartarson seðla- bankastjóri. Jónsteinn Haralds- son tók svo sæti Ein- ars þegar hann féll frá. Hrafnkell tók við af Sigurbirni. Þessir fjórir spiluðu svo saman á meðan heilsa Guðmundar entist. Þegar hann hætti var saga klúbbsins öll. Þessi klúbbur hélt vel saman og nutu menn félagsskaparins auk spilamennskunnar enda þurftu þeir oft að ræða alvarlegri mál eins og ástand þjóðmálanna. Ekki voru menn alltaf sammála þó markmiðið væri eitt. Við hófum alltaf spilamennskuna á slaginu kl.19:00 og sátum til klukkan 2-3 en með aldrinum styttum við það fram að miðnætti. Alltaf var höfð smá brjóstbirta með til að skerpa heilasellurnar en hún aldrei snert fyrr en um miðja spilamennsku. Halldór var mikill heiðursmað- ur, sagði aldrei styggðarorð við nokkurn mann, a.m.k. svo okkur væri kunnugt. Hann var því alltaf varfærinn þegar við ræddum um menn og málefni. Guðmundur var ekki jafn varfærinn, þess vegna var það að ef Guðmundur þurfti að koma á framfæri óánægju um sagnir eða spilamennsku Halldórs þá fékk ég ákúrurnar (JH). Eitt sinn er mér þótti of langt gengið sagði ég honum að ég væri enginn helv … Albani. Það skildu allir, kannski eru einhverjir sem skilja enn þann „málshátt“. Þetta er nú aðeins sagt til að undirstrika hvað við virtum mikið heiðursmanninn Halldór Jakobsson. Við viljum ljúka þessum fáu kveðjuorðum með því að þakka Halldóri þær mörgu ánægjustundir er hann veitti okkur. Halldór, vertu sæll og við send- um fjölskyldu þinni og vinum þín- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur frá Jónsteini Haraldssyni og Hall- dóru, Hrafnkeli Björnssyni og Dag- björtu. Jónsteinn Haraldsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.