Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 13
Úr vesturheimi 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthorg@gmail.com ÞÓ nokkur áhugi er á beinu leiguflugi frá Winnipeg til Íslands í tengslum við sérstaka vesturfarahátíð á Hofs- ósi í júníbyrjun á næsta ári, en krepp- an á Íslandi hefur sett strik í reikn- inginn og því óvíst hvort flugið gengur upp. Hins vegar er mikill áhugi á öðrum ferðum vestur og að vestan. Hátíðin aðdráttarafl Jónas Þór, sagnfræðingur og eig- andi ferðaskrifstofunnar Vesturferða sf., segir að vestra sé töluverður áhugi á fyrirhugaðri hátíð á Vesturfarasetr- inu á Hofsósi. Hann hafi kynnt hátíð- ina á ferðum sínum í Vesturheimi á árinu og skipulagt hópferðir í tengslum við hana. Þegar sé nær full- bókað í tvær ferðir, annars vegar frá Minneapolis og hins vegar frá To- ronto. Hann bendir á að í ferðina frá Minneapolis komi fólk víðs vegar að í Bandaríkjunum, eins og til dæmis frá Utah, Kaliforníu, Illinois og Norður- Dakóta. Þátttakendur frá Toronto séu að mestu þaðan og úr nágrenninu. Jónas segir að fulltrúar þriggja ís- lenskra hópa hafi óskað eftir að fara vestur í leiguflugi í júní og í kjölfarið hafi hann kannað möguleika á því. Ekki hafi gengið að fá flugvél héðan í verkefnið en kanadískt flugfélag hafi lýst yfir áhuga á samstarfi. Í kjölfarið hafi hann kannað áhuga vestra á leiguflugi í tengslum við hátíðina á Hofsósi og fengið góð viðbrögð. Kreppan hafi hins vegar haft þau áhrif að íslensku hóparnir hafi hætt við,en ljóst væri að leiguflug gengi ekki upp aðra leiðina. Ekki væri samt fullreynt og því gæti þessi draumur orðið að veruleika. Í þessu sambandi er vert að geta þess að leiguflug milli Winnipeg og Íslands var mjög vinsælt á 8. og 9. áratug liðinnar aldar og vilja margir sem í þær fóru helst ekki ferðast öðruvísi á milli landanna. Þjóðræknisfélagið hóf skipulagðar ferðir til Vesturheims 2002. Vestur- ferðir sf. voru stofnaðar í ágústbyrjun 2006 í þeim tilgangi að efla tengsl Ís- lands og Íslendinga við afkomendur íslenskra vesturfara í Norður-Amer- íku. Félagið hefur í samvinnu við Þjóðræknisfélagið skipulagt ferðir á staði sem á einn eða annan hátt tengj- ast sögu vesturfaranna. Ferðum fjölgar þrátt fyrir efnahagskreppu og stöðugt fleiri í skipulögðum ferðum vestur og að vestan Hugað að beinu leigu- flugi til og frá Winnipeg Morgunblaðið/Steinþór Kveðja Eric Olafson frá Utah og Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba, heilsast á Gimli. Íslenskir ferðamenn í baksýn. Í HNOTSKURN » Vesturferðir sf. hafaskipulagt 12 ferðir til Vesturheims á næsta ári. » Félagið fer einkum ásvæði þar sem Íslendingar og afkomendur þeirra vestra búa. SNORRAVERKEFNIÐ fagnaði 10 ára afmæli á árinu og alls hafa 265 manns tekið þátt í því, Snorra plús og Snorra vestur. Þetta kom fram hjá Almari Grímssyni, formanni Þjóðrækn- isfélags Íslendinga, á aðalfundi ÞFÍ í Þjóðmenningarhúsinu í liðinni viku. Almar benti á að í hinu hefð- bundna ungmennaverkefni hefðu verið 147 manns á 10 árum, enginn hefði hætt í miðjum klíðum og þátt- takendur hefðu gefið verkefninu mjög háar einkunnir. Verkefnið Snorri vestur í Mani- toba fór fram í sjöunda sinn í sumar og hafa 49 ungmenni tekið þátt í því. Alls hafa 69 manns tekið þátt í Snorra plús. Um er að ræða tveggja vikna námskeið hérlendis fyrir 30 ára og eldri en ungmennanám- skeiðin standa í um sex vikur. „Þetta verkefni hefur sannað mikið gildi sitt til að efla samskiptin og ekki er óalgengt að foreldrar eða jafnvel ömmur og afar hafi komið í kjölfar ungmennanna,“ sagði Al- mar á aðalfundinum. Snorraverkefnið hefur frá byrj- un verið rekið í verktöku hjá sam- starfsfélaginu, Norræna félaginu á Íslandi, og hefur Ásta Sól Kristjáns- dóttir verið verkefnisstjóri frá árinu 2000. Almar Grímsson er stjórnarformaður Snorrasjóðs og Úlfur Sigurmundsson varafor- maður, skipaður af Norræna félag- inu. Wanda Anderson er verkefn- isstjóri Snorra vestur og Eric Stefanson stjórnarformaður verk- efnisins. Forseti nemendasamtaka Snorraverkefnanna er Ragnheiður Diljá Gunnarsdóttir. steinthorg@gmail.com Morgunblaðið/Steinþór Vinskapur Almar Grímsson hefur hitt marga Vestur-Íslendinga. Snorraverkefnin þrjú með samtals 265 þátttakendur Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | notadir.brimborg.is C ohn & W olfe P ublic R elations Íslandi Eingöngu bílar sem sérfræðingar Ford mæla með Farðu á netið og skoðaðu Ford á notadir.brimborg.is Kynntu þér sértæka þjónustu Atvinnubíla Ford hjá Brimborg. Skoðaðu notaða úrvalsbíla í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6, í dag. Komdu í kaffi og kleinur í sýningarsal Ford, Bíldshöfða 6. Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford Nýtum notaðan Ford 2,4 dísil beinskiptur 18 manna Fast númer VD294 Skrd. 06/2006. Ek. 64.000 km. Ásett verð 3.990.000 kr. Afsláttur 500.000 kr. Tilboðsverð 3.490.000 kr. 2,4 dísil beinskiptur 18 manna Fast númer RS771 Skrd. 03/2006. Ek. 68.000 km. Ásett verð 3.890.000 kr. 1,8 dísil beinskiptur 6 dyra Fast númer TI476 Skrd. 07/2005. Ek. 25.000 km. Ásett verð 1.790.000 kr. Afsláttur 400.000 kr. Tilboðsverð 1.390.000 kr. 2,0 dísil beinskiptur 6 dyra Fast númer IR013 Skrd. 06/2005. Ek. 49.000 km. Ásett verð 2.190.000 kr. Afsláttur 400.000 kr. Tilboðsverð 1.790.000 kr. 2,0 dísil beinskiptur 6 dyra Fast númer ZM701 Skrd. 05/2005. Ek. 45.000 km. Ásett verð 2.310.000 kr. Öll verð í auglýsingunni eru með virðisaukaskatti. 1,8 dísil beinskiptur 6 dyra Fast númer UK430 Skrd. 01/2006. Ek. 25.000 km. Ásett verð 2.090.000 kr. Ford Transit 300M Sendibíll Ford Transit 220L Sendibíll Ford Transit 300M Sendibíll Ford Transit 410L RútaFord Transit 410L Rúta Ford Transit 220L Sendibíll Ford Genuine Design. Ford leggur áherslu á notagildi, gegnheila og einlæga hönnun.Vertu í hópi þeirra bestu. Veldu Ford. Spurðu um Fyrirmyndarþjónustu Brimborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.