Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2008 Málstofa Baráttan gegn ólöglegum fiskveiðum Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 26. nóvember 2008 kl. 12.30-14.00 Dagskrá: 12.30 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.45 Framsöguerindi: Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. 13.05 Framsöguerindi: Dr. Rosemary Rayfuse, prófessor í þjóðarétti við Háskólann í New South Wales, Sydney, Ástralíu. 13.35 Fyrirspurnir og umræður. 14.00 Slit. HÁSKÓLI ÍSLANDS ALLIR VELKOMNIR Lagadeild Enn vex fjöldi mótmælenda, semvikulega safnast saman á Aust- urvelli síðdegis á laugardögum. Talið er að þar hafi verið um sjö þúsund manns á laugardag. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda kom ekki til neinna árekstra og voru samskipti við lög- reglu góð, eins og segir í frétt í Morgunblaðinu í dag.     Annað and-rúmsloft var fyrir utan lögreglustöðina við Hlemm eftir fundinn. Þar var mót- mælt handtöku Hauks Hilmars- sonar, sem hefur komið við sögu í mótmælunum undanfarnar helgar, á föstudag.     Haukur hóf í fyrra afplánun svo-kallaðrar vararefsingar vegna tveggja dóma, en vegna þess að fangelsið var fullbókað gat hann ekki setið af sér alla refsinguna. Nú er greinilega laus klefi, en það láð- ist hins vegar að senda Hauki boð eins og lög gera ráð fyrir með þriggja vikna fyrirvara um að hann ætti að ljúka afplánuninni. Ekki dró úr tortryggninni að Haukur skyldi handtekinn daginn fyrir mótmælin á Austurvelli.     Mótmælin höfðu staðið í klukku-stund þegar byrjað var að grýta lögreglustöðina og voru úti- dyrnar brotnar upp. Hingað til hafa mótmælin í kjölfar bankahrunsins verið með þeim hætti að allir hafa getað tekið þátt í þeim. Fjölskyldur hafa getað tekið börnin með sér án þess að þurfa að óttast um öryggi sitt.     Mikilvægt er að svo verði áfram.Það er á ábyrgð þeirra, sem að mótmælum standa og taka þátt í þeim. Yfirvöld mega heldur ekki ganga þannig fram að fólki ofbjóði. Viðbrögð þeirra verða að vera í samræmi við tilefni og mega ekki verða til þess að æsa fólk upp. Eldfimt andrúmsloft                      ! " #$    %&'  (  )                           *(!  + ,- .  & / 0    + -                                    12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                         !     " ##  $# :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    %      %            &                          *$BC                          !    "   #$%         &                '(  )  ** +     *! $$ B *! '( ) !  ( !   #! *# <2 <! <2 <! <2 '!) $+ , -. $#/  CD! -                  <    87  '     ,   - )          $ $     .         - /       ,       0,     6 2       $#$% 1 -)   "     2  3   01$$ #22 $#!3 # #+ , Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR Á FUNDI sem Evrópusamtök fatlaðra, EDF, héldu nýlega í París var samþykkt ályktun þar sem segir að versnandi efnahagsástand hafi þegar leitt til tilrauna með niðurskurð bóta í mörgum löndum, svo sem Írlandi, Ungverjalandi, Svíþjóð og Ítalíu. Skorað er á Evrópuráðið og þingið og aðrar evrópskar stofnanir og stjórnvöld innan Evrópu að tryggja það að fatlað fólk og fjölskyldur þess muni ekki gjalda fyrir hina alþjóðlegu fjár- málakreppu með minnkandi innkomu, bótum, tækifærum til atvinnu eða niðurskurði styrkja til félagasamtaka fatlaðra. „Kreppan er til komin vegna óábyrgra lánveit- inga og óásættanlegs gáleysis af hendi þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum og þeirra eftirlitsaðila sem gæta áttu að því að reglum væri framfylgt. Svar stjórnvalda við „skipbroti lánsviðskipta“ hef- ur verið að búa til fjármagn til að ganga í veð fyrir bankana. Núna þegar þetta vantraust breiðist yfir í al- menna fjármálakerfið er lífsnauðsynlegt að fátæk- ir, aldraðir, fatlað fólk og fjölskyldur þeirra í Evr- ópu gjaldi ekki fyrir þessa kreppu. Ástandið fyrir kreppu var ótryggt, því biðjum við um aukningu á útgjöldum til fjárfestingar í uppbyggingu á velferð- arkerfinu, á bótum og ákvæði um skattaafslátt, svo að þessir hópar geti keypt vörur og þjónustu og með því bætt fjármálaástandið.“ aij@mbl.is Fatlaðir gjaldi ekki fyrir kreppuna Í HNOTSKURN »Evrópusamtök fatlaðra eru rödd ríflega50 milljón fatlaðra Evrópubúa. »Halldór Sævar Guðbergsson og Val-gerður Ósk Auðunsdóttir sátu fundinn fyrir hönd ÖBÍ. »Fatlaðir, fjölskyldur þeirra, atvinnu-lausir og fátækir geta ekki orðið blóra- bögglar fyrir kreppu sem þeir urðu ekki valdir að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.