Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 31
Menning 31FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 FRÉTTASKÝRING Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í SEPTEMBER 2007 var Sam- keppniseftirlitinu tilkynnt um vænt- anlegan samruna JPV útgáfu, Máls og menningar - Heimskringlu og Vegamóta, en bæði Mál og menning - Heimskringla og Vegamót voru í eigu Máls og menningar útgáfufélags og höfðu Vegamót keypt allan bókalager og útgáfurétt af Eddu út- gáfu. Að mati Samkeppniseftirlitsins myndi þessi samruni hafa í för með sér að sameinað fyrirtæki, sem fékk heitið Forlagið, myndi ráða yfir um 60% markaðshlutdeild og því setti stofnunin skilmála fyrir sameining- unni. Í úrskurði stofnunarinnar sem birtur var á vef Samkeppniseftirlits- ins 5. febrúar sl. er skýrt frá því að Forlagið hafi gengist undir sátt sem fæli í sér tuttugu og eitt tölusett skil- yrði, m.a. „að Forlagið láti frá sér til- tekin útgáfuréttindi, þ.e. réttindi til að gefa út tilteknar bækur og ritsöfn, ásamt birgðum af þessum bókum og ritsöfnum, í því skyni að draga úr markaðsstyrk samrunaaðila gagn- vart keppinautum“ eins og segir í álitinu. Tvö sölutímabil Ekki var getið um það í sáttinni um hvaða verk væri að ræða og ekki heldur um tímamörk á sölunni önnur en þau að sölunni væri skipt í tvö tímabil þar sem Forlagið hefði fyrra tímabilið til að selja vöruna, en ef það gengi ekki myndi Samkeppniseftir- litið skipa söluaðila sem myndi ann- ast sölu á verkunum á síðara tíma- bilinu. Ekki kemur fram í úrskurðinum hvaða verk Forlagið ætti að selja frá sér og hver tímabilin eru. Ekki hefur heldur tekist að afla upplýsinga um tímamörk, en 17. maí kom í ljós hvaða verk var um að ræða því þá auglýsti Forlagið til sölu allan lager og útgáfugögn eftirtalinna verka: Ritverka Halldórs Laxness, Ensk- íslenskrar orðabókar, Íslenskrar orðabókar, Íslendingasagna og Sturlungu, Sögu Reykjavíkur og Ís- lenskra samtíðarmanna. Kostnaðurinn vex í augum Samkvæmt heimildum frá bókaút- gefendum hafði öllum félögum í Félagi íslenskra bókaútgefenda þá borist bréf frá Forlaginu þar sem þeim var tilkynnt að þessi verk væru til sölu. Undirtektir voru að sögn dræmar, mönnum óx í augum kostn- aður vegna ritanna, enda ljóst að verðmæti verkanna hlypi á hundr- uðum milljóna króna. Í júlí síðastliðnum rann svo út út- gáfusamningur erfingja Halldórs Laxness við Forlagið, en samkvæmt sáttinni var Forlagið skuldbundið til að gera hvorki nýjan útgáfusamning um verk Halldórs, né að endurnýja þágildandi útgáfusamning. Erfingjarnir vilja Forlagið Að því er kom fram í samtali við Guðnýju Halldórsdóttur í maí vildu erfingjarnir að Forlagið sæi um út- gáfuna áfram enda þurfi stöndugt fyrirtæki til að annast hana í ljósi þess að vilji handhafa höfundarrétt- arins er að allar bækur Halldórs séu fáanlegar á markaði. Einnig hafi Forlagið séð um samskipti vegna út- gáfu á verkum Halldórs erlendis, kynnt Laxness um leið og aðra höf- unda, sent eintök til erlendra útgef- enda og svo mætti lengi telja, en starfandi er í Danmörku umboðs- maður fyrir verk Halldórs ytra. Erfingjar Halldórs Laxness eru í þeirri óvenjulegu stöðu að geta ekki samið um útgáfuréttinn við það fyr- irtæki sem þeim þykir hagfelldast að semja við og í raun komnir í þá stöðu að ekki virðist neitt útgáfufyrirtæki íslenskt nema Forlagið geta tekið að sér útgáfuna með þeim skilmálum sem erfingjarnir telja sýna höfund- arverki nóbelsskáldsins sóma. Beðið til 2010? Eins og áður er getið eru tíma- mörk á sölunni ekki gefin upp, en ekki er ólíklegt að þau hafi verið ár og renni því út í byrjun febrúar næst- komandi. Ef svo er má telja líklegt að seinna sölutímabil sé jafn langt, þ.e. ár, og í ljósi þess að ekki er líklegra að sala takist í núverandi árferði þó að umsjónarmaður skrifi félögum í Félagi íslenskra bókaútgefenda og auglýsi í dagblöðum, má gera því skóna að í febrúar 2010 verði sama upp á teningnum, þ.e. enginn með út- gáfusamning á verkum Halldórs Laxness hér á landi. (Þeir sem telja að sölumaður Samkeppniseftirlitsins eigi auðveldara með að selja lager og útgáfugögn Halldórs Laxness líti til þess að erfingjarnir eiga útgáfurétt- inn og ekki víst að þeir vilji semja við þann sem er Samkeppniseftirlitinu þóknanlegur). Í ljósi þess að líklegt er að skortur verði á einhverjum titlum í upphafi næsta árs er nokkuð ljós að enn meiri skortur verði á bókum eftir Halldór Laxness næsta haust, hvað þá í febr- úar 2010 þegar líkur benda til að seinna söluskeiði ljúki. Viðamesta verkefnið Í febrúar sl. var skýrt frá því að ís- lenskar bókmenntir verði í aðal- hlutverki á bókastefnunni í Frank- furt árið 2011, en sýningin í Frankfurt er stærsta bókakaup- stefna heims. Af því tilefni sagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir að þetta yrði „viðamesta verkefnið sem við höfum ráðist í“, en Ísland er fyrst Norðurlandaþjóða til þess að hljóta þennan heiður. Ríkisstjórnin tilkynnti að 300 millj- ónum yrði varið til verkefnisins, með- al annars til að kosta þýðingar á ís- lenskum bókmenntum, en að sögn Þorgerðar Katrínar felst tækifæri okkar í því „að við munum kynna okkar bókmenntaarf enn frekar, en ekki síður að koma á framfæri nú- tímabókmenntum“. Í því ljósi verður að telja bagalegt að á fyrri hluta árs 2010 verði hugsanlega ekkert ís- lenskt útgáfufyrirtæki með útgáfu- réttinn að verkum Halldórs Laxness og spurning hversu stór hlutur verka hans verður í þeirri kynningu á ís- lenskum bókmenntaarfi sem Þor- gerður Katrín nefnir. Haustið 2010 alltof seint Að sögn þeirra sem gerst þekkja verður allt of seint að ætla að blása til einhverrar herferðar með verk Hall- dórs Laxness haustið 2010 eða vorið 2011; útgefendur ytra séu nú þegar að ganga frá öllum samningum varð- andi útgáfumál í tengslum við bóka- stefnuna 2011. Viðmælendur mínir í útgáfuheim- inum sögðu allir ólíklegt að nokkurt fyrirtæki annað en Forlagið fengist til að taka á sig þá skuldbindingu að hafa í útgáfu öll verk Halldórs, ekki síst í ljósi þess að ýmist þyrfti við- komandi að kaupa af Forlaginu alla vinnslu við bækurnar, setningu og umbrot sem til er, eða kosta miklu til að vinna allt að nýju. Þeir töldu ekki heldur líklegt að erlendur útgefandi myndi vilja taka slíkt að sér, enda hefðu erlend fyrirtæki þreifað fyrir sér á íslenskum markaði nokkrum sinnum í gegnum árin en aldrei þótt það fýsilegt að gefa út hérlendis. Hentugt til enskunáms? Einn orðaði það svo að það eina sem erfingjar Halldórs Laxness stæðu frammi fyrir væri að falla frá þeim kröfum sem þeir hafa sett um að allar bækur hans séu jafnan til eða sætta sig við það að hann verði ekki gefinn út hér á landi næstu árin að minnsta kosti. Ég hef heimildir fyrir því að erfingjarnir hafi sent erindi til Samkeppniseftirlitsins um að fallið verði frá ákvæðum sáttarinnar hvað varðar verk Halldórs, en ekki er ljóst hvort svar hefur borist við því erindi. Eins og getið er má telja víst að fljótlega fari að bera á skorti á helstu verkum Halldórs Laxness til skóla- brúks og sumir halda því fram að svo geti farið að íslenskukennarar verði að velja sér aðra íslenska höfunda til að nota í kennslu. Í ljósi þess að verk Halldórs Laxness eru gefin út á ensku sem aldrei fyrr má kannski færa lestur á þeim inn í enskunám. Erfingjar Laxness í erfiðri stöðu Sú staða er komin upp að enginn íslenskur út- gefandi er með útgáfu- rétt að verkum Hall- dórs Laxness og gæti svo farið að sum verka hans yrðu illfáanleg. Ekki er líklegt að nið- urstaða komist í málið fyrr en 2010. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Halldór Laxness Erfingjar hans geta ekki samið um útgáfuréttinn við það fyrirtæki sem þeir kjósa. ÞAÐ lá við að maður segði gleðileg jól við næsta mann á tónleikum Sin- fóníunnar á fimmtudagskvöldið. Tón- leikarnir voru að þessu sinni haldnir í Langholtskirkju, ekki Háskólabíói, og á dagskránni var eingöngu bar- okkmúsík eftir Händel, Bach og fé- laga. Þannig músík er í senn hátíðleg og þrungin gleði, einmitt eins og manni á að líða á jólunum. Enda tengja margir barokktónlist við jólin og er undirritaður í þeim hópi. Tónleikarnir hófust á Vatnasvítu nr. 2 eftir Händel. Þrátt fyrir ögn ónákvæman trompet- og hornablást- ur í upphafi lék hljómsveitin prýði- lega. Sessunaut mínum þótti málm- blásaragengið reyndar heldur hvellt í ríkulegri endurómun kirkjunnar, en ég tel að misvægið á milli ólíkra hljóðfærahópa hafi ekki komið að sök. Hinir skæru lúðrahljómar eiga að vera áberandi, þeir skapa tign- arlega stemningu, ekki síst í byrjun tónleika. Í það heila var útkoman skemmtileg undir líflegri stjórn Nicholas Kraemers. Svipaða sögu er að segja um frammistöðu hljómsveitarinnar í öðr- um verkum á dagskránni. Að vísu var Kanón og gíga eftir Pachelbel, þar sem þrír strengjaleikarar spiluðu hraðan keðjusöng við fylgi- rödd sellós og sembals, dálítið óstöð- ug, jafnvel stressuð, en flest annað kom ágætlega út. Munaði þar mikið um skæran og fallegan söng Dom- inique Labelle, en hún söng ein- staklega glæsilega. Söngur hennar var blæbrigðaríkur, hástemmdur og tilfinningaþrunginn, án þess að eðl- islægri nákvæmni barokktónlist- arinnar væri fórnað. Hér var jafn- vægið á milli tækni og tjáningar svo gott sem fullkomið. Óneitanlega leið manni vel eftir tónleikana. Á þeim válegu tímum sem nú ríkja er slík upplifun dýr- mæt. Morgunblaðið/Valdís Thor Góð Gagnrýnandi var hrifinn af söng Dominique Labelle. Á myndinni er Labella á æfingu með hljómsveitinni í Langholtskirkju fyrir tónleikana. Ljós í myrkrinu Jónas Sen TÓNLIST Langholtskirkja Sinfóníuhljómsveit Íslands lék tónlist eft- ir Händel, Purcell, Pachelbel og Bach. Einsöngvari: Dominique Labelle. Stjórn- andi: Nicholas Kraemer. Fimmtudagur 20. nóvember. Sinfóníutónleikar bbbbn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.