Skinfaxi - 01.02.1927, Side 5
SKINFAXI
is að þau séu bragðgóð og seinvirk, þau eru með öðrum
orðum ginnandi og seindrepandi. pað eru eiginleikar,
sem verstu fjendur hafa oft notað á fórnardýr sín.
Enda gengur spönsku vínunum furðu vel að liertaka
fólkið, einkum æskulýð kaupstaðanna, má heita það
gildi jafnt um konur sem karla. Mest kveður að spill-
ingunni i höfuðstaðnum. paðan berst hún i allar áttir
svo langt sem greiðfærir vegir ná. Má heita að í ná-
grenni Reykjavíkur sé varla hægt að halda mannfundi
né opinherar samkomur fyrir óvætti þessum.
Skeiðaréttir eru orðnar frægar um alt land fvrir öl-
æði Reykjavíkurskrilsins, sem heimsækir þær, og líkt
má segja um fleiri samkomustaði. pað er varla hægt
fyrir ungmennarélög að efna lil skemtana í nánd við
Reykjavík, því druknir kaupstaðagestir spilla þeim svo
1» jög.
Siðasta íþróttamótið er haldið var við pjórsárbrú
sannar þetta. pangað komu hílar með mörg hundruð
manna frá Reykjavik, Hafnarfirði og fleiri kaupstöð-
um. Leit helst lit fyrir að sumt af fólki þessu hefði ekki
átt annað erindi á mótið en drekka, þvi stórir hópar af
ölvuðum lýð þvældust alt í kringum leikvöllinn seinni
hluta dagsins og langt fram á nótt. Ölæðisópin frá fólki
þessu kváðu við úr ýmsum áttum jafnvel í byrjun sam-
komunnar, meðan séra Magnús kennaraskólastjóri var
að halda hina ágætu ræðu sina. Mun þá ýmsum hafa
fundist hryggilegt að liugsa um siðspilling þjóðarinnar,
og þótt sem drykkjuskril hennar væri trúandi til að ó-
virða hverja hátíðisstund, hversu helg sem hún væri.
Munu nú flestir ungmennafélagar Suðurlands á eitt
sáttir um að íþróttamót sé óhafandi við pjórsárhrú,
nema því að eins að Iiægt væri að reka vínneytendur af
höndum sér, en margt veldur því að það mun reynast
torsótt. Stjórn ungm.sam'handsins Skarphéðinn hefir
lagt kapp á að verja mótið fyrir drykkjuskap, en stjórn
þessi hefir að eins ráðið yfir leikvelli félaganna, getur