Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Ífréttaskýr-inguAgnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í gær var opnaður örlítill gluggi inn í hið hrunda fjár- málalíf á Íslandi gærdags- ins. Þar var fjallað um það hvernig eigendur Glitnis, eins af stærstu bönkum landsins, notuðu fé bankans, sem var almenningshluta- félag í eigu tuga þúsunda hluthafa, til að hækka geng- ið í FL Group, öðru almenn- ingshlutafélagi og einum af eigendum bankans. Félag, sem enginn veit hver á eða hver ræður fyrir í raun, fékk tæpa 20 milljarða króna að láni hjá Glitni til að fjármagna kaup í FL Group. Viðbrögð þeirra, sem í hlut áttu í þessum viðskipt- um, hafa verið hörð eftir að fréttaskýringin birtist. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem kemur nokkuð við sögu í greininni, sagði m.a. í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að rannsaka yrði hvernig gögn, sem bankaleynd hvíldi á, hefðu komizt í hendur Morgunblaðsins. Af þessu tilefni er rétt að árétta, að umfjöllun Morg- unblaðsins um þessi mál beinist ekki að neinum ein- staklingi eða fyrirtæki öðr- um fremur. Blaðinu hefur borizt fjöldi ábendinga um meinta óeðlilega viðskipta- hætti í bankakerfinu. Mörg- um, sem störfuðu í því kerfi, er ofboðið og margir eru þeirrar skoðunar að ástæða sé til að almenningur fái að vita af því, sem aflaga fór. Morgunblaðið mun halda áfram að fylgja þessum ábendingum eftir af beztu getu. Þeim á vafalaust eftir að fjölga á næstu dögum og vikum. Það er tilgangslaust að ætla að hræða fólk frá því að koma á framfæri upplýsing- um um óeðlilega viðskipta- hætti í bönkunum. Minna má á að fyrir Al- þingi liggur frumvarp dóms- málaráðherra um stofnun embættis sérstaks saksókn- ara til að rannsaka banka- hrunið. Þar er kveðið á um sérstaka vernd uppljóstr- ara. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra sagði er hann mælti fyrir frumvarpinu: „Ég tel ekki ásættanlegt að þau mál, sem upp koma vegna bankakrepp- unnar, sem fjár- málaeftirlitið rannsakar og lýkur innan sinna vébanda, séu sveipuð leyndarhjúp. Þau mál verða að vera á borðinu rétt eins og refsi- mál, verði um þau að ræða. Almenningur á kröfu á að vita ef lög voru brotin í að- draganda hrunsins eða í kjölfar þess. Hugtök eins og þagnarskylda og banka- leynd eiga að heyra sögunni til þegar jafn mikilvægir hagsmunir eru í húfi og nú er.“ Ennfremur liggur fyrir dómur Hæstaréttar í máli, sem höfðað var á sínum tíma gegn Agnesi Braga- dóttur eftir að hún skrifaði greinaflokk í Morgunblaðið fyrir rúmum áratug um endalok Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga og aðkomu Landsbankans að því máli. Þá komst Hæsti- réttur annars vegar að þeirri niðurstöðu að blaða- maðurinn þyrfti ekki að gefa upp heimildarmenn sína í bankanum. Hins veg- ar taldi rétturinn að um- fjöllunin hefði átt erindi við almenning, hvað sem allri bankaleynd leið. Niðurstaða Hæstaréttar var þannig að Sambandið hefði verið eitt umsvifa- mesta fyrirtæki landsins og málefni þess varðað fjöl- marga aðila. Opinber um- ræða um málefni þess og skuldaskil gæti því haft al- mennt gildi, sem og umræða um hag og starfsaðferðir lánastofnana í landinu. Það sama á auðvitað við nú, um bankana og fyrir- tæki og fyrirtækjasam- steypur sem þeim tengjast. Almenningur á skýlausan rétt á að fá að vita hvað gerðist í aðdraganda fjár- málahrunsins. Þar verður ekki hægt að bera við neinni bankaleynd. Fjölmiðlar geta að sjálf- sögðu ekki tekið að sér að rannsaka þessi mál með jafnýtarlegum hætti og yfirvöld munu gera. En með umfjöllun um það, sem úr- skeiðis fór í bönkunum, veita fjölmiðlar rannsak- endunum ákveðið aðhald. Og á tímum sem þessum er allt aðhald nauðsynlegt. Almenningur á skýlausan rétt á að fá að vita hvað gerð- ist í aðdraganda fjármálahrunsins.} Bankaleynd og almannahagur Þ ÓTT fjármálahrunið undanfarið sé aðallega svartnætti er þó stöku ljósglæta í myrkrinu. Ein af þeim er að fram á sjónarsviðið hefur stokkið urmull sprenglærðra hag- fræðinga. Einhverjir höfðu reyndar áður látið ljós sitt skína, á aðra hafði heyrst minnst, en svo eru enn aðrir sem hafa sprottið fram án þess að fólk hafi græna glóru um hvaðan þeir komu eða hvar þeir hafa alið manninn. Það er auðvitað nokkuð traustvekjandi að búa í svona litlu og fámennu landi með svona marga sprenglærða hagfræðinga, en sá er galli á gjöf Njarðar að þeir hafa næstum því jafnmargar og mismunandi skoðanir og þeir eru margir. Það er því ekki hlaupið að því fyrir ráðamenn þjóðarinnar að vita hvað er rétt og hvað er röng hagfræði þegar þeir hlusta á aðskiljanlegar ráðleggingar sérfræð- inganna á þessum óvissutímum. Sem leiðir hugann að John Maynard Keynes, breska ofurhagfræðingnum og einhverjum helsta hugsuði síð- ustu aldar. Landi hans, ofurforsætisráðherra Breta á síðustu öld, Winston Churchill, sagði nefnilega ein- hverju sinni: „Þegar ég tala við tvo hagfræðinga fæ ég tvær mismunandi skoðanir en ef annar þeirra er John Maynard Keynes fæ ég þrjár mismunandi skoðanir.“ Kannski vantar okkur svona hagfræðing í dag – mann sem hefur tvær mismunandi skoðanir á hverju máli. Keynes og gullkorn hans rifjuðust líka upp við vangaveltur Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra í frægri varnarræðu hans í fyrri viku, þar sem hann furðaði sig á því að einn maður skyldi komast upp með að skulda viðskiptabönkunum þremur um eða yfir eitt þúsund milljarða króna eða hærri fjárhæð en allt eigið fé gömlu bankanna samanlagt. „Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Hvaða heljartök hafði viðkomandi á bönkunum og öllu kerfinu?“ spurði seðla- bankastjóri. John Maynard Keynes átti svar við þess- ari spurningu svo sem frægt er: „If you owe your bank a hundred pounds, you have a problem. If you owe it a million, it has.“ Sem sagt: Skuldi maður banka sín- um 100 pund á maður í vanda. Skuldi maður bankanum sínum milljón á bankinn í vanda. Upphæðirnar sem nefndar eru verður auðvitað að setja í nútímalegt samhengi – 100 pundin eru orðin að milljarði og milljónin að þúsund milljörðum. Og ekki fer milli mála að hér er vandinn bankanna. Keynes sagði margt annað gáfulegt sem gott er að hafa í huga nú þegar affarasælast er að lifa fyrir líðandi stund og láta ekki áhyggjur af framtíðinni buga sig. „Langtímasýn er viðsjárverður vegvísir þegar kemur að málum líðandi stundar,“ sagði hann og bætti við: „Til lengri tíma litið ertu hvort sem er dauður.“ bvs@mbl.is Eftir Björn Vigni Sigurpálsson Pistill Með Keynes að leiðarljósi FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þ eir sem eru andvígir aðild Íslands að Evrópusam- bandinu hafa margoft sagt að Íslendingar geti ekki komið á hnjánum til að sækja um aðild að ESB og eiga við að ekki eigi að sækja um aðild í efna- hagslægð því þá sé samningsstaða þjóðarinnar verri en ella. Þessir sömu andstæðingar hafa reyndar ekki heldur talið ástæðu fyrir Íslend- inga til að sækja um aðild þegar staða efnahagsmála hefur verið góð þannig að sterk eða veik staða þjóðarbúsins hefur augljóslega ekki úrslitaáhrif. En hvaða máli skiptir afleit staða efnahagsmála fyrir hugsanlegar að- ildarviðræður við ESB? Skiptir hún einhverju máli yfirleitt? Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði sem um árabil hefur rannsakað stöðu smáríkja innan ESB, telur að hrun bankanna og slæmt efnahagsástand skipti máli en leiði þó alls ekki til veikari samnings- stöðu. Þvert á móti, samningsstaðan hafi jafnvel styrkst. Hann setur þó fyrirvara um áhrif Icesave-deilunnar svokölluðu. „Nú þegar samningar hafa náðst við Hollendinga og Breta um Ice- save-reikningana, og að því gefnu að þær deilur sem hafa verið á milli þjóðanna um þá reikninga hafi ekki valdið varanlegu tjóni á samskiptum Íslands við ríki Evrópusambandsins, þá tel ég að við séum jafnvel í betri samningsstöðu en fyrir bankahrun- ið,“ sagði Baldur í samtali við Morg- unblaðið. Fall bankakerfisins geri það að verkum að sjávarútvegurinn verði á ný langmikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og verði það í nokkurn tíma enn. Það gefi Íslendingum kost á að tefla með enn skýrari hætti fram kröfu um varanlegar undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB, telji menn þörf á því, eða krefjast þess að á Íslands- miðum gildi sérstakt fiskveiðistjórn- unarkerfi. Í ljósi efnahagslegra aðstæðna mætti einnig ætla að Ísland ætti auð- veldara með að ná hagstæðum samn- ingi í landbúnaðarmálum, t.d. með því að landbúnaðarhéruð nytu sér- stakra byggðastyrkja. Fyrir þessu væru mýmörg fordæmi. „Það má eig- inlega segja að nú sé lag. Ef við hefð- um verið að semja við ESB fyrir einu ári hefði krafa sambandsins um greiðslu í sjóði þess orðið miklu meiri en hún yrði í dag.“ Hvað varðar upptöku evru sagði Baldur að Ísland yrði að uppfylla öll sömu skilyrði og önnur ríki. Það væru draumórar að halda annað. Sjávarútvegurinn mikilvægari Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og stjórn- armaður í Heimssýn, hreyfingu sjálf- stæðissinna í Evrópumálum, bendir á að fall bankanna leiði til þess að sjáv- arútvegurinn hafi nú mun meira vægi í þjóðarbúskapnum en áður. Þar af leiðandi hlytu Íslendingar, kæmi til aðildarviðræðna, að gera enn ríkari kröfur en áður til að fá varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu ESB en áður. Slík undanþága væri nauðsynleg. Aðspurður hvort staða Íslands væri sterkari eða veikari en áður, sagði hann erfitt að segja til um það. En miðað við það sem hefði gengið á í Icesave-deilunni, þegar aðildarríki ESB snerust öndverð gegn Íslend- ingum, væri a.m.k. ekki hægt að úti- loka að samningaviðræður yrðu Ís- lendingum erfiðari. Batnaði staðan þegar bankarnir hrundu? Morgunblaðið/RAX ESB eða ekki? Ef Ísland sækir um aðild að ESB er aðeins eitt algjörlega öruggt: Það verða haldnir ótal margir samningafundir. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að ríki hafi yfirleitt sótt um aðild að Evrópusambandinu þegar þau hafa átt í efnahagslegum erf- iðleikum. Svíþjóð og Finnland hafi t.a.m. gengið í ESB þegar þau stóðu fyrir frammi fyrir mestu kreppu frá lokum síðari heims- styrjaldar, ríkin í A-Evrópu hafi staðið mjög halloka þegar þau sóttu um aðild og raunar megi segja hið sama um Bretland og Írland sem höfðu ekki náð sama efnahagslega árangri utan ESB eins og þau töldu að þau gætu náð innan þess. Hann telur þess vegna ekki hættu á að ESB nýti sér erfiða stöðu Íslands. „Það held ég að hafi ekki verið reynsla ríkja af aðildarviðræðum við Evrópu- sambandið,“ sagði hann. Íslendingum hefði iðulega gengið mjög vel í samninga- viðræðum, bæði um aðild að EFTA og Evrópska efnahags- svæðinu. Í báðum tilfellum hefðu ESB sóst eftir fiskveiði- heimildum en uppskeran orðið rýr. Önnur inn í kreppu Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.