Skinfaxi - 01.02.1927, Qupperneq 29
SKINFAXI
29
að ekki verður í honum synt nema heitustu mánuði
ársins, og þó ekki á þeirn tíma, nema af þeim, sem
eru all harðgerðir. En í þess stað hefir náttúran lagt
þjóðinni til hinar heitu laugar.
Og nú er áhuginn að vakna til að notfæra sér þessi
náttúrugæði. ísfirðingar eru búnir að gera sér góða laug
til sumarkenslu á Reykjanesi. Ungmennafélagið í Svarf-
aðardal er búið að ákveða að'byggja yfirbygða sund-
laug úr steinsteypu, þar sem heitar laugar koma upp
í hlíðinni nokkuð innan við Dalvík. pingeyingar eru
búnir að gera yfirbygða sundlaug áfasta við héraðs-
skólann á Laugum í Reykjadal. Heita vatnið ofan úr
fjallshíðinni er leitt í miðstöð hússins og þaðan streym-
ir það út i sundlaugina. Skólafólkið og heimamenn, sem
eru 70—80, synda þarna daglega allan veturinn, þó að
frost og hriðar sé úti. Allir sem i skólann koma læra
að synda, og allir dást að sundlauginni og telja liana
ómetanlegan dýrgrip fyrir skólann og liéraðið.
1 Reykjavík er sundhallarmál líka á dagskrá. Talað
er um að hafa þar þrjár sundlaugar yfirbygðar, hverja
undir séstöku þaki. I tveim á að vera vatn úr laugun-
um. Önnur til kenslu, hin til æfinga fyrir íþróttaménn.
Hin þriðja á að vera með sjó-vatni, er hitað sé nokkuð
með laugavatni. Hún á að vera til heilsubóta þeim, sem
betra hafa af böðum i sjó en fersku vatni. Iþróttamenn
bæjarins ætla að þessi sundhöll verði komin upp fyrir
1930.
í miðju héraði ykkar er Hvitárbakkaskólinn. Hann
er vel í sveit settur. Mikið er búið að gera af hálfu ein-
stakra manna, liéraðinu og landssjóði, til þess að Hvít-
árbakki geti verið myndarleg uppeldisstofnun fyrir
Borgfirðinga og Mýramenn.
En eitt skilyrði vantar á Hvítárbakka. par er enginn
jarðhiti, og þar eru ekld heppileg náttúruskilyrði til að
^efa sund.
En úr þessu má bæta. Alllieit laug er í landi annarar