Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1927, Page 12

Skinfaxi - 01.02.1927, Page 12
12 SKINFAXI vel, að með því sneru þær á þá leið, sem liggur fram af ætternisstapa. En það er ekki hætt við að til þess komi. Og ástæð- an er ofur einföld. Engin stórþjóð gefur nokkuru sinni annari stórþjóð þau forréttindi, sem alheimsmáli fylgja, J>vi það er sama og að fá henni heimsráðin í hendur. Og þetta eitt væri alveg nóg til þess að útiloka sérhvern möguleika til þess, að nokkur þjóðtunga verði nokk- urntima gerð að alheimsmáli. Auðvitað væri það miklu hættuminna, að gera tungu einhverrar smáþjóðar að alheimsmáli. En j>jóðernis- liroki stórþjóðanna yrði þar ófær þröskuldur. Við skul- um tiugsa okkur hvað Englendingar myndu segja, ef farið væri fram á það við þá í fullri alvöru, að þeir létu kenna íslensku i öllum skólum sínum, þvi að liún ætti nú að verða alheimsmál. Reynið þið bara að hugsa ykkur sviji þeirra og svör. pað kemur líka til athugunar, að engin þjóðtunga er þeim mun léttari og snjallari en aðrar, að lnin sé fyrir þá siik sjálfkjörin. Eitt er að þessari, annað að hinni. Og því verður ekki neitað, að það kostar geysimikla áreynslu og langvint starf að tæra erlent mál, og er þó varla ha\gt að gera það að fullu. En alheimsmál, sem á að ná til allra þjóða, verður að vera auðlært með afbrigðum. Enn má færa hér fram eina ástæðu gegn því, að nokkur þjóðtunga geti orðið alheimsmál. Og hún er sú, að það myndi vera særandi fyrir tilfinningar fjölda fólks. Sá maður, sem erlendis talar mál þarlendra manna, finnur ósjálfrátt til þess, að hann er eigi jafn- rétthár þeim, sem hann á tal við, heldur stendur eins og skör lægra og hefir að öllu leyti lakari aðstöðu. J?essi tilfinning gerir ekki vart við sig þegar listgert mál er talað, því að enginn getur eignað sér það öðr- urn fremur. J?að má vet vera, að einhverjum J?yki þessi ástæða

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.