Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 40
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2008 Hafnarfjarðarleikhúsinu »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SKOÐANIR» Staksteinar: Eldfimt andrúmsloft Forystugrein: Bankaleynd og al- mannahagur Pistill: Með Keynes að leiðarljósi Ljósvaki: Komið til að vera UMRÆÐAN» Hið fullvalda lýðveldi Ísland! RKV-KEF – Sameinum til sparnaðar Snemma á næsta áratug Lögregluembættið á Suðurnesjum … Notalegar íbúðir fyrir 50 ára og eldri Til að sitja á Apaköttur passar fötin Lyngrósir FASTEIGNIR» Heitast 2 °C | Kaldast -6 °C Fremur hæg breyti- leg átt og bjartviðri. Snýst í heldur vaxandi sunnanátt. Hvasst norðvestanlands síðdegis. »10 Ama Dablam – Beyond The Void var valin besta fjallaklifursmyndin á kvikmyndahátíð á Spáni. »35 KVIKMYNDIR» Fjallaklif- ursmynd TÓNLIST» Agent Fresco vann GBOB-keppnina. »37 Vodkasongs inni- heldur hefðbundið þjóðlagapopp sem ristir ekki djúpt og er nánast andlaus og einnota. »33 TÓNLIST» Andlaust og einnota FÓLK» Flugan fór á opnun, tón- leika og í partí. »32 HÖNNUN» Margt skemmtilegt var til sýnis á Stíl 2008. »34 Menning VEÐUR» 1. Skaut sig í beinni … 2. Prestur fagnar úrsögnum úr … 3. Stefán Karl vekur athygli 4. Erlendir miðlar segja frá … »MEST LESIÐ Á mbl.is Skoðanir fólksins ’Það er ekkert að því að mennhagnist vel í viðskiptum. Viðskiptieru ágætur samskiptamáti fólks. Það erbara allt annað mál þegar það verðursjálfur tilgangur lífsins. » 21 GUNNAR HRAFN BIRGISSON ’Enginn virðist geta afstýrt ógæf-unni og allra síst þeir sem hafakallað hana yfir heiminn – ríkjandistjórnvöld og nýfrjálshyggjan. » 22 KRISTJÁN L. GUÐLAUGSSON ’Lausnin liggur ekki í því að aukalán fyrirtækja og sveitarfélaga eðalengja lán einstaklinga, það mundi að-eins lengja gálgafrestinn og getur gertástandið enn verra þegar til lengri tíma er litið. » 22 LÁRUS STEFÁN INGIBERGSSON ’Reiðin sem brennur á þjóðinni ersvo sterk að hún varð nánastáþreifanleg þar sem ég stóð ásamt4.000 öðrum reiðum Íslendingum áAusturvelli. » 21 KJARTAN YNGVI BJÖRNSSON ’Í dag er ekki nema um eitt að gera.Skipta um stjórn. Setja utanþings-stjórn sem tekst á við þessi vandamál ámeðan kosningar eru undirbúnar ogmálin rannsökuð. » 23 EINAR S. ÞORBERGSSON ’Erlendu lánin hafa hækkað umtals-vert vegna hruns krónunnar og er-lendir birgjar eru farnir að krefjast stað-greiðslu í viðskiptum vegna vantraustsá íslensku efnahagsumhverfi. » 24 DAVÍÐ BLÖNDAL ’Margir hugleiða landflótta vegnaefnahagsástandsins. Ef burðugtungt fólk flýr land unnvörpum á Íslandekki framtíð fyrir sér. » 24 BRYNJA BJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR ÚTLIT er fyrir að sum af helstu rit- um Halldórs Laxness verði ekki til- tæk fyrir íslenskunám er skólar hefj- ast í byrjun árs. Í febrúar sl. setti Samkeppniseftirlitið ýmis skilyrði vegna væntanlegs samruna JPV bókaútgáfu og Máls og menningar – Heimskringlu og Vegamóta sem fólu meðal annars í sér að Forlagið, sem er hið sameinaða fyrirtæki, myndi selja frá sér lager og útgáfugögn vegna verka Halldórs Laxness og að því væri óheimilt að endurnýja samning um útgáfuna við erfingja nóbels- skáldsins. Enginn hefur þó gert tilboð í útgáfugögnin og þar sem útgáfu- samningurinn rann út í sumar annast ekkert fyrirtæki útgáfu á verkum Halldórs sem stendur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins seljast til skólanemenda í upphafi hvers skólaárs um 2-3.000 eintök af nokkrum verkum Halldórs Laxness, helst af Íslandsklukkunni en einnig Sjálfstæðu fólki, Kristni- haldi undir Jökli, Atómstöðinni og fleiri bókum. Fyrir liggur að erfitt getur reynst að uppfylla óskir um ein- tök til skólanna af sumum bókanna nú í byrjun janúar og að í haust verði margar bókanna ófáanlegar. | 31 Halldór Laxness ófáanlegur? Án útgáfu Halldór Laxness Í HNOTSKURN » Sem stendur annast ekk-ert fyrirtæki útgáfu á verkum Halldórs Laxness. » Vegna samruna bóka-forlaga í eitt, Forlagið, setti Samkeppniseftirlitið það skilyrði að hið sameinaða fyr- irtæki myndi láta frá sér til- tekin útgáfuréttindi. » Útlit er fyrir að sum afhelstu ritum Halldórs verði ekki tiltæk fyrir kennslu er skólar hefjast í byrjun árs. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon „ÞETTA eru hár hiti, beinverkir og kvef. Sum börnin hafa fengið lungna- bólgu og tvö hafa verið greind með RS-veiruna,“ segir Soffía Guðmunds- dóttir, leikskólastjóri í Sólbrekku á Seltjarnarnesi, en í síðustu viku voru á bilinu 14-15 börn af 17 börnum á yngstu deild leikskólans veik. „Þetta eru bara yngstu börnin, þau eldri eru ekki veik.“ Soffía segir að hringt hafi verið í foreldra og þeir beðnir að fylgjast vel með börnum sínum og tala við lækni ef ástæða þætti til. „Ég er búin að vera í þessu lengi, og man ekki eftir svona miklum veikindum,“ segir hún. „Það hef- ur kannski verið hluti af börnunum veikur áður og upp í helming, en ekki svona mörg.“ Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segir að skæðar pestir séu mikið í gangi um þessar mundir, en að RS-veiran hafi ekki greinst nema í óverulegum mæli og að enn sé inflúensa ekki komin til landsins. Skæðar pestir herja á lítil leikskólabörn Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BRÆÐURNIR Lápur og Skrápur Grýlusynir gera allt sem þeir geta til þess að komast í jólaskap í nýju ís- lensku jólaævintýri, sem frumsýnt var hjá Leikfélagi Akureyrar á laug- ardaginn. Og eins og í öllum góðum ævintýrum fer allt vel að lokum … Verkið er eftir Snæbjörn Ragn- arsson. Þar segir frá því að bræð- urnir eru einu tröllabörnin í Grýlu- helli sem ekki hafa komist í jólaskap, svo sú gamla rekur þá út og bannar þeim að koma aftur fyrr en þeir eru búnir að finna skapið. Lápur og Skrápur fara víða og leitin ber þá inn í svefnherbergi Sunnu litlu, sem ákveður að hjálpa þeim, og saman lenda þau í margs- konar ævintýrum. Eftir frumsýninguna var boðið upp á piparkökur og malt- og app- elsínblöndu og gáfu leikararnir mörgum eiginhandaráritanir í leik- skrána. LA stóð fyrir áheyrnarprufum fyrir leikritið, fjöldi stúlkna mætti í prufurnar og tvær voru ráðnar; Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, 9 ára, og Rán Ringsted, sem er 10 ára, og skipta þær með sér hlutverki Sunnu. Jólaævintýri á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Ronja Helgadóttir leikhúsgestur og Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir (t.v.) sem lék hlutverk hinnar ævintýragjörnu Sunnu á frumsýningunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tröllastrákarnir og Sunna Einar Örn Einarsson (Lápur), Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Viktor Már Bjarnason (Skrápur) og Rán Ringsted en hún og Bjarklind skiptast á að fara með hlutverk Sunnu. Sunna kemur Lápi og Skrápi í jólaskap HÁVAR Sigurjónsson, formaður Félags leikskálda og handritshöf- unda, segir að í því ástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum sé meiri ástæða en nokkru sinni fyrr til að efla grasrótina í listum. Hann segir grasrótina ekki hafa notið góðæris- ins í sama mæli og stóru listastofn- anirnar og það þýði að grasrótin standi hvað best núna, vegna þess að hún kann að bjarga sér án mikilla fjármuna. „Þetta er því veruleikinn í dag; stóru stofnanirnar eru í upp- námi, grasrótin finnur minna fyrir kreppunni, því góðærið fór að miklu leyti framhjá henni hvort eð er,“ segir Hávar sem er á því að nú sé rétti tíminn til að setja meiri pen- inga í menningu og listir. „Menn- ingarlífið er at- vinnuskapandi. Ennfremur er mikilvægt að fjölga starfs- launum í launa- sjóðum listamanna og efla Listasjóð svo það verði auðveldara fyrir leik- hópa að greiða lágmarkslaun til listamannanna.“ | 30 Hávar Sigurjónsson Vill efla grasrótina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.