Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Eftir Ágúst Inga Jónsson og Kristin Ingvarsson, ljósmyndara Mánuður er til jóla ogmargir farnir að hugsatil hátíðanna. Jólaund-irbúningur hefur reyndar staðið yfir á Sólheimum í Grímsnesi í marga mánuði þó svo að þar sé enginn asi á fólki. Jólin bara koma en þau koma hægt og hljótt í samfélaginu á Sólheimum. Jólaundirbúningurinn er samt hluti af lífi þeirra sem framleiða jóla- kerti, jólasápur og jóladúka. Kreppan er fjarri íbúum í þessu einstæða samfélagi, kannski hugsa þeir sitt, en hafa ekki mörg orð um það. Iðja ýmiss konar er hluti af daglegu lífi á Sólheimum, en þessa dagana bætist við undirbúningur fyrir aðventudaga á Sólheimum. Sólheimar eru vinsæll ferða- mannastaður sem um 35 þúsund manns koma til árlega. Á aðventu- dögum á Sólheimum er gestum og gangandi boðið upp á fjölbreytta dagskrá svo sem brúðuleikhús, tón- leika, námskeið í konfektgerð og þannig mætti lengi telja. Brosað í linsuna Ómur af söng Sólheimakórsins berst fram í anddyrið á Íþróttaleik- húsinu. Þegar nær er komið tekur „Siggi var úti …“ á móti okkur hátt og skýrt. Kórfélagar leggja sig alla fram undir stjórn Vigdísar Garð- arsdóttur. Einhverjir verða feimnir þegar gestirnir nálgast en það líður fljótt hjá og brosið framan í linsuna verður einlægara eftir því sem á líður. Tíu manns eru á kóræfingunni og það skýrir hversu fáir eru að verki á vinnustofunum fyrsta klukkutím- ann eftir hádegið. Söngur á að- ventudögum nálgast og Vigdís kór- stjóri fínstillir síðustu atriðin. Heitt en það venst Í kertagerðinni, öðru nafni Óla- smiðju eftir velgjörðarmanninum Ólafi Magnúsi Ísakssyni, gengur lífið áfram í rólegheitum. Tveir eldri starfsmenn höfðu lagt sig eftir hádegismatinn í sófa á vinnustof- unni, ósköp heimilislegt. Rúnar Magnússon dregur ekki af sér, en hans starf felst í að hreinsa lit af gömlum heimiliskertum sem safnað hafði verið fyrir Sólheima. Stoltur sýnir hann afskafið í hálf- fullri fötu og ekki er ánægjan minni með tandurhvít kertin sem hann hreinsaði um morguninn. Rúnar segir blaðamanni að það sé gaman í vinnunni og Erla Thomsen, verk- stjóri í kertagerð, segir að Rúnar sé sérfræðingur í að hreinsa kerta- stubba til endurvinnslu. Afskafið er iðulega notað til að lita útikerti, en hreinir kerta- stubbarnir eru endurunnir og verða að fallegum útikertum. Í kertin er ýmist notað venjulegt vax, öðru nafni paraffín, eða bývax, en eðal- kerti eru unnin úr því. Síðan eru það útikertin, sem endurunnið efni er notað í. Átta manns vinna í kertasmiðjunni allan ársins hring. Nú er Dísa Sigurðardóttir komin í vinnuna og vandar sig við að dýfa mjóum kertalengjum í pott með heitu vaxi. „Svolítið heitt,“ segir Dísa þegar hún dregur kertið upp, „en það venst.“ Ævintýri á smíðaverkstæði Líf er að færast í starfið á smíða- verkstæðinu. Hanný, Haukur og Lárus eru á sínum stað við hljóð- færa- og leikfangagerð og Jola, fullu nafni Jolanta Maria Zawadzka frá Póllandi, útskýrir hvers vegna hún ber matarolíu á áhöldin sem hún vinnur við. Jola er reyndar líka liðtæk í annarri listsköpun og starf- ar í listasmiðjunni fyrir hádegi, en á smíðaverkstæðinu eftir hádegi. Hún hélt sýningu á verkum sín- um í Ingustofu á Sólheimum sum- arið 2007 og í kynningarbæklingi segir að Jola sé mikil ævintýra- manneska og hafi komið víða við. „Í æsku lagði hún stund á ballett og um tíma leit út fyrir að hún gengi í klaustur. Hún flutti til Íslands 1969. Á Íslandi hefur hún gegnt ýmsum störfum meðal annars sem bóndi, barnfóstra og kokkur á fragtskipi. Jola flutti á Sólheima sumarið 2001.“ Árni Alexandersson er að vinna efni sem hann notar síðan í mynda- ramma fyrir sínar eigin myndir. Enginn asi á fólkinu á Sólheimum í Grímsnesi og krepputalið fjarri Jólin koma hægt og hljótt Kertagerð Dísa sér um vaxpottinn.Í listasmiðjunni Ágúst áritar mynd og gluggar í bók. Endurvinnsla Afskaf og stubbar eru notuð í útikerti. Fólk Ruth hefur lengi fengist við að mála fígúrur, hús og blóm. Vinsæll Listaverk Einars hafa vakið athygli. Aðalvefari Ólafur brosti kankvíslega en hélt síðan sínu striki. Árni Hefur búið lengi á Sólheimum. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.