Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 En meðan fjár- málakreppan dýpkar, spillingin verður öllum sýnileg og alþjóðleg risafyrirtæki færast nær hyldýpi gjaldþrotsins heldur framleiðsla neysluvara, bíla, flatskjáa, tölvu- búnaðar og farsíma áfram eins og ekkert hafi ískorist. ’ Í FRÉTT á visir.is segir þ. 12.11. s.l.: „Ingibjörg sagðist ekki hafa áhuga á að stigmagna þær deilur sem Íslendingar eiga í við Breta í tengslum við Ice- save-reikningana.“ Um- ræðuefnið var væntanlega koma Breta hingað til lands til loftrýmisgæslu og í sömu frétt kemur fram að utanrík- isráðherrann leggi upp í hendur á Bretum hvort þeir vilja koma hingað! Þetta er sold- ið út úr kú eftir allt sem á undan hefur gengið í samskiptum þjóðanna, og hárrétt sem haft hefur verið eftir öðrum pólitík- usum að koma Breta í þessum tilgangi nú misbjóði okkur sem þjóð. Það er hins vegar engin nýlunda að bresk stjórnvöld beiti okk- ur ofríki, né heldur sú sorglega staðreynd að því er ævinlega svarað með und- irlægjuhætti af hálfu íslenskra stjórnvalda. Dæmin eru mýmörg og hvert öðru átak- anlegra frá tímum þorskastríðanna. Í gegn um aldir hafa þessir nágrannar okkar talið sjálfsagt að stunda hömlulausar veiðar uppi í landsteinum okkar og hafa alla tíð sýnt ís- lenskri löggæslu á íslenskum fiskimiðum allt frá hreinni lítilsvirðingu til skefjalauss ofbeldis. Á jólum árið 1937 náði frekja þess- arar „vinaþjóðar“ okkar, og um leið und- irlægjuháttur ráðamanna okkar, ákveðnu hámarki þegar einn röggsamasti skipherra Landhelgisgæslunnar, Einar M. Einarsson, var beinlínis rekinn úr starfi fyrir að vera svo duglegur við gæslustörfin að Bretar fengu nóg af honum! Í krafti lánahagsmuna sem Íslendingar áttu að gæta gagnvart Bretum leyfði sendiherra þeirra sér að skunda í stjórnarráð okkar og bera fram kröfu þessa efnis og var orðið við henni, svo ótrúlegt sem það er. Einnig eru eft- irminnilegar eftirgjafir og undanslættir æ ofan í æ af okkar hálfu, eftir því sem fisk- veiðideilum þjóðanna vatt fram og óbilgirni Breta virtist engin takmörk sett, jafnvel eft- ir að sjálft alþjóðasamfélagið hafði þó við- urkennt rétt okkar. Að loknu síðasta þorskastríðinu, þegar samningur um enda- lok þess (sem fól í sér takmarkaðar og tíma- bundnar veiðiheimildir Breta) rann út þ. 1. des. 1976, kom hingað til lands fram- kvæmdastjóri Efnahagsbandalags Evrópu, Finn Gundelach (og ekki í fyrsta sinn), þeirra erinda að reyna að fá okkur til samn- inga við Breta um áframhaldandi veiðar þeirra hér við land. Þannig beittu Bretar EBE fyrir sig til að halda áfram að níðast á okkur því vitaskuld hékk eitthvað á spýt- unni þarna, þ.e. efnahagsþvinganir af ýmsu tagi. Enn ætluðu íslensk stjórnvöld að lúffa og semja, eftir að hafa þó unnið fulln- aðarsigur í þessari langvinnu deilu. Því er t.d. skilmerkilega lýst í bók Lúðvíks Jós- epssonar, „Landhelgismálið“ frá 1989, hvernig sú ósvinna var stöðvuð fyrir tilstilli öflugrar stjórnarandstöðu og kraftmikilla mótmæla frá almenningi og félagasam- tökum hvarvetna um landið. Ætla má nú að samskipti þessara þjóða hafi lítið þroskast í tímans rás. Við erum nú skv. breskum lög- um skilgreind sem hryðjuverkamenn og helst er að sjá að það útspil Gordons hafi aflað honum töluverðra vinsælda meðal al- múgans þar. Enn sem fyrr hefur Bretum tekist að gera æðstu embættismenn Evrópu- sambandsins (áður EBE) að erindrekum sín- um í ofbeldisherferð gegn okkur, eins og haft er eftir Jose Barroso í fréttum í dag (12.11.). Okkur er nú haldið fjárhagslegu kverkataki til að þvinga okkur til samninga um skuldbindingar Icesave áður en lánafyr- irgreiðslur okkur til handa verði afráðnar. Tíminn vinnur nefnilega með þeim og gegn okkur. Og í þessari stöðu þykir ráðamönn- um okkar rétt að þiggja loftrýmisvarnir frá þessari „vinaþjóð“ okkar eða í versta falli gefa þeim sjálfdæmi um það hvort þeir koma eða ekki. Þá er með ólíkindum að ís- lensk stjórnvöld skuli ekki enn þvo hendur sínar af skuldbindingum Icesave, þar sem Bretar hertóku jú íslensku bankana í Bret- landi. Úr því þeim þótti sæma að hirða þessi íslensku fyrirtæki með húð og hári, hvernig má þá vera að þeir hafi ekki einnig hirt skuldbindingar þeirra? Það að ganga til þvingaðra samninga um Icesave í þessari stöðu væri því helber undirlægjuháttur. Þá er umhugsunarefni í umræðunni um aðild- arumsókn að Evrópusambandinu, að nokk- ur skuli telja okkur eiga samleið með því batteríi eftir þessa framgöngu Jose Bar- roso, einkum þegar litið er til þjónkunar þessa bandalags við Breta gegn um tíðina, í krónískum yfirgangi þeirra gegn okkur. Þá er ljóst að með því að hafna dómstólaleið- inni (sem Íslendingar stungu þó upp á) ætl- ast Bretar til þess að fá meira í sinn hlut en þeir búast við að fá fyrir tilstilli Evr- ópudómstólsins og það gerir þetta inngrip Evrópusambandsins enn athyglisverðara. Nú hlýtur að vera tímabært fyrir okkur að segja: hingað og ekki lengra! Bók Lúðvíks heitins, sem ég vitnaði í hér að framan, er afar fróðlegur lestur um raunalega sam- skiptasögu tveggja „vinaþjóða“ þar sem annar aðilinn veður sífellt yfir hinn á skít- ugum skónum. Niðurlag bókarinnar þykir mér eiga brýnt erindi við okkur nú þótt það sé ritað í öðru samhengi þá: „Samstarf okk- ar við aðrar þjóðir má aldrei leiða til þess að þeim séu fengin í hendur íslensk lands- réttindi, eða að vinátta þeirra sé metin til jafns við auðlindir landsins, atvinnuvegi og afkomumöguleika þjóðarinnar.“ Ofríki – undirlægjuháttur Þorkell Á. Jóhannsson, flugmaður SVO getur farið að þús- undir fjölskyldna eigi eftir að missa allt sitt vegna at- vinnumissis og hækkana á skuldum sem eignir standa ekki undir, hundruð fyr- irtækja fara á hausinn. Laun geti ekki hækkað í samræmi við hækkanir lána og neysluvöru. Ef þetta verður látið viðgangast tapast gífurlegur auður, ekki síst mannauður, hætt er við að einhverjir flýi land vegna þess vonleysis sem á eftir að hell- ast yfir þjóðina á næstu árum verði ekkert að gert. Tapast hafa tvö til fjögur ár í lífeyr- issparnaði þjóðarinnar, ætla mætti að annað eins ef ekki meir hafi tapast í tekjum fólks við hækkanir á lánum. Ekki er svigrúm til hækk- unar fasteignarverðs til samræmis við hækk- anir lána. Heimilin, fyrirtækin og sveit- arfélögin bíða eftir björgun áður en illa fer. Ríkissjóður í góðærinu hagnaðist það mikið að hann gat greitt niður skuldir þó að nú stefni í hið gagnstæða. Stór hluti fólks hefur ekki fjármagn til að greiða það sem þarf, ásamt því að brauðfæða sig vegna þeirra hækkunar sem orðin er og á eftir að verða. Fyrirtækin hafa núna vart bolmagn til að greiða laun, vegna þess getur fólk ekki vænst þess að fá auknar launhækkanir eða afla aukinna tekna með meiri vinnu, óvíst er að hún verði í boði. Sveitarfélögin eru flest það illa stödd að þau geta vart bætt á sig aukinni þjónustu til þeirra sem illa fer fyrir nema auka álögur á íbúana. Ráðamenn þjóðarinnar segjast róa lífróður til að koma þjóðarskútunni í gegnum brim- garðinn. Þeir segja að það verði að snúa bök- um saman og mér sýnist að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ætli að snúa bökum saman og róa svo mikið ber á milli þeirra um lausn á vandanum. Það hefur nú aldrei gefist vel til sjós að snúa bökum saman og róa. Vonandi verða komandi kynslóðir ekki galeiðuþrælar á þeirri þjóðarskútu sem kemur út úr brimgarð- inum. Lausnin liggur ekki í því að auka lán fyrirtækja og sveitarfélaga eða lengja lán ein- staklinga, það mundi aðeins lengja gálgafrest- inn og getur gert ástandið enn verra þegar til lengri tíma er litið. Það er skelfilegt til þess að hugsa ef stór hluti þjóðarinnar verður gjaldþrota eða með ævilangan skuldaklafa á herðunum. Það er heldur engin lausn að Íbúðalánasjóður yf- irtaki hluta af íbúðalánaskuldum þjóðarinnar, og geri stóran hluta fólks að leiguliðum sjóðs- ins. Lausnin liggur í því að við byggjum upp nýtt Ísland með nýjum bönkum og notum tækifærið sem nú gefst og endurskipuleggjum allt kerfið. Það ætti að taka allar íslenskar húsnæðisskuldir einstaklinga, fyrirtækja og sveitarfélaga og núlla þær út, krónan er hvort sem er ónýt, eða yfirfæra yfir á ríkið í skipt- um fyrir lífeyrissjóðina. Með því skapast svig- rúm fyrir fólk, fyrirtæki og sveitarfélög til að komist af. Lífeyrissjóðir landsmanna geta runnið í ríkissjóð til að bæta yfirtöku ríkisins á lánunum. Allar lífeyrisgreiðslur í framtíð- inni myndu renna í þann sjóð og úr honum yrði greitt til sjóðsfélaga eins og verið hefur. Einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Sjóð- urinn yrði í höndum ríkisjóðs og ekki yrði hætta á að mikið fé glatist með tilheyrandi skerðingu á réttindum eins og nú stefnir í. Í raun ættu landsmenn að bjóða ríkinu að yf- irtaka lífeyrissjóðina í skiptum fyrir að fella niður öll lán. Þetta eru jú sjóðir landsmanna og það er þeirra að ráðstafa þeim en ekki stjórnenda þeirra. Með þessu getur fólk kom- ist af og haldið húsnæði sínu, jafnvel þó að það lendi í tímabundnu atvinnuleysi. Gera þarf fyrirtækjum kleift að greiða fólki laun í stað uppsagna. Það á að koma vöxtum í sam- bærilegt horf og er hjá nágrannaþjóðum okk- ar og taka upp annan gjaldmiðil og hætta með verðbætur, engin skynsemi er í því að vera með verðbætur ef enginn getur greitt þær. Það á að reka ábyrga fjármálastefnu og sníða fólki og fyrirtækjum stakk eftir vexti. Litlir sem engir möguleikar eru nú á að ávaxta líf- eyrissjóðina hér innanlands og engin skyn- semi í þessu ástandi að flytja þá út til ávöxt- unar. Komið getur til þess að greiða þurfi hærri vexti en annars þyrfti vegna þeirra stefnu stjórnenda sjóðanna að ná til baka því sem glatast hefur. Það getur staðið í vegi fyr- ir lækkun vaxta og afnámi verðtryggingar. Stjórnendur lífeyrissjóðanna eru þeir sem vilja halda í verðtrygginguna. Það mikilvægasta á þessu landi er fólkið sem landið byggir, þá ekki síst unga fólkið og börnin, við verðum að afhenda komandi kyn- slóðum það þjóðarbú sem við getum verið stolt af. Við verðum að láta mannauðinn ofar öllu öðru. Það gerum við ekki með því að taka heimilin af fjölskyldunum eða gera þær gjald- þrota, við gerum það með því að tryggja þeim heimili og fjárhagslegt öryggi. Það umfram allt annað á að ganga fyrir. Notum lífeyrissjóðina til betra lífs Lárus Stefán Ingibergsson umsjónarmaður. ÉG undirrit- aður er einn af þeim sem var með allar trygg- ingar hjá Sam- vinnutrygg- ingum, alla tíð síðan ég eign- aðist minn fyrsta bíl og svo síðar þegar ég stofnaði heimili þá bætt- ust við fleiri tryggingar. Svo þegar VÍS tók við hef ég tryggt hjá þeim, þetta er að verða hálfrar aldar tímabil hjá báðum þessum fyrir- tækjum samtals. Ekki hef ég verið þessum fyrir- tækjum þungur baggi í útgjöldum og alltaf staðið í skilum með mín iðgjöld, þess vegna finnst mér ég eiga fullan rétt á að vera upplýstur um hvað orðið hefur af eignum Giftar sem voru um 30 milljarðar um mitt ár í fyrra, þrjú þúsund milljónir (30.000.000.000, veit ekki hvort þetta eru nógu mörg núll, er ekki vanur svona háum tölum). Það hefði verið hægt að gera margt gott við þessa milljarða, til at- vinnusköpunar o.s.frv. En eitt er víst, ekki sætti ég mig við þessi málalok, frekar en fleiri sem áttu að fá þessa peninga greidda með skilum. Ekki veit ég nema um þrjá aðila sem voru við stjórn Giftar, en eflaust eru þeir fleiri. Ég veit um Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélags- stjóra Kaupfélags Skagfirðinga, sem var stjórnarformaður, Bene- dikt Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Giftar, og Valgerði Sverris- dóttir sem núna er formaður Framsóknarflokksins. Ég vil fá svör frá ofangreindum aðilum um hver ráðstafaði þessum eignum og í hvaða umboði þetta fólk starfaði. Ekki veit ég til að það hafi verið boðað til hluthafafundar. Hvað varð um eignir Giftar? Sveinn Þorsteinsson, Siglufirði. HINN 13. nóvember lýsti stjórn Evrópusambandsins því opinberlega yfir að kreppa væri skollin á. Þetta var gert eftir að færustu hagfræðingar þess höfðu mælt neikvæðan hagvöxt með nokkrum pró- sentubrotum á svæðinu annan ársfjórðunginn í röð. Þessi grátbroslegi leikur að tölum í háborg hagfræðivísindanna í Brussel afhjúpar hversu óralangt frá veruleikanum stjórnvöld ESB eru. Fjármagnsskorturinn og gjaldþrot bankanna, yfirvegað mat á eignum og skuldum, og hringl með stýrivexti og vísitölur hlutabréfamarkaðanna er allt saman mælanlegt í hlutfallstölum. Þján- ingar þeirra milljóna sem missa atvinnu sína, eignir og framtíð vegna kreppunnar verða hins vegar ekki mældar í neinu öðru en örvæntingu og tárum. Hér heima telja þó ýmsir ráðlegast að ganga sem allra fyrst í ESB til að leysa vanda hinnar séríslensku kreppu. Ráðherrar og þingmenn reyna allt hvað af tekur að beina sjónum fólksins frá meininu og ábyrgð þeirra sjálfra, annaðhvort með því að tala um olíuauðlindir í fjarlægri fram- tíð, blessun nýs gjaldmiðils eða hroka erlendra stjórnmálamanna í garð okkar Íslendinga. Þeir hvetja annars vegar til þjóðlegrar samstöðu gegn vágestinum sem þeir segja steðja að okkur frá út- löndum, en hins vegar til þess að Ísland afsali sér sem allra fyrst eigin gjaldmiðli og sjálfsákvörð- unarrétti. Stjórnarliðar tala hver á móti öðrum og pólitískir flokksbræður berast á banaspjótum. Þetta eru fyrstu einkenni hinnar pólitísku kreppu sem óhjákvæmilega fylgir í kjölfar efna- hagslegs hruns kapítalismans. Ísland er hér ekki eitt á báti, ráðvillt stjórnvöld um allan heim standa andspænis aukinni pólitískri spennu, sem magnast og eflist með hverju nýju hneykslismáli sem afhjúpað er. Hin pólitíska kreppa mun smám saman verða alþjóðleg vegna þess hve efnahagur, markaðshagsmunir og samskipti eru orðin sam- tvinnuð á vettvangi alþjóðastjórnmála. En meðan fjármálakreppan dýpkar, spillingin verður öllum sýnileg og alþjóðleg risafyrirtæki færast nær hyldýpi gjaldþrotsins heldur fram- leiðsla neysluvara, bíla, flatskjáa, tölvubúnaðar og farsíma áfram eins og ekkert hafi í skorist. Neyt- endur heimsins verða samtímis færri og fátækari og markaðurinn dregst saman. Allt stefnir í klass- íska offramleiðslu sem, ef illa fer, getur valdið víð- tækum samdrætti, hnignun efnahagslífsins og stöðnun alls. Milljónir munu missa atvinnu sína og ævi- sparnað, fátækt og niðurlæging mun koma í stað velmegunar og heilbrigðs lífs. Raðirnar fyrir utan súpueldhús hjálparstofnana og mannúðarsam- taka munu aftur verða dagleg sjón líkt og var í heimskreppunni á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hið efnahagslega hrun sem blasir við mun verða til þess að hin pólitíska kreppa dýpkar, andstæðurnar í þjóðfélaginu verða skarpari og hættan á átökum milli þjóðríkja eykst. Baráttan um auðlindir og markaði mun harðna og kapítal- isminn getur hvenær sem er hleypt veröldinni upp í ófriðarbál heimsstyrjaldar. Það eru mörg teikn á lofti nú þegar um alþjóðlega togstreitu sem fyrr en varir getur þróast út í hótanir eða hernaðarleg átök. Enginn virðist geta afstýrt ógæfunni og allra síst þeir sem hafa kallað hana yfir heiminn – ríkjandi stjórnvöld og nýfrjálshyggjan. Það er til lítils fyrir mærðarlega preláta, galdrakindur, jógameistara, tónlistarkónga og alls konar skottulækna að boða fólki innri frið og samstöðu sem allra meina bót. Verið getur að tækifærin liggi í kreppuástandinu en þessir aðilar munu þó tæpast uppskera eins og þeir hafa sáð. Þýlyndi þeirra við nýfrjálshyggjuna og fjárhagsleg tengsl þeirra við fallna auðfursta eru of augljós til þess. Það stefnir í alvöru kreppu. Það stefnir í alvöru kreppu Kristján L. Guðlaugsson, blaðamaður og sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.